Víkurfréttir - 08.05.2003, Qupperneq 30
UÐURKJÖRDÆME
HJÁLMAR í RÁÐHERRASTÓL
- eftir Birgi Þórarinsson
Suðurncsjamenn hafa
aldrei átt ráðherra.
Svo merkilegt er það
nú. Flestir hijóta því að vera
sammála mér í því að nú er
kominn tími til að Suðurnes-
in cigi ráðherra í næstu rík-
isstjórn. Hjálmar Arnason
hcfur verið þingmaður okk-
ar Suðurnesjamanna sl. 8 ár.
Hann er að mínum dómi einn afkastamcsti þing-
maðurinn sem við höfum átt. Fjöldi þingmála og
þingsályktanna liggur eftir hann, auk fyrir-
spurna. Þannig hefur Hjálmar flutt 9 lagafrum-
vörp, 25 þingsályktanir og 62 fyrirspurnir á Al-
þingi. Of Iangt mál yrði að teija hér upp alla
málaflokkana en þeir spanna nánast öii svið
þjóðiífsins. Allt frá því að bæta aga í grunnskól-
um til vetnisvæðingar Islands. Hjáimar hefur
starfað í fjöimörgum nefndum. Má þar sérstak-
lega nefna formennsku hans í Iðnaðarncfnd. Það
er sú nefnd sem hefur mætt hvað mest á síðustu
misseri. Bera þar hæst stóriðjumálin. Stækkun
Isals og Norðuráls og Kárahnjúkavirkjun.
Aræðni og kraftur Hjálmars hefur komið ber-
lega í ljós í þessum störfum.
Framsýni Hjálmars og dugnaður er einnig orðin
landsmönnum vel kunnug. Fáir höfðu til að mynda
trú á þingsályktunartillögu Hjálmars um vetni. Af-
rakstur þess má nú sjá í íyrstu vetnisstöðinni sem
hér hefur risið í heiminum. Undirritaður sat íyrstu
alþjóðlegu vetnisráðstefnuna sem haldin var í
Reykjavík nú fyrir skömmu. Hjálmar flutti þar er-
indi sem vakti mikla athygli. Það gladdi Suður-
nesjahjartað að sjá hversu þingmaður okkar, Hjálm-
ar Arnason, er vel þekktur meðal virtustu vísinda-
manna heims og hversu mikillar virðingar hann nýt-
ur þeirra á meðal.
Hjálmar hefúr beitt sér ákaft fyrir hagsmuni sinna
umbjóðenda. Þannig var það t.d. af frumkvæði hans
að Byrgið fékk á sínum tíma aðstöðu í Rockville.
Hjálmar er alþýðulegur, traustur og heiðarlegur
stjórnmálamaður með stórt hjarta fyrir Suðumesj-
unum. Hann hefur verió ákafíir talsmaður nýsköp-
unar í atvinnumálum og áhugi hans á orkumálum er
alkunnur. I samgöngumálum hefur hann einnig látið
að sér kveða sem varaformaður samgöngunefndar.
Þar hefúr hann beitt sér m.a. ötullega fyrir tvöfóld-
un Reykjanesbrautar, Suðurstrandarvegi og ekki síst
Osabotnavegi.
Fái Framsóknarflokkurinn góða kosningu og þar
með brautargengi til þess að vera í næstu rikisstjóm
em mjög góðar líkur á því að Hjálmar verði eitt af
ráðherraefnum flokksins. Hann hefúr sýnt það og
sannað í störfúm sínum. Við Suðumesjamenn eig-
um öflugan talsmann okkar, Hjálmar Arnason, á Al-
þingi. Styðjir þú, ágæti kjósandi, Framsóknarflokk-
inn í kosningunum nú á laugardaginn, þann 10. maí
nk. leggur þú þitt á vogarskálarnar fyrir því að
Hjálmar verði ömggur með þingsæti og að Suður-
nesin eignist sinn fyrsta ráðherra. Setjum Suðurnes-
in í fyrsta sæti. Þú kjósandi góður hefúr áhrif.
Atkvæði þínu er vel varið í X - B.
Höfundur er varaoddviti Vatnsleysustrandar-
hrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins
í Suðurkjördæmi.
Félagungra Framsóknarmanna
býður öllum á ball með írafár
í Stapa föstdaginn 9. maíkl.24
Frítt fyrir alla sem eru með X-B barmmerki
á meðan húsrúm leyfir.
