Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 30

Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Hlökkum til að heyra frá ykkur! Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki Frekari upplýsingar á nolta.is Nolta er á Facebook Viltu styrkja liðið þitt? Team - Navigation er kröftug og skilvirk tveggja daga vinnustofa þar sem liðið nær sameiginlegri tengingu og kemur helstu verkefnum sínum í bullandi farveg g p g Árni Sverrisson Sími: 898 5891 • arni.sverrisson@nolta.is B ra nd en b ur g Ekki laumupokast Breyting á endurvinnslustöðvum. Gerðu öllum auðveldara fyrir og komdumeð blandaða úrganginn í glærum poka Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is „Það er alltaf leiðinlegt og erfitt að þurfa að aflýsa eða fresta tónleik- um. Þetta verkefni hefur yfirtekið líf okkar vikum saman og því urð- um við að vera saman á tónleika- kvöldinu sjálfu, okkur til sárabótar og notuðum það til að vinna áfram að verkefninu,“ segir Hallveig Rún- arsdóttir söngkona, en ekki reynd- ist unnt að sýna Mistakasögu mann- kyns á nýafstaðinni Listahátíð í Reykjavík eins og til stóð. „Vegna veikinda á lokametrunum náðum við ekki að klára verkefnið, en æf- ingatíminn var af skornum skammti þar sem hluti hópsins var erlendis og kom ekki til landsins fyrr en örskömmu fyrir tónleika,“ segir Hallveig og bendir á að ákveðið hafi verið að fresta tónleik- unum til haustsins, en þeir verða fimmtudaginn 22. september í Gamla bíói. „Þetta verður mjög spennandi þegar þar að kemur,“ segir Hall- veig og þakkar forsvarsmönnum Gamla bíós fyrir liðlegheit sín. „Þeir voru svo indælir að flytja tón- leikana til á síðustu stundu án þess að Listahátíð þyrfti að borga sér- staklega fyrir það,“ segir Hallveig og tekur fram að tónleikarnir séu eftir sem áður unnir í samstarfi við Listahátíð. „Við hlökkum til hausts- ins þegar við kýlum á þetta. Þetta verður rosa gaman. Tónleikarnir verða bara ennþá betri,“ segir Hall- veig og tekur fram að ekki spilli fyrir að fá að melta hlutina og vinna þá áfram. „Hefðu veikindin ekki sett strik í reikninginn í liðinni viku hefðum við getað boðið upp á mjög flottan konsert, en við höldum áfram að vinna efnið og lofum ennþá betri konsert í haust.“ Frestað til hausts Morgunblaðið/Ómar Söngkona Hallveig Rúnarsdóttir. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Leikstjórinn og leikarinn Kári Við- arsson fór beint eftir nám sitt í stór- borginni London og út í Rif á Snæ- fellsnesi til að setja upp leiksýn- ingar. Í London búa 8,5 milljónir manna en í Rifi búa 170 manns. Í kvöld verður sýningin One night stand frum- sýnd á ensku hjá Frystiklefanum í Rifi, en svo kall- ast leikfélagið sem hefur verið ansi öflugt undanfarin ár á Snæfellsnes- inu. 75-90 leiksýningar í sumar Miðvikudaginn síðastliðinn, þann 1. júní, hófst nýtt sumarleikár Frystiklefans í Rifi. Leikár Frysti- klefans eru mánuðirnir júní, júlí og ágúst þar sem fimm leiksýningar verða leiknar í hverri viku. Þar að auki tekur leikhúsið við sérpönt- unum á leiksýningum og má því bú- ast við að sýningar hússins verði á milli 75-90 í sumar. Sýningarnar verða ýmist sýndar á ensku eða íslensku, fastar kvöldsýn- ingar á ensku en sérpantaðar sýn- ingar fyrir íslenska hópa á íslensku. Í tengslum við þetta nýja