Víkurfréttir - 08.05.2003, Qupperneq 10
ó I i t í k i n
Stuðningsmenn T og D-Iista
eru duglegir við að dreifa
sögusögnum um framboðin
og hafa Víkurfréttir heyrt
mikið af kjaftasögum sem
virðist vera dreift úr her-
búðum beggja flokka. Gróa
á leiti er fljót að finna sig í
þeirri gróðrastíu kjafta-
sagna, en spurningin er
hvort kjósendur taki mál-
efnin fram yfir Gróusög-
urnar.
Fyrir alþingiskosningarnar
árið 1991 var boðin fram T-
listi á Suðurnesjum og bar
framboðið nafniö T-listi
öfgasinnaðra jafnaðar-
manna. Öfgasinnuðu jafn-
aðarmennirnir hafa ákveðið
að haida ekki iistabókstafn-
um því eins og vitað er notar
framboð Kristjáns Pálsson-
ar listabókstaflnn T.
í sömu kosningum var ein-
nig í framboði H-listinn sem
stóð fyrir Heimastjórnar-
samtökin. í 5. sætí á Heima-
stjórnarlistanum sat þá nú-
verandi verkefnisstjóri
Frjálslynda flokksins í Suð-
urkjördæmi, Baldvin Niel-
sen. Fyrir kosningarnar nú
situr hann í 8. sætí á lista
Frjálslynda flokksins í Suð-
urkjördæmi. Hvar á lista
verður hann næst?
Veríð tímanlega
Það er mikil harka hlaupin í kosningabaráttuna á Suðurnesjum og
sérstaklega á milli fyrrum samherjanna Kristjáns Pálssonar og Arna
Ragnars Arnasonar. Skjóta þeir fóstum skotum á hvom annan í um-
ræðuþáttum sem verið hafa upp á síðkastið. Fyrir kosningarnar fyrir
fjórum árum birtíst mynd af þeim félögum á baksíðu Víkurfrétta þar
sem þeir stóðu þétt saman og báðu fólk um aö kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn. Það sama er ekki upp á teningnum í dag og takast þeir harkalega
á þar sem þeir mætast. Já - svona fer pólitíkin með fólk!
nmmmMúúM
Dagbók Kristínar Maríu Birgisdóttur hjá Frjálslyndum: Laugardagurinn 3.maí
Bauð ungum sjálfstæðismanni til
Grindavíkur í kafisopa og kvótaspjalll
Dagurinn hófst snemma þegar ég fór
að vinna klukkan níu í Aðal-Braut í
Grindavík, klukkan ellefu leysti
mamma mig af og fór ég á fund með
Frjálslynda flokknum á kosningaskrifstof-
unni í Reykjanesbæ og ræddum við m.a.
hvernig við ætlum að hafa síðustu viku
fyrir kosningar. Síðasta vika skiptir miklu
máli og setja þarf allt á fullt. Við áttum
ágætís fund saman. Þegar ég snéri aftur tíl
Grindavíkur fór ég að skrifa greinar sem
ég ætla að reyna fá birtar fyrir 10. maí. Ég
fékk símhringingu frá eldri manni á
Reykjavíkursvæðinu og ræddum við póli-
tíkina í stuttan tíma. Síðan var bara dund-
að sér heima fyrir og sett sig í stellingar
fyrir kvöldið vegna þess að ungir Frjáls-
lyndir voru síðan með partý í Gyllta saln-
um á Hótel Borg, þar sem við vorum með
léttar veitíngar og ekki ómerkari maður en
Bubbi Morthens kom og spilaði fyrir þá
sem lögðu leið sína tíl okkar. Á Hótel Borg
var síðan verið að taka upp kynningar-
myndband sem á síðan að sýna í vikunni
og var það rosalega skemmtilegt enda
gerðum við grín að hvort öðru þegar við
vorum að tala fyrir framan myndavélarn-
ar enda ekki um að ræða setningar sem
voru fyrirfram ákveðnar!
Kvöldið þróaðist síðan í flakk með tilheyr-
andi hætti íslendinga á næturlífinu, stefnan
var tekin eftir Borgina á Sólon og síðan af
Sólon niður á Nasa í bítandi kulda og roki og
hafði ég það á tilfinningunni að það væri köld
janúamótt en ekki maí! Á Sólon hitti ég ung-
an Sjálfstæðismann og ræddum við pólitíkina
og okkar misjöfnu skoðanir t.d. á fiskveiði-
stjórnun. Það fannst mér mjög svo gaman
vegna þess að mér frnnst þeir í Sjálfsstæðis-
flokknum alltaf vera að veija vonlausan mál-
stað og þegar svo ungir Sjálfstæðismenn í
Reykjavík þykjast vita allt um íslenskan sjáv-
arútveg er það eitthvað sem kemur manni til
þess að hlægja :) En pilturinn var samt sem
áður mjög almennilegur og bauð ég honum
að koma til Grindavíkur í kaffi til þess að
ræða málin frekar vegna þess að nokkrar mín-
útur inni á bar er frekar stuttur tími þegar
ræða á svo stórt og mikilvægt málefni og báð-
ir aðilar á öndverðum meiði. Eftir næturbrölt
niðri í bæ stoppuðum við á Aktu-taktu og
fengum okkur í svanginn enda runnin upp
morgunstund. Þessi dagur var einn af þeim
lengri sem ég hef átt í háa herrans tíð vegna
þess að ég lagðist ekki á koddann fyrr en
klukkan 7.00!!
