Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 11
Tombólutíminn hafmn
á Suðumesjum
Tombólutíminn er hafinn á Suðurnesjum. Börn ganga í
hús og safna hlutum á tombólu, sem síðan eru auglýstar
með skemmtilega stafsettum auglýsingamiðum í búðar-
gluggum og á girðingum.
Þessar dömur söfnuðu á tombólu um daginn til styrktar
Þroskahjálp á Suðurnesjum og var ágóðinn af henni 5.033.-
Þær heita Karolína Andrea Jónsdóttir og Jóhanna Ósk Jónas-
dóttir.
Kærar þakkir frá Þroskahjálp.
Fjármál
Reykjanesbæjar
ann 20. maí sl. sam-
þykkti bæjarstjórn
Reykjanesbæjar árs-
reikninga
sveitarfélags-
ins fynr árið
2002. í stuttu
máli má segja
að niðurstöður
ársreiknings-
ins sýni að
grípa verði til
róttækra aðgerða í fjármálum
Reykjanesbæjar. Brúttó-
rekstrartap bæjarsjóðs árið
2002 er tæpar 700 milljónir
eða sem nemur um tæpum
30% af heildar skatttekjum
sveitarfélagsins sem á árinu
2002 voru rúmir 2,2 milljarðar.
Með sölu eigna tókst að draga úr
hallanum auk þess sem gengis-
þróun reyndist bæjarsjóði hag-
stæð. Nettótapið reyndist því á
endanum vera mun lægra eða
tæpar 170 milljónir eða um 7%
af heildartekjum. Það sjá allir að
svona getur þetta ekki gengið.
Það er ekki víst að gengisþróun
verði áfram jafh hagstæð og ekki
geta menn haldið áfram að selja
eignir til þess að fjármagna rekst-
ur bæjarsjóðs því á móti eignun-
um em skuldir sem bærinn þarf
áffam að greiða af. Því verður að
haga rekstri bæjarsjóðs þannig að
hann standi undir rekstri sveitar-
félagsins, fjárfestingum og af-
borgunum lána. Það gerði hann
svo sannarlega ekki árið 2002 og
því mikið og erfitt verk fr amund-
an hjá bæjarstjóm Reykjanesbæj-
ar, ef takast á að ná endum sam-
an.
Arsreikningurinn er nú settur
fram með nýjum og breyttum
hætti þannig að samanburður við
fyrri ár er ekki auðveldur. Því má
segja að nú séu að verða til nýjar
viðmiðanir og kennitölur sem
ársreikningar ffamtíðarinnar
munu miðast við. Hvemig sem
þær kennitölur og hlutfoll þróast
er alveg ljóst að rekstrarkostnað-
ur bæjarins má ekki verða meiri
en tekjumar. Óvíst er hversu
miklu þær aðgerðir, sem bæjar-
yfirvöld hafa þegar gripið til,
munu skila. Það sjáum við ekki
fyrr en að ári, þegar ársreikning-
ur fyrir yfirstandandi ár, liggur
fyrir. Starfsmönnum hefur fækk-
að og búið er að selja hluta af
eignum bæjarins. A móti mun
bærinn þurfa að greiða húsaleigu
fyrir þessar eignir sem mun valda
hækkun rekstrarkostnaðar enn
ff ekar en nú er.
Nú er unnið að mörgum verkefn-
um sem ætlað er að skila tekjum
í ffamtíðinni. Má þar nefna upp-
byggingu í Helguvík, nýjar lóðir
o.fl. Vonandi tekst að snúa þess-
ari óheillaþróun í fjármálum
Reykjanesbæjar við.
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins
Væntanlegir eru spámiðlarnir
Guðrún Hjörleifsdóttir
13. júní og fleiri daga.
Lára Halla Snæfells
mun verða hér18., 19., og20.júní.
Tímapantanir í síma félagsins 421 -3348.
KÉRASTASE
P A R I S
kynning
föstudaginn
6. júnf kl. 13-16.
Sérfræðingur frá
KÉRASTASE
P A R I S
verður með
hárgreiningatæki
TILBOÐ
Taska og 4 stk. sólarlfna
fyrir hár kr. 4.900,-
Hafnargötu 61 • 230 Reykjanesbæ
Sími 421 4848
VÍKURFRÉTTIR I 22.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN5.JÚNÍ 2003 111