Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 2
Garðaúðvmm SPRETTUR ehf. c/o Sturlaugur ólafsson Úða gegn roðamaur og óþrifum á piöntum. Eyði illgresi úr gras- flötum. Eyði gróðri úrstéttum og innkeyrslnm. Leiðandi þjónusta. Upplýsingar í símum 421 1199, 821 4454 og 820 2905 UÐA SAA/IDÆCURS EF OSICAÐ ER...OG EF VEÐUR LEYFIR Tankurinn og glussapollur I vegarkantinum. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Glussi lak niður við árekstur tveggja bíla á vatnsvemdarsvæði við Grindavíkurveg: Rétt viðbrögð komu í veg fyrir mengun vatnsbóla Bergur Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suð- urnesja segir aðila sem komu að slysinu við Grindavík- urveg í hádeginu á þriðjudag, þegar rúta og vörubíll Íentu í árekstri, hafa brugðist alveg rétt við aðstæðum. Tankur með glussaolíu rifnaði af vörubíl við árekstur við fólksflutningabif- reið og fór talsvert magn af glussanum, sem er þykk olíu- tegund, niður í jarðveginn. Meðal annars myndaðist glussaolíupollur á svæðinu. Bergur sagði í samtali við Víkur- fréttir að slökkviliðið í Grindavík hafi verið fljótt á vettvang og þar hafi menn hafist handa við að hreinsa upp olíuna. Menguðum jarðvegi hafi verið mokað upp á vörubifreið. Areksturinn varð á vatnsverndar- svæðinu við Lága þar sem neysluvatni fyrir Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði og Kefla- vikurflugvöll er dælt upp. Bergur sagði að með réttum viðbrögðum og með því að tjarlægja jarðveg strax, eins og gert var í dag, hafi verið komið í veg fyrir frekari mengun á svæðinu. Olíutankar vörubíla geti borið allt að 400 lítra af eldsneyti og glussaolíu- tankar rúma margir hvetjir allt að 200 lítra af glussa. Fari slíkt magn niður í jarðveginn á þess- um slóðum og sé ekkert að gert geti vamsbólum stafað hætta af. Þama undir sé á vissum svæðum grunnvatn sem rennur með tals- verðum hraða að vatnsbólum. Berist olía niður um sprungur sé voðinn vís. Það hafi hins vegar ekki gerst í dag og hjá Heilbrigð- iseftirliti Suðurnesja séu menn ánægðir með viðbrögð á vett- vangi. stuttar FRÉTTIR Eysteinn aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra Eysteinn Jónsson, rekstrarverkfræðing- ur frá Keflavík hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðna Agústssonar land- búnaðarráðherra. Eysteinn er fæddur 1970, en undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði hjá Sparisjóðn- úm í Keflavík. Eysteinn var kosningastjóri Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum kosningum. Ey- steinn er fískiðnaðarmaður ífá Fiskvinnsluskóla íslands, en einnig hefúr hann lokið námi í iðnrekstrarfræði af útgerðar- og markaðssviði Tækniskóla íslands 1995 og M.Sc. námi i rekstrarverkfræði frá Alaborg- arháskóla 1999. Sýknaðuraf ákæru fyrir að smygla áfengi af Keflavíkur- flugvelli Héraðsdómur Reykja- ness hefur sýknað fyrrum lögreglu- mann á Keflavíkurflugvelli af ákæru fyrir að hafa tekið við þremur áfengisflöskum, sem herlögreglumaður hafði skömmu áður keypt í versl- un varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, og flytja áfengið út af varnarsvæðinu í lög- reglubifreið. Jóhann Geirdal aðstoðarskóla- stjóri Holtaskóla Jóhann Geirdal Gísla- son hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Holtaskóla frá og með 1. júní. Jóhann hefur verið kennari við skóla frá árinu 1975-1988 og frá 1998 fram til dagsins í dag, lengst af í Holtaskóla. Jóhann er BA 1 uppeldis- og félagsfræði, kennsluréttindi frá HÍ 1983, lauk 15 eininga viðskipta og rekstramámi við EHÍ árið 1993 og stundar nú stjómunamám við EHI. Kærir sóknarnefnd Þórir Jónsson, fyrrverandi meðhjálpari og kirkjuvörður í Njarðvíkurkirkjum hefúr krafist þess að lögreglurannsókn fari fram á nieintu fjármálamisferli og meintum bókhaldssvikum sóknamefndar og kirkjugarðsstjómar Ytri-Njarð- víkurkirkju. Lagði Þórir fram kæm þess eínis á fóstudag til lögreglu í Keflavík. Snýst kæran m.a. um bílastyrk sóknarprestsins og verktakagreiðslur til sóknarfonuannsins m.a. vegna vinnu fyrir kirkjugarðinn. DV greindi ffá. Nesfiskur ehf. selur Jón Gunnlaugs GK Humarvimislan ehf. í Þorlákshöfn hefúr keypt Jón Gunnlaugs GK 444 frá Nes- fiski ehf. í Garði. Fyrirtækið hefúr tekið við bátaum og er hann kominn á humar- veiðar. Að sögn Bergþórs Baldvinsson- ar, ffamkvæmdastjóra Nesfisks ehf., er sala bátsins liður í endurskipulagningu fiskiskipaflota fyrirtækisins. Fyrirhugað er að gera í ffamtíðinni fimm skip út til veiða og því var Jón Gunnlaugs GK seldur og Siggi Bjama GK er á söluskrá. „Við verðum með þijú skip á dragnót og ísfisktogarana Berglín GK og Sóleyju Sigmjóns GK á trolli”, segir Bergþór en þess má geta að dragnótabáturinn Sæljón RE, sem Nesfiskur ehf. keypti fyrir ekki svo löngu, heitir nú Benni Sæm GK. Jón Gumilaugs GK er 175 brúttótonna skip, smíðað í Reykjavík árið 1972 en byggt var yfir það árið 1988, segir á fféttavefiium Skip.is. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 4210000 (15 línur) Fax 4210020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001, jonas@vf.is Útiit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is 2 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.