Morgunblaðið - 07.06.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.06.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Nýtt skip Skipaþjónustu Íslands hef- ur fengið nafn og segja má að það lýsi vel verkefnum skipsins, en dráttar- báturinn ber nú nafnið Togarinn. Skipið er keypt frá Spáni og var lagt af stað út Gíbraltarsundið um hádegi á laugardag. Í gær var siglt norður með ströndum Portúgals og sam- kvæmt áætlunum er miðað við að skipið verði hér um miðjan dag næsta laugardag, að sögn Ægis Arnar Val- geirssonar, framkvæmdastjóra Skipaþjónustunnar. Dráttarbáturinn er 34 metrar á lengd, tæpir 10 metrar á breidd, með 48 tonna togkraft. Hann var smíð- aður árið 1977, en endurnýjaður að stórum hluta 1998. Til samanburðar má nefna að Magni, dráttarbátur Faxaflóahafna, er 22 metrar á lengd og með togkraft allt að 39,5 tonnum. Togarinn verður því talsvert öflugri. Ægir Örn sagði í samtali við Morg- unblaðið þegar greint var frá kaup- unum að kaupin væru liður í aukinni þjónustu fyrirtækisins við sjávar- útveginn. Umferð skipa við landið væri alltaf að aukast, en dráttarbátur Skipaþjónustunnar verður eini út- hafsbáturinn í flotanum, að sögn Æg- is. Jafnvel væri horft til verkefna er- lendis. aij@mbl.is Togarinn á leið til landsins Í slipp Skrúfa Togarans er stór og dráttarbáturinn öflugt skip.  Með meiri tog- kraft en Magni Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Ég tel þessar breytingar vera af hinu góða og alveg í takt við það sem er að gerast í kringum okkur,“ segir Brynja Björk Gunnarsdóttir, for- maður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, um breytt fyrirkomulag á eftirliti þeirra sem lokið hafa með- ferð við brjóstakrabbameini. Breyt- ingarnar felast til dæmis í því að hjúkrunarfræðingar munu í auknum mæli koma að eftirliti þeirra sem lokið hafa meðferð við brjósta- krabbameini, meðal annars vegna skorts Landspítala á sérfræðingum í krabbameinslækningum. Þegar breytingarnar voru til- kynntar í síðasta mánuði vöktu þær ugg hjá fjölda þeirra sem gjarnan vildu halda áfram samskiptum við þann lækni sem sá um meðferðina. Í kjölfarið héldu starfsfólk krabba- meinslækningadeildar Landspít- alans, Brjóstaheill og Ráðgjafar- þjónusta Krabbameinsfélagsins kynningarfund um breytingarnar undir heitinu „Brjóstakrabbamein: Samtal um eftirlit“. Brynja segist hafa fundið fyrir gífurlegu þakklæti frá þeim um 90 konum sem mættu á fundinn. „Auðvitað þurfum við að vinna saman. Við þurfum að heyra hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Þannig getum við hjálpast að við að gera þetta eins vel og hægt er.“ Eldra eftirlitskerfi stóðst ekki „Það eftirlit sem var sett upp fyrir einhverjum árum síðan hefur ekki staðist. Konur hafa ekki fengið tíma hjá lækni. Krabbameinslæknum hef- ur farið fækkandi á undanförnum árum og það er ekki verk einnar manneskju að sinna eftirlitinu. Víð- ast hvar í löndunum í kringum okkur er þetta teymisvinna og þannig verð- ur þetta hér,“ bætir Brynja við um nýja fyrirkomulagið. Sigrún Lillie Magnúsdóttir, for- stöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, tekur í sama streng og bætir við að hún telji skilning á aðstæðum hafa aukist eft- ir fundinn: „Miðað við niðurstöður fundarins voru konur sáttar við að reyna á þetta. Ég held að konurnar hafi orðið upplýstari um hvað er í boði og að hverju er verið að vinna að í þeirra þágu. Ég held að allar hafi verið sammála um að leggjast á eitt og reyna að gera eins vel og mögulegt er,“ segir Sigrún. Halda áfram reglulegu samtali Áætlað er að halda áfram reglu- lega samtalsfundi og ræða eftirlitið og málefni tengd því. „Mín fyrsta upplifun eftir að ég heyrði í konum var sú að það vantaði samtal um þetta málefni. Því leituðum við til starfsfólks