Morgunblaðið - 07.06.2016, Síða 29

Morgunblaðið - 07.06.2016, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Savoy model V458 L 179 cm leður ct.15. Verð 445.000,- L 223 cm leður ct.15. Verð 495.000,- Italia Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur gefið ungum einstaklingi góða gjöf með því að kenna honum þol- inmæði og sjálfsaga. Hann veit hverju hann vill áorka og er staðráðinn í því að ná settu marki. 20. apríl - 20. maí  Naut Hvert sem þú kemur, færðu það á til- finninguna að þetta sé rétti staðurinn til að vera á. Hins vegar er ekki allt framandi jafn- gott og betra að vera á varðbergi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að forðast þá manneskju sem vill setjast niður og ræða um samband. Horfstu í augu við raunveruleikann og leystu málin. Gættu þess að taka ekki of mörg verk- efni að þér í einu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu ekki að fylgja einhverri stífri áætlun því stundum er það bara ekki hægt. Gættu þín að ákveða ekki neitt í skyndi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að gefa þér tíma til þess að koma fjármálunum á hreint. Sveigjanleiki og samstarfsvilji kalla fram hið gagnstæða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Notaðu tækifærið en farðu ekki yfir strikið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Spurðu líkamann: Hvernig líður þér? Og leyfðu honum að svara. Láttu það ekki tefja þig heldur haltu þínu striki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert eitthvað utan við þig og getur hæglega týnt sjálfum þér ef þú ert ekki á verði. Löngun þín til að eignast hlutina er ekki í neinu samræmi við þarfir þínar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir komist að leyndarmáli í dag. Haltu ótrauður áfram og þá mun fram- haldið ljúkast upp fyrir þér. Ef bogmaðurinn verður gæfu aðnjótandi á hann að grípa hana og halda áfram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur til fasteigna- viðskipta eða annarra útgjalda sem tengjast heimili þínu. Leitaðu ráða hjá hlutlausum að- ila. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú flækist inn í mál sem á eftir að valda þér miklu angri. Svona eins og ef hún væri gestur í eigin brúðkaupi. En það er óþarfi að vorkenna sér, þótt ekki sé unnt að kaupa alla hluti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reiði getur leitt til þess að þú gerir mistök í vinnunni í dag. Komdu ástvini þínum á óvart. Líkur eru á einhverju óvæntu. Sigurlín Hermannsdóttir sagði ígær „fréttir úr fásinninu“ á Boðnarmiði: Það orð notar Málfríður máluga að menn sína kallar hún ’strjáluga’. Hún komst ekki á deit í kalllausri sveit svo hún mætti með Sigurði sáluga. Guðrún Bjarnadóttir bætti við: Í Möllu er kjarnorkukraftur, án karls, nema Siggi gangi aftur. Sæl ein í rúmi í rökkurhúmi. Það nefnir ei nokkur kjaftur. Þetta byrjaði á laugardaginn „í góðra vina hóp“ þegar Ingólfur Óm- ar skrifaði í Leirinn „veðrið leikur við mann þessa dagana og gaman er að gleðjast með hinu kyninu þó svo ég skáli ekki en mér fannst það al- veg tilvalið að setja það inn í vísuna: Fjör og gleði freistar mín, er furða þótt ég kveði. Alltaf getur víf og vín veitt mér stundargleði.“ Fía á Sandi svaraði: Sunnanátt og sólin skín, sólbráð uppi á fjöllum. Best er að fá sér brennivín og bjóða hressum köllum. Ólafur Stefánsson var með á nót- unum: Á árstíðum er enginn stans, – öll er hjörðin borin. Undarlegt hve eðli manns yppist svona á vorin. Ingólfur Ómar spurði Fíu, hvort sér yrði boðið, sem Ólafi Stefánssyni leist ekki á og skaut inn vísu: Þegar Ingólfur Ómar stór, yl vill ná hjá konum, sækir Fía brugg og bjór, en býður ekki honum Ingólfur Ómar svaraði að bragði „þetta sleppur, Ólafur, – hér er ég í góðum gír og hér drýpur smjör af hverju strái. Nú er ljóðaandinn ör, óðar stefja vísur. Kringum mig er feikna fjör og föngulegar skvísur.“ En fékk síðan eftirþanka: Allar helgar elska þjór og eiga stund með konum. Fía sækir brugg og bjór og býður mér að vonum. Fía á Sandi tók því vel: Ég á ágætt eðalvín sem eykur gleði og þróttinn. Rauðvínsbeljan bíður þín og björt er sumarnóttin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í fásinninu er margt sem freistar Í klípu „FYRIRGEFÐU HVAÐ ÉG ER SEINN. MIKLA- BRAUTIN VAR EINS OG BÍLASTÆÐI – SEM ER VÍST ÓLÖGLEGT. ÉG FÉKK STÖÐUMÆLASEKT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ER ÞETTA ÞITT LOKASVAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera góður granni. EKKERT GETUR STÖÐVAÐ MIG! EÐA STARTAÐ MÉR ÓVINURINN BÝR SIG TIL ÁRÁSAR! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? VERTU FYRRI TIL AÐ SLÁ! Víkverji vonar af heilum hug aðhjólreiðamenn séu með allar líf- tryggingar sínar í lagi þegar þeir halda af stað út í umferðina, hvort sem það er innanbæjar eða á þjóð- vegunum. Hætta á slysum er líklega minni innanbæjar, þar sem hjóla- stígar hafa verið lagðir í auknum mæli, en á þjóðvegunum. Þar eru vegir víðast hvar ekki hannaðir með tilliti til umferðar bæði ökutækja og reiðhjóla. Víkverji varð svo sannar- lega vitni að því um helgina er leið hans lá um Hvalfjörðinn. Veðrið var gott og því fjölmargir hjólreiða- menn á ferðinni. Víkverji var um borð í rútu og í minnst tvígang munaði litlu að stórslys yrðu. x x x Í báðum tilvikum birtust hjólreiða-menn fyrir framan rútuna á blindhæð og bílar að koma á móti. Bílstjórar ökutækjanna urðu að snarhemla því að ekki var svigrúm til að mætast með hjólreiðafólkið á milli, jafnvel þó að það reyndi að fara út í kant. Vegurinn um Hval- fjörð er þröngur og því geta skapast hættulegar aðstæður þegar bílar og reiðhjól mætast. x x x Víkverji myndi ekki fyrir sitt litlalíf þora að hjóla á hringvegin- um, hvað þá um þrönga þjóðvegi eins og um Hvalfjörðinn. Fyrst þyrfti þá að koma upp hjólastígum meðfram vegunum. Á meðan er öruggara að hjóla um Fossvoginn eða Laugardalinn, fjarri ys og þys bílaumferðarinnar. x x x Til að taka af allan vafa hefur Vík-verji ekkert út á hjólreiðamenn að setja og er mjög annt um heilsu þeirra og velferð. Þeir eiga bara ekki samleið með bílum, svo einfalt er það. Annars er Víkverji að spá í að fara að endurnýja hjólfákinn sinn, sem orðinn er úr sér genginn og ryðgaður, svona dálítið eins og eigandinn. Kunningi Víkverja upp- lýsti um eitt mikilvægt atriði, sem þyrfti að framkvæma áður en hjólið yrði keypt, þ.e. að láta mæla klof- hæðina. Það er í góðu lagi, svo lengi sem mittismálið verði ekki mælt! víkverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh. 1:12)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.