Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Menn geta orðið gáfaðri ífélagsskap sér gáfaðri,t.d. fjölskyldu, vina,vinnufélaga og á vinnu-
stað þar sem viðfangsefnin eru
krefjandi og reyna á vitsmuni. Í
stórum dráttum getur lífstíllinn gert
gæfumuninn og hækkað greind-
arvísitölu manna um nokkur stig, en
líka – illu heilli – lækkað hana ef fá-
ar eru áskoranirnar og félags-
skapurinn og fjölskyldan stendur
þeim ekki vitsmunalega á sporði.
Svo segir að minnsta kosti í ný-
útkominni bók, Does Your Family
Make You Smarter? (Gerir fjöl-
skyldan þig snjallari?) þar sem höf-
undurinn, James Robert Flynn,
prófessor emeritus í stjórnmála-
fræði við háskólann í Otago á Nýja
Sjálandi, greinir frá nýjum kenn-
ingum. Hann byggir þær á rann-
sóknum sínum á fjölda greindar-
prófa sem gerð höfðu verið víðs-
vegar um heim á 65 ára tímabili frá
árinu 1930.
Hækkandi greindarvísitala
Flynn hafði áður uppgötvað og
orðið fyrstur til að sýna fram á að
frammistaða fólks á greindarpróf-
unum batnaði með hverri kynslóð,
að meðaltali um þrjú stig á áratug. Í
ljósi þess að 95% manna mælast
með greind á bilinu 70 til 130 stig
þykir aukningin gríðarleg.
Niðurstöður hans vöktu mikla
athygli, enda mátti af þeim ráða að
meðalmaður nútímans hefði fyrir
einni öld mælst afburðagreindur.
Fyrirbærið varð þekkt sem Flynn-
áhrifin og hafa fræðimenn árum
saman leitað skýringa. Líffræðileg
þróun þykir of hæg til að skýra svo
öra hækkun og því hefur fremur
Gáfaðri í félagsskap
sér gáfaðri?
Eftir að maður verður fullorðinn, um átján ára aldur eða svo, hefur löngum verið
talið að gáfaðri verði maður ekki. Þaðan í frá standi greindarvísitalan í stað.
Núna eru vísbendingar um að því er alls ekki þannig farið.
Heimskir Þessir hafa líklega forheimskast í félagsskap hvor annars. Jim
Carey og Jeff Daniels í hlutverkum Llodys og Harry í Dumb and Dumber.
Wikipedia
Afburðagreindir Albert Einstein (1879 –1955) og Stephen Hawking (1942–) eru
taldir afburðagreindir. Engum sögum fer af því að þeir hafi tekið greindarpróf.
AFP
AFP
AFP
Gáfnaljós Madonna, Geena Davis og Sharon Stone þykja með þeim alklárustu
í Hollywood, með greindarvísitölu frá 140–154, Stone er sögð skora hæst.
AFP
Íslenska sumarið er dásamlegur vett-
vangur fyrir fjölskyldur til að gera
svo ótalmargt saman. Útiveran getur
verið heill ævintýraheimur og börn
vita fátt skemmtilegra en leika úti.
Nú er aldeilis lag til að skella sér í úti-
legu um næstu helgi með krakka-
skarann því skátar ætla þá að bjóða
öllum fjölskyldum í útilegu við Úlf-
ljótsvatn, dagana 10. – 12. júní. Þá
verður frítt fyrir allar fjölskyldur að
gista á tjaldstæðinu.
Í tilkynningu kemur fram að boðið
verður upp á margvíslega dagskrá á
staðnum, eins og klifur, hoppukast-
ala, báta, bogfimi og stutta og lag-
góða útivistarfræðslu.
Það er Útilífsmiðstöð skáta á Úlf-
ljótsvatni sem rekur tjaldstæðið og
stendur að útileguhelginni. Tjald-
svæðið hefur verið opið almenningi í
sextán ár og lögð er áhersla á að
bjóða aðstöðu og þjónustu fyrir fjöl-
skyldur af öllum stærðum og gerð-
um.
Markmið útileguhelgarinnar er að
koma fjölskyldum af stað út í sumar-
ið og hvetja til jákvæðrar samveru og
eru allar fjölskyldur velkomnar á
meðan pláss leyfir.
Leitið að „Útileguhelgi fjölskyld-
unnar“ á facebook eða kíkið á heima-
síðuna www.ulfljotsvatn.is fyrir frek-
ari upplýsingar.
Jákvæð fjölskyldusamvera
Gaman Margt verður í boði, klifur, hoppukastalar, bátar, bogfimi og fleira.
Frítt fyrir alla á útileguhelgi
Notalegt Stórt grill er á staðnum og öll aðstaða á tjaldstæðinu góð.
Þær Stefanía S. Ólafsdóttir græðari
og Súsanna María Kristinsdóttir
hjúkrunarfræðinemi hjá Heilunar-
skóla Nýjalands ætla að vera með
námskeið núna í júní fyrir börn á
aldrinum 9-11 ára undir heitinu Að
finna fyrir kærleika, gleði og frið.
Í tilkynningu segir að markmiðið
með þessu námskeiði sé að kenna
börnum aðferðir til að ná meiri stjórn
á næmleika sínum, sjálfheilun og
heilbrigðri hugsun gagnvart sjálfum
sér og öðrum.
Á námskeiðinu verður m.a farið yf-
ir það hvers vegna vatn er mikilvægt,
um orkublik og orkustöðvar, hug-
leiðslu, fallega hugsun, fyrirgefningu,
blómadropa, kristalla og steina og
hvaða áhrif litir hafa.
Tvö námskeið verða í júní, hið fyrra
frá 8. júní til 15. júní (fyrir hádegi) en
það síðara 16. júní til 24. júní.
Þetta er fjórða sumarið sem Nýja-
land býður upp á þessi námskeið og
kennslan fer fram í Seltjarnarnes-
kirkju. Upplýsingar í s. 517 4290 og
868 2880 og á www.nyjaland.is eða
netfang: nyjaland@gmail.com
Námskeið fyrir börn hjá Heilunarskóla Nýjalands
Kenna börnum að ná meiri
stjórn á næmleika sínum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vatn Meðal annars verður farið yfir það hvers vegna vatn er mikilvægt.
- vinnufatnaður ogöryggisskór.
Vertuvel til fara í
vinnunni!
10.472kr.
13.831kr.
8.143kr.
7.661kr.
10.039kr.
11.831kr.
17.846kr.
8.143kr.
10.472kr.
21.193kr.
17.650kr.