Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 10
Ferskasta blaðið á Suðurnesjuni í sumar!
stuttar
FRÉTTIR
Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar opnar
nýjar vefsíður
Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar hf. hefur opnað
nýja vefi, www.air-
port.is og www.dutyfree.is.
Vefirnir sem eru bæði á ís-
lensku og ensku eru mjög
efnismiklir. Á airport.is er
annars vegar að finna upp-
lýsingar fyrir ferðamenn
sem ferðast til og frá íslandi
en hins vegar upplýsingar
um fyrirtækið FLE hf.
Sem dæmi um upplýsingar
fyrir ferðamenn eru upplýs-
ingar um komu- og brottfarar-
tíma, samgöngur, verslun og
þjónustu í og við flugstöðina
ásamt tollareglum og reglum
um endurgreiðslu virðisauka-
skatts. Undir upplýsingum um
fýrirtækið er að finna tölur um
farþegafjölda, almennt um
starfsemi fyrirtækisins, net-
föng starfsmanna, fréttir og
fleira.
Á dutyffee.is síðunni, sem er
heimasíða Fríhafnarinnar, eru
upplýsingar um verð og vöru-
ffamboð verslana í eigu flug-
stöðvarinnar. Þar fást upplýs-
ingar um þau sértilboð sem
Fríhöfnin býður upp á í hverj-
um mánuði.
Vefimir em settir upp i Con-
Man vefviðhaldskerfinu frá
daCoda.
Kröfðust þess að komast í blaðið
Víkurfréttir fengu skemmtilega símhringingu í hádeginu á
þriðjudag frá ungum strákum úr Reykjanesbæ, þeim Stef-
áni Ólafssyni, Amóri Svanssyni og Eyþóri Rúnarssyni. Þeir
sögðust vera stuðningsmenn Njarðvíkur í fótbolta ásamt því að
æfa með 6. flokki félagsins. Báðu þeir um að fá að tala við blaða-
mann þar sem þeir vildu fá mynd af sér á síður Víkurfrétta.
Aðspurðir hvort þeir hefðu verið að vinna eitthvað í fótboltanum
sögðu þeir svo nú ekki vera heldur væru þeir einfaldlega að koma
sér á ffamfæri í blöðunum. „Við viljum bara fá mynd af okkur í
blöðin”, sögðu þeir þegar blaðamaður Víkurffétta hitti peyjana.
Auðvitað smelltum við mynd af guttunum enda framtakssamir
piltar sem höfðu klætt sig í upphitunargalla félagsins og takkaskó,
tilbúnir í myndatöku.
Samkaupa-skólinn opnaður formlega
MSS, Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum og
Samkaup hf, hafa gert
með sér samkomulag um Sam-
kaupa -skólann. Samningurinn
gerir ráð fyrir að MSS taki að
sér og hafi umsjón með skólan-
um. Markmið skólans er að
gera störf í verslunum að inni-
haldsríku ævistarfi, draga úr
starfsmannaveltu, auka mögu-
leika starfsmanna á að vaxa í
starfi og auka arðsemi með
menntun.
Samstarfið undirstrikar mikil-
vægi aukinnar menntunar í at-
vinnulífinu. Skólinn mun leggja
áherslu á markvissa uppbygging
starfsmanna í þágu Samkaupa hf
og einstaklinganna sjálffa þar
sem tekið er mið af þörfum
beggja á grundvelli faglegrar
þarfagreiningar við val á náms-
efni og námskeiðum.
Samkaup leggur mikið upp úr
samhentum hópi áhugasamra
starfsmanna og hefur fyrirtækið
það að markmiði að hlúa að
menntun og þjálfun starfsmanna
sinna. Hlutverk Samkaupa-skól-
ans er að bjóða starfsmönnum
upp á nauðsynlega þjálfun og
íf æðslu svo þeir geti leyst störf
sín vel af hendi. Námskeiðin
verða haldin í samstarfi við fag-
aðila og aðrar símenntunannið-
stöðvar á landsbyggðinni. Kenn-
arar verða bæði starfsmenn fyrir-
tækisins og aðkeyptir leiðbein-
endur. Gefin verður út námskrá
fýrir hvert ár, þar sem námsffam-
boð skólans verður kynnt starfs-
mönnum í upphafi árs og að
hausti. Þar er yfirlit yfir þau
námskeið sem starfsmönnum
standa til boða. Lögð er áhersla á
fjóra megin þætti í námskrá:
•Námskeið íyrir stjómendur
■Starfstengd námskeið fyrir
starfsmenn
■Persónuleg fæmi námskeið fyrir
starfsmenn.
