Víkurfréttir - 08.05.2003, Síða 27
lá.
UÐURKJORDÆMI
Alþingiskosningar 2003
■ Grétar Mar Jónsson í 2
Hver eru þrjú helstu mál þíns
flokks fyrir þessar kosningar?
Sjávarútvegsmálin eru númer eitt
hjá Frjálslynda
flokknum og
byggðamálin
koma þar af leið-
andi í framhald-
inu. I þriðja lagi
eru það velferðar-
málin, en við telj-
um að breyting á fiskveiðistjóm-
unarkerfinu verði byggðarlögun-
um til góða og þar af leiðandi
sæti Frjálslynda flokksins:
myndu breytingarnar treysta
grunninn að öllu velferðarkerf-
inu.
Af hverju ættu Suðurnesja-
menn að kjósa Frjálslynda
flokkinn?
A sömu forsendum og aðrir
landsmenn. Við ætlum að færa
byggðunum líf aftur, en ekki að
rústa þeim eins og núverandi
kerfi hefiir verið að gera við flest
byggðarlög á Suðurnesjum. Ef
óbreytt stefna yrði áfram þá
myndu væntanlega þeir staðir
sem eftir eru, sem reyndar eru
ekki margir á Suðurnesjum og
reyndar er það bara Grindavík
sem heldur einhverjum veiði-
heimildum eftir.
Með hvaða flokkum vilt þú
vinna í ríkisstjórn?
Eg vil vinna með þeim flokkum
sem vilja taka þátt í að breyta nú-
verandi fiskveiðistjórnunarkerfi
og ég sé nú ekki annað eins og
staðan er í dag að það verði aðrir
en stjómarandstöðuflokkamir.
Hvernig hefur kosningabarátt-
an verið?
Kosningabaráttan hefur verið
mjög skemmtileg þegar maður
finnur svona mikinn meðbyr. Við
stofnuðum flokkinn fyrir §ómm
árum síðan og þá áttum við erfitt
uppdráttar, en núna hefur þetta
gengið eins og í lygasögu. Ég
veit að við eigum eitthvað meira
heldur en þessar skoðanakannan-
ir sýna, vegna þess að stuðningur
til okkar er frá fólki sem er til
sjós, í fiskvinnslu og í verka-
mannavinnu og í þetta fólk næst
ekki.
Hver er þín spá um úrslit kosn-
inganna?
Ég held að það verði mjög jafht á
milli stjómarflokkanna og stjóm-
arandstöðunnar. En það skilja nú
allir hvað maður vonar í þeim
efhum.
■ Kristján Pálsson í 1. sæti á T-listanum,
óháðu framboði í Suðurkjördæmi
Hver eru þrjú helstu mál þíns flokks fyrir þessar kosningar?
Að koma í veg fyrir samþjöppun aflaheimilda á örfáar hendur og
losa um kvótann með því að setja upp línutvöföldun að nýju og
taka aukategundir úr kvóta. Við viljum að stofnað-
ur verði sérstakur frumkvöðlasjóður með 150-200
milljóna króna framlagi fyrir frumkvöðla. Loks
viljum við að breikkun Reykjanesbrautar verði
lokið árið 2004.
Af hverju ættu Suðurnesjamenn að kjósaT-list-
ann, framboð óháðra í Suðurkjördæmi?
Vegna þess að hann er skipaður mjög traustu og
ömggu fólki sem er þekkt af því að vinna vel fyrir Suðumesin og
sitt fólk.
Með hvaða flokkum vilt þú vinna í ríkisstjóm?
Ég myndi vilja vinna með þeim sem vilja vinna fyrir Suðurkjör-
dæmi.
Hvernig hefur kosningabaráttan verið?
Hún hefur verið skemmtileg og upplífgandi.
Hver er þín spá um úrslit kosninganna?
Ég spái því að stjómarflokkamir og stjómarandstöðuflokkarnir fái
þijátíu og einn þingmann hvor og að T-listinn fái einn og að sá
verði oddamaður við myndum ríkisstjórnar.
Tannlæknastofa Benedikts og Inga í Kjarna
Flughóteli óskar eftir aS róöa móttökuritara
í tvær 50% stööur.
Æskilegt aS viðkomandi sé eldri en 30 óra.
Tölvukunnótta, stundvísi og reglusemi nau&synleg
ósamt góSri þjónustulund.
Vinnutími: kl.9-1 8 annan hvern dag.
Skriflegum umsóknum skal skilaS
ó stofu okkar fyrir 21 .maí nk.
