Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 4
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319,
Grundarvegi 23, 260 Njaróvik
Simi 421 0000 (15 línur)
Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Flilmar Bragi Bárðarson,
simi 421 0002, hbb@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Siguijónsson,
sími 421 0001, franz@vf.is
Auglýsingar:
Kristín Njálsdóttir,
sími 421 0008 kristin@vf.is,
Jófriöur Leifsdóttir,
sími 421 0009 jofridur@vf.is
BLaðamenn:
Jóhannes Kr. Kristjánsson
sími 421 0004 johannes@vf.is
Sævar Sævarsson,
simi 421 0003 saevar@vf.is
Hönnunarstjóri:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is
Hönnun/umbrot:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is,
Stefan Swales,
stefan@vf.is
Skrifstofa:
Stefanía Jónsdóttir,
Aldís Jónsdóttir
Útlit, umbrot og prentvistun:
Vikurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dreifing:
íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Aðrir fjölmiðlar
Vikurfrétta ehf. eru:
VF - VikuLega í Firðinum
Tímarit Víkurfrétta,
The White Falcon,
KapaLsjónvarp Víkurfrétta.
MUNDI
Nú er bara að horfa vel yfir
salinn á Ránni og reyna að
komast að því hver Kallinn
er... Verður hann einn???
Framsóknarmenn hófu kosningabaráttu sína f
Suðurkjördæmi formlega sl.laugardag. Forystumenn flokksins í
kjördæminu riðu á hestum ásamt hestamönnum úr Hestamanna-
félaginu Mána frá Mánagrund að Duus en þaðan fóru þeir í lög-
reglufyigd upp Hafnargötuna og að höfuðstöðvum flokksins. Mik-
ill hópur Framsóknarmanna var saman kominn til að hefja kosn-
ingabaráttuna og var fullt út úr húsi. Framsóknarmenn buðu upp
á léttar veitingar eftir reiðtúrinn og sátu flokksmenn þar í tölu-
verðan tíma og spjölluðu saman.
ölskylduraðgj afi
eflir samstarf
heimilis
Guðný Reynisdóttir ráðgjafí
hjá Skólaskrifstofu Reykjanes-
bæjar hefur verið ráðin ijöl-
skyiduráðgjafí til þess að sinna
tímabundnum verkefnum sem
stuðla að auknu samstarfí
heimila og skóla. Ráðningar-
tími er 1. febrúar tíl 31. maí og
mun fjölskylduráðgjafi veita
foreldrum stuðning vegna
skólastarfs og námsaðstoðar
við börn sín, benda þeim á leið-
ir sem styrkja ábyrgt uppeldi
og styrkja tengsl heimilis og
skóla.
Meginverkefni foreldraráð-
og skóla
gjafa er að heimsækja foreldra
eftír ábendingum frá skóla tíl
að styrkja þá og efla í stuðn-
ingshlutverkinu við börnin,
gera þeim grein fyrir mikilvægi
náms og með hvaða leiðum
megi efla bömin þeirra í skóla-
starfí.
Samstarfsaðilar foreldraráð-
gjafa verða kennarar, náms-
ráðgjafar og skólastjórar
grunnskóla Reykjanesbæjar,
starfsmenn Fjölskyldu- og fé-
lagsþjónustu og Skólaskrif-
stofu Reykjanesbæjar.
Kastalinn, ný blóma-
og handverksbúð í Keflavík
Blóma- og handverks-
búðin Kastalinn opnaði
sl. laugardag en versl-
unin er til húsa að Hafnar-
götu 39. Pétur Gunnarsson er
eigandi verslunarinnar ásamt
eiginkonu sinni Steinunni
Marínósdóttur og sagði hann
að fólk á Suðumesjum hefði
tekið Kastalanum mjög vel
og hefur verið brjálað að
gera frá því verslunin opnaði.
I Kastalanum er hægt að fá
ýmsar gjafavarör, þar er mik-
ið um íslenskt handverk,
vinagjafir eða óvissugjafir
sem er eigin framleiðsla sem
seld hefur verið í blómabúð-
um um land allt við mikla
hrifningu. Einnig er mikið
um allskyns blóm, pottablóm
og vendi en blóma- og skreyt-
ingarmeistari Kastalans er
Uffe Balflev, einn þekktasti
blómaskreytingarmaður
landsins.
