Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  134. tölublað  104. árgangur  FRAM UNDAN ER SKEMMTUN SEM EKKI GLEYMIST ÞEKKTIR SEM MINNA ÞEKKTIR KOMA FRAM HEIÐDÍS HANNA OG STEINAR LOGI HLUTU STYRK SUMARMÖLIN Á DRANGSNESI 39 UNGIR TÓNLISTARMENN 3824 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM EM Vilhjálmur A. Kjartansson Viðar Guðjónsson Guðmundur Hilmarsson Um 27 þúsund Íslendingar sóttu um miða á Evrópumótið í knattspyrnu karla, sem hefst í Frakklandi í kvöld, eða um 8% þjóðarinnar. Þetta er 15. úrslitakeppni EM en opnunarleikur mótsins er á milli Frakka og Rúm- ena. Síðan rekur hver leikurinn ann- an þar til kemur að úrslitaleiknum 10. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Portúgal á þriðjudag. Talið er að Íslendingar muni á keppnisstað eyða 5-6 milljörðum króna.Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, segir að sam- kvæmt UEFA muni hver stuðnings- maður sem sækir Frakkland heim eyða að meðaltali 93 þúsund krónum. „Við vitum í raun ekkert hve miklu Íslendingar eiga eftir að eyða á mótinu og það verður líka að hafa í huga að inni í þessari tölu er hvorki flug né miðaverð á leiki.“ Dr. Sigurður Jóhannesson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, segir ljóst að landsmenn muni eyða einhverjum milljörðum en það hafi ekki nein veruleg áhrif á hag- kerfið. Um 50 blaðamenn munu fylgja landsliðinu eftir, helmingurinn verð- ur erlendir blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. Einar Björn Árnason, kokkur landsliðsins, fékk næringarfræðing með sér til að raða réttu magni af fitu, próteini og kol- vetnum fyrir komandi átök. 8% þjóðarinnar á EM  15. Evrópumótið í knattspyrnu hefst í kvöld  Um 27 þúsund Íslendingar sóttu um miða á leiki Íslands  Talið að eyðsla þeirra í Frakklandi nemi milljörðum MEM »4, 16, 21 og Íþróttir EM í Frakklandi » Flautað verður til leiks í kvöld í París þar sem Frakkar og Rúmenar mætast. » Kostnaður Íslendinga sem fylgja landsliðinu nemur ekki undir 5-6 milljörðum. » Um 50 blaðamenn munu fylgja landsliðinu eftir. Sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar kynntu í gær ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt henni verða aflaheimildir í þorski auknar um 5.000 tonn, fara í 244 þúsund tonn. Óbreytt ráðgjöf er í ufsa, eða 55 þúsund tonn, og aflahámark í ýsu lækkar um 1.800 tonn, fer niður í 34.600 tonn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, áætla að tekjuaukning af aukn- um veiðiheimildum umfram sam- drátt gæti numið um milljarði króna. Aukinn þorskkvóti skilar um tveim- ur milljörðum króna en á móti er samdráttur í löngu, ýsu og íslenskri sumargotssíld. Formaður SFS, Jens Garðar Helgason, segir að þar á bæ hafi verið búist við meiru, einkum í þorski. Þá segjast smábátasjómenn hafa orðið fyrir vonbrigðum með ráðgjöfina. Fram kom á kynningarfundi sér- fræðinga Hafró í gær að hrygn- ingarstofn þorsks hefði stækkað á undanförnum árum og hefði ekki verið stærri í 40 ár. Veiðihlutfall hef- ur lækkað og er það lægsta á því tímabili sem gögnin ná yfir. Nýliðun þorsks hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 1998. aij@mbl.is »6 Búist var við meiru Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fiskveiðar Hafró hefur kynnt ráð- gjöf sína fyrir næsta kvótaár.  Aflaverðmæti gæti aukist um milljarð Leikskólinn Askja útskrifaði í gær þau börn sem yfirgefa nú leikskólann og halda á vit ævintýr- anna í grunnskólunum. Voru börnin glöð og spennt yfir að takast á við nýjar áskoranir. Dóra Margrét Bjarnadóttir, skólastjóri Öskju, segir að dagurinn hafi verið dásamlegur, veðrið hafi leik- ið við börn og foreldra og kennarar kvatt út- skriftarnemendur með sorg í hjarta. „Við gerum svolítið úr þessum áfanga því að þetta er stórt skref,“ segir Dóra. Hvert barn fékk meðal annars stein og birki- hríslu auk umsagnar og veglegs faðmlags frá kennurum í kveðjugjöf. „Steininn fær hvert og eitt barn sem það skreytir með fallegum hugs- unum,“ segir Dóra, ánægð með útskriftina. Leikskólinn kvaddur og haldið á vit ævintýranna Morgunblaðið/Eggert  „Þegar fólk ánetjast ein- hverju er það vanalega að flýja tilfinningalegan sársauka. Fyrsta spurningin er því ekki af hverju fíkn heldur af hverju sársauki,“ segir Gabor Maté, læknir frá Kanada, sem mun um helgina halda fyrirlestra á sviði ávanabindingar. Maté er þekktur fyrir rannsóknir sínar á fíkn og þær meðferðir sem hann beitir, en viðburðurinn fer fram í Hörpu í Reykjavík. »14 Gabor Maté heldur fyrirlestra um fíkn Gabor Maté  „Þetta er í fyrsta lagi öryggismál og í öðru lagi er sorglegt að þessari braut sé lokað,“ segir Leifur Hall- grímsson, framkvæmdastjóri Mý- flugs, en félagið sinnir nær öllu sjúkraflugi innan Íslands sam- kvæmt samningi við heilbrigðis- ráðuneytið. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka norð- austur-/suðvesturflugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ólöf Nordal innanríkisráð- herra segir að niðurstaða Hæsta- réttar verði virt. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, er mjög ánægð- ur með niðurstöðu Hæstaréttar. „Mér finnst hún skýr og þetta er fullnaðarsigur í málinu. Megin- niðurstaðan er að þessir samningar halda og brautinni verður lokað.“ »10 Sorglegt að neyðarbrautinni verði lokað, segir framkvæmdastjóri Mýflugs Morgunblaðið/RAX Vatnsmýrin Einni braut Reykjavíkur- flugvallar ber að loka í haust.  Vísinda- og tæknimönnum Orku- veitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Ís- lands o.fl. tókst að binda allt að 95% af gróðurhúsalofttegundinni koltví- sýringi (CO2) sem steintegund í bas- altberglögunum við Hellisheiðar- virkjun. Ferlið tók einungis tvö ár en áður var talið að það tæki aldir eða árþúsundir. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fundið sé öflugt vopn gegn loftslagsvandanum. „Við leystum koltvísýringinn upp í vatni sem dælt var niður í jörðina. Þegar vatnið kemst í snertingu við ungt og hvarfgjarnt basaltið leysist bergið upp og við það losna efni eins og kalsíum, magnesíum og járn. Efnin bindast uppleysta koltvísýringnum og mynda m.a. karbónatsteindir,“ sagði dr. Edda Sif Pind Aradóttir verkefnisstjóri. Ein helsta steindin sem myndast er kalsíumkarbónat. »4 Niðurdæling koltvísýrings í vatni gæti reynst öflugt vopn gegn loftslagsvanda Morgunblaðið/Árni Sæberg Hellisheiðarvirkjun Með niðurdælingu tókst að binda gróðurhúsagasið í bergi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.