Víkurfréttir - 05.06.2003, Blaðsíða 6
sliillar
FRÉTTIR
Ölvaður og til
ama við barnaskóla
Rúmlega ellefu á miðviku-
dagskvöldið í síðustu viku
var ölvaður maður hand-
tekinn við Heiðarskóla í
Keflavík í Reykjanesbæ
en hann hafði verið til
ama og ónæðis á staðnum.
Hann var látinn sofa úr
sér áfengisvímuna hjá lög-
reglunni.
Lögreglumaðurslas-
aðistvið handtökuá
æstum manni
Lögreglumaður úr lög-
reglunni í Keflavík slasað-
ist lítillega við handtöku á
mjög ölvuðum og æstum
manni í heimahúsi í Kefla-
vík í vikunni. Maðurinn
sem var handtekinn hafði
verið uppvís að heimilis-
ófriði og fékk að gista
fangahús lögreglunnar í
Keflavík.
Lögreglan fylgist
með hraðakstri á
Garðvegi
í vikunni var ökumaður
kærður fyrir að aka á 142
km á Garðvegi þar sem
hámarkshraði er 90 km.
Hratt virðist vera ekið á
Garðvegi og mun lögregl-
an gefa því sérstakar gæt-
ur á næstunni. Ökumenn
eru beðnir um að virða
hámarkshraða.
Tilkynning
Kallinn á kassanum er kominn
í sumarfrí frá Víkurfréttum.
Pistlar hans munu birtast aftur
síðar í sumar. Ritstj.
MUNDI
írinn hefur þá bara séð
stjörnur í „hringinum11 í
„æsinginum" eins og
Bubbi orðar það...!
ViKURFRÉTTAMYND: DV
Skúli„Tyson“ Vilbergsson barði írann sundurog saman íHöllinni,
Boxstjarna Islands
Keflvíkingurinn Skúli „Tyson“ Vilbergsson kom, sá og sigraði í Laugardalshöllinni um helgina
þegar íslendingar mættu írum í boxi. Þegar Skúli mætti í hringinn kom í Ijós að þarna var
mættur sá sem áhorfendur vildu sjá. Hann olli ekki vonbrigðum. Skúli fór hamförum, óð í ír-
ann eins naut og barði hann sundur og saman í fyrstu tveimur Iotunum ásamt því að halda smá
„einkashow” þar sem hann náði áhorfendum á sitt band. Seinni tvær loturnar voru jafnari en Skúli
endaði þó uppi sem sigurvegari og má segja að helsta boxstjarna íslands sé fædd. „Ég var viss um að
ég myndi vinna þetta frá 1. mínútu, fann að það var allt að smella saman hjá mér. Þjálfunin hjá mér
kom að góðum notum, ég stjórnaði öllum bardaganum, lét hann sækja þegar ég vildi og sótti þegar
mér hentaði”, sagði Skúli í samtali við VF-sport.
Nú var írinn nokkuð stærri
en þú og örvhentur, var það
ekkert erfitt?
„Jú, ég neita því ekki að það
var nokkuð erfitt. Hann er tæp-
lega 190 cm og ég er 175 cm.
Eg frétti af því tveimur dögum
fyrir bardagann að hann væri
örvhentur, en Iramir leyndu
okkur öllum upplýsingum um
sig. Við sáum þá bara fyrst
þegar þeir tóku æfingu héma.
Eftir bardagann var mér sagt að
hann væri með um 90 bardaga
á ferilskránni, ég var með tvo”.
Þú sagðir í hominu eftir 2.
lotu að írinn slægi eins og
kelling, var það ekki orðum
aukið?
„Nei, hann sló eins og stelpa.
Ég er viss um að stelpan sem
slóst við Tinnu hafi slegið fast-
ar. Nei, nei, það er kannski of
ýkt. Ég held að hann hafi hitt
svona tveimur ágætum högg-
um, hitt var allt hálfgert klapp”.
Hvernig fannst þér stemning-
in í höllinni?
„Stemningin var geggjuð, því-
lík læti og allt í gangi, rosalega
ánægður með fólkið sem mætti
og þakka þeim stuðninginn”.
Hvað er næst á dagskrá hjá
þér?
„Næst eru bara meiri æfingar,
fer til Svíþjóðar 21. júlí í æf-
ingabúðir svo keppum við
gegn Dönum og Þjóðveijum
héma heima”.
Má búast við þér sterkari
næst þegar við sjáum þig?
„Já, þú getur alveg bókað það,
ég á bara eftir að verða betri og
betri, sterkari og sterkari, ekki
spuming".
Þrír boxarar
af Suðurnesjum
oðið var upp á sex al-
vöru bardaga um
kvöldið og einn sýn-
ingarbardaga milli Audda
og Sveppa á sjónvarpstöð-
inni Popp tíví. Tveir Suður-
nesjamenn tóku þátt í þess-
um bardögum að Skúla
undanskyIdurri en það voru
þau Tinna Guðrún Lúð-
víksdóttir sem er aðeins 15
ára og Ómar Ævarsson 16
ára sem börðust í fyrstu
bardögum kvöldsins. Bar-
daginn hjá stúlkunum var
stöðvaður snemma og stóð
sú írska uppi sem sigurveg-
ari. Bardaginn hjá Ömari
var frekar ósanngjarn þar
sem hann mætti 22 ára
gömlum íra með mun meiri
reynslu. Ómar stóð sig eins
og hetja en tapaði þó bar-
daganum.
Fréttir á Vetinu: mw.rf.i$
6
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I wvuw.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAOLEGA!