Víkurfréttir - 08.05.2003, Síða 32
T
WDURKJÖRDÆMI
SAMFYLKINGIN OG VARNARLIÐIÐ
- eftir Birgi Þórarinsson
Frambjóðendur Sam-
fylkingar hér í Suður-
kjördæmi hafa nú síð-
ustu daga spurt, bæði í ræðu
og riti, hvað það væri sem
gæfi til kynna að Samfylk-
ingin vildi varnarsamning-
inn við Bandarikin feigan.
Þessari spurningu þeirra
skai ég svara.
Yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar
Margsinnis hefur komið fram í fjölmiðlum að Ingi-
björg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, sé talsmaður
Samfylkingarinnar þrátt fyrir það að hún sé ekki
formaður hennar. Ingibjörg hefur verið mjög áber-
andi í kosningabaráttunni. Reyndar svo áberandi að
halda mætti að hún væri ein í framboði. Talsmaður
er sá sem talar fyrir hópi fólks og kemur skoðunum
hópsins á framfæri það er óumdeilt. Talsmaðurinn,
Ingibjörg Sólrún, ritaði grein í Morgunblaðið þann
1 ó.apríl sl. Þar sem hún gerir grein fyrir utanríkis-
stefnu Samfylkingarinnar. I greininni segist hún
„gera ráð fyrir” ffamhaldi á vamarsamstarfínu við
Bandaríkin. Einhver hnútur er nú í maga Ingibjargar
í þessari yfirlýsingu þykir mér. Þetta minnir mig á
borgarstjórann sem gekk bak orða sinna 6 mánuð-
um eftir að loforð vom gefin í sveitarstjómarkosn-
ingunum sl. vor og kenndi síðan öðmm um eigin
syndir. Það mál minnir mig síðan á eitt af slagorð-
um Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Það
mun vera „heiðarleiki”. Æfingin skapar meistarann.
Þannig væri það auðvelt mál, fyrir borgarstjórann
sem hætti í Ráðhúsinu og dreymir nú um að komast
i Stjómarráðið, að reka Vamarliðið úr landi og
kenna síðan Bandarikjamönnum um allt saman.
Reynslan sýnir að orðum Ingibjargar er einfaldlega
ekki treystandi í þessu máli.
Eitt þúsund manns missa vinnuna
Ef Ingibjörgu Sólrúnu líkar síðan ekki afstaða
Bandaríkjamanna hverju sinni í alþjóðamálum “þá
munu leiðir skilja” eins og hún kemst sjálf að orði í
áðumefhdri grein. Það hlýtur þá að þýða að hún
muni slíta vamarsamstarfinu við Bandaríkin og það
hefði hún sjálfsagt gert vegna Iraksmálsins, hefði
hún verið við stjómvölin. Ekki er hægt að leggja
annan skilning i orð hennar. Hvemig horfir málið
þá við okkur Suðurnesjamönnum? Það er einfalt.
Eitt þúsund manns munu missa hér vinnuna. Neyð-
arástand myndi skapast í atvinnumálum Suðumesja.
En Ingibjörg er ekki ein um þessa afstöðu. Hún á
sér fleiri stuðningsmenn í málinu. Forystusveit
Samfylkingarinnar er fyrram Alþýðuþandalagsfólk
og yfirlýstir herstöðvarandstæðingar. Má þar nefha
efsta mann á lista þeirra hér í Suðurkjördæmi, Mar-
gréti Frímannsdóttur, sem nú óskar eftir stuðningi
Suðumesjamanna í kosningunum. Fróðlegt væri að
sjá hvernig Margrét myndi bregðast við samdrætti
hjáVarnarliðinu.
