Morgunblaðið - 07.06.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 07.06.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Niels Parsberg Sig- urðsson, fyrrverandi sendiherra, lést á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi föstudaginn 3. júní síðast liðinn, níræður að aldri. Niels fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1926. Foreldrar hans voru Karitas Ein- arsdóttir frá Eyri í Skötufirði, f. 6.6. 1899, d. 18.1. 1978 og Sig- urður B. Sigurðsson, stórkaupmaður og að- alræðismaður Breta í Reykjavík, frá Flatey á Breiða- firði, f. 4.6. 1897, d. 19.10. 1970. Niels Parsberg ólst upp í Reykjavík og í Sölleröd í Dan- mörku. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944, lauk embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1950, var í fram- haldsnámi í lögfræði við Univers- ity of Oxford 1950-1951 og við Sorbonne í París 1952. Hann öðl- aðist hdl. réttindi 1951 og hrl. réttindi 1966. Niels hóf störf sem fulltrúi í ut- anríkisþjónustunni 1952 og var í þjónustu hennar í 44 ár, þar af sendiherra frá 1967. Eftir störf í ráðuneytinu heima 1961-1967 varð hann fyrsti sendiherra Íslands með búsetu í Brussel og gegndi stöðu fastafulltrúa gagnvart Nato og EBE. Hann var sendiherra í London 1971 til 1976 þegar fiskveiðideilurnar við Breta stóðu sem hæst. Á löngum starfsferli gegndi hann stöðum sendi- herra í fjölmörgum ríkjum, m.a. var hann sendiherra hjá þrem- ur páfum í Páfagarði frá 1976. Niels var formaður Vöku, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta, 1946-1947, sat í stjórn Heimdallar 1950-1952 og var formaður stjórnar Eimskipa- félags Reykjavíkur hf. 1961-1967. Hann hefur skrifað fjölda greina um vestrænt samstarf, öryggi og samvinnu í Evrópu. Eiginkona Niels var Ólafía (Lóa) Rafnsdóttir hússtjórn- arkennari f. 19.11. 1930, d. 1.11. 1999. Foreldrar hennar voru Ingv- eldur Einarsdóttir frá Garðhúsum í Grindavík og Rafn A. Sigurðs- son, skipstjóri frá Dýrafirði. Þau eiga þrjú börn, Rafn Alexander, Karitas og Sigurð Baldvin. Útför Nielsar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst athöfnin kl. 15 mánudaginn 13. júní næst komandi. Andlát Niels P. Sigurðsson Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með kaupum Brims hf. á Ögurvík hf. færist Brim upp í þriðja sæti af kvótahæstu útgerðum landsins hvað varðar heimildir í aflamarkskerfinu, en greint var frá kaupunum á föstu- dag. Brim var áður í 9. sæti og Ögur- vík í 17. sæti. Fyrirtækin gera út fjóra frystitogara og eftir kaupin verður sameinað fyrirtæki alls með rétt tæplega 22.900 þorskígildistonn. Taka má fram að forystumenn Brims hf. hafa lengi gert athugasemdir við þorskígildisstuðla. HB Grandi er í efsta sæti með rúmlega 45 þúsund þorskígildistonn, eða 10,8% af úthlutuðu aflamarki, og Samherji Ísland kemur þar á eftir með tæplega 26 þúsund þíg., eða 6,2%. Fyrir var Þorbjörn í Grindavík í þriðja sætinu með tæplega 21.200 þorskígildistonn. Miðað er við upp- lýsingar á heimasíðu Fiskistofu í byrjun mars í vetur þar sem birtur var listi yfir aflaheimildir þeirra 100 útgerða sem ráða yfir mestum afla- hlutdeildum í upphafi nýs almanaks- árs eftir úthlutun á aflaheimildum í deilistofnum og viðbótarúthlutun í loðnu. Eftir sameiningu verður Brim hf. með tæplega fjórðung grálúðu- kvótans, en Brim var með 19,99% og Ögurvík með 4,47% í grálúðu. Í gull- karfa var Brim með 7,53% og Ögur- vík 4,33%. Í þorski var Brim með 0,82% heimilda í aflamarkskerfinu og Ögurvík með 1,13%. Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða má heildaraflahlutdeild fiski- skipa í eigu einstakra eða tengdra að- ila ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Þá má aflahlutdeild í þorski ekki fara yfir 12%. Í ýsu, ufsa, grá- lúðu, steinbít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%. Fyrirtækið hefur sex mánuði til að breyta stöðunni í grálúðu. Brim hf. verður þriðja kvótahæsta útgerðin  Þarf að lagfæra stöðuna í grálúðu á næstu sex mánuðum Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyr- ar, staðfestu í gær friðlýsingu Gler- árdals ofan Akureyrar sem fólk- vangs. Ráðherra sagði það afar ánægju- legt að staðfesta friðlýsingu Glerár- dals. „Náttúruverndarmál eru í mik- illi deiglu um þessar mundir og skammt síðan farsæl niðurstaða náðist í endurskoðun náttúruvernd- arlaga á Alþingi. Þau tóku gildi í nóvember síðastliðnum og þessi frið- lýsing hér á Akureyri er því fyrsta friðlýsing eftir gildistöku þeirra laga,“ sagði Sigrún. Náttúruskoðun og fræðsla „Markmið friðlýsingarinnar er að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjalllendi til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Frið- lýsingin verndar auk þess land sem er að mestu ósnortið með fjölbreytt- um jarðmyndunum og gróðurfari og er þannig stuðlað að því að varðveita líffræðilega fjölbreytni og breyti- legar jarðmyndanir,“ sagði Sigrún við þetta tækifæri. Náttúran ómetanleg auðlind Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sagði að það væri sér- stakt ánægjuefni að mega staðfesta og samþykkja tillögu um friðlýsingu fólkvangsins á Glerárdal. „Náttúra Íslands er ómetanleg auðlind. Hreint loftið, silfurtærar ár, bláminn í fjarska [...] Erlendir gestir okkar eru agndofa og auðvitað er þetta auðlind sem við þurfum að standa vörð um. Við þurfum að friða ákveðin svæði, varðveita gróðurfarið þar, dýralífið og einstaka náttúru. Þannig svæði er Glerárdalur. Það er svæði sem þarf að verja fyrir átroðn- ingi, hlúa vel að, en jafnframt gera aðgengilegt öllum almenningi sem vill njóta náttúrunnar,“ sagði Eirík- ur Björn. „Fólkvangur á Glerárdal verður án efa kærkomin viðbót við þá möguleika sem Akureyringar og gestir þeirra hafa nú þegar til heil- næmrar hreyfingar og hollrar úti- veru í bæjarlandinu.“ 114 friðlýst svæði á landinu Þá sagði Eiríkur að bæjarstjórn Akureyrar hefði gert það að for- gangsmáli sínu að Akureyri yrði væn og græn og kolefnishlutlaus á allra næstu árum. „Við viljum vera umhverfisvænt grænt samfélag – og ýmislegt hefur nú þegar verið gert sem miðar að því markmiði.“ Með þessari friðlýsingu fólkvangs í Glerárdal eru friðlýst svæði á Ís- landi 114 talsins og flatarmál þeirra samtals 20.852 ferkílómetrar. Glerárdalur friðlýstur fólkvangur  Fyrsta friðlýsingin eftir gildistöku nýrra náttúruverndarlaga  Varðveiti líffræðilega fjölbreytni og jarðmyndanir  Forgangsmál að Akureyri verði kolefnishlutlaus á næstu árum, segir bæjarstjóri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægð Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, með Glerárdal í baksýn. Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norður- lands skora á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára uppbyggingu Dettifossvegar (862) og setja þau áform inn á samgöngu- áætlun til næstu ára. „Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppn- ishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa,“ segir í tilkynningu þessa efnis. Segir þar að markaðsstofan hafi árið 2015 unnið skýrslu um áherslur í vegamálum á Norðurlandi, sem send var til Vegagerðarinnar. Tekið var saman hvar helst væri úrbóta þörf í vegamálum á svæðinu, byggt á umsögnum heimamanna. Var Detti- fossvegur efstur á blaði. Þá er tekið undir áskorun Akur- eyrarbæjar á ríkisstjórn og Alþingi frá 2. júní, um að leggja nú þegar fram fjármagn til þess að klára flutning á efni úr Vaðlaheiðargöng- um í flughlað við Akureyrarflugvöll. „Stækkun flughlaðs við völlinn er grundvöllur framtíðar uppbygging- ar á vellinum og að hann geti sinnt sínu hlutverki sem einn af þremur varaflugvöllum alþjóðaflugs á Ís- landi.“ sh@mbl.is Dettifossvegur verði kláraður  Skora saman á ríkisstjórn og Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.