Víkurfréttir - 08.05.2003, Síða 12
WDVRKJORDÆMI
Alþingiskosningar 2003
nda
Dagbók Árna Ragnars Árnasonar hjá Sjálfstæðisflokki:
Laugardagurinn 3.maí
Opnun kosningaskrifstofu í Garði
og ósanningum í Mogganum svarað
Laugardagur 3. maí 2003 rann upp
með sólskini og sumarbirtu, en ekki
beinlínis hlýindum. Ég vaknaði
snemma og fékk mér venjubundinn morg-
unverð um sex leitið, lýsi og vítamín í súr-
mjólk með morgunkorni og orkudrykk í
lokin. Langur dagur var fram undan og
gott að eiga stutta morgunstund áður en
erill baráttunnar leggur daginn undir sig.
Kl. 07:00 Baðaður og klæddur, hóf vinnudag-
inn með því að fara yfir tölvupóstinn, og síð-
an að líta yfir fjölmiðlayfirlit og kíkja inn á
helstu stjómmálavefsíðumar. Nú lá fyrir mat
óháðs aðila sem ekki starfar í stjómmálum á
líklegum afleiðingum hugmynda Samfylk-
ingar um að innkalla (fyma) allar aflaheimild-
ir og leigja þær á uppboði. Það er samdóma
álit þessa aðila og flestra annarra að ekki
þurfi lengi að bíða þess að sjávarútvegsfyrir-
tækin verði ekki lengur þróttmikil og reisuleg,
heldur taki þá við bullandi tap og þau einskis
virði, gjaldþrota á fáum ámm. Verstar verða
afleiðingar af hugmyndum Samfylkingadnn-
ar og Frjálslynda flokksins. Báðar leiða til
þess að sjávarútvegurinn verður ekki lengur
hagkvæmur né arðbær, nýtt starfsumhverfi
samkvæmt hugmyndum þessara flokka mun
leiða til þess að hann verður aftur í sömu
stöðu og var um 1990. Þá var bullandi tap á
öllum sjávarútvegsfyrirtækjum, enginn vildi
eignast þau þvi þau börðust öll í bökkum og
þurftu stöðugt stuðning og styrki stjómvalda.
Rukkarar stjómuðu vinnudegi stjómenda fyr-
irtækjanna sem höfðu ekki ráðrúm til stefhu-
mótunar, ákvarðana um reksturinn né þeirrar
fyrirhyggju sem fyrirtæki þarfnast.
Kl. 10:00 stuttur fundur á kosningaskrifstofu
flokksins í Suðurkjördæmi, með kosninga-
stjóra kjördæmisins og kosningastjóra fyrir
Reykjanesbæ ásamt fólki úr einum þeirra
vinnuhópa sem starfa með þeim. Verið er að
undirbúa starfið síðustu vikuna og á kjördag.
Kl. 11:00 spjallfundur Sjálfstæðismanna á
Café Duus. Kvöldið áður var í Stapa fúndur á
fjórða hundrað manns með Davíð Oddssyni,
formanni flokksins og forsætisráðherra, mér
sem oddvita lista okkar í Suðurkjördæmi,
Böðvari Jónssyni og Helgu Þorbergsdóttur
sem skipa 5. og 6. sæti listans. Fyrr um dag-
inn var fúndur með Davíð á kosningaskrif-
stofu ungra Sjálfstæðismanna. Fundirnir
þóttu takast afar vel. Þar svaraði Davíð m.a.
spumingu um staðhæfingar Kristjáns Páls-
sonar að hann hafi samið um að ganga i þing-
flokk Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar.
Svarið var skýrt: Það kemur ekki til álita og
hefúr ekki verið rætt.
Kl. 12:00 fundur sérstaks vinnuhóps um
starfið á kjördag, og virkjun sem flestra
stuðningsmanna flokksins.
Kl. 14:00 fúndur í heimahúsi í Keflavík þar
sem hittust fáeinir mjög traustir trúnaðar-
menn og vinir yfir kaffi til að ræða málin og
spá í spilin.
Kl. 16:00 opnuð kosningaskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins í Samkomuhúsinu í Garði. I
þessu höfúðvígi okkar á Suðumesjum í gegn-
um áratugi er ávallt gaman að fylgjast með
starfi okkar manna. Þeir vinna vel og munu
eflaust skila sinu.
Kl. 20:00 Mér bent á að í Morgunblaðinu á
morgun, sunnudag fer Gunnar Örlygsson
með sömu ósannindi og Kristján Pálsson hef-
ur haft uppi um afstöðu mína til kvótaþaksins
svonefhda, eða samþjöppunar í sjávarútvegi.
Ég sendi blaðinu svargrein. Margar þingræð-
ur mínar sýna þá sannfæringu mina að okkur
hentar fjölbreytni í sjávarútvegi til að nýta
auðlindina i fiskimiðum okkar. Mér er
óskiljanlegt hvers vegna þessir menn vilja
halda fram ósannindum. Það er lélegur mál-
staður sem þarf ósannindi sér til vamar og
lélegur málsvari sem beitir þeim.
Þá var eftir að undirbúa morgundaginn.
Eldsnemma á að hefja ferð um Suðurland
með viðkomu á einhveijum stöðum, fúndur i
Öræfúm um miðjan dag og viðkoma á ein-
hveijum stöðum í bakaleið.
