Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2003, Side 26

Víkurfréttir - 08.05.2003, Side 26
jrz % '4 UÐURKJORDÆMI Alþingiskosnmgar 2003 SIÐASTA TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ AKVEÐA HVAÐ A AÐ KJOSA! -efstu Suðurnesjamenn á framboðslistum stjórnmálaflokkanna í Suðurkjördæmi í yfirheyrslu kosningablaðs Víkurfrétta. Á laugardag verður gengið til kosninga og þann 11. maí ligg- ur eflaust fyrir hvaöa ríkis- stjórn mun ríkja á íslandi næstu ljögur árin. Víkurfréttir hringdu í efstu Suðurnesja- frambjóðendur í Suðurkjör- dæmi þar sem þeir voru allir spurðir sömu spurninga. Nú er þaö Suðurnesjamanna að rýna í svörin og taka afstöðu um það hvað þeir ætli að kjósa. ■ Hjálmar Árnason í 2. sæti Framsóknarflokksins: Hver eru þrjú hclstu mál þíns flokks fyrir þessar kosningar? Vinna, vöxtur og velferð. Vinna er að halda hjól- um efnahagslifs- ins gangandi þar sem verðmætin verða til, þá verð- ur vöxtur á öllum sviðum mannlífs og þá getum við byggt upp öflugt velferðarkerfi áfram. Við þurfum að nýta þau tækifæri sem eru í samfélaginu og koma í veg fyrir óráðssíu. Af hverju ættu Suðurnesja- menn að kjósa Framsóknar- flokkinn? Vegna þess að Framsóknarflokk- urinn hefur skýra stefnuskrá. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann hefur kjark til þess að standa við þau fyrirheit sem hann gefur og vegna þess að flokkur- inn leggur áherslu á vinnu, vöxt og velferð. Og vegna þess að á lista Framsóknarflokksins er eini Suðumesjamaðurinn sem á raun- hæfa möguleika. Með hvaða flokkum vilt þú vinna í ríkisstjórn? Þeim flokkum sem em tilbúnir til þess að ganga sem næst þeim stefhumörkum sem við setjum. Hvernig hefur kosningabarátt- an verið? Kosningabaráttan hefur tyrst og fremst verið skemmtileg en annasöm og það hefur verið mik- il yfirferð. Mér finnst hún hafa verið að sumu leiti málefnaleg, en þó ber á því að menn grípi til gamalkunns rógs og einhvers sem jaðrar við persónulegt skít- kast og haldi sig ekki við málefhi og skýra framtíðarsýn. Hver er þín spá um úrslit kosn- inganna? Eg treysti mér ekki til að spá um úrslitin. Það er ennþá mikil óvissa. Eg tel þó að kjósendur séu að átta sig á því að úrslit kosninganna geta haft mikil áhrif á efnahagslífið og þar af leiðandi buddu hvers og eins. En hvað sjálfan mig áhrærir er ég annað- hvort úti eða inni og þess vegna í mikilli óvissu hvort ég verði þingmaður Suðumesja eða ekki. ■ Þórunn Friðriksdóttir í 2. sæti hjá Vinstri Grænum: Hver cru þrjú helstu mál þíns flokks fyrir þessar kosningar? Það eru velferðannál, umhverfismál og jafnréttismál. Af hverju ættu Suðurnesjamenn að kjósa Vinstri Græna? Suðumesjamenn ættu að kjósa Vinstri Græna til að styðja þau mál sem við beijumst fýrir og sem við teljum að séu bestu málin. Með hvaða flokkum vilt þú vinna í ríkisstjóm? Eg vil náttúrulega helst vinna með þeim flokkum sem sitja í stjómarandstöðu. Það væri draumurinn. Hvernig hefur kosningabaráttan verið? Skemmtileg. Hver er þín spá um úrslit kosninganna? Ég er að vona að stjómin falli en munurinn verður ekki mikill, kannski með einum eða tveimur mönnum. Og ég vona auðvitað að Kolbeinn komist inn í Suðurkjördæmi. X-Gróðurmold Ef þú þarft gróðurmold, hringdu þá í síma 892-1164. Siggi Guðjóns, kranabílstjóri. Auglýsendur kjósa Víkurfréttir 0 \ Síminn er 421 0000 mvusjr ■ Árni Ragnar Árnason efstur á lista Sjálfstæðisflokksins: Hver eru þrjú helstu mál þíns flokks fyrir þessar kosningar? Við leggjum mesta áherslu á at- vinnumál og vilj- um halda áfram fjölbreyttri at- vinnuþróun í öllu kjördæminu og ekki síst á Suður- nesjum. Við leggjum áherslu á áframhaldandi þróun á afla- markskerfinu og að skoðaðir verði kostir færeyska kerfisins, ásamt því að skoða rétt sveitar- stjóma til að halda veiðiheimild- um. I þriðja lagi viljum við halda áfram að byggja upp samgöngur, menntastofnanir og heilbrigðis- þjónustu. Áf hverju