Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 8
REYKJANESBÆR
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Lúðrasveitatónleikar
Lúðrasveitir skólans halda sína árlegu
vortónleika
líKirkjuhmdiþriðjudaginn 8. aprílkl.19.30
2
|Fjölbreyttar og skemmtilegar efnisskrár.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Skólastjóri
Netfangið er
auglysingar@vf.is
mHHEMWMðHmiA
PREMIUM
INNHEIMTUVAKTIN
,
1200
Sonur Suðurnesja 80 ára
I
raun kom mér nokkuö á
óvart að Gunnar Sveinsson
hefði átt 80 ára afmaeli
þann 10. mars sl. Á óvart
vegna þess að Gunnar einhvern
veginn ber það ekki með sér að
hann sé orðinn við svo háan
aldur - síkvikur og starfsamur.
Þetta mun hins vegar vera
staðreyndin en Gunnar laum-
aði sér að heiman á þessum
tímamótum - sjálfum sér
samkvæmur enda ekki mikið
fyrir að láta athyglina snúast
um sjálfan sig.
Fullyrða má að Gunnar Sveins-
son sé einn af dyggustu sonum
Suðumesja. Hann er tvímæla-
laust í hópi þeirra einstaklinga
sem átt hafa hvað stærstan þátt í
að gera svæðið að hinni blóm-
legu byggð.
Þegar Gunnar fluttist á Suður-
nesin fyrir um hálfri öld stóð
byggð hér veikum fótum -
atvinnulífið naut lítillar festu og
íbúar ekki margir. Segja má að
megnið að starfsævi Gunnars
hafi verið varið til að efla mann-
líf á Suðumesjum. Mörg af
stærstu ffamfarasporum svæð-
isins sl. hálfa öld tengjast
Gunnari Sveinssyni. Þess vegna
má hiklaust telja hann í hópi
dyggustu sona Suðumesja. Nú
þykist ég vita að Gunnari muni
ekki líka svo hástemmt lof en
hann getur samt ekki vikið sér
undan fjölmörgum góðurn
verkum hér á svæðinu.
Kaupfélag Suðumesja varð undir
forystu Gunnars einn máttar-
stólpinn í atvinnulífi Suðumesja
og teygði sig inn á flest svið
atvinnulífs, landbúnað, útgerð,
verslun, iðnað o.s.frv. Með þeirri
LCa LndiL fáðu þér í soði
Frjálslyndi flokkurinn opnar kosningaskrifstofu sína í Reykjanesbæ á
föstudag klukkan 17.00. Af því tilefni bjóðum við fólki að koma þá á
kosningaskrifstofuna að Hafnargötu 18 og þiggja hjá okkur fisk í soðið.
Einnig verður boðið upp á léttar veitingar. Allt ókeypis á meðan birgðir
endast.
fyrfr byggðirnar!
■F á kjördag.
Með vinarkveðju,
tyiagnús Þór Hafsteinsson
I efsta sæti á lista Frjálslynda flokksins
í Suðurkjördæmi.
Kíkið á vef Frjálslynda flokksins: www.xf.is
Gunnar Sveinsson.
starfssemi varð til ákveðin kjöl-
festa í atvinnuháttum Suðumesja
og umhverfis hana spunnust
önnur fyrirtæki og fjölbreyttara
mannlíf. Með tíð og tíma óx
svæðið og tíðarandinn breyttist.
Gunnar lagði sig fram um að
fylgjast með nýjungum til heilla
fyrir Suðumesin. Skuttogarar
vom keyptir, nýjar verslanir
reistar og þegar stórverslanir tóku
að spretta upp á höfuðborgar-
svæðinu stóð Gunnar að upp-
byggingu Samkaupa til að svara
kalli tímans. Hinn heiti sam-
vinnumaður Gunnar Sveinsson
átti sér þá hugsjón og á enn að
byggja öflugt mannlíf fyrir fólkið
á Suðumesjum. Ýmsir halda því
fram að hlutverk Kaupfélagsins
hafi breyst í grundvallaratriðum
og víst er um að umsvif þess em
önnur en áður. Eitt er þó víst að
án kjölfestu Kaupfélags Suður-
nesja í atvinnulífinu hefði vöxtur
svæðisins ekki orðið jafit ör og
sagan segir. Gunnar heldur til
allrar hamingju fast í hugsjónir
sínar. í umræðu síðustu missera
um hringamyndanir og skyndi-
gróða einstaklinga, sem láta sig
fólkið litlu varða, má vissulega
segja að samvinnuformið gæti
verið gott mótvægi enda hagn-
aður þess ætlaður fólkinu á
svæðinu öllu. Eða sjáum við
ekki sömu umræðu einmitt eiga
sér stað um eignarhald sparisjóða
þar sem gráðugir vilja ólmir
komast i sjóði sem ætlaðir em
fólkinu á svæðinu sjálfu.