Stjórnað af fyrrum Alþýðubandalagsfólki
Það er deginum ljósara að stærsti vinnustaðurinn
hér á Suðumesjum, Vamarstöðin, er í veralegri
hættu verði Samfylkingin við stjómvölinn eftir
kosningar. Afar hæpið er að Samfylkingin muni
spoma við ffekari samdrætti í starfsemi Vamarliðs-
ins. Þvert á móti er borðliggjandi, miðað við yfir-
lýsingar Ingibjargar Sólrúnar og pólitiskan bak-
grunn margra samfylkingarmanna, að þeir koma til
með að að fagna öllum samdrætti. Verði síðan
Vinstri grænir i brúnni með Samfylkingunni að
loknum kosningum verður fognuðurinn enn meiri.
Yfirlýsingargleði Ingibjargar Sólrúnar í Morgun-
blaðinu þann 15. apríl sl. um vamarsamstarfið við
Bandarikin er fullkomið ábyrgðarleysi gagnvart at-
vinnumálum á Suðumesjum. Með „haltu mér,
slepptu mér” ffamsetningu sinni í garð vamarliðsins
setur hún atvinnuöryggi hundraða fjölskyldna í
hættu. Þó svo að einn til tveir ffambjóðendur Sam-
fylkingar séu hlynntir vamarsamstarfinu þá er alveg
ljóst hver ræður ferðinni í þeim flokki. Samfylking-
unni er stjómað af fyrrum Alþýðubandalagsfólki.
Það verða hinir fáeinu kratar sem effir era í Sam-
fylkingunni að sætta sig við. Henni er stjómað af
herstöðvarandstæðingum. Þetta getur Samfylkingin
ekki falið nokkram dögum fyrir kosningar. Þetta
hefur Ingibjörg Sólrún opinberað.
Stuðningslistinn
Frægt er orðið að Island var sett á lista yfír þau ríki
sem styddu Bandaríkin og Bretland í því að koma
Saddam Hussein, holdgervingi hins illa, frá völd-
um. Stjómarandstaðan hér á landi hefur farið ham-
föram í þessu máli eins og kunnugt er. Rétt eins og
íslenskur her væri í ffemstu víglínu í Bagdad. Það
er umhugsunarefhi hver hefði nú verið ffamtið
Vamarstöðvarinnar, sem kostar Bandaríkjamenn
veralegar fjárhæðir á ári, ef þeim hefði verið bannað
að nota stöðina til millilendinga á leið sinni til
Persaflóa.
í góðum höndum Framsóknar
A síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins, dagana
21.- 23. febrúar sl. ítrekaði þingið mikilvægi vam-
arsamstarfsins við Bandaríkin. Flokkurinn leggur
einnig áherslu á aukna þátttöku Islendinga í starf-
semi þess. Það myndi þýða fleiri störf. Halldór As-
grimsson, utanríkisráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, hefur sl. 8 ár haldið mjög vel á málefh-
um vamarliðsins. Tekist hefur að spoma við ffekari
samdrætti í starfsemi þess og trúverðugum vömum
landsins haldið uppi. Halldór Asgrimsson sýndi það
í hinu viðkvæma Iraksmáli hversu ábyrgur og skyn-
samur stjómmálamaður hann er. Hann sýndi hversu
staðfastur og traustur hann er í þeim pólitísku
stormum sem geta geisað hveiju sinni. Framsóknar-
flokkurinn sveiflast ekki til og ffá í skoðunum, á alt-
ari pólitískra vinsælda, eins og samfylkingarmönn-
um er tamt. Tryggjum trúverðugar vamir landsins
og áffamhaldandi stöðugleika í málefnum vamar-
liðsins. Varðveitum þau 1700 störf sem vamarliðið
veitir Islendingum. Suðurnesjamenn þurfa á að
halda öflugum talsmanni áframhaldandi vamarsam-
starfs við Bandaríkin. Tökum enga óþarfa áhættu.
Styðjum Framsóknarflokkinn í kosningunum þann
10. maí nk. Hann hefur sýnt það og sannað að hann
er traustsins verður. Þú kjósandi góður hefur áhrif.
Þitt atkvæði er mikilvægt.
Höfundur er varaoddviti Vatnsleysustrandar-
hrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins í
Suðurkjördæmi.
