Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 12
Atvinnuuppbygging í Helguvík Stálpípuverksmiöj a fyrir 6,5 n -framkvæmdiQ kostar um 10 miUjóinp á dag á framkvæmc W Amánudag gaf fyrirtækið Inter- national Pipe and Tube út tilkynn- ingu þar sem staðfest var að samningar við verktaka um byggingu Stálpípuverksmiðju hefðu náðst. Fyrir- hugað er að reisa 18 þúsund fermetra verksmiðju í Helguvík sem mun framleiða 175 þúsund tonn af hágæða stálpípum segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Heildarkostnaður verkefnisins er um 84 milljónir dala eða tæpir 6,5 milljarðar króna. Undirbúningur framkvæmda í Helguvík er þegar hafinn og gerir IPT ráð fyrir að verksmiðjan heiji starfsemi sína snemma árs 2005. Gert er ráð fyrir að við verksmiðjuna starfi 200-240 starfsmenn. Daewoo International Corporation mun stjóma byggingu verksmiðju og skrifstofii- aðstöðu í Helguvík í samstarfi við Islenska aðalverktaka og samstarfsaðila frá Kóreu. Þeir eru ábyrgir fyrir byggingu verksmiðju- hússins og skrifstofii- og starfsmannaaðstöðu. Daehyun Tech Company irá Suður Kóreu og Kusakabe Electric & Machinery Company frá Japan munu skipuleggja vinnsluferlið og leggja til framleiðslutækin þar sem notast verður við nýjasta tæknibúnað á þessu sviði. Það er ljóst að koma þessa fyrirtækis á Suðurnesin mun skipta sköpum varðandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Aðilar sem Víkurfféttir hafa rætt við em sammála mn að verkeínið sé það stærsta sem unnið hafí verið á svæðinu í mörg ár. Gert er ráð íyrir að við verksmiðjuna starfi á milli 200 til 240 manns. Ljóst er að margfeldisáhrifin verða mikil hvað varðar þjónustu, bæði í opinbera- og einkageiranum. Þrátt fyrir að fulltrúar bæjarstjómarinnar vilji ekki formlega fagna þessum áfanga fyrr en IPT hefur greitt tryggingar fyrir verkefninu þá hafa aðilar sem Víkurfféttir ræddu við sagt að nær engar líkur séu á því að verkefnið verði ekki að veruleika. Fyrirtækið hefur lagt út í mikinn kostnað við allan undirbúning og samið hefur verið við stórfyrirtæki á alþjóðlega mælikvarða til að sjá um framkvæmdina. Samkvæmt samningi sem undirritaður var á sínum tima á milli fyrirtækisins og bæjar- stjómar Reykjanesbæjar hefur IPT tíma ffam í maí til að greiða tryggingar fyrir verkinu. Gert er ráð fyrir að verksmiðja taki til starfa eftir um tvö ár eða snemma árs árið 2005. Ef reiknað er með því að framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar hefjist í lok maí hafa verktakamir um 22 mánuði til að reisa verksmiðjuna. Miðað við að kostnaður við byggingu verksmiðjunnar sé um 6,5 milljarðar króna og að byggingatíminn sé um 22 mánuðir þá er beinn byggingakostnaður um 10 milljónir króna á dag á fram- kvæmdatímanum. Starfsmannaþörfin um helmingur af atvinnuleysisskránni Þann 1. apríl voru 454 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum, 208 karlar og 246 konur. Ef verksmiðjan væri að opna í dag þá myndi helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysis skrá geta fengið atvinnu í verksmiðjunni. Einnig má reikna með að töluverður fjöldi starfa skapú í þjónustugeirum vegna tilkomu verksmiðjunnai Lífeyrismál w Asíðustu árum hefur um- ræða um lífeyrismál verið hávær og sífellt er verið á benda á mikilvægi sparnaðar. Sparnaði má skipta í þrennt: Skyldu- tryggingu h'feyris- sparnaðar, viðbótarh'feyris- sparnað og annan sparnað. Mikilvægt er að hver einstak- lingur hugi að öllum þessum þáttum og vegi og meti hvort að sá sparnaður sem þeir við- hafi í dag tryggi þau h'fsgæði sem þeim er mikilvægt að halda út ævina. Hér að neðan er örlítil yfirferð yfir helstu reglur sem gilda um lífeyrisspamað og hugleiðingar tengdar þeim. Staðreyndir * Skv. Lögum um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða, nr. 129 frá árinu 1997, þá er öllum launa- mönnum og þeim sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, skylt að greiða í lífeyrissjóð. I kjara- samningum er kveðið á um hvort greiða skuli til ákveðins lífeyrissjóðs eða hvort launa- þegi geti valið sér sjóð til að greiða til. * Samkvæmt fyrrgreindum líf- ejuissjóðslögum skal iðgjald í lífeyrissjóð vera a.m.k. 10% af heildarlaunum. Sjóðfélagar geta greitt meira í lífeyrissjóð en sem nemur hinu lögbundna fiam- lagi. * Frá og með árinu 1999 hefur