Víkurfréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 13
lútveg, atvinnumál og pólitík í viðtali við Víkurfréttir:
Viðtal og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is
í
1
jafnvel verða selt. Þessu vísar
Þorsteinn algjörlega á bug og
segir að Saltver sé ekki til sölu:
„Maður hefur verið að heyra
þetta í kjaftasögustíl en ég get
fullyrt það að Saltver er ekki til
sölu og það er ekki á dagskránni
að sameinast hinu ágæta fyrir-
tæki Þorbirni Fiskanesi," segir
Þorsteinn og bætir því við að
það hafi verið erfitt að segja
starfsfólki Saltvers og Erlings
upp: „Þetta er í fyrsta skipti sem
ég hef þurft að segja upp fólki
og auðvitað er það erfitt, en mér
hefur sjálfum verið sagt upp
tvisvar sinnum sem skipstjóra.
Eg veit að langflestir sem unnu
hjá Saltveri eru komnir með
vinnu aftur. Eg þurffi einnig að
segja upp 5 sjómönnum af Er-
lingi, þar af tveimur Suðumesja-
mönnum sem báðir eru komnir
með vinnu.“
Ávallt Sjálfstæðismaður
Þorsteinn tók sæti í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar árið 1994 en
fyrirvarinn var stuttur segir
hann: „Það var hringt í mig seint
um kvöld og ég beðinn um að
taka fjórða sæti á lista Sjálfstæð-
ismanna. Sá aðili sem hringdi í
mig sagði að ég hefði hálftíma
til að ákveða mig, en í lok sím-
talsins breytti hann um skoðun
og sagði: „Steini, þú tekur bara
sætið.“ Og þar með var það
ákveðið en ég hafði töluvert
lengi hugsað mér að hætta sem
skipstjóri og hafa það rólegra,“
segir Þorsteinn og hlær en hann
hefur verið harður Sjálfstæðis-
maður ffá bamæsku, enda hefur
móðir hans Guðrún Gísladóttir
sem nú er á níræðisaldri veitt
honum gott uppeldi: „Mér var
hugsaði til mömmu þegar þessi
aðili hringdi í mig og velti fyrir
mér hvað hún myndi segja ef ég
neitaði því að taka sæti á listan-
um. Hún er sú allra harðasta
Sjálfstæðiskona sem ég þekki,“
segir Þorsteinn og hlær. Um
kvöldið þegar hann hafði tekið
ákvörðun um að taka sæti á list-
anum gekk hann inn í eldhús og
sagði við konu sína og dætur:
„Eg er kominn á lista Sjálfstæð-
isflokksins og sest í bæjarstjóm.
Það kom nokkur þögn en síðan
sagði dóttir mín: „En pabbi, þú
sem ert alltaf eins og dmsla til
fara.“ Ég sagði henni að ég
myndi bæta klæðaburðinn en
bætti við að það væri ætlast til
að börn bæjarfulltrúa væru til
fyrirmyndar í bæjarfélaginu,"
segir Þorsteinn og hefur gaman
af því að rifja þetta upp.
Uppbyggingin í Helguvík
Atvinnumálin hafa verið Þor-
steini hugleikin, enda er hann
formaður Atvinnu- og hafnar-
ráðs. Þorsteinn segir að mögu-
leikar Suðurnesjamanna séu
mjög miklir þegar kemur að at-
vinnumálum. Hann telur að
sveiflur í atvinnuleysi séu hluti
af tilverunni: „Árið 1994 voru
700 manns atvinnulausir á Suð-
umesjum og það tókst að vinna
úr því. Ég tel að sameining
Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafha
hafi verið nauðsynlegt fyrir at-
vinnulífíð. Við fengum strax rík-
issfyrk til að byggja 150 metra
stálþil í Helguvík og meginá-
stæðan að við vorum orðin það
sterk eftir sameininguna. Ég
horfi bjartsýnn fram á veginn
um að okkur takist að vinna bug
á atvinnuleysinu sem nú er að
skjóta niður rótum,“ segir Þor-
steinn og bætir því við að margt
sé í spilunum sem sé mjög já-
kvætt fyrir Suðumesin: „Það er
búið að panta vélar fyrir álfyrir-
tækið Alur, en fyrirtækið verður
staðsett í hluta af mjölhúsi
loðnubræðslunnar í Helguvík.
Það er gert ráð fyrir að verk-
smiðjan taki til starfa í haust.“
Þorsteinn er bjartsýnn á að stál-
pípuverksmiðjan risi í Helguvík:
„Ég leyfi mér að vera bjartsýnn
núna um að stálpípuverksmiðjan
í Helguvík rísi. 1 síðustu viku var
skrifað undir samninga við ís-
lenska Aðalverktaka um að grafa
fyrir lóð verksmiðjunnar í
Helguvík. Þar mun verksmiðjan
risa en allt það eíhi sem losað er
verður notað við að klára Ægis-
götuna og gerð sjóvamagarða í
VÍKURFRÉTTIR 12.TÖLUBLAÐ
Reykjanesbæ, m.a. að Fitjum,
Bakkastíg og Kópu og það er
gríðarlega mikilvægt," segir Þor-
steinn og þegar Þorsteinn er
spurður um Japanska fyrirtækið
sem hefur hug á því að hefja
starfsemi í Helguvík segir hann:
„Það er trúnaðarmál og ég get
ekkert sagt um það nema að það
notar mikla raforku ef af verður.
Það kemur í ljós i haust, en það
er ekki hægt að vera með neinar
væntingar á þessu stigi."
Ósáttur við sérframboð Kristjáns
Pálssonar
Eins og áður segir er Þorsteinn
mjög harður Sjálfstæðismaður.
Hann telur að framboð Kristjáns
Pálssonar geti skaðað Sjálfstæð-
isflokkinn umtalsvert í komandi
kosningum og að flokkurinn geti
tapað manni í kjördæminu: „Ég
hef kosið Sjálfstæðisflokkinn af
öðru en því að ég sé alltaf hæstá-
nægður með uppröðun manna á
listum og mig grunar að það
gildi um marga stuðningsmenn.
Kristján Pálsson hefur sjálfur
sagt það opinberlega að sérffam-
boð eigi litla framtíð fyrir sér og
ég hef enga trú á því að hann nái
kjöri. Ég held að þetta sé í fyrsta
skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn
klofnar í Keflavík og Njarðvik
og ég er mjög ósáttur við
ákvörðun Kristjáns um að fara í
sérframboð. Við verðum að átta
okkur á því að atkvæði sem eru
greidd sérframboðinu taka frá
Sjálfstæðisflokknum og detta
niður dauð og verða til þess að
þau nýtast öðrum flokkum, til
dæmis Samfylkingunni. Sjálf-
stæðisflokkurinn er eini flokkur-
inn sem er með Suðumesjamann
í efsta sæti svo ef við stöndum
saman nú, eigum við möguleika
á ráðherrasæti eða álíka áhrifa-
stöðu,“ segir Þorsteinn að lok-
um.
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 13