Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 7
Frítt í strætó í Reykjanesbæ:
Strætó slær í gegn
Umtalsverð fjölgun hefur
orðið á nýtingu strætis-
vagna í Reykjanesbæ
eftir að bæjarstjórn ákvað að
veita þjónustuna gjaldfrjálst til
barna og unglinga 18 ára og
yngri, auk aldraðra og öryrkja.
Að sögn Einars Steinþórssonar
framkvæmdastjóra SBK er
notkun strætisvagna í skóla á
morgnana, aðallega í Keflavík-
urhringnum, mun algengari en
áður hjá skólafólki.
„Áður notuðum við 20 manna bíl
í ferðina 7:43 en nú verðum við
að nota stærri bíl, þar sem far-
þegamir í þeirri ferð em orðnir
ca. 35-45“ sagði Einar. Lægð er í
notkun á meðan skólar em í fullu
starfi írá rúmlega átta og fram að
hádegi, en að sögn Einars er tölu-
verð flölgun á notkun vagnanna á
öllum öðmm tímum.
„Þetta er afar ánægjulegt og sýnir
að þótt gjaldið hafi verið lítið
skiptir máli að heimilin njóta
þessarar þjónustu ókeypis. Þetta
getur einnig haft aðrar góðar af-
leiðingar, bömin em ekki á
hlaupum yfir umferðargötur og
færri bílar em á þeysingi í um-
hverfi skóla“, sagði Ami Sigfus-
son bæjarstjóri.
Frístwidahelgi í Reykja
nesbæ í lok april
Frístundahelgi verður
haldin í Reykjanesbæ
helgina 25. til 27. aprfl
n.k. þar sem hvers kyns
áhugamál íbúa í Reykjanes-
bæ verða kynnt og lands-
menn hvattir til að heim-
sækja Reykjanesbæ og skoða
það sem fyrir augu ber.
Þeir sem koma að frístunda-
helgi í Reykjanesbæ emTóm-
stundabandalag Reykjanesbæj-
ar, íþróttabandalag Reykjanes-
bæjar, skólar og félagsmið-
stöðvar, Björgunarsveit Suður-
nesja, skátafélögin Heiðarbúar
og Víkverjar auk fyrirtækja í
Reykjanesbæ.
Dagskrá er að taka á sig mynd
og verður m.a. boðið upp á frí-
stundatilboð hjá hótel og gisti-
heimilum og veitingahúsum,
opnuð verður sýning á Popp-
minjasafni íslands í anddyri
Fmmleikhússins, myndlistar-
sýning bamanna verður haldin í
skrúðgarðinum í Keflavík,
keppt verður í bridge, hraðskák
og tölvuleikjum svo eitthvað sé
nefht.
Tilgangur með fristundahelg-
inni er að gera sýnilegt allt það
sem Reykjanesbær hefur upp á
að bjóða fyrir íbúa og ferða-
menn og virkja að auki þau fé-
lög og klúbba sem starfa eftir
því sem tími og ijármagn leyfa.
Með þessu framtaki vill Menn-
ingar-, íþrótta- og tómstundaráð
Reykjanesbæjar hvetja félög í
frístundum til að markaðssetja
sig betur og laða þar með til sin
fólk sem e.t.v. hefur áhuga á að
taka þátt í starfi viðkomandi fé-
lags á ársgrundvelli.
Verkefnisstjóri er Jón Marinó
Sigurðsson og verður dagskrá
birt síðar þegar hún hefur tekið
á sig endanlega mynd.
Frá þessu er greint á vef
Reykjanesbæjar.
Myndlist:
Guðjón Ormsson sýnir á Ránni
Frístundamálarinn og rafVirkja-
meistarinn, Ormur Guðjón
Ormsson sýnir myndverk sin á
Ránni (Ingimundarbúð)hér í
Keflavík. Myndimar eru bæði
gamlar og nýjar landslags-
myndir, með ívafi að blandaðri
tækni. Guðjón málar vatnslita-
málverk og olíumálverk, akríl
og pastelkrít. Þetta er þriðja
sýning Guðjóns en hann er að
mestu leyti sjálfmenntaður í
listinni.
Hann hlaut góða undirstöðu hjá
Eggerti heitnum Guðmund-
syni, listmálara og kennara sem
kenndi honum teikningu í Iðn-
skólanum og meðferð lita og
skugga. Myndimar em alls 28,
og allar til sölu.
Sýningin er opin til 17. april frá
klukkan 14 til 18 alla daga.
Kynning verður á föstudaginn frá kl. 14-18 í LYFJU f Grindavík
Flottir púður augnskuggar SUIVEZ MON REGARD
Nýju vor og sumarlitirnir CRAZY FLOWER
Líttu i/ið og fáðu faglega ráðleggingu, förðunarfræðingur ástaðnum.
Lyfja í Keflavík
Beinþéttnimælingar
Boðið verður upp á
beinþéttnimælingar í versluninni
fyrsta föstudag hvers mánaðar.
Tímapantanir í síma 421 7575.
LYFJA
fyrir heilsuria
www.lyfja.is
Lyfja Keflavík • Hringbraut 99 * S. 421 7575
VÍKURFRÉTTIR 14.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 I 7