Arni Ragnar Arnason, alþm. 1. sæti á lista
Sjáflstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
ó U t í k i n
Vefsíða framboðs óháðra í
Suðurkjördæmi er á slóð-
inni www.xt.is og þar er að
finna ýmsar upplýsingar
um framboðið. Síðasta
grein sem skrifuð var á vef-
inn hjá óháðum er rituð
þann 1. maí sl. Kosninga-
stjóri T-listans er Jón Ein-
arsson. Kosningaskrifstofa
framboðsins er að Hafnar-
götu 35 í Reykjanesbæ.
Framsóknarflokkurinn í
Suðurkjördæmi er
með vefslóðina
http://wsvw.xb.is/sud-
ur/index.lasso og er þar að
finna ýmsar upplýsingar
um flokkinn í kjördæminu.
Mikið er af greinum á vef-
síðunni sem tengjast Suður-
kjördæmi. Framsóknar-
flokkurinn er með nokkrar
kosningaskrifstofur á Suð-
urnesjum. I Reykjanesbæ
er aðalskrifstofa flokksins
að Hafnargötu 62, en ungir
Framsóknarmenn eru ein-
nig með skrifstofu að
Hólmgarði. í Vogum á
Vatnsleysuströnd er flokk-
urinn einnig með skrifstofu
sem er í Samkomuhúsinu.
Einnig er skrifstofa í
Grindavík að Víkurbraut
60 og í Sandgerði að
Strandgötu 22. Kosninga-
stjórar flokksins í Suður-
kjördæmi eru Eysteinn
Jónsson og Armann Ingi
Sigurðsson.
Dagbók Þórunnar Friðriksdóttur hjá Vinstri Grænum: Laugardagurinn 3.mai
Meinhœgir glæpaþættir ótrúlega afslappandi
Eg vaknaði um níu leytið við klið-
inn f yngri dóttur minni og son-
ardóttur. Upphaflega hafði verið
áætlað að ég færi austur fyrir fjall í
Árnes á fund þar, en þegar ég kom
heim frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi
fékk ég þau skilaboð að betra væri að
ég yrði á kosningaskrifstofunni seinni
partinn í dag. Vel á minnstVestmanna-
eyjar, gott dæmi um hvernig fólk getur
blindast af vananum, sá sem pantaði
flugfarið fyrir okkur Kolbein á heima
fyrir austan fjall, þar af leiðandi pant-
aði hann með Flugfélagi Vestmanna-
eyja, farið frá Bakkaflugvelli. Ég lagði
bílnum mínum hjá Reykjavíkurflug-
velli og beið þar eftir Kolbeini meðan
ég horfði á flugvélina til Vestmanna-
cyja hefja sig til tlugs, vitandi að ég
ætti eftir að keyra í tæpa tvo tíma til að
komast í flugvél til Eyja. Fýlan lak af
mér.
Dagurinn fram að hádegi var ljúfúr, ég
fór í bakaríið og keypti rúnstykki. Las
síðan blöðin í ró og næði meðan ég
maulaði rúnstykkin mín, langt siðan ég
hef haft allan heimsins tíma til að lesa
blöðin. Kannski hef ég ekki misst af
miklu, eðli málsins samkvæmt eru blöðin
full af kosningagreinum, þar sem hver
flokkur lofar sinn málstað. Ef ég hefði
ekki áhuga á stjómmálum væri ég ömgg-
lega snarringluð yfir glundroðakenning-
um, velferðarkerftim, skattaloforðum og
málefnum sem öllu tröllriðu fyrir stuttu
en em nú allt í einu horfin, málefhum
eins og Kárahnjúkavirkjun, Efnahags-
bandalaginu og íraksstriðinu. Stundum
verð ég undrandi og hugsa hvort þessi
mál komi ekki aftur í umræðuna eftir
kosningar, þau bara passi ekki þeim sem
stjóma fjölmiðlaumræðunni í augnablik-
inu. En þetta er sjálfsagt bara illkvittni.
Upp úr hádegi skrapp ég aðeins í hús,
gott að skreppa í hús þegar maður nennir
ekki að hella sjálfúr upp á kaffi, kaffi
bragðast líka best dmkkið í félagsskap
skemmtilegs fólks.
Þegar klukkan fór að halla i tvö fór ég að
huga að því að fara niður á kosningaskrif-
stofú, þessi opnunartími hafði ekki verið
auglýstur en þetta er nú einu sinni síðasta
helgin fyrir kosningar. Eitthvað reyttist
inn af fólki, töluvert kom einnig af krökk-
um, þau em svo skemmtilega óhrædd við
að koma, biðja um blöðrur, eitthvað í
gogginn og gos, sum setjast niður, tefla
og gleyma heiminum í kringum sig. Við
spáðum í spilin og hvemig við ætlum að
vinna næstu daga.
Klukkan var að verða sjö þegar ég kom
heim, kom reyndar við í búð og keypti í
matinn, reyndi að velja vel, hafði ein-
hvem móral yfir að hafa ætlað dætrum
mínum að borða svið á 1. maí, þær litu
kurteislega á matinn og báðu um bílinn til
að fara og kaupa sér samlokur.
Eftir kvöldmat notaði ég tímann til að
lesa ýmislegt sem fram hjá mér hafði far-
ið í dagsins önn dagana á undan, allar
þessar greinar í blöðunum. Seinna datt ég
niður í Law and Order í sjónvarpinu,
svona meinhægir glæpaþættir finnast mér
ótrúlega afslappandi.
Deginum lauk með nokkrum blaðsíðum í
bókinni, Alveg dýrlegt land, eftir Frank
McCourt.
12
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!