■Auk þessa eiga starfsmenn kost
á að stunda nám við sérskóla
og/eða endur- og símenntunar-
miðstöðvar með stuðningi Sam-
kaupa hf. í samræmi við sí-
menntun hvers og eins.
Samstarf MSS og Samkaupa hf
gerir einnig ráð fyrir þróun
starfsmenntunar í verslun.
Þannig hefur MSS fengið styrk
úr starfsmenntasjóði félagsmála-
ráðuneytisins til að taka saman
námsefni um meðferð ferskrar
matvöm í stórmörkuðum í sam-
starfi við Samkaup hf. Námsefn-
ið verður metið í tengslum við
kennslu í Samkaupa-skólanum
næsta vetur.
í skólaráði sitja Skúli Skúlason
starímannastjóri Samkaupa,
Guðjónína Sæmundsdóttir ráð-
gjafi frá MSS og Axel Aðalgeirs-
son forstöðumaður upplýsinga-
mála hjá Samkaupum. Sam-
kaupa-skólinn mun heija starf-
semi sína á sérstöku hvatningar-
og sjálfstyrkingamámskeiði fyrir
starfsmenn.
vinna
Okkur vantar hressan og duglegan stmfskmft til
þjónustustarfa. fEskilegt að umsœkjendur séu á
aldrinum I Q - 25 ám. Pullt starf og hlutastarf í
boði. §óð laun fyrir réttan aðila.
Upplýsingar í síma
822 3858, Jens.
Auglýsingasíminn er 421 0000
Urskurðað um sorpförgun
Skipulagsstofnun ríkisins
hefur fellt úrskurð vegna
mats á umhverfisáhrif-
um nýrrar sorpbrennslu-, mót-
töku- og flokkunarstöðvar í
Helguvík, Reykjanesbæ og
urðunar á Stafnesi, Varnar-
svæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Helstu niðurstöður eru að Skipu-
lagsstofnun telur að af fram-
kvæmdinni muni ekki stafa um-
talsverð loft- eða hávaðamengun
hvorki frá útblæstri frá sorp-
brennslu, vegna fullkominnar
brennslu og hreinsunar útblást-
urslofts, né vegna flutninga að
eða frá henni til urðunarstaðar
með viðeigandi frágangi á flutn-
ingabílum. Skipulagsstofiiun tel-
ur að ffamkvæmdimar muni ekki
hafa í for með sér veraleg áhrif á
gróður og fiugla þar sem gróður
er ekki sérstæður á urðunarsvæð-
inu og lítið um fugla. Fram-
kvæmdir á urðunarsvæðinu
kunna að breyta að einhverju
leyti útsýni frá Staftiesbæjum en
framkvæmdin muni ekki hafa
veraleg áhrif á jarðmyndanir og
landslag.
Skipulagsstofnun telur að fyrir-
hugaðar framkvæmdir muni ekki
hafa í for með sér veruleg áhrif á
fomleifar enda verði staðið við
fyrirhuguð áform um mótvægis-
aðgerðir.
Skipulagsstofnun telur að verði
staðið að vöktun á urðunarstaðn-
um við Stafnes, svo sem fram
kemur í gögnum ffamkvæmdar-
aðila, drögum að starfsleyfi og
gripið til viðeigandi mótvægisað-
gerða ef þörf krefur, muni ffam-
kvæmdin ekki hafa veraleg áhrif
á lífríki fjöru og sjávar.
Með vísun til niðurstöðu Skipu-
lagsstofnunar er fallist á fyrir-
hugaða sorpbrennslu-, móttöku-
og flokkunarstöð í Helguvík,
Reykjanesbæ og urðun á Staf-
nesi, vamarsvæðinu á Keflavík-
urflugvelli.
Samkvæmt 12. gr. laga nr.
106/2000 má kæra úrskurð
Skipulagsstofhunar til umhverf-
isráðherra. Kæmffestur er til 25.
júní 2003.
Hægt er að sjá niðurstöður úr-
skurðar Skipulagsstofnunar í
heild sinni á www.skipulag.is
10
VlKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!