Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 17
Áhöfn Þorsteins Gíslasonar GK verðlaunuð Siglingastofnun íslands veitir árlega á hátíðisdegi sjómanna sérstaka viðurkenningu til eigenda og áhafna skipa fyrir framkvæmd á öryggisreglum og góða umhirðu skips. Viður- kenningin á að vera hvatning fyrir áhöfn og eigendur skipa að halda vöku sinni gagnvart umgengni og öryggisbúnaði skipa. I ár fékk áhöfn Þorsteins Gíslasonar GK frá Grindavík viðurkenningu frá stofnuninni. Áhöiri og eigendur skipanna: Freyju RE 38, Friðriks Bergmanns SFI 240, Framness ÍS 708, Árbaks EA 5, Ásgríms Fialldórssonar SF 250, Gulltopps ÁR 321 og Þorsteins Gíslasonar GK 2 hlutu viðurkenningu Siglingastoihunar íslands á sjó- mannadaginn 1. júní 2003 íyrir framkvæmd á öryggisreglum og góða umhirðu skips á undanfomum ámm. Sjómannamessa að Útskálum Fjölmenni var við árlega sjómannamessu að Útskálum í Garði. Kirkjubekkirnir voru þétt setnir. í ár lásu hjónin Ástþór Bjarni Sigurðsson og Margrét Haraldsdóttir ritn- ingarlestur og eftir messu var blómsveigur lagður að minnis- merki týnda sjómannsins. Almenn hátíðarhöld hafa ekki verið í Garði síðustu ár og þar er skorti á þátttöku kennt um. Skrúðganga sjómannadagsins í Sandgerði var fámenn í ár. Myndarleg lúðrasveit fór fyrir göngunni, þá gengu ungliðar slysavarnafélagsins fylktu liði en í kjölfarið sigldu örfáir bæjarbúar. Fámennt var við upphaf hátíðarhalda í Sandgerði og var að heyra á umsjónarmönnum að framtíð sjómannadagsins í Sandgerði verði alvarlega skoðuð að ári. ÍW) KNATTSPYRNUÆFINGAR YNGRI FLOKKAR - KEFLAVÍK Nýir iðkendur sérstaklega boðnir velkomnir Allar nánari upplýsingar gefur Gunnar Magnús Jónsson yfirþjálfari yngri flokka í síma 899 7158 eða í tölvupósti: gunj@ismennt.is Piltaflokkar - mánudagur fimmtudags F. ár Flokkur Tími Þjálfari Æfingastaður 93 - 94 6. flokkur pilta 13:00-14:20 Einar Einarsson Iðavellir 91 - 92 5. flokkur pilta 9:05-10:35 Gunnar Magnús Jónsson Iðavellir 89 - 90 4. flokkur pilta 13:00-14:30 Gunnar Magnús Jónsson Iðavellir 87 - 88 3. flokkur pilta 18:00-19:30 Einar Einarsson Iðavellir Kvennaflokkar - mánudagur - fimmtudags F. ár Flokkur Tími Þjálfari Æfingastaður 94 - 95 6. flokkur kvenna 11:00-12:15 Elís Kristjánsson Iðavellir 92-93 5. flokkur kvenna 11:00-12:15 Elís Kristjánsson Iðavellir 90 - 91 4. flokkur kvenna 17:30-19:00 Elís Kristjánsson Iðavellir 88 - 89 3. flokkur kvenna 19:00-20:30 Elís Kristjánsson Iðavellir Piltar og stúlkur - mánudagur - fimmtudags F. ár Flokkur Tími 95 - 97 7. flokkur allir 10:50-12:00 Þjálfari Gunnar Magnús Jónsson Æfingastaður Aðalvöllur við Hringbraut Atvinna í boði Samherji hf. F&L Grindavík óskar eftir iðnaðarmanni, vélstjóra eða manni vönum viðgerðum til starfa í fiskimjölsverksmiðju okkar. Starfið felst í umsjón með olíu og rafmagnskötlum til gufuframleiðslu, soðeimingartækjum og skilvindum. Unnið er á 12 tíma vöktum þegar vinnsla er ca. 100 daga á ári, þess á milli frá kl. 7.00 - 16.00 virka daga. Leitað er að manni sem getur unnið sjálfstætt og hugsað um tækin af natni og er snyrtimennska algjört skilyrði. Um framtíðarstarf er að ræða og er búseta í Grindavík æskileg. Upplýsingar veitir Óskar Ævarsson í símum 426 7991 eða 893 6833 v SAMHERJI HF J VlKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5. JÚNf 2003 117

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.