Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 13
Raunar er fátækt aðal ástæðan fyrir því að Alþjóðabankinn hefiir enn afskipti af málefnum Lettlands. Lettar vilja í Evrópusambandið Stjómmálaástandið hefur verið írekar óstöðugt þann rúmlega áratug sem liðinn er frá því að landið hlaut sjálfstæði og með- allíftími ríkisstjóma er innan við ár. Þetta em yfirleitt sam- steypustjómir 3 eða 4 flokka. Þessi pólitíski óstöðugleiki hef- ur ekki eins slæmar afleiðingar og ætla mætti, því ríkistjómim- ar, sem setið hafa til þessa, hafa allar verið sammála um að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Aðlögun að Evrópu- sambandinu gerir miklar kröfur til stjómvalda og heldur öllu í fostum skorðum. Munurinn á ríkisstjómunum er fyrst og fremst sá, að sumar þeirra hafa farið hraðar í umbótum en aðr- ar, en það er hins vegar alveg ljóst að þær stefna sömu leið, þ.e. að gera Lettland að Evr- ópusambandslandi. IVliklar framfarir á meðal Eystrasaltsríkjanna Hvernig er ástandið í ná- grannaríkjunum, Eistlandi og Litháen og hvernig gengur aðlögunin að ESB? Ég hef ferðast míkið um öll Eystrasaltsríkin og sem betur fer sér maður miklar framfarir á hverju ári. Eistland, sem er minnsta landið, hefur náð best- um árangri og hefur hæstar tekjur á mann. Lettland og Lit- háen em á svipuðu róli. Það er hins vegar sláandi hversu mik- ill munur er á dreifbýli og þétt- býli. Ég hef séð mikla fátækt í dreifbýli, sérstaklega í hémð- um í austur hluta landanna, þ.e. við landamæri Rússlands. Það einkennir líka þessi lönd að einkageirinn er stöðugt að læra og taka sig á og þjónusta fer batnandi ár ffá ári. Aftur á móti ganga umbætur hægar hjá opinbera geiranum og Alþjóða- bankinn hefur á undanfomum áratug gert sitt til að flýta þess- um umbótum og á síðustu ámm í nánu samstarfi við Evr- ópusambandið. Það er samt sem áður ekki annað en hægt að dást að því hversu langt þessi lönd em komin í aðlögun að Evrópusambandinu, en þau verða væntanlega öll aðildar- ríki í maí 2004. Hafa verður í huga að ekki em nema rúmlega tíu ár ffá því að þessi lönd vom bara sýslur í gömlu Sovétrikj- unum. Blóði drifin saga Finnst þér rétt af þessum löndum að sækja uni aðild að Evrópusambandinu? Ef þú skoðar sögu Lettlands í gegnum aldimar og reyndar allra Eystrasaltsrikjanna þá er hún blóði drifin. I gegnum ald- irnar hefur verið ráðist á þessi lönd úr norðri, suðri, austri og vestri og þessar þjóðir hafa oft verið kúgaðar og fólk drepið í stómm stíl. Mér finnst ekki skritið að þessar þjóðir sækist eftir því öryggi og von um meiri velsæld, sem Evrópusam- bandsaðild veitir. Mín tilfinn- ing er, að þegar Eystrasaltsrikin og reyndar öll mið- og austur Evrópulönd sóttu um aðild að Evrópusambandinu þá hafi stjómvöld ekki alltaf vitað mik- ið hvað það þýddi, eða hvers það krefðist af þeim. Fyrst og ffemst var það þráin um öryggi og velmegun í ffamtíðinni sem réði ákvörðun þeirra. Ferðast um sveitir Lettlands um helgar og gistir á bændaheimilum Hvernig hefur þér líkað að búa í Lettlandi? Mér hefur liðið vel þar og hef mjög góða samstarfsmenn á skrifstofu Alþjóðabankans sem flestir em Lettar. Þetta er eins og góð og samhent fjölskylda. Lettland hefur eina bestu ópem í heimi og ballett sem líka er á heimsmælikvarða. Þeir eiga eitt glæsilegasta ópemhús í Evrópu og ég fer oft á sýningar eftir lok vinnudags. Égheflíkaferðast mikið um Eystrasaltsrikin og