Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 16
KEFLAVÍK- URSTÚLKUR KOMNAR í VÆNLEGA STÖÐU Keflavíkurstúlkur eru komn- ar í vænlega stöðu í einvíg- inu gegn KR um íslands- meistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Lið- in mættust á mánudagskvöld í DHL-höllinni og gerðu Keflavíkurstúlkur sér lítið fyrir og sigruðu 82:70 og þurfa þær því bara að vinna einn leik í viðbót til að tryggja sér titilinn. Sá leikur fór fram í gær, en þar sem blaðið var farið í prentun var ekki unnt að segja ffá úrslit- unum en frá þeim verður að sjálfsögðu greint á fréttavef Víkurfrétta, www.vf.is. Lúðrasveitir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar: Vortónleikar Næst komandi þriðjudag þann 8. apríl, munu lúðrasveitir Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar halda vortónleika sína í Kirkjulundi, félagsheimili Keflavíkurkirkju, kl. 19.30. Stjómendur sveitanna eru Eyþór Kolbeins, Karen J. Sturlaugsson, Lára L. Magnús- dóttir og Sturlaugur J. Bjömsson. í skólanum eru starfræktar 4 lúðrasveitir sem eru auðkenndar eftirgetufráAtilD. A-sveit er byrjendasveit en D- sveit er lengst komin. Alls munu um 70 nemendur koma fram á tónleikunum. Nú nýverið tóku nemendur úr D- sveitinni þátt i æfingabúðum Lúðrasveitar Æskunnar og léku síðan með henni á tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 30. mars s.l. undir stjórn norska hljómsveitastjórans Kjell Seim. Lúðrasveit Æskunnar er skipuð lengst komnum blásara- og slagverksnemendum úr skóla- lúðrasveitum landsins og þurfa nemendur að taka inntökupróf í sveitina til að öðlast sæti í henni. Lúðrasveit Æskunnar var að þessu sinni skipuð um 40 nem- endum og vom 14 þeirra frá D- sveit Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Fyrir skömmu hljóðritaði Ríkis- útvarpið um 30 mínútna efnis- skrá með D-sveitinni og verður það eftti væntanlega sent út um páskana. Tónleikar lúðrasveita Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, n.k. þriðjudagskvöld em ókeypis og öllum opnir og em Suðumesja- menn hvattir til að mæta og hlýða á góðar lúðrasveitir. Keflavík ig Grindavík mæiast Eftir fimmta leikTinda- stóls og Grindavíkur sem fram fór á þriðjudagskvöl þar sem Grindavík vann 109 - 77 er ljóst að Keflavík og Grindavík mætast í úrslitum Intersport deildarinnar í körfuknattleik. Undanúrslita- leikimir hjá Grindavík og Tindastól voru 5 talsins, en hjá Keflavík og Njarðvík aðeins þrír. Það er ljóst að það verður sannkallaður grannaslagur á milli liðann, en Grindavík er með heimavallarrétt í leikjun- um og mun sá réttu eflaust verða þeim dýrmætur. Guðlaugur Eyjólfsson leikmaður í liði Grindavíkur Hvernig líst ykkur á úrslitin? Okkur líst mjög vel á úrslitin og emm bara mjög spenntir. Hvað þurfið þið að varast? Við þurfum að passa það að Damon nái ekki að koma hinum leikmönnunum i gang og leyfa honum að skora sín stig og reyna að halda hinum niðri. Hvernig finnst þér þú hafa ver- ið að spila persónulega? Ég hef ekki verið að spila nógu vel í úrslitakeppninni, en það er vonandi að maður fari að spila almennilega þegar mest á reynir. Ætlið þið ykkur að taka titil- inn? Að sjálfsögðu Haldið þið að þetta fari í fimm leiki? Við eigum allavega heimvallar- réttin og það skiptir okkur engu máli hvemig við vinnum þá. Sverrir Þór Sverrisson, leikmaður í liði Keflavíkur Hvernig líst ykkur á úrslitin? Okkur list mjög vel á úrslitin og höfum bara verið að bíða með að sjá hverjum við munum mæta og emm bara spenntir.. Hvað þurfið þið að varast? Grindavik er með mjög sterkt lið og miklar skyttur og það þarf að passa að skyttumar komist ekki í