Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 8
VlKURFR
§ 7 R r r
u i
Haukur Ingi Guðnason, Keflvíkingurinn í Fylki:
Opnar myndarlegan
markareikning í Árbæ
- og segir öll lið vilja vinna Keflavík.
Haukur Ingi Guðnason
knattspyrnukappi úr
Keflavík sem gekk til
liðs við Fylki í úrvalsdeild fyrir
tímabilið hefur heldur betur
látið að sér kveða í byrjun
móts. Fylkir er á toppi Lands-
bankadeildarinnar með 9 stig
eftir tjói a leiki og hefur Hauk-
ur skorað þrjú mörk. Hann
fellur vel inn í lið Fylkis og seg-
ist kunna vel við sig í Fylkis-
búningnum. „Þetta hefur geng-
ið ágætlega hjá okkur. Við
erum með stóran og breiðan
hóp góðra Ieikmanna sem allir
eru tilbúnir að leggja sitt af
mörkum. Það er mikil stemn-
ing í hópnum og er það eflaust
besta skýringin fyrir góðu
gengi”, segir Haukur og bætir
því við að auðvitað sé hluti
ástæðunnar einnig að leikirnir
sem Iiðið hefur unnið hafa ver-
ið á heimavelli fyrir framan
góða stuðningsmenn.
Haukur segir að markmið sitt
fyrir þetta timabil sé ekkert ann-
að en áður. „Markmið mitt er
alltaf það sama, að fara í leikina
til að sigra. Eg er auðvitað í
annarri aðstöðu núna en í fyrra.
Þá lék ég á hægri kantinum i
Keflavík og skoraði þar að leið-
andi ekki eins mikið. Nú er ég
kominn aftur í framlínuna sem er
auðvitað hluti skýringarinnar fyr-
ir því að ég hef verið að skora
meira í byijun móts. Það er svo
auðvitað matsatriði hvort hentar
mér betur að spila ffammi eða á
kantinum en menn virðast hafa
mismunandi skoðanir á því”.
Haukur segist vonast til þess að
liðið nái að vera í toppbaráttunni
í sumar. Hann segir markmið sitt
frekar vera að vinna titla með
Fylki og að liðið standi sig vel en
að harrn skori mikið af mörkum.
„Markmiðið er auðvitað að vinna
titla með Fylki og reyna að ná
sem lengst í Evrópukeppninni.
Það væri auðvitað gaman að ná
að setja mikið af mörkum í sum-
ar en það yrði þá bara bónus”.
Ekki var komist hjá því að spyija
Hauk hvernig honum þætti
gömlu félagamir í Keflavík vera
að standa sig og sagði hann þá
vera með hörku lið. „Eg hef
mætt á leiki liðsins í sumar og sé
að þeir eru með hörku gott lið og
góðan þjálfara sem er að gera
góða hluti. Eg vona að þeir kom-
ist upp í úrvalsdeild að nýju en
það mun verða erfitt. Öll liðin í
deildinni vilja vinna þá enda við
því að búast þar sem þeim var
spáð svo góðu gengi. Þeir verða
að halda áfram að spila góðan
fótbolta og beijast og þá á þeim
eftir að ganga vel”.
Dagbók lögreglunnar íKeflavík • sjómannadagshelgin
FÖSTUDAGURINN 30. MAÍ
KI. 15:16 tilkynnti ökumaður sem var á
ferð á Reykjanesbraut fyrir ofan Njarðvík
að drasl hafi fokið á bifreið sína frá
gámabifreið er hann mætti og urðu ein-
hveijar skemmdir á bifreið hans. Leitað
var að gámabifreiðinni en hún fannst
ekki.
Tveir voru kærðir fyrir of hraðan akstur.
Annar á Reykjanesbraut og hinn á
Grindavíkurvegi. Vom þeir báðir á 113
km. hraða.
Tveir vom kærðir fyrir að nota ekki ör-
yggisbelti.
Einn var kærður fyrir vanrækslu á að færa
bifreið sína til skoðunar.
Kl. 21:20 stöðvaði lögregla biffeið á
Sandgerðisvegi þar sem hraði hennar
mældist 115 km þar sem hámarkshraði er
90 km.
Kl. 23:28 Stöðvaði lögregla biffeið á
Njarðarbraut þar sem hraði hennar mæld-
ist á 87 km þar sem hámarkshraði er 50
km.
LAUGARDAGURINN 31. MAf
Kl. 00:29 stöðvaði lögregla ökumann í
Sandgerði vegna stöðvunarskyldubrots.
KI. 09:07 var tilkynnt um umferðarslys á
Reykjanesbraut á Strandarheiði. Var þar
um bílveltu að ræða en ökumaður sem
var einn í biffeiðinni slapp ómeiddur. Bif-
reiðin var talsvert skemmd og var fjar-
lægð með dráttarbiffeið. Mikil bleyta var
á veginum.
Kl. 13:47 var tilkynnt um umferðarslys á
Reykjanesbraut við Vogaveg. Þar var
einnig um bílveltu að ræða og hafði bif-
reiðin oltið nokkrar veltur á veginum.