Auglysingasimi
Víkurfrétta
er 42Í 0000
Alþingiskosningíir 2003
LOKSINS FERSKT VATN
í FLUGSTÖÐINNI
Loksins, loksins má segja
núna þegar búið er að
taka ákvörðun um að
láta hreint og óklórblandað
vatn í FLE og nærliggjandi
húsnæði. Það hefur
verið okkur til
skammar að í FLE
hefur ekki verið hægt
að bjóða upp á annað
en klórblandað vatn.
Hugsið ykkur ferða-
mennina sem lesa í
bæklingum um hrein-
asta vatn í heimi - svo
þegar þeir lenda hér fá
þeir klórvatn uppi í flugstöð.
Eða starfsfólkið sem hefur í
mörg ár þurft að taka með sér
vatn að heiman til að hella upp á
almennilegt kaffi. Eg vil þakka
Hjálmari Árnasyni, alþingis-
manni okkar, fyrir að hafa tekið
þetta mál upp og komið því í
höfn. Hann hreyfði þessu fyrst
inni á Alþingi en hefur síðan ver-
ið stöðugt að ýta á aðila til að
klára verkið. Álls konar óvissa
kom upp með hver ætti
að borga brúsann en að
lokum tók stjórn FLE
af skarið og ákvað að
láta hrinda þessu í
framkvæmd. Ég vil
þakka stjrón FLE fyrir
þessa góðu ákvörðun.
Nú mun málið vera í
vinnslu og getum við
innan nokkurra vikna
farið að drekka hreint og ferskt
vatn úr krönum FLE.
Eg segi bara til hamingju með
vatnið.
Þorsteinn Árnason,
starfsmaður IGS.
HJALMAR 0G
ANDALÆKNARNIR
Fyrir nokkru síðan
skrifaði Hjálmar Áma-
son alþingismaöur
kostulega grein í Víkurfréttir
um málefni Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja.
Hjálmar sagði í
þessari grein að
þrátt fyrir harða af-
stöðu lækna og
samtaka þeirra “
hefði tekist að vinna
kraftavcrk á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja. Síðan segir
hann að búið sé að
manna 10 læknisstöður fram
á haust, fjórir lyflæknar verði
ráðnir og að ráðnir verði sér-
fræðingar á ýmsum sviðum.
Hvaða raunveraleika er Hjálm-
ar þama að lýsa? Kannast ein-
hver við þessa stöðu og hvers
vegna þurfti þá að gera samn-
ing við Heilsugæsluna í
Reykjavík fyrst ástandið er
svona gott. Er verið að reyna að
kjafta sig frá vandamálum sem
við okkur blasa sem búum hér?
Getur það verið að þingmaður-
inn sé með þessu að kaupa sér
ffið ffarn yfir kosningar og að
ekki falli ryk á ráðherrann. Við
vitum vel að veraleikinn er all-
ur annar. Ef ástandið væri eins
og Hjárnar er að lýsa, þá hefði
ekki þurft að gera eitthvert
neyðarsamkomulag við Heilsu-
gæsluna í Reykjavík. Hvað fel-
ur það samkomulag svo í sér.
Það á að skaffa okkur
3-4 lækna á svæði
sem þarf 8-10
lækna. Þingmaðurinn
ætti að gera sér grein
fyrir því að því fylgir
mikil ábyrgð að loka
augunum fyrir því
hörmungar ástandi
sem hér rikir. Mistök-
in eru þegar farin að
gerast, þó að enginn hafi látist
enn. Það er búið að leysa deil-
una sem upp kom í Reykjavík
við starfsmenn sem sinna
heimahjúkrun áður en á reyndi
en hér suður með sjó gilda
greinilega önnur lögmál. Getur
Hjálmar Arnason verið fysileg-
ur valkostur til þess að gæta
hagsmuna okkar, með bundið
fyrir bæði augun, lýsandi ástan-
di sem við hin þekkjum ekki og
höfum ekki aðgang að?
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi Samfylkingar-
innar í Reykjanesbæ
32
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!