ættu Suðurnesja- menn að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn? Vegna þess að við viljum ekki fara út i umbyltingu á neinum sviðum og við viljum halda áfram að þróa það sem vel hefur tekist. Við emm sá flokkur sem hefur staðið fýrir efnahagslegum stöðugleika sem er algjör grund- völlur þess að við getum staðið í stórframkvæmdum og fjölgað at- vinnutækifærum. Við viljum enga umbyltingu í sjávarútvegi og teljum hugmyndir annarra flokka vera stórhættulegar í þess- um efhum. Með hvaða flokkum vilt þú vinna í rikisstjórn? Við erum tilbúnir að vinna með hvaða flokki sem er tilbúinn að vinna á sömu forsendum og við, sem ég hef nefnt. Hvernig hefur kosningabarátt- an verið? Hún hefur verið svolítið sér- kennileg. Mér finnst að nokkrum þræði að baráttan hafi verið dreg- in aftur til fyrri tíma með per- sónulegum aðdróttunum og jafn- vel dylgjum. Ég verð að viður- kenna að mér finnst sárt að sjá þegar þannig er unnið og finnst það ekki eiga við í stjómmálum. Mér þykir sérlega óskemmtilegt að fyrrverandi félagi minn, Krist- ján Pálsson og Gunnar Örlygsson fyrrverandi nágranni minn hafi tekið það upp að halda fram þeim ósannindum að ég sé eitt- hvað sérstaklega fylgjandi þvi að auka samþjöppun fyrirtækja í sjávarútvegi. Það liggja margar ræður í þingskjölum sem sýna frarn á að mín sjónarmið eru allt önnur, þar sem ég hef fært fram þá sannfæringu mina að hafa fjölbreytt fyrirtæki í sjávarútvegi því þannig nýtum við auðlindina best. Hver er þín spá um úrslit kosn- inganna? Ég tel að við Sjálfstæðismenn náum sæmilegum hlut eða 24 þingmönnum eða svo. Ég hef þá trú að við munum ná 4 þing- mönnum í Suðurkjördæmi og ef þannig tekst til þá held ég að við höfum náð ágætis hlut eftir 12 ára forystu í landsmálum. Hitt er hinsvegar ljóst að Frjálslyndi flokkurinn er að vinna á og ég vona bara að allir þeir sem koma inn nýir á Alþingi muni vinna að heilindum fyrir land og þjóð. ■ Jón Gunnarsson í 4. sæti Samfylkingarinnar: Hver eru þrjú heistu mál þíns flokks fyrir þessar kosningar? Jafn réttur fýrir alla. Breyting á sj ávarútvegsstefn- unni og að fjöl- skyldur í landinu geti lifað af þeim launum og þeim sköttum sem lagðir eru á þær. Af hverju ættu Suðurnesjamenn að kjósa Samfylkinguna? Suðurnesjamenn eiga að kjósa Samfýlkinguna vegna þess að ef þeir velta því fyrir sér hvernig ástandið á Suðurnesjum hefur breyst á siðustu árum. Ef þeir velta því líka fyrir sér hvernig svignimið i ríkisfjármálum hefur verið notað til að hygla þeim sem betur rnega sín í stað þeirra sem beijast við að láta mánaðartekj- urnar endast. Þegar Suðumesja- menn líta á þessi atriði þá hljóta þeir að sjá að það er kominn timi til að breyta og eina leiðin til að breyta er að kjósa Samfýlking- una. Með hvaða flokkum vilt þú vinna í ríkisstjórn? Síst vil ég vinna með Sjálfstæðis- flokki. Það hlýtur að vera hveij- um manni ljóst að stefna Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks ganga í sitthvora áttina og því ættu þeir flokkar varla að geta unnið saman eftir kosningar. Hvað hina flokkana varðar þá skiptir það máli að áherslur Sam- fýlkingarinnar ráði í ríkisstjómar- samstarfi. Ef aðrir em tilbúnir að koma með okkur til þein-a verka á þeim nótum þá er ég tilbúinn til að vinna með öllum þeim flokk- um. Hvernig hefur kosningabarátt- an verið? Kosningabaráttan hefur verið bæði skemmtileg og erfið. Erfið vegna þess að kjördæmið er stórt og kröfur um að frambjóðendur fari víða um. En skemmtileg vegna þess að það er virkilegur áhugi hjá kjósendum á pólitík- inni og þeir em mikið meira að velta þvi fýrir sér hvað þeir eigi að kjósa. Hver er þín spá um úrslit kosn- inganna? Ég hef aldrei verið talinn góður spámaður. Ég vona allavega að þær fari þannig að þann 11. maí hafi Samfýlkingin óskorað um- boð frá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjóm. 26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.