Ökumaður var einn í biffeiðinni og var
hann fluttur á Landsspítala-Háskóla-
sjúkrahús. Hann var ekki alvarlega slas-
aður en skorinn og marinn. Biffeiðin var
mikið skemmd og var hún íjarlægð með
dráttarbiffeið. Mikil bleyta var á vegin-
um.
Kl. 15:13 var tilkynnt um umferðaróhapp
á Strandgötu í Sandgerði. Þar hafði bif-
reið verið ekið á girðingu sunnan við
Ahaldahúsið.
Kl. 16:55 var tilkynnt til lögreglu að loft-
púði í biffeið hafi skyndilega sprungið út
er bifreiðinni var ekið yfir steinvölu.
Hafði loftpúði í vinstri ffamhurð þá
sprungið út og á ökumann. Hann slapp
ómeiddur en var mjög brugðið á eftir. Allt
var á rúi og stúi inn í biffeiðinni sem er af
Volkswagen Polo tegund.
Kl. 17:42 var tilkynnt um reyk í kofa i
Grófinni þar sem skólagarðamir voru.
Fór slökkvilið og lögregla á staðinn og
var eldurinn sem var lítill fljótt slökktur.
Tveir drengir sáust hlaupa ffá kofanum
áður en reykurinn sást en ekki er vitað
hveijir það voru.
Kl. 17:59 var tilkynnt um eld að Fífumóa
9, Njarðvík og fór slökkvilið og lögregla
á staðinn. Þar hafði kviknað í potti á elda-
vél og urðu óverulegar skemmdir af völd-
um reyks í eldhúsinu.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hrað-
an akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá
sem hraðar ók á 139 km. hraða þar sem
leyfður hámarkshraði er 90 km.
Kl. 20:03 var biffeið ekið á ljósastaur á
Iðavöllum í Keflavík. Ökumaðurinn var
fluttur á Heilbrigðisstofun Suðumesja til
aðhlynningar en hann hafði hlotið minni-
háttar meiðsl. Biffeiðin var flarlægð af
vettvangi með dráttarbiffeið.
SUNNUDAGURINN 2. JÚNÍ
Kl. 02:10 var lögregla kölluð að
skemmtistaðnum Sjávarperlunni í
Grindavík vegna þjófhaðar á jakka sem
innihélt GSM síma og seðlaveski. Við leit
í nágrenni skemmtistaðarins fannst jakk-
inn en síminn og veskið var horfið úr
honum.
A næturvaktinni vom nokkrir ökumenn
færðir fyrir umferðarlagabrot. Einn var
kærður fyrir ölvun við akstur, einn fyrir
að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi
og tveir fyrir hraðakstur á Reykjanes-
braut.
KI. 11:12 var tilkynnt um skemmdarverk
á tveimur biffeiðum í Moldarlág í
Grindavík. Höfðu verið brotnar þama
rúður í tveimur bifreiðum.
Kl. 11:52 var tilkynnt um umferðaróhapp
við Réttarholtsveg í Garði. Þar hafði bam
tekið bifreið úr handbremsu og rann bif-
reiðin á tengikassa frá Hitaveitu Suður-
nesja og skemmdi hann.
Kl. 14:53 var tilkynnt um slys í Keflavík-
urhöfh. Þar hafði maður sem var á sæ-
þotu í höfhinni fallið af þotunni og var
talið að lunga hans hafi fallið saman. Var
hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja til skoðunar. Var búið að ná honum
um borð í norskt skip sem lá hér í höfh-
inni er lögregla og sjúkralið komu á stað-
inn.
Tveir aðilar voru kærðir á dagvaktinni
fyrir að mæta ekki með biffeiðar sínar til
skoðunar á réttum tíma.
Kl. 21:45 var tilkynnt um umferðaróhapp
á Aðalgötu við Hafnargötu í Keflavík. Þar
hafði biffeið verið ekið á jámgrindverk
sem lokar af ffamkvæmdir við Hafhar-
götu. Skemmdir urðu á biffeiðinni og
grindverkinu.
Kl. 22:21 fóm lögreglumenn á Kirkjuveg
í Keflavík milli Tjamargötu og Aðalgötu
til að fylgjast þar með umferð. Talsvert
hefur þorið á kvörtunum ffá ibúum á
þessu svæði vegna ógætilegs aksturslags
og hávaða ffá ökutækjum sem em að
rúnta í bænum. Rúnturinn fer þessa dag-
ana um þessa götu vegna ff amkvæmda á
Hafnargötu. Lögreglumenn ræddu við
ökumenn.
Kl. 22:55 var 35 ára ölvaður karlmaður af
höfðuborgarsvæðinu handtekinn á einum
veitingastað hér í Keflavík fyrir að njóta
veitinga án þess að geta greitt fyrir þær.
Fyrr um kvöldið hafði hann gert það
sama á öðrum veitingastað í Keflavík. Að
auki hafði hann bókað sig inn á hótel í
Keflavík en var vísað þaðan út eftir að
upp komst um svikin. Hann gistir nú
fangageymslu vegna ölvunar á almanna-
færi.
A næturvaktinni vom tveir ökumenn
kærðir fyrir umferðarlagabrot. Annar fyr-
ir stöðvunarskyldubrot en hinn fyrir
hraðakstur á Reykjanesbraut.
8
VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!