Dagbók Hjálmars Árnasonar hjá Framsóknarflokki:
Laugardagurinn 3.maí
Vetnisbíl ekið ífyrsta sinn á Suðurnesjum
Náði að sofa vel út þennan morgun
eftír gott dagsverk deginum áður
með tílheyrandi vinnustaðaheim-
sóknum á Suöurnesjum, símhringing-
um, greinarskrifum og endaði kvöldið
með heimsókn á aðalfund hins frábæra
hóps - Geirfuglanna.
08-09. Morgunkaffi og blaðalestur. í íýrs-
ta sinn í langan tíma hægt að lesa blöðin í
rólegheitum. Gott að sjá skoðanakannanir
vera að snúast okkur í hag. Góð byijun á
degi.
09-10. Tölvan í gang, svara tölvupósti,
m.a. PINC-samtökunum í Hollandi sem
vilja fá mig til að flytja fyrirlestur hjá sér
18. maí um nýsköpun. Steinólfur, vinur
minn Lárusson, á Skarðsströnd hringdi og
sagðist ekki komast suður vegna heilsu-
brests. Afar leitt enda ætlaði Steinólfur að
láta draum sinn rætast um að sitja í vetnis-
bíl. Jón Bjöm hringir vegna vetnisbílsins -
allt klárt. Eysteinn harðstjóri og öflugasti
kosningastjóri í heimi hringir með röð af
skilaboðum. Hvar værum við án hans?
10-11. Læðist út í bílskúr enda klukkan
orðin 10 (bannað að spila frá 22-10) og
næ að taka örlítið „swing” á trommunum
sem hafa verið skammarlega vanræktar
síðustu daga. Góð hvíld fyrir annriki dags-
ins. Við hjónin náum aðeins að spjalla
saman og skipuleggja helgina áður en hún
fer á einhvem menningarfundinn.
11-12. Skilaboðum svarað á tölvu og í
síma. Heyri í Guðna og ísólfi Gylfa. Báðir
hressir eftir gærdaginn. Sé að ég kemst
ekki í afmæli Sigga Sigursveins, skóla-
meistara á Selfossi, en við Guðni ákveðum
að ég útbúi gjöf frá okkur en Guðni af-
hendi með ræðu í dag. Finn viðeigandi
“andlit” úr steinasafninu af Selatöngum..
Gijótinu komið til Ómars í Blómaval til
skreytinga. Af stað til Grindavíkur.
12-13. Fjölskylduhátíð í Grindavík.
Frammarar með hátíð um land allt. Allt
komið gang hjá Svavari, Gunnari Má,
Deidu og okkar fólki í Grindavík.
Hoppukastali, blöðrur, grill, íspinnar og
fleira skemmtilegt. Mikið rennerí og hin
frábæra stemmning Grindvíkinga. Margt
fólk að spjalla við. Góður hugur.
13:30. A leið til baka. Síminn (kominn
með handfrjálsan) notaður á leiðinni. Jón
Björn kominn með bílinn að Fitjum.
Þýski tæknimaðurinn útskýrir hvemig eigi
að aka og svo er lagt af stað - í fyrsta sinn
á VETNISBÍL A SUÐURNESJUM.
Langþráð og söguleg stund. Jón Bjöm var
starfsmaður MOA áður en við „stálum”
honum til vetnisfélagsins. Ók bílnum að
Framsóknarhúsinu við Hafnargötu þar
sem Fjölskylduhátið var að byija. Margir
mjög áhugasamir um bílinn. Skemmtileg
stemmning og sannkölluð fjölskylduhátíð.
Skaust með Þórði bílstjóra að sækja af-
mælisgjöf Sigga skólameistara. Frábær
vinna hjá Ómari. Jóhannes fyrmrn Suður-
nesjamaður og eftirherma í góðum gír. Vel
heppnað. Hvalaskoðunarferð ungra í
kvöld rædd -allt í sóma hjá Ingva Þór hin-
um vaska.
17-18. Heima. Þakka Valgerði fyrir að-
stoðina á hátíðinni. Hringi í Krissa vin
minn Albertsson. Léttir yfir að hann er
kominn af af sjúkrahúsi og ekki alvarlega
veikur. Undirbý mig fyrir veislustjóm hjá
Félagi pipulagningameistara á Grand-hót-
el. Ekki í stuði en verð að standa við mitt.
19-22. Veislustjómin. Gekk bara þokka-
lega, skemmtilegur hópur og fin stemmn-
ing. Skarphéðinn pípari er formaður og
Suðumesjum til sóma. Lauma mér heim
þegar dansinn byijar og renni í hlað um
23:30. Næ aðeins að ræða við mæðgur en
sofna um 00:30 enda eins gott að vera vel-
upplagður í fyrramálið þegar kosninga-
stjóm hittist á Selfossi kl. 10.
Bara vika eftir. Þá verða allir fegnir. En
kemst ég inn á þing? Ymist úti eða inni
samkvæmt könnun. Svar fæst 10. maí.
10
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!