Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 6
Viðskipti og atvinnulíf í fararbroddi í skólamáltíðum - Matarlyst Atlanta ehf. býr til 1100 matarbakka til skólabarna. ann 7. febrúar 2001 voru fyrirtækin Matar- lyst sf. og Atlanta Flug- eldhús sameinuð í eitt fyrir- tæki, Matarlyst-Atlanta ehf. Eigendur fyrirtækisins eru Axel Jónsson matreiðsiu- meistari, Magnús Þórisson matreiðslumaður og Rúnar Már Smárason matreiðslu- maður. í stjórn fyrirtækisins sitja m.a. Þóra Guðmunds- dóttir og Arngrímur Jó- hannsson stofnendur flugfé- lagsins Atlanta hf. Síðustu 5 mánuði hefúr mikið verið að gerast hjá Matarlyst, en ráðist var í miklar endurbæt- ur á húsinu þar sem aðstaða til matreiðslu og framleiðslu á skólamat var bætt til muna. Einnig var útbúinn glæsilegur fundar- og matsalur, en í saln- um hefur verið komið fyrir fullkomnum skjávarpa sem notaður verður við fundi. Þegar stórir íþróttaleikir eru verða beinar útsendingar í salnum þar sem sýnt verður frá leikjunum og menn geta sest niður og fengið sér öl ásamt félögunum. Axel segir að fyrirhugað sé að auka opnunartímann í salnum, en þar er opið í hádeginu: „Við fyrir flest tryggingafélög Notum elngöngu/ííT gœöalökkfra , r bIlasprautun maggaió Iðavöllum 11 • Síml421 69 Gsm 898 6909 bilasprautun@simnet.ls Alhliða bílasprautun og réttingar SG BÓN Alþrif Mössun Djúphreinsun SÍMAR 421 3737 og 892 9700. johannes@vf.is erum að huga að breytingum á opnunartíma og á næstunni munum við opna veitingastað þar sem fólk getur farið út að borða en við reiknum með að veitingastaðurinn verði opnað- ur innan mánaðar." Auk hefðbundinnar veisluþjón- ustu sinnir Matarlyst Atlanta fyrirtækjum á Suðumesjum og keyrir út bakkamat í hádeginu og segir Axel að sú þjónusta sé alltaf að aukast. Fyrirtækið er nú að hasla sér völl í dreifingu á skólamat fyrir grunnskóla og er í dag að dreifa um 1100 mat- arbökkum til grunnskólanem- enda í Grindavík, Garðabæ og Reykjavík. Axel hefur átt frum- kvæði að þróun þessa verkefnis og hefur unnið að því síðustu ár. Hann telur að eldhús sem eru í grunnskólum í dag séu ekki hönnuð til framleiðslu allt að 400 málsverðum, þetta séu í raun aðeins afgreiðslu eldhús í flestum tilfellum, enda telur hann að framtíðin sé svokölluð miðlæg eldliús sem munu taka við: „Við fengum Viðskiptahá- skólann að Bifröst til að gera fyrir okkur og Reykjanesbæ út- tekt á því hvaða kostir fylgja því fyrir Reykjanesbæ að taka upp samstarf við miðlægt skólaeldhús. Niðurstaðan kom þægilega á óvart því í ljós kom að Reykjanesbær myndi spara frá 8 og upp í 12 milljónir króna á ári með þvi að hefja samstarf við miðlægt eldhús eins og við bjóðum uppá.“ Axel Jónsson hefur verið í mat- reiðslugeiranum frá árinu 1969 en hann lærði á Hótel Loftleið- um. Eftir námstímann fór Axel á Laugarvatn og var þar í nokk- ur ár og í september árið 1978 stofhaði Axel Veisluþjónustuna Smáratúni 28 hér í bæ: „Eg hef verið í þessum geira í yfír 30 ár og er mjög sáttur, enda er ég að vinna með frábæru fólki og öll höfum við trú á því sem við erum að gera.“ í dag klukkan 16:00 stendur Matarlyst -Atlanta fyrir ráð- stefnu á Hótel Loftleiðum þar sem hugmyndir fyrirtækisins varðandi þróun á skólamat verða kynntar. Fjöldi fyrirlesara kemur fram á ráðstefnunni. isjum.fá bakkamat í u fj^patafiyst. Hér 'nöfíiórissontjg íéynisson að Á hverjum degi er yfir 11Ö0 skólabökkum ' keyrt til skóla á suðurnesjum og höfuð- borgarsvæðinu. - 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.