Víkurfréttir - 08.05.2003, Side 4
Yfir 50% afsláttur
Outlet markaður á neðri hæð.
Jónína ráðin
skólastjóri
Holtaskóla
Bæjarráð Reykjanes-
bæjar samþykkti á
fundi sínum þann 1.
maí sl. að ráða Jónínu Guð-
mundsdóttur skólastjóra
Holtaskóla. Jónína hefur
starfað sem aðstoðarskóla-
stjóri Holtaskóla og jafn-
framt verið starfandi skóla-
stjóri sl. skólaár í fjarveru
Sigurðar E. Þorkelssonar
sem nú lætur af störfum,
segir á vef Reykjanesbæjar.
Þeir sem sóttu um stöðu
skólastjóra voru:
Asta Katrín Helgadóttir,
Engjavegi, Selfossi.
Jónína Guðmundsdóttir,
Heiðarhomi, Reykjanesbæ.
StellaÁ Kristjánsdóttir, Suð-
urvegi, Skagaströnd.
Flíspeysur
kr. S.9UU,-
kr. 3.900,-
ÖSKAR
Sport og barnaföt
23 - Sími 421 4922
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar!
Hagnaður Samkaupa 239 milljónir
Handverk og list í Reykjanesbæ
Aðalfundur Samkaupa hf.
var haldinn í síðustu
viku. Heildar vörusala
var 8.568 milljónir á árinu
2002 og er það rúmlega 3,5 %
aukning frá árinu áður. Hagn-
aður ársins eftir skatta var
rúmlega 239 milljónir króna.
Heildar starfsmannafjöldi í
árslok var 535 starfsmenn.
Samkaup hf. reka 24 matvöru-
verslanir á höfuðborgarsvæðinu,
Suðurnesjum, Vestfjörðum og
Norðurlandi. Verslanirnar eru
undir nöfnunum Nettó, Kaskó,
Samkaup, Urval, Strax og Spar-
kaup. Að auki rekur félagið kost-
verslunina Valgarð á Akureyri og
Kjötsel í Njarðvík.
Samþykkt var að greiða 12 %
arð til hluthafa. Ný stjórn var
kosin á fiindinum en í henni sitja,
Halldór Jóhannsson formaður,
Magnús Haraldsson varaformað-
ur, Jón Sigurðsson, Jakob
Bjarnason og Kristinn Hall-
grímsson. Til vara eru Birgir
Guðnason og Rögnvaldur Skíði
Friðbjörnsson. Framkvæmda-
stjóri Samkaupa hf. er Guðjón
Stefánsson.
Laugardaginn 10. maí n.k. kl. 12.00
verður sýningin Handverk og list
opnuð í Iþróttahúsinu við Sunnu-
braut. Sýningin er opin laugardag og
sunnudag frá kl. 12.00-18.00. Þetta er ann-
að árið sem sýningin er haldin og segja má
að þetta sé orðinn árlegur viðburður í
Reykjanesbæ. Menningar-íþrótta- og tóm-
stundasvið Reykjanesbæjar hefur séð um
allan undirbúning. Aðgangseyrir er kr.
300 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn.
Um er að ræða stóra sölusýningu og koma
þátttakendur víða að af landinu. Stærsti hluti
sýnenda kemur þó af Reykjanesi og gefúr
þetta góða mynd af því handverki sem unnið
er á íslandi í dag. Handverks- og listafólk á
Reykjanesi vekur þannig athygli á verkum
sínum og er þetta liður í menningartengdri
ferðaþjónustu á svæðinu. Má í því sambandi
benda á, að í sumar verður opinn listmarkað-
ur í húsnæði Félags myndlistarmanna í
Reykjanesbæ í Svarta pakkhúsinu að Hafnar-
götu 2. Handverksfólk hefur lengi verið með
verslun í Fischershúsinu á sama stað og eru
báðar verslanimar opnar alla virka daga ffá
13.00-17.00.
Gestum er einnig bent á að auk handverks-
sýningarinnar er margt að sjá í Reykjanesbæ.
Byggðasafnið og Listasafnið eru t.d. með
opnar sýningar í Duushúsum sem opnar eru
alla daga frá 13.00-17.00 og einnig er hægt að
skoða víkingaskipið íslending sem nú er til
húsa í gömlu Fiskiðjunni við pósthúsið í
Reykjanesbæ og fara í hvalaskoðun frá Kefla-
víkurhöfh.
Verðdæmi
Barnaföt, sundföt, skíðabuxur o.fl.
full búð af ffnum vörum á neðri hæð.
Komið og gerið góð kaup
Úlpur, barna
kr. 8.900,-
kr. 3.900,-
Úlpur, fullorðins
kr 14.900,-
kr. 6.500,-
íþróttaskór
frá kr. 7.900,-
kr. 3.500,-
4
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!