launþegum verið heimilt að draga frá skattskyldum tekjum sínum 2% framlag til sérstaks lífeyrisspamaðar sem hækkaði í 4% á árinu 2000. Ríkissjóður greiðir 10% mótframlag ofan á jrennan sparnað og samið helur verið um í kjarasamningum ým- issa stéttarfélaga að launagreið- endur greiði allt að 50% mót- framlag ofan á spamað laun- þegans. Launþeginn getur ráð- stafað viðbótariðgjaldinu í sér- eignasjóð eða inná lifeyris- spamaðarreikning flármálafyr- irtækis. * Hægt er að hefja úttekt við- bótarlífeyrisspamaðar við 60 ára aldur með jöfhum árlegum greiðslum, þó svo þannig að út- tekt má ekki vera lokið fyrr en viðkomandi hefur náð 67 ára aldri. Einstaklingur getur einnig tekið eign sína út í eingreiðslu, hvenær sem er eftir að 67 ára aldrinum er náð. Á ég að spara meira? Öllum er nauðsynlegt að leggja meira til spamaðar en sem nem- ur hinu lögbunda framlagi. Það að nýta sér ekki heimild til við- bótarspamaðar jaíngildir því að segja nei við launahækkun þar sem launþeginn missir þá af mótffamlagi atvinnurekandans. Viðbótarspamaður tryggir þá ákveðið skattalegt hagræði, greiðslu tekjuskatts er frestað þar til að útgreiðslu kemur. Ið- gjaldið er því frádráttarbært ffá tekjuskattsstofhi og hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt né eignarskatt af inneigninni. Einnig er vert að geta þess að viðbótarlífeyrisspamaðurinn er séreign og erfist því skv. erfða- lögum. Skipulegur spamaður er leið til að viðhalda ákveðnum lífsgæð- um út alla ævina. Spamaður sem er byggður upp af fyrr- greindum þremur jiáttum, skyldutryggingu, viðbótarlífeyr- isspamaði og öðrum spamaði, ætti að vera næg trygging til lífstíðar. Það er hins vegar mál hvers og eins að tryggja að hug- að sé að öllum þessum þáttum. Sparisjóðurinn í Keflavik býður uppá mikið úrval spamaðar- leiða sem hentar bæði þeim sem em að spara með viðbótariífeyr- isspamaði sem og þeim sem spara á annan hátt. Lífeyris- reikningur er verðtryggður líf- eyrisreikningur sem ber háa vexti og Áskriftarreikningur er verðtryggður spamaðarreikn- ingur sem hentar þeim vel sem vilja auka við spamað sinn með reglulegum greiðslum. Kynntu þér þessar spamaðar- leiðir og fleiri hjá starfsfólki Sparisjóðsins í Keflavík eða líttu inná heimasíðu okkar www.spkef.is en þar getur þú nálgast fjölbreyttar upplýsingar um ýmsar spamaðarleiðir. Kristinn Á. Ingólfsson Sérfræðingur hjá Sparisjóðnum í Keflavík Viðbrögð bæjarfulltrúa: Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins Mín viðbrögð em fyrst og ífemst gleði og ánægja með þennan áfanga, en verksmiðjan er ekki risin og við höfum ákveðinn fyrirvara ennþá. Það sem mér finnst ánægjulegt er að sjá þetta verkefni sem hófst i tíð fyrrverandi bæjarstjómarþróast á svona jákvæðan og skemmtilegan hátt. Ég tel að ifamtíðarmöguleikar Helguvíkur sem atvinnusvæðis séu gríðarlegir og ég fullyrði að það fá svæði í Evrópu sem hafa á að skipa jafn góðri hafnaraðstöðu og jafhmiklu ónýttu landrými eins og í Helguvík. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Við fögnum þessum áfanga þó enn sé ekki búið að leggja fram tryggingar þá em yfirgnæfandi líkur á að af þessu verði. Þetta mun skapa töluverða atvinnu og það sem meira er, góðar tekjur fyrir höfnina og ekki veitir af. Vonandi er að uppbygging haldi áffam á þessu svæði. bæjarstjóri Bæjarstjóri er að vonum ánægður með að samningar hafi tekist um byggingu verksmiðjunnar en hann vill ekki fagna fyrr en fyrirtækið hefur lagt ffam tryggingar fyrir verkinu. Ami segir að það gefi auga leið að verkefni af þessari stærðaigráðu skipti miklu máli fyrir Suðumesin í heild sinni og nefhir sem dæmi að starfsmannaþörf verksmiðjunnar sé um helmingur af starfsmannaþörf Fjarðaráls. Ámi segir að vegna nálægðar við höfuðbotgarsvæðið séu margfeldisáhrifin meiri á Suðumesjum vegna Stálpípuverksmiðjunnar heldur en margfeldisáhrif vegna álversffamkvæmda á Austurlandi. Hann horfir bjartsýnn til áffamhaldandi uppbyggingar í Helguvík: „Það em fleiri verkefni sem við höfurn kynnt, en það em verkefni sem við getum ekki sagt ffá á þessari stundu. Framtíðarmöguleikar Helguvíkursvæðisins em gríðarlegir. Iðnaðarsvæðið er á milli 50 og 60 hektarar og við erum þegar famir að skipta svæðinu niður i lóðir.“ 12 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.