Pétur sagði í samtali við Víkur-
fréttir að hann hyggðist ætla sér
að vera með borð og stóla fyrir
utan verslunina í sumar þar
sem hægt væri að fá sér kaffi
og konfekt. „Uffe mun svo
hnýta blómvendi fyrir fólkið
fyrir utan og munum við reyna
að mynda smá stemningu í
sumar, með lifandi tónlist, and-
litsmálun og fleira.
Kastalinn er opinn frá kl. 10 á
morgnana til kl. 23 á kvöldin
alla daga og sagði Pétur að
þetta væri gert til að koma til
móts við viðskiptavininn. „Ég
ætla að koma fyrir bjöllu fyrir
utan dyrnar á búðinni þannig
að ef einhver vill koma hingað
t.d. kl. þrjú á nóttunni til að
versla rós handa konunni sinni
eða kærustu þá getur hann það.
Ég bý í íbúð í sama húsi og
verslunin og því verður þetta
ekkert mál“, sagði Pétur.
ggr *
-• . X -^l 1
WIM .VrÚ |
mBá
Kallinn á kassanum kallinn@vf.is
NÚ ER KALLINN farinn að hlakka til kosningafundarins sem
haldinn verður á Ránni nk. mánudag - þann 7. april. Fundurinn hefst
klukkan 20:30 og þar munu SuðumesjafFambjóðendur stjómmála-
flokkanna takast á um pólitíkina. Það verður gaman að sjá hvemig þeir
kljást því nú fer hiti að færast í menn.
FYRIRKOMULAGIÐ verður þannig að
frambjóðendumir kynna stefhumál sín og er
miðað við 5 mínútur á hvem frambjóðanda. I
kjölfarið verða leyfðar spumingar úr sal til
frambjóðenda og án efa eiga þeir effir að
skjóta á hvem annan.
KALLINN skorar á Ellert Eiríksson að verða
fimdarstjóri á þessum fundi, enda þarf styrka
stjóm þegar pólitískir andstæðingar koma
saman. Ellert er þekktur fyrir röggsemi og
Kallinn veit að hann mun stjóma fimdinum af fiillum heiðarleika þótt
hann sé flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum.
ÞAÐ SÆTIR FURÐU að mati Kallsins að engin kona sé í efstu
sætunum á lista Kristjáns Pálssonar. Kallinn sá nöfnin á T-listanum á
fréttavefVíkurfrétta og hann er hneykslaður á því að engin kona skuli
verma eitt af þremur efstu sætum listans. Hvar em jafhréttissjónar-
miðin hjá T-listanum? Auðvitað hefði Kristján átt að nota tækifærið og
setja konu í annað sætið. Framboð hans er ferskt og þar em engir
„gamlir“ pólitíkusar sem heimta sæti og hika ekki við að ryðja konum
úr veginum. Það hefði verið hægt að stilla konu upp i það sæti. Að
mati Kallsins hefur Kristján ekki farið rétt að ráði sínu - hvað þá
kosningastjórinn hans. Tímaskekkja - algjör timaskekkja.
REYNDAR hefur Kallinn þá trú að Kristján nái inn og Kallinn vonar
það því hann er ekki búinn að gleyma því hvemig farið var með
Kristján á sínum tíma.
REYNDAR ER Kallinn ekki sáttur við að Hjálmar Ámason sé
dottinn út af þingi í hverri skoðanakönnuninni af fætur annarri.
Hjálmar heflir unnið vel fyrir Suðumesin og verið áberandi, bæði í
starfi og leik. Suðumesjamenn þurfa einstaklinga eins og Hjálmar til
að berjast fyrir hagsmunamálum og það er von Kallsins að Hjálmar
nái ömggu sæti.
VONANDI verður framboðsfundurinn vel sóttur af
Suðumesjamönnum því nú er tækifærið til að spyija fólkið sem við
viljum að vinni fyrir okkur spuminga og krefjast svara.
KALLINN mætir að sjálfsögðu! Mánudagurinn 7. april kl. 20:30 á
Ránni - Mætum!
Kveðja,
Kallinn@vf.is
Framboðsfundur á Ránni
mánudaginn 7. apríl kl. 80:30
4
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!