Benedikt og Ingi
Ákstur og hifingar
Nú er rétti tíminn fyrir:
•Gróðurmold
•Skrautmöl og
•Holtagrjót
Vörubíll með krana
Hvað segja þeir sem
hafa ekld kosningarétt?
Matargjajir framboða
virka vel á ungdóminn!
-k^sningaáhugi kannaður
Alaugardagskvöldið fór ég út af skrifstofu Víkurfrétta um
miðnætti og þegar ég kom út á Njarðarbrautina sá ég þar
fyrir ungan mann sem var að húkka sér far. Ég stoppaði að
sjálfsögðu, enda kalt í veðri og ég sá að útivistartími þessa unga
manns var kominn Iangt fram yfir leyfileg mörk.
Hann varð hissa þegar ég stoppaði fyrir honum. „Vá, þú stoppaðir"
sagði hann. Hann sagðist vera 13 ára og á leiðinni í Innrí-Njarðvík.
Þegar ég spurði hann hvort hann væri ekki helst til seint úti svaraði
hann. „Þetta er allt i lagi - ég var hjá vinkonu minni og mamma og
pabbi eru að skemmta sér í Reykjavík." Mér datt í hug að spyrja hann
aðeins út í pólitískan áhuga á þessari stuttu leið. Nota tækifærið og
heyra í ungum dreng um viðhorf hans til kosningabaráttunnar nú þegar
svo stutt er til kosninga. Þegar ég sagði honum að ég starfaði sem
blaðamaður á Víkurfréttum sagði hann. „Þá hefur þú örugglega talað
við Nonna sem er að vinna með Kristjáni Pálssyni!" Ég sagði honum
að það hefði ég gert og það kom mér á óvart að hann skildi nefna þetta
því ég var ekki enn farinn að spyija hann út í pólitíkina. Ég spurði
hann hvemig honum litist á baráttuna og ekki lá á svari. „Ég er búinn
að fá súpu hjá D, grillaðar pylsur hjá T og líka hjá B,“ sagði hann og
það flaug í gegnum hugann hvort matargjafir flokkanna væru að virka.
Guttinn virtist ánægður með matargjafimar. Þegar ég spurði hann
hvað hann myndi kjósa ef hann væri með kosningarétt lá ekki á svari.
„Auðvitað myndi ég kjósa T-listann því þar em Kristján, Nonni og
Damon á lista,“ og það vottaði fyrir hæðni í svarinu frá stráknum. Þeg-
ar ég svo sagði honum að Damon væri alls ekki á listanum hjá Krist-
jáni svaraði hann. „Það er allt í lagi því Kristján heldur með Njarðvík í
körfunni," sagði strákurinn og ég renndi bílnum að afleggjaranum í
Innri-Njarðvík. Strákurinn hoppaði út og sagði um leið og hann lokaði
hurðinni og þakkaði fyrir. „Kjóstu svo rétt!“
Jóhannes Kr. Kristjánsson
BYGGÐASTOFNUN
Stuðningur við atvinnuþróunar-
verkefni á landsbyggðinni
Á fundi ríkisstjórnar (slands þann f 1. febrúar 2003 var ákveðið að verja 700 milljónum króna til
atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Þar af hefur Byggðastofnun verið falið að annast
úthlutun á 500 milljónum króna.
I fyrsta áfanga verkefnisins verður 350 milljónum króna varið til kaupa á hlutafé í álitlegum
sprotafyrirtækjum og nýsköpunarfyrirtækjum í skýrum vexti.
Hlutafjárkaup geta í einstökum verkefnum orðið að hámarki 50 milljónir króna en þó ekki yfir
30% af heildarhlutafé í hverju verkefni.
Byggðastofnun auglýsir hér með eftir umsóknum um hlutafjárkaup og verður tekið á móti þeim
á þremur tímabilum, sem hér segir:
Á tímabilinu 1. maí til 30. júní á sviði sjávarútvegs og tengdra greina.
Á tímabilinu 1. júní til 31. júlí á sviði iðnaðar, upplýsingatækni og tengdra greina.
Á tímabilinu 1. júlí til 31. ágúst á sviði ferðaþjónustu og tengdra greina.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um reglur um úthlutun og meðferð umsókna, ásamt
nauðsynlegum fylgigögnum, er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is
Þeir sem kunna að eiga hjá stofnuninni umsóknir sem þeir telja að geti fallið að verkefninu eru
beðnir að endurnýja þær.
Byggðastofnun • Ártorgi 1 • Sauðárkróki • Sími 455 5400
VÍKURFRÉTTIR 19.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 27