Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 2
Ný háspennu-
lína lögð á
Reykjanes
Skipulagsstofnun hefur
fallist á lagningu 14 km
langrar háspennulínu frá
tengivirki við jarðgufustöð á
Reykjanesi að nýrri aðveitu-
stöð við háspennulínuna sem
liggur frá Svartsengi að Fitjum
norðan við orkuverið. Möstur
verða 43 og um það bil 350
mctra bil á milli þeirra.
Lögð verður 10 km vegslóð með
línuleiðinni. Gert er ráð fyrir að
nota 40.000 rúmmetra efnis úr
opnum námum í Stapafelli,
Rauðamel og Melhól.
Það var sannkallað fjör í Njarðvíkurskóla fyrir síðustu helgi en þar var verið að taka upp heimildarmynd á vegum Landsbjargar sem sýna
á í öllum skólum landsins. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en í myndinni átti að hafa kviknað í skólanum og sá slökkvi-
liðið um að rýma skólann. Njarðvíkurskóli varð fyrir valinu af rúmlega 200 skólum á landinu og var Gylfi Guðmundsson skólastjóri að
vonum stolturyfir því.
11 milljarða tekjur af Varnarliðinu
Tekjur íslendinga af Varn-
arliðinu námu rúmlega 11
milljörðum á síðasta ári
samkvæmt upplýsingum
Seölabankans um nettótekjur
íslenska hagkerfisins af við-
skiptum og þjónustu við Varn-
arliðið. lnni í þeirri tölu eru til
dæmis laun íslenskra starfs-
manna á vellinum, kaup á vör-
um og þjónustu og verksamn-
ingar. Framlögin hafa lækkað
undanfarin ár og voru mun
meiri fyrir um 20 árum. I byrj-
un síðasta árs voru íslenskir
starfsmennVarnarliðsins og
verktaka og stofnana, sem ann-
ast þjónustu við það tæplega
1700 talsins. Þá voru hermenn
hjá Varnaliðinu rúmlega 1900
og hefur fækkað um rúm 40%
frá 1990, segir á fréttavef RUV.
Ef allt er talið nú; hermenn, mak-
ar þeirra og böm þá eru það um
4000 manns. Hjálmar Amason,
alþingsmaður sagði á Morgun-
vaktinni að efnahagsleg áhrif af
vem Vamarliðsins væm á við eitt
álver.
Vorlitirnir komnir
Sérfræðingur frá Dior
kynnir vorlitina í
Apóteki Keflavíkur
föstudaginn 4. apríl
kl. 13.00 -18.00.
Komdu og prófaðu
„Trotterinn", fjölnota
litaboxið fyrir augu,
kinnar og varir.
Spennandi
kaupaukar
Verið velkomin!
Fagmennska í fyrirrúmi
Apótek Keflavíkur
Sími: 421 3200 Snyrtivörudeild
Framkvæmdir hafnar við Hafnargötuna
Skrifað var undir samninga Reykjanesbæjar við verktaka
um framkvæmdir við Hafnargötuna á þriðjudag og í kjölfar-
ið tók Árni Sigfússon bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna að
framkvæmdunum en en gert er ráð fyrir að kostnaður við
þær verði um 350 milljónir króna og að framkvæmdatími
verði 17-18 mánuðir. Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga
verði lokið 16. júní nk. Það var létt hljóð í mönnum þegar
skóflustungan var tekin, enda hefur þessi framkvæmd ver-
ið á dagskrá lengi hjá bæjaryfirvöldum. Árni bæjarstjóri
sagði að þó framkvæmdirnar lokuðu af kosningaskrífstofu
Samfylkingarinnar þá væri það ekki með ráðum gert, því
töluvert væri síðan ákveðið var hvar framkvæmdir hæfust.
2
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!