Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2003, Page 21

Víkurfréttir - 08.05.2003, Page 21
AUGLÝSING Áfallahjálp: í tengslum við sama skipsskaða ritaði Hjálmar bréf til stjórnar SSS og óskaði eftir því að komið yrði á fót skipulagðri áfallahjálp innan sveitarfélaga á Suðurnesjum til að bregðast við þegar alvarleg slys ber að höndum. í kjölfarið var skipað áfallateymi sem nú er að störfum. Hjálmar flutti einnig þingmál um sama efni og var það samþykkt. Nú er verið að undirbúa áfallahjálp í öllum sveitarfélögum. Færeyska kerfið: Margir horfa til færeyska kerfisins í fiskveiðum enda ríkir mikil sátt um það í Færeyjum. Enn hefur þó ekki verið gerð nein úttekt á kostum þess og göllum og skoðun á því hvort aðlaga megi það að íslenskum aðstæðum. „Færeyingurinn" Hjálmar flutti tillögu á Alþingi um að láta gera slíka úttekt þannig að taka megi ábyrga af- stöðu til færeyska kerfisins. Tillagan var samþykkt og á úttektin að vera tilbúin innan hálfs árs. Olía á Brautinni: Aðalfundur SSS skoraði á stjórnvöld að banna olíu- flutninga um Reykjanesbraut ogflytja olíuna um Helgu- vík. Hjálmar Árnason fylgdi málinu eftir með tillögu á Alþingi ásamt Sigríði Jóhannesdóttur. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins voru ekki tilbúnir að vera meðflutnings- menn. Heilsugæslan: „Karlinn á kassanum" skoraði á Hjálmar að efna til borgarafundar um málefni læknadeilunnar. Varð hann við áskoruninni. f fundarlok færði Hjálmar friðarljós til ráðherra og formanns Læknafélagsins með beiðni frá Suðurnesjabúum um að leysa deiluna strax. Hjálmar hefur kappkostað að vera í sambandi við stjórnendur HS og ráðherra vegna málsins. Land við Garðveg: Hjálmar, Árni Ragnar og Rannveig Guðmundsdóttirfengu það hlutverk að ræða við Utanríkisráðuneytið um skil Varnarliðsins á landspildu við Garðveg vegna sveitarfélagsins. Samningar náðust og hafa Garðbúar nú fengið landsvæðið. Reykjanesbær á réttu róli: Sem fyrsti formaður ÍRB var Hjálmar aðalhvatamaður að átakinu Reykjanesbær á réttu róli. Fór það vel af stað með mjög almennri þátttöku margra aðila. Um var að ræða forvarnarátak með þátttöku almennings. Suðurstrandarvegur: Þegar samgönguráðherra lagði fram samgönguáætlun til ársins 2012 var gert ráð fyrir aðeins hluta Suður- strandarvegar í lok þess tímabils. Hjálmar var eini þingmaðurinn sem mótmælti því. Þegar samgönguátak ríkisstjórnar var svo kynnt var vegurinn inni og verður lagður á næstu tveimur árum. Tvðfðldun Reykjanesbrautar: Allir þingmenn Reykjaneskjördæmis stóðu fast á því að fylgja eftir kröfunni um tvöföldun Reykjanesbrautar vegna hinna válegu slysa. Sigur hafðist í málinu og sýnir hversu mikilvægt er að rödd Suðurnesja heyrist og að þingmenn standi saman um mikilvæg mál. ÍAV til sðlu: Hjálmar hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við að starfsmenn ÍAV fái forkaupsrétt að eignarhluta ríkisins í fyrirtækinu enda byggja verðmæti þess ekki síst á sérkunnáttu starfsmannanna. Trillurúr 9.000 í 30.000 tonn: Þegar Hjálmar fór á þing 1995 lagði hann ríka áherslu á að bæta hag smábáta. Þá var afli þeirra um 9.000 tonn. Hann hefur alltaf talað máli smábáta á þingi. Veiði þeirra í dag er um 30.000 tonn. Sjóvarnir og hafnir: Sem varaformaður samgöngunefndar hefur Hjálmar reynt að fylgjast með þörfum svæðisins í sjóvörnum og hafnargerð. Miklar framkvæmdiríhöfnum Suðurnesja sem og gerð sjóvarnargarða hafa skilað árangri. Línuívilnun: Framsóknarmenn á Suðurnesjum fengu sanþykkt á Fyrirspurnir: Um aksturferðamanna á malarvegum. Um þróun vaxta banka og sparisjóða. Um afnám virðisaukaskatts á tæki og búnað til háskóla og rannsóknastofa. Um afnám fjöldatakmarkana í Háskóla íslands. Um fjarnám í fámennum byggðum. Um fjarskipti á landsbyggðinni. Um réttarstöðu bifreiðastjóra semaka eftir vegöxlum. Um ISDN-tenginu í dreifbýii. Um kostnað við viðgerðir á varðskipum. Um kostnað við niðurfiutning gagna af netinu. Um umferð á Reykjanesbraut. Um stangveiði í ám. Um kostnað við lýsingu vega á Reykjanesi. Um stöðugildi lögreglumanna í sveitarfélögum. Um inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið. Um endurskoðun reglugerðar um nýtingu afla og aukaafurða. Um staðla fyrir mannafla á lögreglustöðvum. Um úthlutun listamannalauna. Um staðla fyrir lögreglubifreiðir. Um samstarf eða samruna á sviði rannsóknar og nýsköpunar. Umflutning eldsneytis á Reykjanesbraut. Um ferskt vatn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um innheimtu gjalds fyrir endurtektarpróf. Um störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um lausagöngu búfjár. Um áhrif af afnámi línutvöföldunar. Um losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og stóriðju. VERKIN TALA • HJÁLMAR ÁRNASON ÁFRAM Á ALÞINGI • X-B 3

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.