Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Tvítug íslensk kona, sem handtekin var í Brasilíu á milli jóla og nýárs, hefur verið dæmd í 5 ára og 20 daga fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Konan, sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum og hefur þegar setið inni í hálft ár. Í febrúar sagði mbl.is frá því að málið hefði mjakast hægt áfram og hafði faðir stúlkunnar aðeins heyrt einu sinni í dóttur sinni í tæplega tvo mánuði síðan hún var handtekin. Konan var látin sæta gæsluvarð- haldi þar sem ástæða var talin til að óttast að hún myndi flýja land, þar sem hún hefði hvorki fasta búsetu né fasta vinnu í Brasilíu. Parið var handtekið 26. desember í borginni Fortaleza, en þau voru með fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum, sem var falið í smokkum og fölskum botnum í ferðatösku. Hafa þau þurft að sitja í gæslu- varðhaldi síðan, þar sem beiðni þeirra um lausn fram að dómi var hafnað af dómstólum landsins. Tvítug dæmd í 5 ára fang- elsi í Brasilíu Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Fjöldi fólks hefur leitað afgreiðslu hjá sýslumannsembættum á lands- byggðinni vegna annríkis hjá Sýslu- manninum á höfuðborgarsvæðinu. Rekja má annríkið til breytinga á gildistíma vegabréfa og Evrópu- mótsins í knattspyrnu. Umsóknir aukast um 21% Í maímánuði voru fluttar fréttir af löngum biðröðum í vegabréfa- afgreiðslu Sýslumannsins á höf- uðborgarsvæðinu. Á árunum 2006- 2013 var gildistími vegabréfa stytt- ur úr 10 árum í 5 ár, sem hefur leitt til álags á embættinu. Að auki eru fjöldamargir á leið til Frakklands í júní til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá var útgáfa vegabréfa í apríl 21% meiri en á sama tímabili í fyrra. Þegar biðraðir tóku að lengjast var vakin athygli á því í fréttum að hægt væri að fá afgreiðslu hjá öll- um sýslumannsembættum, óháð bú- setu. Síðan þá hefur fjöldi fólks streymt til Keflavíkur. Tvöfaldast milli mánaða Ásdís Ármannsdóttir er sýslu- maður á Suðurnesjum. „Það er mikið álag og við finnum að fólk frá höfuðborgarsvæðinu er að leggja leið sína hingað. Umsókn- ir um vegabréf hátt í tvöfölduðust milli apríl- og maímánaða,“ segir Ásdís. Sömu sögu er að segja af Sel- fossi. „Hér er stöðugt álag en það hefur verið meira upp á síðkastið. Við höfum orðið vör við fjölda höf- uðborgarbúa,“ segir Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á Suður- landi. Aðspurð hvort hún sjái fyrir endann á álaginu segir Anna að það velti á því hvenær nýtt afgreiðslu- kerfi vegabréfa verði innleitt. Leita afgreiðslu úti á landi Biðtími Það getur tekið langan tíma að fá vegabréfið í hendurnar  Biðraðir hjá Sýslu- manni í Kópavogi færast til Selfoss og Keflavíkur Andri Steinn Hilmarsson Ómar Friðriksson „Það verður að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Við erum að sjá dag eftir dag, viku eftir viku, að meirihluti flugs til og frá landinu er settur úr skorðum,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, á mbl.is í gær um áhrif yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. „Hjá Icelandair hafa aðgerðir flug- umferðarstjóra, sem eru nákvæm- lega úthugsaðar, valdið beinni seink- un um 400 ferða, varlega áætlað, og þær seinkanir hafa seinkað um 800 ferðum til viðbótar, eða um 1.200 flugferðum. Það þýðir að um 200 þúsund farþegar Icelandair hafa lent í þessum töfum,“ sagði hann. Forsvarsmenn íslensku flug- félaganna sögðu á mbl.is í gær yfir- vinnubann flugumferðarstjóra farið að hafa veruleg áhrif á starfsemi þeirra. Heildarupplifun farþega sem yrðu fyrir seinkunum vegna aðgerð- anna væri afar neikvæð og bitnaði það á orðstír félaganna. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, sagði á mbl.is í gær að þúsundir farþega flug- félagsins hefðu orðið fyrir seink- unum. „Leiðakerfi WOW air gengur út á það að flytja farþega milli N- Ameríku og Evrópu. Einstök seink- un á flugi getur haft keðjuverkandi áhrif á allt leiðakerfi flugfélagsins og getur áhrifa gætt fram á næsta dag.