Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 8
AFP Endubætur Francis páfi telur þörf á að skýra reglur um vanrækslu presta. Samkvæmt nýjum reglum frá Vatík- aninu varðar vanræksla í kynferð- isbrotamálum brottrekstri. Kanslari Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segir að breytingarnar virðist í fljótu bragði góðar en þó eigi kirkjan eftir að fara betur yfir efnisatriði regln- anna. Fyrir skömmu tilkynnti Francis páfi nýjar reglur, sem kveða á um að kirkjan geti rekið biskupa, sem sýna vanrækslu í barnaníðsmálum. Hingað til hefur verið ákvæði um viðurlög við vanrækslu embættis- manna en skýra þurfti til hvaða af- brota það tæki. Reglurnar taka gildi í september. Kaþólska kirkjan hefur í mörg ár legið undir ásökunum fyr- ir að hylma yfir með kynferðisbrota- mönnum sem starfa innan kirkjunn- ar. Ásakanirnar hafa meðal annars snúið að því að kynferðisbrotamenn hafi einfaldlega verið færðir til í starfi án frekari eftirmála. Jakob Rolland, kanslari á bisk- upsstofu Kaþólsku kirkjunnar á Ís- landi, er jákvæður gagnvart nýju reglunum. „Ef eitthvert mál kemur upp þá fylgjum við öllum reglum kirkjunnar. Þetta eru góðar reglur eftir því sem ég best veit en við eig- um eftir að skoða þær til hlítar.“ tfh@mbl.is Skýra reglur um kynferðisbrot  Vatíkanið leggur línurnar um meðferð kynferðisbrota innan kaþólsku kirkj- unnar  Kanslari Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur breytingarnar góðar 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Það gerist of oft hér á landi að fá-mennir hópar í lykilstöðum til að valda usla í atvinnulífinu fari í vafasamar aðgerðir til að þrýsta upp launum sínum.    Þetta hefurjafnvel geng- ið svo langt að litlum hluta af stærri hópi er teflt fram til að lama ákveðna starf- semi. Þetta veldur miklum skaða en er tiltölulega útgjaldalítið fyrir við- komandi samtök launamanna.    Þá kemur það fyrir að veikindiblossa upp hjá ákveðnum hóp- um manna á sama tíma og þeir eiga í launadeilum.    Því meðali er einnig beitt að tak-marka vinnutímann og valda þannig miklum óþægindum án þess beinlínis að lama allt eða stöðva.    Allt er þetta afar hvimleitt ogverulega skaðlegt fyrir efna- hagslífið og þar með fyrir kjör alls almennings.    Mjög áríðandi er að finna leiðirtil að hægt sé að semja um kaup og kjör hér á landi án þess að allt sé sett í uppnám.    Salek-samkomulagið veitirákveðnar vonir í þessu efni en dugar bersýnilega ekki gagnvart hópum sem telja sig í lykilstöðu til að ná sínu fram.    Á þessu verður að taka til aðkoma í veg fyrir að kjarabar- átta einstakra hópa gangi svo langt að hún skaði hagsmuni alls þorra landsmanna – og þar með jafnvel einnig þeirra hópa sem harðast ganga fram. Óviðunandi ástand STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 léttskýjað Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk 5 rigning Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 23 skúrir Brussel 23 rigning Dublin 21 léttskýjað Glasgow 21 rigning London 22 heiðskírt París 22 skýjað Amsterdam 25 heiðskírt Hamborg 28 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Moskva 7 skúrir Algarve 25 heiðskírt Madríd 28 léttskýjað Barcelona 23 rigning Mallorca 24 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 27 rigning Winnipeg 15 alskýjað Montreal 20 rigning New York 25 léttskýjað Chicago 25 rigning Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:08 23:47 ÍSAFJÖRÐUR 2:07 24:57 SIGLUFJÖRÐUR 1:45 24:45 DJÚPIVOGUR 2:25 23:28 Skákmeistarinn Viktor Kortsnoj lést í gær, 85 ára að aldri. Kortsnoj var einn af fulltrúum sov- éska skákskólans en flúði land 1976 og átti lengi síðan í miklum útistöð- um við sovésk stjórnvöld. Háði hann tvö einvígi við Anatolí Karpov um heimsmeistaratitilinn, 1978 og 1981, þegar kalda stríðið var í al- gleymingi. Árið 1988 lagði íslenski stórmeistarinn Jóhann Hjartarson Kortsnoj í áskorendaeinvígi í St. John’s í Kanada. Var einvígið eink- um umtalað fyrir þær sakir að Kortsnoj spúði tóbaksreyk í sífellu að keppinaut sínum á meðan því stóð. Að sögn stórmeistarans Helga Ólafssonar er Kortsnoj af flestum talinn vera besti skákmaðurinn sem ekki hefur náð titli heimsmeistara. „Á síðari árum varð þekkt að hann lét ýmiss konar ummæli falla eftir viðureignir. Frægast er kannski það sem hann sagði þegar einn mótherji hans gafst upp: Þetta er gáfulegasta ákvörðun sem þú hefur tekið síðan skákin hófst.“ sh@mbl.is Viktor Kortsnoj látinn Viktor Kortsnoj Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.