Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 14
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! stular FRÉTTIR Sjávarútvegs- ráðherra opnaði listsýningu í DUUS-húsum ✓ Arni Mathiesen, sjáv- arútvegsráðherra, opnaði sl. laugardag myndlistarsýninguna Mað- ur og haf í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus- húsum. Sýningin kemur frá Listasafni íslands og sam- anstendur af úrvali verka eftir ýmsa helstu listamenn þjóðarinnar þar sem sjá má misjafna túlkun á sjónum og sjósókn íslendinga. Sýn- ingin er sérstaklega til- einkuð sjómönnum á Suð- urnesjum í tilefni sjó- mannadagsins. Sýningin mun hins vegar standa til 13. júh' nk. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru 14 talsins; Jón Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveins- dóttir, Jón Þorleifsson, Finn- ur Jónsson, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Agúst Peter- sen, Svavar Guðnason, Karl Kvaran, Sveinn Björnsson, Veturliði Gunnarsson og Eyjólfur Einarsson. Listasafh Reykjansbæjar er opið alla daga frá 12:30 til 19:00. Ljósmyndara- félag stofnað á Suðurnesjum / Ahugi er fyrir því að setja á stofn ljós- myndarafélag á Suð- urnesjum þar sem lærðir sem leiknir kæmu saman tii að miðla fróðleik og upplýs- ingum um ljósmyndun. Er þá bæði átt við stafræna ljósmyndun, sem og á film- ur. Ljósmyndadeild Víkur- frétta hefur tekið að sér að halda utan um stofnun fé- lagsins með því að kanna áhuga fyrir slíku félagi. Þeir sem hafa áhuga á að stofna til ljósmyndarafélags á Suðurnesjum eru hvattir til að láta vita af sér með tölvupósti á hilmar@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 á skrifstofú- tíma. Fyrsti vinnufundur eða óformlegur stofnfundur verður kynntur nánar síðar. Systrafélag Ytri Njarðvíkurkirkju stóð fyrir myndarlegum blómamarkaði framan við kirkjuna frá uppstigningardegi og fram á sjómannadag. Þar voru boðin til sölu öll hin algengustu sumarblóm og lögðu margir leið sína á markaðinn til að kaupa blóm sem munu skreyta garða í sumar. Meðfylgjandi mynd vartekin á markaðnum á sjómannadag. VlKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON . : VlKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON AAyndarleg landfylling neðan Hafnargötu Búkollur fslenskra aðalverktaka eru nú í stöðugum ferðum milli Helguvíkur og nýrrar landfyllingar neðan Hafnargöt- unnar í Keflavík. Svæðið neðan Hafnargötunnar og Ægisgötunnar er nú að taka stakkaskiptum en myndarleg landfylling er að verða þar til. Efn- ið er úr námu þar sem hin margumrædda stál- pípuverksmiðja mun rísa í Helguvík. Efnið úr námunni verður notað í landfyllinguna neðan Hafnargötunnar og í sjóvarnir með strönd Reykjanesbæjar. Myndin var tekin þegar ein búkoll- an losaði farm sinn í fyllinguna. Ibúar í Reykjanesbæ hafa aðeins kvartað yfir ryk- mekki ffá veginum milli Helguvíkur og fyllingar- innar, en verktakinn hefur séð við því. Vegurinn úr Helguvík hefur verið malbikaður að stórum hluta og restin lögð bundnu slitlagi. Hjálmanotkun 12 ára og eldri ábótavant Samtals voru 45 börnum í 1. bekk Grunnskóla Grindavík- ur gefnir reiðhjólahjálmar við formlega athöfn í skólan- um sínum í síðustu viku. Rauði krossinn í Grindavík gaf börnunum hjálmana og fékk lögregiuna til að vera viðstadda og fræða börnin um nauðsyn þess að nota hjálma. Notkun reiðhjólahjálma hef- ur aukist talsvert undanfarið en ennþá vantar talsvert upp á það. Sérstaklega vantar upp á að börn 12 ára og eldri noti hjálma, segir í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Bláa lónið færBláfánann Bláa lónið mun taka á móti Bláfánanum fimmtudaginn 5. júní nk. Meðal gesta við af- hendinguna verður Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráð- herra. Biáa lónið verður fyrsti baðstaður á íslandi til að taka á móti Bláfánanum. Bláfáninn er alþjóðleg viður- kenning fyrir baðstrandir og smábátahafnir sem vinna vel að öryggismálum, umhverfis- nefnd og fræðslu. Þessi sæta snót á afmæli 5. júní. Hún tekur á móti hörðum pökkum milli kl. 13 og 14 á afmælisdaginn, helst í fljótandi formi. Þýskar skóla h Ijómsveiti r í Kirkjulundi í kvöld Ibyrjun júní verða staddar hér á landi tvær skóla- hljómsveitir frá Þýskalandi. Um er að ræða 17 manna Big Band Tónlistarskólans í Backnang og hinsvegar 19 manna StrengjasveitTónlistar- skólans í Metzingen. Báðir skólarnir eru í suður Þýska- landi, ekki langt frá Stuttgart. í samvinnu við tónlistarskól- ann á Akranesi,TónIistarskól- ann í Reykjanesbæ og Lúðra- sveitina Svan í Reykjavík verða haldnir tónleikar þann 5. júni í Kirkjulundi kl. 19:30 Um er að ræða mjög skemmti- lega samsetningu þessara tveggja skólahljómsveita sem hafa mjög nána samvinnu í tónlistaruppeldi í sínum heimabæjum. Þetta eru tvær mjög ólíkar hljómsveitir eins og nöfn þeirra gefa í skin, segir í fféttatilkynningu frá Rún- ari Emilssyni, skólastjóra tónlist- arskólans í Backnang. Strengjasveit tónlistarskólans í Metzingen var stofnuð árið 2000 af ffumkvæði skólastjórans og píanóleikarans Heinrich GroBmann. Hljóðfæraleikarar eru úrval nemenda úr skólanum og hafa nokkra reynslu af hljóm- sveitarstarfi. Þeir hafa lagt áherslu á mismun- andi tegundir Vinar klassík seinnihluta 19. aldar og létta klassíska tónlist ffá upphafi 20. aldar. A verkefhaskrá eru verk eftir Johann Strauss, Franz Léhar, Carl Zeller, Paul Lincke, Gerhard Winkler og Gerardo Rodriguey o.fl. Annar helmingur tónleikanna er fluttur af Big Bandi tónlistarskól- ans í Backnang. Þessi tegund tónlistar nýtur sífellt meiri vin- sælda á meðal yngri kynslóðar tónlistarunnenda, í tónlistarskól- um í Þýskalandi og er auðvitað mikil andstaða við þá miklu blás- arahefð sem ríkir þar í landi. Þetta er 17 manna band undir stjóm Volkmars Schwozer sem er klarinettu og saxafónkennari í skólanum og hefur síðustu tvö ár byggt þetta starf upp af miklu afli. Þessi hluti tónleikana bygg- ist upp á sveiflu í stíl Glen Miller, Joe Yawinul, Herbie Hancock og Miles Davis. Tónleikaferð þessi er styrkt af þýska ríkinu, en hefur verið studd af mikilli vinsemd ffaman- greindra aðila. Inngangur að tón- leikunum er ókeypis. 14 VlKURFRÉTTIR A NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.