Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2003, Side 28

Víkurfréttir - 08.05.2003, Side 28
Alþingiskosningíir 2003 Spennandi kosninganótt framundan Það er Ijóst að kosninganóttin verður spennandi um allt land. Skoðanakannanir hafa verið að gefa til kynna að nokkur pólitísk tfð- indi séu að gerast og að landslag stjórnmátanna kunni hugsanlega að breytast. Hér í Suðurkjördæmi verður slagurinn einnig harður og frambjóðendur sjálfsagt flakkandi á milli þess að vera úti eða inni á Alþingi. Lokasprettur kosningabaráttunnar er hafinn og frambjóðendur verða á þönum fram á kjördag og hver mínúta skipulögð. Suðurkjördæmi - 44,5% GALLUP 38,85: Vinstri Grænir Framsókn Samfylking Sjálfstæðisflokkur Frjálslyndir Aðrir 0,7% 23% 8,5% 0,1% 0,2% 0,1% Sept. 02 Okt. 02 Nóv 02 Des. 02 Jan. 03 Feb. 03 Mar. 03 fyrri hl. Allur lok apr. 03 apr. 03 apr. 03 Sveiflur á fylgi flokkanna í Suðurkjördæmi Eins og sjá má á línuriti sem skýrir niðurstöður skoðanakann- anna Gallup írá septembermán- uði á síðasta ári sést að sveiflur í fylgi stjómmálaflokkanna í Suð- urkjördæmi hafa verið mikiar. Ef fylgi flokkanna er skoðað á þremur tímabilum íf á september til aprilloka sést að fylgi flokk- anna hefur færst töluvert til. Sjálfstæðisflokkur Nóvember 44,5% Febrúar 33,9% Lok aprfl 30,7% í haust varð mikið fjaðrafok og ósætti innan Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þegar kosið var um efstu menn á lista flokksins í kjördæminu. Miklar deilur spunnust milli stuðningsmanna Kristjáns Pálssonar og Ellerts Ei- ríkssonar og töldu Kristjánsmenn að honum hafi verið bolað út af listanum. Margar blaðagreinar hafa verkið skrifaðar um það mál og ekki ástæða til að rekja það hér. I skoðanakönnunum Gallup sem gerð var í febrúar mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 33,9% fylgi. Sjálfstæðismenn hafa verið að sveiflast á milli þess að hafa 3-4 menn inni. Samkvæmt síðustu Gallup könn- un fær Sjálfstæðisflokkurinn 30,7% og nær þremur mönnum inn á Alþingi. Samfylkingin Nóvember 27,0% Febrúar 33,2% Lok aprfl 23,8% Samfylkingin í Suðurkjördæmi náði góðu flugi í febrúar en þá mældist flokkurinn með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn. Jón Gunnarsson úrVogum sem skipar fjórða sæti á lista flokksins var samkvæmt könnunum í febr- úar og mars inni á Alþingi, en samkvæmt nýjustu Gallup könn- uninni nær Samfylkingin þremur mönnum inn á Alþingi og er Jón úti samkvæmt því. Framsóknarflokkur Nóvember 20,9% Febrúar 18,4% Lok aprfl 17,7% I siðustu alþingiskosningum varð ekki ljóst fyrr en undir morgun að Hjálmar Amason kæmist inn á þing. Hann var flakkandi á milli þess að vera inni og úti allt kvöldið. Frá upphafi kosninga- baráttunnar hefúr Hjálmar verið inni og úti samkvæmt könnun- um. Þó má telja, samkvæmt síð- ustu könnunum að Hjálmar sé öruggur inni, en hafa ber í huga að Framsóknarflokkurinn fær yf- irleitt betri útkomu úr kosningum en skoðanakönnunum. Frjálslyndi flokkurinn Nóvember 1,3% Febrúar 3,2% Lok apríl 11,5% Víkurfréttir fluttu fyrstir fjöl- miðla fréttir af því að Magnús Þór Hafsteinsson fyrrverandi fréttamaður á Ríkissjónvarpinu myndi skipa 1. sæti á lista Fijáls- lyndra í Suðurkjördæmi. Sú ákvörðun hefúr verið góð því fylgi flokksins í kjördæminu er samkvæmt síðustu Gallup könn- un 11,5% og samkvæmt því er Magnús Þór inni á Alþingi. Flokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega í Suðurkjördæmi frá nóvember í fyrra en þá mældist fylgi flokksins 1,3% en sam- kvæmt síðustu könnun mældist það 11,5%. Vinstri Grænir Nóvember 6,4% Febrúar 5,1% Lok aprfl 6,8% Kolbeinn Óttarsson Proppé ung- ur maður úr Reykjavík hefúr bor- ið hitann og þungann af kosn- ingabaráttu Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi, en hann skipar efsta sæti listans í kjördæminu. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnun Gallup ná Vinstri Grænir ekki inn kjördæmakjömum manni, en Kolbeinn kemst inn á jöfnunarsæti. T-listi, framboð óháðra í Suðurkjördæmi Lokaprfl 3,1% Kristján Pálsson tilkynnti sér- framboð þann 1. april og ber framboðið heitið, T-listinn, fram- boð óháðra í Suðurkjördæmi. Rúmur mánuður er síðan Krist- ján og félagar hans tilkynntu framboðið og hafa þeir barist grimmt í kosningabaráttunni. T- listinn nýtur mests stuðnings á Suðurnesjum, en ljóst er að róð- urinn verður þungur hjá Kristjáni að ná inn á Alþingi því sam- kvæmt siðustu skoðanakönnun Gallup fær flokkurinn 3,1% fylgi. Nýtt afl Lok apríl 0,5% Fylgi flokksins mælist vart í kjör- dæminu og farið hefúr lítið fyrir frambjóðendum Nýs afls hér á Suðumesjum. Einar Birnir fram- kvæmdastjóri úr Reykjavík skip- ar fyrsta sæti flokksins í Suður- kjördæmi. Suðurkjördæmi - Til þess teljast eftirtalin sveitarfélög: Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmanna- eyjabær, Gaulverjabæjarhreppur, Sveitarfélagið Árborg, Hraun- gerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiða- og Gnúpverja- hreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grinda- víkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Gerðahreppur, Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur. ( Suðurkjördæmi eru 28.374 kjósendur, þar af 14.631 karlar og 13.743 konur. Lokakönnun Gallup í Suðurkjördæmi Hér birtast niðurstöður úr könnun Gallup í Suðurkjördæmi. Könnunin fór fram 25. aprfl til 29. aprfl 2003. Úrtakið var valið með tilviljun úr þjóðskrá. í því voru 800 manns 18 ára og eldri sem búsettir eru í Suðurkjördæmi. Svarhlutfall var 67,2%. Ríflega 85% gáfu upp hvað þau myndu kjósa í dag. Rúm- lega 3% sögðust ætla að skila auðu eða ekki ætla að kjósa, 4% neita að gefa upp hvaða flokk þau myndu kjósa og rúmlega 7% sögðust vera óákveðin um hvaða flokk þau myndu kjósa í dag. Niðurstöður eru vegnar þannig að þær endurspegla rétt hlutföll í aldri og kyni. Eftirfarandi er hlutfallsfylgi flokkanna byggt á svörurn þeirra sem af- stöðu tóku til flokks: B-listi Framsóknarflokksins 17,7% D-listi Sjálfstæðisflokksins 30,7% F-listi Frjálslynda flokksins 11,5% S-listi Samfylkingarinnar 29,8% U-listiVinstrihreyfmgarinnar-Græns framboðs 6,8% T-listi Framboð óháðra í Suðurkjördæmi 3,1% N-listi Nýs afls 0,5% Ef þetta væru úrslit kosninga myndu kjördæmaþingsæti í Suðurkjördæmi skiptast á eftirfarandi hátt*: Framsóknarflokkur 2 þingmenn Guðni Agústsson Hjálmar Arnason Sjálfstæðisflokkur 3 þingmenn Árni Ragnar Árnason Drífa Hjartardóttir Guðjón Hjörleifsson Fijálslyndi flokkurinn 1 þingmann Magnús Þór Hafsteinsson Samfylkingin 3 þingmenn Margrét Frímannsdóttir Lúðvík Bergvinsson Björgvin G. Sigurðsson Vinstri Grænir einn jöfnunarþingmann Kolbeinn Óttarsson Proppé * Efmiðað er við tölur úr öðmm kjördœmum i siðustu landskönmm Gallup sem birt var 13. april myndi Vinstrihreyflngin Grœntfiwnboð fi'ó jöfhunarsœti í Suðurkjördœmi. Spurt var þriggja spurninga: 1. Efkosiðyrði tilAIþingis í dag, hvaða flokk eóu lista myndirþú kjósa? 2. (Ef óúkveðin(n)) Hvaða flokkuryrði liklegastfyrir valinu? 3. (Ef enn óákveðin(n)) Hvort er Itklegra að þú myitdir kjósa Sjálf- stteðisflokkinn eúa einhvern liiitna flokkanna? Þess ber að geta að niðurstaða þessarar könnunar lýsir einvörðungu fylgi stjómmálaflokka og skiptingu þingsæta á þeim tíma sem könn- unin fór fram, sem var 25.-29. apríl. 28 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.