“ 20.000 komust ekki Samkvæmt upplýsingum Sam- taka ferðaþjónustunnar í gær hafa aðgerðir flugumferðarstjóra frá því að þær hófust fyrir tveimur mán- uðum valdið því að 99 flugferðum til og frá landinu hefur seinkað og þeg- ar hafa um 20 þúsund farþegar ekki komist ferða sinna. Áætlunarflug um Keflavíkur- flugvöll raskaðist mikið í fyrrinótt og gærmorgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Þar sem tveir flugumferðarstjórar voru veikir var þjónusta á vellinum takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá kl. tvö til sjö í gærmorgun. Þetta leiddi til verulegra seinkana á flugferðum, en af 27 brottförum voru aðeins þrjár á áætlun. Þetta er í fjórða sinn sem flug raskast af þessum sökum og áætl- unarflug liggur niðri eftir að yfir- vinnubann flugumferðarstjóra hófst. Þá hafa raskanir valdið keðjuverk- unum fram eftir degi á áætlanir flug- félaga. Einnig hefur komið nokkrum sinnum til þess að íslenska flug- umsjónin hefur ekki getað sinnt öllu flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið og þurft að beina flugvélum á flugi milli Evrópu og N-Ameríku sunnar, með tilheyrandi truflunum og við- bótar eldsneytiskostnaði fyrir flug- félög. Skv upplýsingum Guðna Sig- urðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hafa IATA, Alþjóðasamtök flugfélaga í áætlunarflugi, lýst áhyggjum sínum við Isavia vegna þessa. Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir það rétt að aðgerðirnar hafi valdið miklum truflunum, „og í raun kannski meiri truflunum en við átt- um von á fyrir fram. Við erum í væg- ustu aðgerðum sem við gátum gripið til, þ.e.a.s. með yfirvinnubanni, en að það skuli hafa svona mikil áhrif segir kannski sitt um hversu undirmann- aðir við í raun erum og hversu mikla manneklu við erum að glíma við,“ segir hann. Flugstjórnarmiðstöðin hafi líka stundum verið flöskuháls- inn í morgunbrottförum í Keflavík og í þó nokkur skipti hafi komið upp þær aðstæður vegna manneklu í flugstjórnarmiðstöðinni að þurft hafi að vísa flugumferð suður fyrir ís- lenska flugumsjónarsvæðið. „Við er- um að glíma við manneklu alls stað- ar,“ segir hann. Ekki hefur verið boðað til nýs sáttafundar í kjaradeilunni Seinka 1.200 ferðum hjá Icelandair Morgunblaðið/Júlíus Þotur Hjá Icelandair eru aðgerðir flugumferðarstjóra taldar hafa valdið beinni seinkun um 400 flugferða og þær aftur seinkað um 800 ferðum í viðbót.  Yfirvinnubannið hefur áhrif á tugþúsundir farþega vegna seinkana og keðjuverkunar  Flug- stjórnarmiðstöðin glímir við mikla manneklu að sögn formanns FÍF  Ekki boðað til nýs sáttafundar „Það er ljóst að þessar aðgerðir hafa haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er ekki gott þegar fámenn- ur hópur launþega heldur sam- göngum til og frá landinu í höndum sér í kjarabaráttu sinni með þessum gríðarlegu afleið- ingum sem nú þegar hafa orðið. Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni þannig að ekki komi til frekara tjóns fyrir íslenskt sam- félag.“ Í frétt frá samtökunum segir að þriðja sumarið í röð hafi ferðaþjónustan þurft að búa við að fámennir hópar laun- þega valdi miklum vandræðum og hafi atvinnugreinina og sam- göngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni. Þriðja sum- arið í röð FERÐAÞJÓNUSTAN Fyrsta skóflustunga var tekin í gær að nýju flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða viðbyggingu við hlið núverandi flugskýlis, sem byggt var 1992. Áætlanir gera ráð fyrir að hægt verði að taka skýlið í notkun síðla árs 2017. Það mun skapa á annað hundrað störf og hýsa m.a. lager, verkstæði og skrifstofur. Flugskýlið verður um 27 metra hátt stálgrindarhús á steyptum undirstöðum og klætt að utan með einangruðum stálsamlokuein- ingum. Grunnflötur byggingar- innar er um 10.500 fermetrar og heildarflatarmál hennar um 13.600 fermetrar. Flugvirkjarnir Ragnar Karlsson og Adólf Svavarsson stungu skóflunum í svörðinn og við hlið þeirra eru Birkir Hólm Guðna- son, framkvæmdastjóri Icelandair, og Jens Þórðarson, yfirmaður tækniþjónustu félagsins. Ljósmynd/Icelandair Fjöldi starfa skapast Skóflustunga tekin í gær að nýju flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli Iðnaðareiningar í miklu úrvali Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.