Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 10
ÁrjaAi'j'áijjj í KEFLAVÍK! Nú höldum við upp á 20 ára fermingarafmæli laugardaginn 12. apríl nk. á Glóðinni. Hittumst í Hólmsbergskirkjugarði kl. 16 og minnumst látinna skólafélaga, en borðhald á Glóðinni hefst svo kl. 19:30. Staðfestið þátttöku með því að greiða kr. 2.500 inn á reikn. 142-05-71377, kt. 300369-3089, fyrir 5. apríl. Missið ekki af fjörinu - MÆTUM ÖLL!! Skyggnilýsingarfundur María Sigurðardóttir miðill verður með skyggnilýsingarfund í kvöld, fimmtudags í húsi félagsins að Víkurbraut 13. kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20. Allir velkomnir. Aðgangseyrir við innganginn. Aðalsafnaðarfundur Útskálasóknar verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Sæborgu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefnd Grindavíkurkirkja Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudaginn 8. apríl nk. kl. 20 Bænastund. Mætum öll og tökum þátt í kirkjustafinu. Sóknarnefnd. A|\ftUR Alltaf ferskar á fimmtudögum! Heilbrigðisþj ðnusta á Suðurnesjum Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur nú um langt skeið starfað við mikla erfiðleika, framan af við tals- verða óvissu meðal starfsliðs og nú nærri hálft ár við mikinn mótbyr. Eflaust má finna fleiri en eina ástæðu, enda segir gamait máltæki að sjaldan valdi einn þá tveir deili. Engum dylst að mestir orsakavaldar eru tveir. Óvissa og deilur Annar er óvissa. Eftir að út kom skýrsla um athugun á starfsemi stofhunarinnar greip heilbrigðisráðuneytið til nokkurra ráðstafana. Ljóst er að einhveijar þeirra, ellegar það hvemig að var staðið, hafa valdið óvissu meðal hluta starfsfólks um stöðu stofnun- arinnar í framtíðinni og starfs- öryggi, jafhvel starfsheiður. Slíkar hugrenningar skemma ævinlega starfsanda, sem er stofnun af þessu tagi afar mikil- vægur. Hinn orsakavaldurinn er deila sú sem reis milli heimilis- lækna við heilsugæslu stofnun- arinnar og heilbrigðisráðherra. Kannske má segja að enn meiru hafi valdið það hvemig ráðherra kaus að halda á málinu. Hvað sem því líður fór það í slíkan hnút að heimilis- eða heilsugæslulæknar við HSS ákváðu nærfellt allir að láta af störfum við stoíhunina, þará meðal allir sem lengst höfðu starfað hér. Ljóst er að þeim hefur verið stórlega misboðið. Margir hafa látið í sér heyra vegna þessa og hafa talið að ýmsir sem hefiðu getað skorið á hnútinn, hafi ekki gert það sem í þeirra valdi stóð. Þannig hefttr mátt sjá og heyra gagnrýni á stofhunina, stjóm hennar, sveitarstjómarmenn og okkur alþingismenn. Þessir aðilar hafa þó ekki átt þess kost að koma að deilunni, því hún var milli ráðherra og heilsugæslu- lækna. Það er þó umhugsun- arefni að deilur um sama efni komu síðar upp annars staðar en hafa hvergi hlaupið í jafn harðan hnút og hér. Mér er ekki alveg gmnlaust um að það megi að nokkm rekja til fýrr- nethdrar skýrslu um athugun á starfsemi HSS eða þeirra ráð- stafana sem gripið var til. Ekkert af þessu er hins vegar rétt að færa til fyrra horfs, heldur verður að byggja starf- semi og þjónustu stofiiunar- innar á þeim grundvelli sem nú hefur skapast. Unnið úr vanda Stjómendur HSS hafa verið gagnrýndir íýrir það að finna ekki viðhlýtandi lausn á lækna- skorti heilsugæslunnar. Fólk spyr hvers vegna í ósköpunum læknar fást ekki til að setjast hér að. Sökum þess er rétt að segja eins og er að nú eru nokkur ár liðin írá því hér bjó heilsugæslulæknir. Astæður þeirra má greina í því sem gagnrýnt var í fýrmefhdri