Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 22
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Sölumenn: Þröstur Ástþórsson og Þórunn Einarsdóttir Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288 Fax421 5393 • Netfang: asberg@asberg.is Suðurgata l,Keflavík. Lítið og fallegt einb.hús á 2 h. sem er mikið endurnýjað. Hagstæð lán áhvílandi. 8.800.000,- Skagabraut 44, Garði. 166mz einbýli með 4. sh. og 26m! bílsk. Búið að endurn. miðstöðvar og skolplagnir. 10.800.000,- Vallargata 14, Sandgerði. Mjög góð 89m2íbúð á e. h. í tvíb. með sér inng. 4 svefnh. Skipti á einb. koma til greina. Eign í góðu ástandi, frábært útsýni. 8.200.000,- Faxabraut 34d, Keflavík. 81mz íbúð á 2. hæð með 31mz bílskúr. 2 svefnh hagstæð lán áhvílandi. Öll nýtekin í gegn að innan. 8.500.000,- Mávabraut 2, Keflavík. Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð með 2 svefnh. Hagstæð lán áhv. Laus fljótl. 7.500.000,- Heiðarholt 32, Keflavík. Mjög góð 78m2 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Hagst lán áhv. 8.400.000.- Hraunholt 5, Garði. 140mz einbýli með 4 svefnh. Nýr bílskúr 54mz. Eign 1 góðu ást. að utan sem innan. 13.800.000,- Kirkjuvegur 43, Keflavík. 101mz einbýli á 2 h. með 4 herb. og 45mz bílsk. Mögu- leiki að skipta 1 2 eignir. 10.500.000,- Bakkastígur 16, Njarðvík. 534mz iðnaðarhúsnæði með skrifstofuh, kaffistofu, salerni og vinnusal. Húsið mikið endurn. Laust strax. Uppl. á skrifstofu. Norðurvellir 58, Keflavík. Gott 118mz raðh. með 3 svefnh. og 36mz bílsk. Parket og flísar. Hagstæð lán áhv. Laust strax. 15.000.000,- Heiðarból lOb, Keflavík. 50mz 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Eign í góðu ástandi, nýtt eld- hús, hagst. lán. 6.400.000,- Faxabraut 34c Keflavík. Mjög góð 3ja herb. kjall- araíbúð með sérinngangi. Eign í góðu ástandi. 4.900.000,- Imafundinum i Bláa Lóninu: F.v. Valþór S. Jónssi Snæbjörn Sigurðsson og Jón Einarsson kosninj T-listinn kynnturá blaðamannafundi: Vill að tvöföldun Reykjanes- brautar verði lokið árið 2004 Kristján Pálsson fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins kynnti T-listann, fram- boð óháðra í Suðurkjördæmi á blaða- mannafundi sem haldinn var í Bláa Lóninu á þriðjudag I máli Kristjáns kom fram að bókstaf- urinn T standi fyrir traust og trúverðugleika. í kynningarbæklingi sem gefinn hefur verið út til að kynna framboðið kemur fram að ástæða framboðsins sé sú að fólk, hvort sem það er í pólitík eða starfi á öðrum sviðum mannlífsins láti ekki bjóða sér hvað sem er. Kristján kynnti helstu stefnumál framboðsins á fundinum. T-Iist- inn vili beita sér fyrir að frekar samþjöppun aflaheimilda verði stöðvuð og að veiðar á keilu, löngu og skötusel verði utan kvóta. I steíhumiðum T-listans kemur fram að atvinnuleysi verði eytt m.a. með því að styrkja stöðu eignar- haldsfélaga landshlutanna og að ferðaþjónusta verði efld með lækkun flugvallarskatta. T-listinn telur nauðsynlegt að heilbrigðisstofiianir á landsbyggð- inni verði efldar og að stjóm þeirra verði færð heim í hérað. T-listinn vill að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið árið 2004. Kristján sagði aðspurður að framboðið væri staðsett á miðju stjórnmálanna og að hann hefði alla tíð verið vinstra megin í Sjálf- stæðisflokknum. Kosningaskrifstofa framboðsins verður formlega opnuð nk. föstudag en hún verður staðsett að Hafnargötu 35 í Reykjanesbæ. Kristján var einnig spurður að því hvort hann útilokaði eitt- hvað í stjómarsamstarfí, svaraði Kristján því til að hann teldi ekkert útilokað í þeim efnum. Kristján sagðist vera bjartsýnn á að ná 2000 atkvæðum, en það er sá fjöldi atkvæða sem þarf til að ffamboðið nái manni inn á þing. Krisþán Pálsson sem situr í lyrsta sæti á T-listanum kynnti nöfh einstaklinga sem eru á listanum. í öðra sæti er Snæbjöm Sigurðsson bóndi í Efstadal í Blá- skógabyggð og í þriðja sæti er Valþór Söring Jóns- son yfirverkstjóri í Njarðvík. í máli Kristjáns kom fram að þeir einstaklingar sem á listanum sitja séu með mikla reynslu af öllum sviðum þjóðlífsins og að um 60-70% þeirra væra af Suðumesjum. T-listinn, framboð óháðra í Suðurkjördæmi 1. Kristján Pálsson alþingismaður 2. Snæbjöm Sigurðsson bóndi 3. Valþór Söring Jónsson yfirverkstjóri 4. Garðar Garðarsson skipstjóri 5. Jón Karl Agústsson sjómaður 6. Inga Osk Hafsteinsdóttir bókari 7. Sigrún Jónsdóttir Franklín kennari 8. Ásgeir Guðmundsson sölustjóri 9. Haukur Ragnarsson tölvunarfræðingur 10. Geir Guðjónsson vélstjóri 11. Kristlaug M. Sigurðardóttir rithöfundur 12. K. Sóley Kristinsdóttir húsmóðir 13. Páll Kristinsson vélfræðingur 14. Guðrún Hákonardóttir verslunarmaður 15. Jenný L. Lárusdóttir skrifstofumaður 16. Karl Antonsson bókari 17. G. Sigríður Hauksdóttir nemi 18. Ami Brynjólfur Hjaltason húsasmiður 19. Ragnheiður G. Ragnarsdóttir kennari 20. Einar Jónsson sjómaður Ungir blaðamenn í Njarðvíkurskóla Vikuna 17.-21. mars hafa nem- endur í 7. bekk í Njarðvíkurskóla unnið að verkefni sem kallast „Dagblöð í skólum". Verkefnið er unnið í samvinnu við Morgun- blaðið og DV en þau sjá nernend- um fýrir dagblöðum alla vikuna. Markmið verkefnisins er m.a. að venja nemendur við dagblaða- lestur og að þjálfa nemendur í lestri og ritun á mismunandi textagerðum og blaðagreinum. Einnig er lögð áhersla á að venja nemendur við að segja skipulega frá því sem þeir hafa lesið. Nemendur fá svokallaðan blaða- passa sem inniheldur ýmis verk- efhi tengd dagblöðum. Nemend- ur búa t.d. til nýjar fyrirsagnir á fféttir, skrifa ffétt við fyrirsögn og taka viðtöl. Verkefnið hefur gengið mjög vel og nemendumir eru mjög áhugasamir og finnst þetta kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Rúsínan í pylsuendanum er svo heimsókn til dagblaðanna þar sem nemend- ur fá innsýn í hvernig dagblað verður til. 22 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.