Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 12
VIKUR VÍKURFRÉTTAVIÐTALII FRBTTIH míbbmibshmmmí Texti: Páll Ketilsson Myndir: úr einkasafni Hilmar Þór Hilmarsson úr Njarðvík hefur verið stjórnandi og sérfræðingur í opinberri stjórnsýslu á skrifstofu Alþjóðabankans í Lettlandi í fjögur ár, eða frá maí 1999. Hann var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra frá júlí 1995 til maí 1999 og þar áður hagfræðingur og verkefnisstjóri í höfuðstöðvum Alþjóðabankans í Was- hington, D.C. frá júní 1990 til júlí 1995. Hilmar lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1983 og cand. oecon. prófi frá Háskóla íslands 1987, þjóðhagskjarna, hagstjórnarsviði. MAprófi í hagfræði frá New York University haustið 1989 og sérfræðiprófi í alþjóðahagfræði og alþjóðaviðskiptum frá sama háskóla vorið 1989. Hilmar lauk doktorsprófi í op- inberri stjórnsýslufræði og þróunarhagfræði frá The American University í Washington D.C. í des. 1992. Hilmar var á ferð- inni á heimaslóðum nýlega og ræddi Páll Ketilsson þá við hann. „Megin hlutverk Alþjóðabankans ei að berjast gegn fátækt í eimmum Kveið fyrir náminu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Þú tókst stúdentspróffrá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hvernis voru skólaárin í fjöl- braut? Ég man, að ég kveið talsvert íyrir, þegar ég fór úr grunn- skólanum i Njarðvík í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Auð- vitað var mikil breyting að fara úr grunnskóla í ffamhalds- skóla. A þessum tíma var líka meiri rígur milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Áhyggjur mínar voru ástæðulausar og mér leið vel þessi ár sem ég var þar. Skólinn var í mótun á þessum tíma og mér líkaði vel við þann sveigjanleika sem fjölbrauta- kerfið bauð uppá. Nú er FS orðirtn heilmikil menntastofii- un og ég álít að skólinn hafi styrkt Suðumesin mikið. Ég verð þó að viðurkenna, að ég er í litlu sambandi við FS, en fæ þó alltaf íréttir í gegnum Magnús O. Ingvarsson stærð- fræðikennara, sem er í hópi minna bestu vina. Vildi hafa skólann á bæjar- mörkum Keflavíkur og Njarðvíkur Síðasta árið, sem ég var í Há- skóla íslands, var ég varafor- maður skólanefndar FS íyrir Njarðvíkurbæ. Mér var þá meðal annars falið að sitja í nefnd, sem gera átti tillögu um íramtíðarstaðsetningu skólans. Ég var þeirrar skoðunar, að það væri rétt að færa skólann og byggja nýja skólabyggingu á bæjanuörkum Keflavíkur og Njarðvíkur, til þess að hann hefði rneira pláss í framtíðinni. Ég tek fram að ég var ekki einn þessarar skoðunar, en af þessu varð ekki. Keflvíkingar gátu ekki hugsað sér að hafa skól- ann í Njarðvík, jafnvel þó þetta svæði væri á bæjarmörkunum. Mér finnst ánægjulegt að sjá hversu umfangsmikil starfsemi FS er orðin, en mér sýnist orðið nokkuð þröngt á skólalóðinni. Sem betur fer er nú búið að sameina Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Þó ég hafi ekki búið á Suðurnesjum í 20 ár kem ég þangað oft og ég get ekki ann- að en dáðst að þeirri uppbygg- ingu, sem átt hefur sér stað á þessum tíma, sérstaklega eftir sameininguna. Öll byggðarlög- in hafa haft hag af þessari sam- einingu. Góð menntun er lykilatriði Nú hefur þú menntað þig mikið. Hver eru þín skilaboð til ungmenna í dag sem eru að huga að framhaldsmennt- un eftir grunnskóla? Ég held að best sé að ung- menni reyni að afla sér mennt- unar, sem er í samræmi við þau störf, sem viðkomandi vill vinna í framtíðinni. Það skiptir miklu máli fyrir hvem einstak- ling að honum eða henni líði vel í starfi og góð menntun er lykilatriði í þessu sambandi. Mér finnst rangt að líta svo á, að verkmenntun sé ekki eins merkilegt nám og bóknám. Það sem mestu skiptir er að vinna störf sín vel. Mig minnir að Halldór Laxness hafi einhvem tíma skrifað að ekkert sé ógeðslegra en illa unnið verk. Ég myndi ráðleggja ungmenn- urn að flýta sér ekki of tnikið í námi. Það er betra að taka sér tírna og byggja traustan grunn. Ég hygg að fýrir marga, sem em búnir að ljúka sínu námi og hafa verið á vinnumarkaðnum nokkurn tírna, séu námsárin bestu ár ævinnar, þegar litið er til baka. Fannst mikilvægt að hafa alþjóðlega menntun Varðandi mitt nám þá valdi ég viðskiptabraut i FS. Viðskipta- nám er hagnýtt og gefur fjöl- breytta möguleika. I Háskóla Islands valdi ég hagfærði og ætlaði svo að fara til Bandarikj- anna í tvö ár til að taka MA próf í þeirri grein. Mér fannst mikilvægt að hafa alþjóðlega menntun og vera gjaldgengur á alþjóðlegum vinnumarkaði. Þetta fór þó á annan veg. Eftir að hafa lokið MA prófi í New York hafði ég hugsað mér að vera eitt misseri í Washington og fara svo heim. American University bauð uppá svokallað Washington Semester Program og ég fór þangað til að kynna mér það. Þessi háskóli leggur mikið uppúr námi í alþjóða- samskiptum og opinberri stjómsýslu. Þegar til Was- hington kom, stakk einn pró- fessorinn uppá því, að ég kæmi frekar í doktorsnám og nefndi það einnig að það væru góðir möguleikar á að komast í laun- að starfsnám hjá alþjóðastofn- unurn t.d. hjá Alþjóðabankan- um. Ég féll fyrir þessari tillögu. Sumarið 1990 fór ég svo í starfsnám hjá bankanum og átti að vera í þrjá mánuði. Þetta tímabil varð þó lengra, því ég hef starfað hjá Alþjóðabankan- um síðan, að undanskildum 4 árum, sem ég var aðstoðarmað- ur Halldórs Asgrímssonar, ut- anríkisráðherra. Starfaði að málefnum Afríkuríkja innan Alþjóðabankans Frá 1990 til 1995 starfaði ég einkum að málefhum Affíku- ríkja og var mikið á ferðinni í Suðurhluta Afríku. Það er tals- vert ólíkt störfúm mínum í Eystrasaltsríkjunum nú. Aff- íkuríkin em bláfátæk og þróun hæg, en Eystrasaltsríkin í örri þróun og lífSkjör batna ár frá ári. Arin í utanríkisráðuneytinu vom líka lærdómsrík og Hall- dór Asgrímsson hefúr verið rnikill örlagavaldur í lífi rnínu. Þau störf, sem ég hef unnið síð- an 1990, hafa krafist þess að ég sé á stöðugum þeytingi. A þessum tíma hef ég ferðast til meira en fimmtíu landa. Það hefúr verið lærdómsríkt að fá tækifæri til að fara svo víða og það víkkar sjóndeildarhringinn, en stundum hefúr mér fúndist nóg um að vera alltaf að pakka í ferðatöskur eða taka uppúr þeim. Það hefúr orðið mikil breyting á íslandi hvað varðar framboð á háskólanámi síðan ég hóf mitt nám. Nú era starfandi margir háskólar í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Þessir skólar bjóða nú uppá framhalds 12 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.