skoðað bæði borgir og sveitir. Mér hefur líkað vel að fara um helgar út á land og vel þá gjarn- an bændagistiheimili. Mér finnst gagnlegt í mínu starfi að kynnast fólki með ólík sjónar- hom og fólki sem lifir við aðrar aðstæður en ég sjálfur, sumt við sámstu fátækt. Þannig fæ ég betri skilning á því hvaða umbætur em nauðsynlegar og þetta notfæri ég mér hiklaust í umræðum við kollega mína hjá Alþjóðabankanum eða sam- starfsmenn hjá Evrópusam- bandinu. Það má aldrei gleyma því að megin hlutverk Alþjóða- bankans er að betjast gegn fá- tækt í heiminum. háskólanám. Það var t.d. ekki mögulegt að taka MA próf í hagffæði við Háskóla Islands þegar ég var þar í námi. Mér finnst ánægjulegt að sjá hvað landsbyggðin er að taka sig á í uppbyggingu háskóla. Sérstak- lega vekur athygli mína öflug starfsemi Háskólans á Akur- eyri. Vinnurað undirbúningi iáns tii Lettlands í hverju fellst starf þitt á skrifstofu Alþjóðabankans í Lettlandi? I starfi mínu í Lettlandi er meg- in hlutverk mitt að undirbúa lán til Lettlands, svokallað Programmatic Stmctural Adju- stment Loan (PSAL). Lán af þessu tagi em veitt í nokkmm áfóngum, ef stjómvöld koma á fyrirffam umsömdum umbót- um í eínahagslífi sínu. Umbæt- umar sem um er samið spanna vítt svið og em t.d. á sviði ríkis- fjármála, velferðarmála, dóms- mála, orkumála, og einkavæð- ingar stærstu ríkisfyrirtækj- anna. Sem betur fer er efnahagsá- stand orðið það gott í Lettlandi að þeir geta tekið lán á alþjóð- legum fjármagnsmörkuðum. Lánveiting ffá Alþjóðabankan- um skiptir máli að því leyti að í henni felst viðurkenning Al- þjóðabankans á að stjómvöld séu á réttri leið í sínum umbót- um og séu að mati bankans að ná árangri sem bankinn fylgist með og staðfestir. Til að auð- velda stjómvöldum að uppfylla skilyrði hvers láns er síðan veittur styrkur sem stjómvöld geta ráðstafað til að kaupa ým- isskonar tækniaðstoð. Ég hef stjómað þessari tækniaðstoð og hef að jaínaði 20 til 30 inn- lenda og erlenda ráðgjafa sem starfa til lengri eða skemmri tíma og aðstoða stjómvöld við að uppfylla umsamin skilyrði bankans fyrir áffamhaldandi lánveitingum.Vegna aðildamm- sóknar Lettlands að Evrópu- sambandinu þarf ég að vera í stöðugu sambandi við starfs- menn þeirra og þeirra landa sem veita Lettum umfangs- mikla tvíhliða aðstoð, sérstak- lega Norðurlandanna. Meðallaun í Lettlandi eftir skatta eru um 20.000 krónur Hvernig er efnahags og stjórnmálaástand í landinu? Hagvöxtur er mikill eða á bil- inu 6 til 8 prósent á ári á síð- ustu ámm. Það telst mjög gott. Lettum hefúr líka tekist að ná góðum tökum á sínum ríkis- fjármálum og fjárlagahalli hef- ur verið lítill og verðbólga er lág. Viðskiptahalli er enn mikill sem er skiljanlegt í landi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Enn sem komið er skulda þeir umheiminum þó lítið mið- að við flest Evrópulönd. Enn er fátækt mikil í Lettlandi. Meðal mánaðarlaun eftir skatta em innan við kr. 20.000. Haldi sú þróun áffam, sem verið hefúr undanfarin ár, er ffamtíðin þó björt fyrir Letta, sérstaklega ef þeim tekst að skipta hærri þjóðartekjum þannig að fátæk- asti hluti þjóðarinnar fái vem- legar hækkanir á næstu ámm. Alþjóðabankinn leggur mikla áhersu á að fátækt í landinu sé eytt eins fljótt og mögulegt er. VÍKURFRÉTTIR I 22.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 5.JÚNÍ 2003 113

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.