Víkurfréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 13
johannes@vf.is
dlljarð króna
Latíma
Þorsteinn Erlingsson formaður atvinnu- og hafnarráðs
Undirbúningur fyrir Helguvíkuriðnaðarsvæðið hófst
þegar Reykjanesbær varð til árið 1994. Þá höfðum
við burði til að fara í framkvæmdir í Helguvík og
reisa 150 metra stálþil, en við fengum ríkisstyrk út á
hið nýja sveitarfélag. Við ákváðum að skapa aðstöð-
una og það sem ræður mestu um að þetta fýrirtæki
hefur tekið ákvörðum að reisa verksmiðju hér er ný
skattalöggjöf sem hentar innlendum sem erlendum
fýrirtækjum. Eg er gríðarlega ánægður að sjá svona
stóra verksmiðju verða að veruleika hér á Suðumesjum sem er algjör-
lega á ábyrgð erlendra aðila sem koma með erlent fjármagn í verkefn-
ið. Við sem störfum að atvinnumálum á svæðinu megum aldrei slaka á
og þó við séum að verða vitni að þessum ánægjulegu tíðindum þá
munum við halda áfram að leita eftir fýrirtækjum til að koma á svæð-
ið.
1
j
Hvaða fyrirtæki er
International Pipe and Tube
Fyrirtækið International
Steel Industries L.P. er
eignarhaldsfélag
International Pipe and Tube
(IPT) sem hyggst reisa Stái-
pípuverksmiðju í Helguvík.
Þar til fyrir nokkrum árum
lagði íyrirtækið helsta áher-
siu á að versla með stál á al-
þjóðamörkuðum en sá mark-
aður er gn'ðarlega stór í
heiminum og veltir hundruð
milljörðum dollara. Stálpípu-
verksmiðjan í Helguvík er
önnur verksmiðjan sem fyrir-
tækið reisir, en í fyrra var
gangsett verksmiðja í Eist-
landi við höfnina Muuga ná-
lægtTallinn. Verksmiðjan sér-
hæfir sig í galvaniseringu
járns og er áætluð fram-
Ieiðslugeta um 3 milljónir
tonna af stáli áriega, miðað
við fuU afköst. Byggingar-
kostnaður verksmiðjunnar
var um 205 milljónir dollara
eða tæpir 16 milljarðar ís-
lenskra króna og komu þekkt
alþjóðleg fyrirtæki að bygg-
ingu verksmiðjunnar. Fjár-
festing fyrirtækisins í Eist-
landi er sú stærsta í landinu
til þessa á sviði iðnaðar og
skapar um 150 manns at-
vinnu. Verksmiðjan tók til
starfa árið 2002.
Á heimasíðu IPT kemur fram
að irrnan fýrirtækisins séu sér-
fræðingar sem hafi yfír 30 ára
reynslu af stáliðnaðinum.
Stefha IPT er að reisa full-
komnar stálpípuverksmiðjur við
hafnir víða um heim og er
bygging verksmiðjunnar í
Helguvík eitt skref í þeim áætl-
unum. Helstu markmið fýrir-
tækisins eru að reisa verksmiðj-
ur á hafharsvæðum þar sem
ódýra orku er að fá og á svæð-
um þar sem auðvelt er að nálg-
ast aðfong. Höfuðstöðvar IPT
eru í Philadelphiu á austur-
strönd Bandaríkjanna.
Hafa tekið frá tvær lóðir í Helguvík:
Fyrirhugað að reisa stálbræðsluverksmiðju
Bandaríska fyrirtækið IPT
hefur tekið frá tvær lóðir í
Helguvfk til viðbótar við þá Ióð
þar sem Stálpípuverksmiðjan
verður reist. Samkvæmt heim-
ildum Víkurfrétta eru lóðimar
til samans um tíu hektarar að
stærð og hefur fyrirtækið tekið
þær frá til næstu þriggja ára.
HeimildirVíkurfrétta herma
að uppi séu hugmyndir að
byggð verði stálbræðsluverk-
smiðja á þessum lóðum og er
þá gert ráð fýrir að stál verði
flutt inn í kubbum og brætt
fyrir Stálpípuvcrksmiðjuna.
Ekki verður tekin ákvörðun
um byggingu stálbræðsluverk-
smiðju fyrr en bygging stál-
pípuverksmiðjunnar er hafin.
LEIKFEW6 KEFLffllíKHt
Unglingadeild
Leikfélags Keflavíkur
sýnir í Frumleikhúsinu
»
Þetta er allt
Snjólfur“
4. sýning Höfundur: Guðjón Sigvaldason. Leikstjóri: Kjartan Guðjónsson. fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20.
5. sýning föstudaginn 4. apríl, kl. 20.
6. sýning laugardaginn 5. apríl, kl. 20.
Miðasalan opnuð kl.18 sýningardagana.
Miðaverð kr. 1200.-
Miðapantanir í síma 421 2540.
FERMINGAFÖTIN KOMIN!
Herra Hafnarfjörður yngri • Firði Hafnarfirði • Sími 565 0073
VlKURFRÉTTIR 14. TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2003 13