skýrslu. Undanfama mánuði hafa stjómendur HSS unnið mjög að því að manna þær læknastöður sem heilsugæslan þarfnast til að veita þá þjónustu sem henni er ætlað. I því starfi sýnist mér hafa komið berlega í ljós, að sú skipan sem uppi er um réttindi heimilislækna veldur því að of fáir ungir læknar kjósa að ljúka námi í þeirri grein. Mikil umfjöllun um stöðu þeirra sem sérfræðinga hefur valdið því að umræða um heilbrigðis- þjónustu og um heilsugæslu sérstaklega hefur beint athygl- inni einkum að heimilislæknum en aðrar sérgreinar læknisfræð- anna hafa horfið í skuggann. Það er miður því góð og öflug heilbrigðisþjónusta þaríhast lækna með fjölbreytta sérfræði- menntun og þjálíun. Að auki hafa allir læknar með góða undirstöðu þ.e. góða almenna læknismenntun, sterkan grund- völl til að gripa inn í almenna heilbrigðisþjónustu og veita þeim umönnun og lækningu sem þurfa. Til framtíðar Til að bæta úr þehn vanda sem heilsugæsla HSS komst í hafa stjómendur stofhunarinnar unnið hörðum höndum að þvi að manna þær stöður sem þarf. Nú er það að takast. Ég hef kynnst þeim ráðstöfunum sem stjómendur HSS hafa gert og sannfærst um að þær munu bæta úr. Nægilega margir heimilislæknar (heilsugæslu- sérfræðingar) hafa ekki fengist, en þeim mun fjölga á næstunni. Hingað koma nú að auki fleiri sérfræðingar í öðrum greinum en áður og þeim fer fjölgandi. Einnig hefur verið undirbúið að fá til heilsugæslunnar og sjúkrahússins almenna lyf- lækna. Víða erlendis gegna almennir lyflæknar viðameira hlutverki en hér, þar sem þeir sinna sjúklingum bæði á legudeildum, göngudeildum og heilsugæslustöðvum. Þeir em í hópi þeirra lækna sem taka á móti sjúkum, slösuðum og öðrum sem leita lækninga; þeir greina einkenni og sjúkdóma, stjóma lyfjameðferð og annarri meðferð eða vísa til viðeigandi sértræðinga. Hlutverk þeirra er því að sumu leyti líkt hlutverki heimilislækna og kemur því ekki á óvart að samvinna lyf- lækna og heimilislækna hefur víða verið farsæl og hvorir haft stuðning af öðmm. Hingað mun enn tremur koma nokkrir lyflæknar sem hafa sérfræði- menntun til að fást við algenga sjúkdóma og kvilla. Allt þetta mun verða til þess að efla þá þjónustu sem HSS veitir íbúum á Suðumesjum og gera hana öruggari en áður. Þeir ungu læknar sem á næstunni bætast við starfslið HSS munu bæta þjónustu hennar, því getum við treyst. Það er gott að finna, að stjóm- endum HSS er, þrátt fyrir erfið- leika og gagnrýni, ljóst að eftir nótt kemur dagur og traust- vekjandi að sjá hve einbeitt þeir vinna að lausn þess vanda sem uppi er. Þá er sérstaklega hvetjandi að sjá að þeir hafa jaíhframt unnið að hugmynd- um um íramtíðarþróun stoíh- unarinnar og vilja þannig leggja gmnn að því hvernig hún muni í ffamtíðinni best þjóna Suðumesjabúum. A næstu vikum hyggjast þeir kynna framtíðarsýn HSS. Þar verður margt áhugavert og forvitnilegt að sjá. Jákvætt og uppbyggj- andi fyrir okkur sem treystum á góða og ömgga heilbrigðis- þjónustu á Suðumesjum. Eg óska HSS og starfsfólki hennar að vel takist að leysa úr bráðum vanda. Ég hef séð að hann fer minnkandi. Ég óska þess að stofhunin og starfsfólk hennar fái að njóta batnandi aðstöðu, dugnaðar, hugkvæmni og samviskusemi. Okkur sem þjónustu þeirra njótum óska ég þess að sem fýrst sjái fram úr erfiðleikunum. Megum við kunna að meta það sem vel er fýrir okkur gert, og oft er unnið við erfiðar aðstæður. Árni Ragnar Árnason, alþm. Auglýsingasími Víkurfrétta _ .ftfvrir 421 oooo 10 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.