Gunnar er einn af firumkvöðlum
þess að byggja upp framhalds-
skóla á Suðumesjum. Með fé-
lögum sínum á þeim tíma
(Tómasi Tómassyni, Bjama
Halldórssyni, Halldóri Guð-
mundssyni, Eggert Ólafssyni,
Boga Hallgrímssyni og fleirum)
sá Gunnar að án ffamhaldsskóla
yrði aldrei öflugt mannlíf á Suð- •
umesjum. Hann var formaður
skólaneftidar frá upphafi og
fyrstu 12 starfsár skólans - ávallt
reiðubúinn að stíga næstu skref í
þágu menntunar fyrir Suður-
nesin.
Auk þess sem hér hefur verið
nefnt má telja margt annað upp
úr starfsferli Gunnars, einn
vitringanna hjá Málfiindafé-
laginu Faxa, virkur innan þjóð-
kirkjunnar, Rotaryfélagi til
áratuga svo eitthvað sé neíht.
Varla þarf að nefha hið óeigin-
gjama starf hans í þágu Fram-
sóknarflokksins sem seint verður
metið og þakkað.
Sjálfur á ég Gunnari margt að
þakka. Hann stóð að ráðningu
minni sem skólameistara við FS,
atti mér út í pólitíkina og veitir
mér ómetanlegt aðhald sem
alþingismanni. Ráð hans og
gagnrýni (hvort heldur er hrós
eða skammir) er mikilvægt
veganesti öllu fólki enda Gunnar
maður hugsjóna, réttlætis og
framsýni. Vinátta slíkra manna
er gulls ígildi.
Eg óska Gunnar Sveinssyni,
Fjólu og fjölskyldu þeirra til
hamingju með merkan áfanga.
Hann hefur reynst Suðumesjum
heilladijúgur að öllu leyti og fyrir
það ber að þakka hinum síunga
Gunnnari.
Hjálmar Ámason,
alþingismaður.
Ljóðakvöld á Bókasafninu
Þriðjudaginn 8. apríl n.k.
kl. 20.00 verður haldið
Ijóðakvöld á Bókasafni
Reykjanesbæjar, svo kallað Er-
lingskvöld. Hér er um að ræða
sérstaka bókmenntavöku sem
kennd er við listamanninn Er-
ling Jónsson, en hann hefur
óvallt sýnt Bókasafni Reykja-
nesbæjar mikinn sóma. Erling-
ur er jafnframt listamaður
aprílmánaðar og mun koma og
kynna verk sitt sem verður
Mynd mánaðarins þennan
mánuð.
Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld
er sérstakur gestur kvöldsins og
mun lesa úr ljóðum sínum og
Soffía Auður Birgisdóttir flytur
erindi um skáldkonuna og ljóð-
list hennar, en Ingibjörg hlaut ís-
lensku bókmenntaverðlaunin árið
2002. Sigurvegarar úr lestrar-
keppni grunnskólanna í Reykja-
nesSæ munu einnig lesa sjálfval-
in ljóð eftir ýmsa höfunda. Um
tónlistina sjá nemendur úr söng-
deild Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar við undirleik Ragnheiðar
Skúladóttur. Umsjón með þessu
kvöldi er í höndum Bókasafns
Reykjanesbæjar, menningarfull-
trúa og Miðstöðvar símenntunar.
Allir eru velkomnir og boðið er
uppá kaffi.
Menningarfulltrúi.
AugXýsingasími Víkurfrétta
481 oooo
8
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!