Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Afli strandveiðibáta hefur aldrei
verið jafn mikill í maímánuði og var
í nýliðnum mánuði. Alls var aflinn
2.378 tonn, sem er rúmum tvö
hundruð tonnum meira en veiddist í
maí 2012. Í heildina var viðmiðunar-
afli mánaðarins aukinn um 69 tonn
frá síðasta ári.
Þá hefur meðalafli í róðri aldrei
verið jafn mikill og í nýliðnum mán-
uði, en hann var 601 kíló í ár á móti
527 kílóum í fyrra. Mestur afli í
meðalróðri áður fékkst árið 2010, en
þá var hann 542 kíló. Gott tíðarfar
einkenndi að mestu sjósókn þennan
mánuð og almennt gengu veiðarnar
vel í maí.
Eins og „rall“ hjá Hafró
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir góðan afla „til marks um
mikla og vaxandi fiskgengd á mið-
um smábátasjómanna hringinn í
kringum landið“. Strandveiðarnar
séu ákveðið „rall“ eins og Hafrann-
sóknastofnun skipuleggur; sömu
menn á sömu bátum, með sömu
veiðarfæri og á sömu miðum ár eftir
ár. Þetta sé áhugavert, sýni vel já-
kvæða þróun á grunnslóð og von-
andi verði tekið tillit til þess í ráð-
gjöfinni fyrir næsta ár.
Í maí lönduðu alls 547 bátar afla
og var þátttakan í mánuðinum með
því besta sem sést hefur. Flestir
voru bátarnir árið 2012, en þá voru
þeir 586. Í gær, á þriðja degi veiða í
júní, hafði enn fjölgað í strandveiði-
flotanum og höfðu þá 594 fengið
leyfi og 566 voru byrjaðir veiðar.
Örn á von á að bátunum fjölgi á
næstunni.
Í maímánuði var Grímur AK 1
aflahæstur á A-svæði með 8,5 tonn í
10 róðrum. Fengur ÞH 207 á B-
svæði með 9,6 tonn í 14 róðrum,
Þorbjörg ÞH 25 á C-svæði með 11
tonn í 15 róðrum og Ásbjörn SF 123
á D-svæði með 10 tonn í 12 róðrum.
„Til marks um mikla
og vaxandi fiskgengd“
Aldrei jafn mikill afli á strandveiðum í maímánuði
Ljósmynd/Guðmundur Gauti Sveinsson
Mokveiði Jóhann Jónsson, af bátnum Jóni Kristni SI-52, með einn vænan á bryggjunni á Siglufirði í gær.
Strandveiðar
-fjöldi báta í maí
467 470
586
542
510
446
547
Heimild: LS
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
20
15
20
16
Slysavarnafélagið Landsbjörg stefn-
ir að því að hefja hálendisvaktina 1.
júlí. Færðin gæti sett strik í reikn-
inginn en líkurnar á því eru taldar
litlar.
Að sögn Jónasar Guðmundssonar
hjá Landsbjörg verður líklega búið
að opna nokkur svæði fyrir þann
tíma. „Okkur sýnist að líklega verði
búið að opna í Landmannalaugum og
Sprengisandi að hluta til. Við vitum
ekki enn með Dreka.“
Svæðin sem verða vöktuð í sumar
eru Fjallabak, Sprengisandur og
svæði norðan Vatnajökuls. Tveir
hópar verða á Fjallabaki vegna mik-
ils fjölda ferðamanna. Jónas segir að
fólki hafi ekki fjölgað frá því í fyrra
en verið sé að bæta aðstöðu á öllum
stöðum til að takast á við hærri
slysatíðni.
„Á tveimur til þremur árum hefur
hlutfall slysatengdra útkalla vaxið úr
20% í um 40-50%.
Þetta eru rétt um
100 slys á tveimur
mánuðum þannig
að við erum að
tala um 1,6 slys á
hverjum degi.“
Hann bætir við
að ekki sé útséð
hver fjöldi verk-
efna verði á þessu
ári. „Í fyrra vor-
um við með 1.700 verkefni en 2.000
árið áður. Við vitum ekki hvort
ástæðuna má rekja til þess að há-
lendið var opið skemur en venjulega
í fyrra eða hvort forvarnarstarf er að
hafa tilætluð áhrif.“
Hálendisvaktin verður virk út
ágúst á Fjallabaki, viku skemur
norðan Vatnajökuls og tveimur vik-
um skemur á Sprengisandi.
tfh@mbl.is
Bæta aðstöðu vegna
hærri slysatíðni
Hálendisvaktin hefst í byrjun júlí
Jónas
Guðmundsson
Fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki
hlutu bláfánavottun Landsverndar
nýverið. Bláfáninn er alþjóðleg um-
hverfisvottun sem unnin er í sam-
starfi við umhverfisáætlun Samein-
uðu þjóðanna og alþjóðaferðamála-
stofnunar. Vottunina fá fyrirtækin
fyrir starf sitt í sjálfbærri ferða-
þjónustu á hafi en vottunin er veitt
ferðaþjónustufyrirtækjum, smá-
bátahöfnum og baðströndum.
Íslensku hvalaskoðunarfyr-
irtækin Ambassador á Akureyri og
Elding, Special Tours og Whale
Safari í Reykjavík eru fyrstu hvala-
skoðunarfyrirtækin í heiminum sem
hljóta þessa vottun en samtals gera
þau út 16 hvalaskoðunarbáta.
Salóme Hallfreðsdóttir, verkefn-
isstjóri Bláfánaverkefnisins, segir
eflingu umhverfisvitundar vera
rauða þráðinn í verkefninu. Fyrir-
tækin hafa þurft að uppfylla ýmis
skilyrði á sviðum ábyrgrar ferða-
þjónustu, samfélagslegrar ábyrgð-
ar, umhverfisstjórnunar, öryggis og
þjónustu og umhverfisfræðslu til að
fá vottunina. Auk þess hafi fyrir-
tækin þurft að uppfylla skilyrði um
hvernig þau umgangast hvali í
skoðunarferðum sínum svo aðkoma
þeirra valdi sem minnstu raski á
náttúrunni. Vottunarferlið hvetji
fyrirtækin til að sýna ábyrgð í
rekstri og bæti ímynd þeirra út á
við þar sem hún sýni fram á góðan
vilja í umhverfismálum. elvar@m-
bl.is
Bláfánaathöfn Salome Hallfreðsdóttir verkefnastjóri bláfánans veitti
framkvæmdastjórum hvalveiðiskoðunarfyrirtækjanna Bláfánann.
Hvalaskoðunin
umhverfisvottuð
SNÚÐAR