krabbameinslækninga- deildar til að koma og vera með kynningu og fá samtal um nýtt skipulag brjóstaeftirlits,“ segir Sig- rún, en þar er markmiðið ekki síst að ræða endurbætur á nýja kerfinu. Samstaða um breytt krabba- meinseftirlit  Viðbrögð við skorti á krabbameins- læknum  Vantar samtal um málefnið Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Tæplega 90 konur mættu á samtalsfund í síðustu viku. Krabbameinseftirlit » Hjúkrunarteymi munu koma að eftirliti í auknum mæli. Samskonar fyrirkomulag hefur reynst vel í Svíþjóð. » Krabbameinslæknum hefur fækkað um helming hér á landi síðan fyrir hrun. » Formaður Brjóstaheilla segir tilkynningu um breytingarnar hafa valdið misskilningi, en eft- ir samtalsfund í síðustu viku ríki nú meiri samstaða um þær. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta eru eiginlega allt stykki sem ég vann vorið 2013, nýræktir frá því eftir kalið þá. Gömlu túnin sleppa að mestu núna, nema eitt. Þetta er því ekki eins slæmt og 2013. Þá voru dauðkalin hjá mér fleiri tún,“ segir Bragi Konráðsson, bóndi í Löngu- hlíð í Hörgárdal í Eyjafirði. Búnaðarsambönd landsins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eru að meta kal í túnum í vor. Það er liður í því að þeir bændur sem verða fyrir mesta tjóninu geti sótt um bætur til Bjargráðasjóðs þegar upp- skerutjón liggur fyrir með haustinu. Víða kal til ódrýginda Sigurgeir B. Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að mikið kal sé á mörgum bæjum í Hörgárdal og Öxnadal, einnig nokkuð í Höfða- hverfi í Grýtubakkahreppi. Þá er víða kal til ódrýginda á túnum á víð og dreif um búnaðarsambands- svæðið. Sigurgeir er einnig formað- ur stjórnar Bjargráðasjóðs og hefur þess vegna fréttir af kali víðar. Hann nefnir að slæmt kal sé á nokkrum bæjum í Aðaldal og al- mennt kal í Þistilfirði. Vitað er um kal austan vatna í Skagafirði og á Ströndum. Þá eru víða kalblettir á Suðurlandi, meðal annars í Flóanum. Þótt ekki sé búið að meta kalið að fullu telur Sigurgeir óhætt að segja að þetta sé næstmesta kalárið á Norður- og Austurlandi frá alda- mótum, næst á eftir árinu 2013. Vonar að þetta hafist Bragi í Lönguhlíð hefur unnið upp verstu túnin og sáð í þau grænfóðri. Í stærstu túnunum hefur hann feng- ið ísáningsvél búnaðarfélagsins og sáð grasfræi og rýgresi til að fá upp- skeru í haust. Hann er með 50 mjólkandi kýr og þarf að tryggja sér næg hey fyrir veturinn. Tæpur helm- ingur af túnunum á Löngu- hlíð er kalinn og nýtist því illa. Bragi segist heyja víðar og þau stykki hafi sloppið betur. „Ég vona að þetta hafist. Það myndi muna miklu ef við fengjum vætu því að eyrarnar eru orðnar svolítið tæpar. Þær fara að brenna ef ekki fer að rigna.“ Ljósmynd/Búnaðarsamband Eyjafjarðar Kaltún Bóndinn í Lönguhlíð í Hörgárdal sáði grasfræi og rýgresi í verstu sárin á stóra túninu sem sést í forgrunni. Mesta kalið í nýrækt- um frá kalárinu 2013  Gömlu túnin á Löngumýri í Hörgárdal sleppa betur „Það er mikið verk að ganga túnin og átta sig á umfanginu. Maður fær miklu betri yfirsýn með loftmyndum þótt vissulega sé það í þessu, eins og öðru, að það þarf að læra á tæknina,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Bún- aðarsambands Eyjafjarðar. Sambandið fékk mann til að ljósmynda tún á kalsvæð- unum úr dróna. Tilgang- urinn er að auðvelda og flýta mati á umfangi kal- skemmda. Ráðunautur fer síðan yfir myndirnar í tölvu og metur skemmd- irnar. Samhliða myndatök- unum er reynt að athuga ástandið á jörðu niðri. Hægt var að mynda tún á 16 eða 17 bæjum á tveimur dögum. Kalið mynd- að úr dróna EYJAFJÖRÐUR Sigurgeir Hreinsson Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Selaolía Meiri virkniEinstök olía Óblönduð – meiri virkni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.