Annars er aðgangseyrir kr. 2.000,-
Vinna -vöxtur - velferð _
Alþingiskosningar 2003
50 Suðurnesjamenn
á framboðslistum
Víkurfréttir tóku saman alla Suðurnesjamenn á fram-
boðslistum stjórnmálaflokkanna í Suðurkjördæmi fyr-
ir þessar kosningar og var miðað við þá aðila sem hafa
heimilisfang á Suðurnesjum. I Ijós kom að 50 Suðurnesja-
menn eru í framboði á þeim flokkum sem bjóða fram í Suð-
urkjördæmi. Flestir eru á T-lista, framboðs óháðra en á þeim
lista eru 16 aðiiar af Suðumesjum. Á Iistum Frjálslyndra,
Sjálfstæðisflokksins og vinstri Grænna eru 6 Suðumesja-
menn á hverjum lista. Á lista framsóknar eru 5 Suðumesja-
menn og á Iista Samfyikingarinnar eru Suðurnesjamennirnir
7 talsins. Fæstir Suðurnesjamenn eru á lista Nýs afls, en þar
eru fjórir af Suðumesjum á lista.
SJÁLFSTÆÐISMENN í
MÖRGUM FLOKKUM
að mikla veldi sem
Sjáifstæðisflokkurinn
hefur verið á Islandi er
farið að molna. Stórveldi
molna innanfrá þegar væru-
kærð langvarandi stjórnar
leiðir til þess að tengsl við íbú-
ana rofna. Eftir situr fámenn
valdaklíka sem hyglar sínum
á kostnað þeirra sem ekki eru
þóknanlegir.
Þetta sést m.a. á fjöl-
da framboða sjálf-
stæðismanna í þessu
kjördæmi.
Fyrst skal telja D-list-
ann, þar er á ferðinni
gamla valdaklíkan
með Árna Ragnar í
broddi fylkingar.
Kristján Pálsson,
þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins á yfirstandandi kjör-
tímabili, fékk ekki að vera aðal
og yfirgaf hann því sinn gamla
flokk. Hann býður nú T-listann,
hljómur stafsins svipar til
gamla D-sins. Það er ekki mik-
il breyting fyrir hann og flestir
stuðningsmenn hans koma úr
röðum Sjálfstæðisflokksins.
Hvað ætli hann geri eftir kosn-
ingar, nái hann kjöri ef gamla
valdaklikan vill semja við
hann?
Þriðja framboð sjálfstæðis-
manna er F-listinn. Fijálslyndir
hafa tilkynnt að þeir séu fyrr-
verandi sjálfstæðismenn. Þeir
séu bara óánægðir með fisk-
veiðistefnuna. Á sama hátt niá
velta því fyrir sér hvað gerist ef
Sjálfstæðisflokkurinn slakar
einhverju út í kvótamálinu,
ganga þeir þá ekki aftur í Sjálf-
stæðisflokkinn?
Fjórði listinn er pínulítið bland-
aður. Þar eru ekki bara óá-
nægðir Sjálfstæðismenn heldur
líka einhveijir óánægðir Fram-
sóknannenn og hafa þeir næg-
an húmor til að kalla sig „Nýtt
afl“. Þeir hafa starfað fyrir og í
þeim flokkum sem nú mynda
ríkisstjóm. Hvað gerist ef þeir
komast á þing? Munu jóeir
ganga aftur í sína gömlu flokka
eftir einhveijar lagfæringar?
Bragð er að þá barnið finnur.
Svo erfitt er ástandið orðið
meðal sjálfstæðismanna að þeir
eiga erfitt með að
treysta því hver er
enn trúr gamla
flokknum. Einn
þeirra sem þó situr í
bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar, Steinþór
Jónsson hótelstjóri, sá
sig tilneyddan til að
vitna í síðustu Vikur-
fréttum. Hann skrif-
aði grein og tók sérstaklega
fram að hann ætlaði að kjósa
D-listann. Hvers vegna? Hefúr
hann ekki verið nógu þægur
valdaklikunni til að menn geti
treyst honum? Það hefði a.m.k.
ekki átt að teljast nein frétt að
hann, á rneðan hann er í bæjar-
stjóm fyrir D-listann, ætlaði að
kjósa þann lista. Þetta er vitnis-
burður um taugaveiklunina í
röðum sjálfstæðismanna um
þessar mundir.
Varist eftirlíkingar.
Það er nauðsynlegt að fólk sjái í
gegnum öll þessi gervi Sjálf-
stæðismanna.
Viljir þú koma Sjálfstæðis-
flokknum út úr stjóm þarft þú
að varast eftirlikingamar. Eina
raunverulega krafan um breyt-
ingu er að kjósa Samfylking-
una.
Óiafur Thordersen
Bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar
Auglýsingasíminn
er 421 0000
30
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!