gang. Hvernig finnst þér þú hafa ver- ið að spila persónulega? Ég er bara búinn að vera nokkuð sáttur með tímabilið, bæði hjá mér og liðinu. Við höfum verið að ná okkar markmiðum og nú er komið að stærsta titlinum. Ætlið þið ykkur að taka titil- inn? Við ætlum okkur titilinn. Haldið þið að þetta fari í fimm leiki? Ég veit ekki með það en ég held að þetta verði mjög jafnir leikir. Forstöðinnaður tölvudeildar Laus er til umsóknar staða forstöðumauns tölvudeildar Reykjanesbæjar Tölvudeild Reykjanesbæjar sinnir viðhaldi og umsjón tölvukerfa bæjarskrifstofa aukþess að veita öðrum stofnunum sveitarfélagsins þjónustu á þvi sviði. í starfinu felst einnig áætlanagerð, þjónusta við starfsfólk og keimsla á tölvukerfi sveitarfélagsins auk umsjónar með innleiðingu nýrra kerfa. Næsti yfirmaður forstöðumanns tölvudeildar er framkvæmdastjóri fjármála- og stjómsýslusviðs. Við leitum að manni með háskólamenntun á sviði tölvufræði eða sambærilega menntim. Gerð er krafa um verulega starfsreynslu á sviði rekstrar, viðhalds og uppsetningar tölvukerfa. Æskilegt er að viðkomandi bafi reynslu af viðskiptum og rekstri þar sem starfið krefst áætlanagerðar og aðstoðar við viðhald bókhalds- og launakerfis bæjarsjóðs. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri ijármála- og stjómsýslusviðs eða starfsþróunarstjóri í síma 421 6700. Umsóknum skal skilað til starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjamargötu 12, fyrir 17. apríl 2003, merkt: Forstöðumaður tölvudeildar. Einnig er bent á rafræn umsóknareyðublöð á heimasíðu Reykjanesbæjar; www.reykjanesbaer.is. Starf sþróunarstj óri REYKJANESBÆR TJARNARGÖTU 12 230 KEFLAVÍK Kennarar í Sandgerði ■bjóða uppá námskeið 25 starfsmenn Grunnskólans í Sandgerði ætla til Bologna á Ítalíu í vor til að skoða skóla, menningarmiðstöðvar o.fl. Fræðsluyfirvöld í Bologna taka á móti hópnum og sjá um dagskrá fyrir hann í 4 daga. Þetta er fyrsta sameiginlega utanlandsferðin sem starfsmenn skólans fara í. Hópurinn hefur miklar væntingar til ferðarinnar og ætlar að sanka að sér nýjum hugmyndum í skólastarfið, efla starfsandann og auka heimsborgar-braginn í Sandgerði. Til að afla fjár til ferðarinnar og hita upp fyrir hana, hafa Ítalíufararnir ákveðið að miðla af sinni sérþekkingu með námskeiðum. Laugardaginn 5. apríl verður boðið uppá eftirtalin námskeið í Grunnskólanum i Sandgerði. Kl. 09-10 Þórunn Magnúsdóttir. Sundnámskeið fyrir fullorðna. Kennt verður skriðsund og öndun í bringusundi. Gufa og pottaráeftir. Verðkr.1000. Kl. 10-11 KristjanaH. Gunnarsdóttir og S. Bergþór Magnússon. Erobikk og fitumæling. Sund, gufa og pottar innifalið. Verð kr. 600. Kl. 10 Helga Karlsdóttir. Brauðbakstur. Hráefni innifalið. Verðkr. 1500. Kl. 10 Þór Haraldsson. Myndvinnsla á tölvu / intemetið. Verðkr. 1500. Þetta námskeið verður líka í boði kl. 13. Kl. 10 Guðbjörg Pálsdóttir. Gömlu dansamir. Verð kr. 1000. Kl. 11 Unnur G. Kristjánsdóttir. Snið/sniðagerð eftir (eigin) málum/sauma eina flík. Verð kr.1000. Þetta námskeið verður líka í boði kl. 15. Kl. 11 Bergný J. Sævarsdóttir og Fanney D. Halldórsdóttir. Ikonagerð og servíettumyndir. Efni innifalið. Verð kr. 1500. Kl. 13 Guðjón Þ. Kristjánsson. Þurrpastel og oliupastel. Verð kr. 1000. IG. 13 Pétur Brynjarsson. ítölsk skrift. Verð kr. 1000. Innifalið í öllum námskeiðum er kaffi. Boðið verður uppá bamagæslu gegn vægu gjaldi kr. 300. Skráning er hjá Önnu Pálu í síma 895 6459 ffá kl. 9-14 og hjá Elsu í síma 699 3422 og 423 7968 frá kl. 14-22. Einnig er hægt að skrá sig á netfangið thorh@sandgerdi.is 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.