leikár hefur Frystiklefinn ráðið til starfa 4 atvinnuleikara sem taka þátt í sýn- ingum hússins og öllum öðrum verk- efnum þess nú í sumar. Leikarar Frystiklefans í sumar eru: Anna Margrét Káradóttir, Ásgrímur Geir Logason, Júlíana Sara Gunnars- dóttir, Vala Kristín Egilsdóttir og Kári Viðarsson (sem jafnframt er eigandi og listrænn stjórnandi húss- ins). Stjórnandinn er frá Hellissandi Aðspurður hver sé uppruni Frystiklefans segir Kári Viðarsson að hann sjálfur hafi alist upp á þessu svæði, hann sé frá Hellissandi sem er bara við hliðina. „Ég byrjaði að gera leiksýningar þarna 2010, strax og ég kom heim úr námi,“ segir Kári. „Ég fékk skemmtilegt rými til að vinna í og svo vatt þetta uppá sig og núna er þetta orðið að svolítið stóru dæmi. Mér þykir vænt um Rif. Ég var mikið þar sem barn og mér fannst upplagt að byrja minn atvinnuleik- ara feril heima hjá mér. Það er frá- bært að vinna þarna og þægilegt að skapa þarna. Mér finnst æði að geta sinnt minni vinnu á þessum stað sem mér þykir svo vænt um. Svo finnst mér líka mikilvægt að menningin eigi styrkar stoðir úti á landi sem séu studdar af atvinnumönnum. Þetta þarf ekki að eiga sér stað á stóru stöðunum. Ef hlutirnir eru gerðir af alúð og metnaði þá virka þeir, hvar sem þú ert svosem stadd- ur á landinu eða í heiminum. Þetta eru allt atvinnuleikarar sem ég hef fengið til liðs við mig. Allt menntaðir leikhúslistamenn.“ Leikskólar og leiklist Fyrir utan metnaðarfulla dagskrá fyrir fullorðna kemur Frystiklefinn að sýningum fyrir aðra íbúa nær- samfélagsins. Frystiklefinn fer í leikskóla og á dvalarheimili. „Já, við höfum farið í leikskólana og líka komið upp smá leiklistarskóla fyrir krakka á grunnskólaaldri,“ segir Kári. „Við erum líka með dagskrá á dvalarheimilinu í Ólafsvík.“ Metnaður er fyrir mestu „Núna í ár er þetta í fyrsta skiptið sem við erum með svona margar sýningar í gangi á sama tíma,“ segir Kári. „Maður er svolítið þreyttur á því hvað góðir gagnrýnendur eru latir við að koma hingað. Við erum með sýningar á pari við atvinnuleik- húsin og þessvegna frekar þreytandi hvað það er erfitt að fá þá hingað. Sýningarnar verða oftast á ensku í sumar af því að á Snæfellsnesinu eru 4.000 heimamenn en á sumrin eru allt í einu 200 þúsund ferðamenn á ferli. Við munum líka sýna Mar sem er frá fyrra ári og var þá tilnefnd til Grímuverðlaunanna. Við tókum á móti 2.500 Íslendingum á sýninguna í fyrra, sem er tuttugufaldur íbúa- fjöldi í Rifi. Í júlí munum við síðan frumsýna Genesis, sem er trúðasýning. Þetta er einnar konu sýning. Vala Kristín Egilsdóttir leikur trúðinn. Hún og ég erum höfundarnir, hugmyndin er hennar og ég kem síð- an inní ferlið og er leikstjórinn og við smíðum handritið saman.“ Fallegt fólk Mynd úr sýningunni Hero, fyrstu sýningunni sem Frystiklefinn sýndi og er enn í sýningu hjá leikfélag- inu og verður sýnd alla miðvikudaga í sumar. Á þriðjudögum er Einnar nætur gaman sýnt í allt sumar. Ískaldar leiksýningar Amma skilur lífið Dídi amma er einn aðalkarakterinn í sýningu Frystiklef- ans Einnar nætur gaman. Amman er að sjálfsögðu á Tinder og fílar það.  London, leikskólar og Rif  Á leiksýninguna kom tuttugufaldur íbúafjöldi bæjarins  Frost eða frystiklefi Kári Viðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.