Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 4
Ferskasta blaðið á Suðurncsjum í suniar!
Fjöllistamaður skemmti fjölda fólks neðan við Saltfisksetrið. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Lögreglan ánægð með
sjómannahátíðina í Crindavík
Mikil hátíðahöld fóru fram í Grindavík um helgina, Sjóar-
inn síkáti, og er skemmst frá því að segja að skemmtana-
haldið fór einstaklega vel fram og eiga skipulcggjendur
þakkir skyldar fyrir góða skipulagningu, segir lögreglan á vef sín-
um. Þarna var um mjög skemmtilega fjölskylduskemmtun að
ræða og þarna mætti ijöldi manns til þess að njóta hátíðarhald-
anna í frábæru verðri.
Það er skoðun lögreglumiar að mannlífið á Suðumesjum sé að
gjörbreytast til hins betra og vill þakka það markvissri forvama-
stefnu bæjaryfirvalda og lögreglunnar á svæðinu. Ekki má gleyma
að þakka fólkinu sjálfu sem sótti þessi hátíðarhöld, en lögreglan
þurfii ekki að hafa afskipti af einum einasta manni. Til hamingju
Grindvíkingar með vel heppnaða ijölskylduskemmtun, segir að
lokum á vef lögreglunnar.
ALFABAKKi 'CS 587 8900 AKUREYRI 'Q' 461 4666 KEFLAVÍK tS 421 1170
Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli:
Fær afhentar fyrstu íbúðirnar
í 1,5 milljarða kr. stórverkefni
Tré, runnar,
sumarblóm
°gjjölœr blóm.
Yfirmaður flotastöðvar
Varnarliðsins, Dean Ki-
yohara kafteinn, tók
nýverið við fyrstu ibúðinni af
88 í svokölluðum SP húsum á
Keflavíkurflugvelli sem ís-
Ienskir aðalverktakar hafa haf-
ið endurnýjun á og er þriggja
ára verkefni sem kostar um 1,5
milljarð króna. „SP” húsin
voru fyrstu íbúðarhúsin sem
reist voru á Keflavíkurflugvelli
yfir starfsmenn bandaríska
verktakafyrirtækisins sem rak
Keflavíkurflugvöll í umboði ís-
lensku og bandarísku ríkis-
stjórnarinnar á árunum 1947-
1951, og íslenska ríkisstarfs-
menn á flugvellinum.
Þess má geta að fyrirtækið lét
einnig reisa gömlu flugstöðina
og fleiri hús á þessu tímabili. (SP
stendur fyrir Semi-Permanent og
þýðir að húsin voru einungis
hálfvaranleg eða hálfgildings til
bráðabirgða, eftir því hvort glasið
er hálífúllt eða hálftómt, og gerð
til að standa í 25 ár með viðeig-
andi viðhaldi).
Um er að ræða 15 tveggja hæða
hús með 88 íbúðum alls og eru
húsin endurnýjuð að öllu leyti
nema burðarvirki og útveggir.
Skipt er um alla innviði, lagnir og
innréttingar, en húsin voru öll
einangruð og klædd að utan íýrir
fjórum ámm. Verkið er í höndum
Islenskra aðalverktaka sem áætla
að ljúka því árið 2005 en hönnun
er gerð í samvinnu Hönnunar hf.
og bandariskrar verkfræðistofú.
Kostnaður við verkið nemur
samtals um 1,5 milljarði króna.
Húsnæðisdeildin rekur alls 973
íbúðir í 88 fjölbýlishúsum fyrir
samtals um 3.000 manns sem era
liðsmenn Varnarliðsins og fjöl-
skyldur þeirra sem dvelja á
Keflavíkurflugvelli í 2-3 ár.
Heildaríbúafjöldi á vegum Vam-
arliðsins er um 4000 manns, en
önnur deild (Billeting) starfrækir
húsnæði fyrir 1000
einhleypa eða þá _sem hafa
skemmri viðdvöl. 9 íslendingar
og 7 Bandaríkjamenn starfa hjá
húsnæðisdeildinni og er árlegur
kostnaður við reksturinn tæpar
900 milljónir króna, en öll við-
haldsvinna á húsnæðinu er ffam-
kvæmd af íslenskum verktökum.
15%
afsláttur
af blómumjfrir
eldri borgara.
Gróðrastöðin Glitbrá
Stafnesvegi 22, SandgerSi
Símar: 868 1879 og 868 8405
4
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!