Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þessi sýning er samansafn afalveg ógurlega miklumóþekktarormum. Einn ert.d. Gutti og við syngjum Guttavísur eftir Stefán Jónsson. Mér er það mikið í mun að börnin þekki þessar gömlu vísur. Uglan mætir líka en hún á afmæli. Hún er ógurlega geðill, þó hún eigi afmæli þá heldur hún áfram að vera geðill. Dýrin færa henni gjafir og hún nennir ekkert að sinna þeim, segir þeim að setja þær í póstkassann. En svo rankar hún við sér þessi elska og sér fínu gjafirnar og syngur með þeim og allir eru góðir,“ segir Helga Steffensen glaðlega um sýninguna Óþekktarorma sem Brúðubíllinn sýnir í júní. Boðskapurinn um að allir eigi að vera vinir er í forgunni. Það sama er upp á teningnum í öðru leikriti sem verður sýnt í júlí. Í sýningunni koma fleiri per- sónur eins og t.d. óþekktarormurinn sjálfur og kynnir sýningarinnar er enginn annar en Lilli sem hvert mannsbarn þekkir. Í brúðuleikhúsinu segir Helga mikilvægt að sýningarnar séu hnit- miðaðar og atriðin stutt því hún er fyrir þau allra yngstu sem eru að kynnast leikhúsinu oft í fyrsta skipti. Helgu þykir mikilvægt að sú upplifun sé góð og segir brúðuna sniðna inn í það hlutverk. „Brúðan höfðar svo sterkt til barnanna. Hún er vinur þeirra,“ segir Helga sem hefur stjórnað leik- húsi Brúðubílsins í 34 ár af einstakri gleði. Hún er höfundur verksins, Brúðubíllinn stökk- pallur út í heim Það dylst engum að sumarið er komið því Brúðubíllinn er kominn á fulla ferð og slær ekki af fyrr en í sumarlok. Óþekktarormar er nýtt leikrit sem var frumsýnt í vikunni og verður sýnt út júnímánuð. Að vanda verður Helga Steffensen í aðal- hlutverki en með henni eru bílstjórinn Gígja Hólmgeirsdóttir og Hörður Bent Víð- isson sem fer í leiklistarnám til Bandaríkjanna, í Los Angeles, í haust. Óþekktarormar Leiksýningin í júní fjallar um ýmsa óþekktarorma. Brúðubíllinn Frá frumsýningu Óþekktarorma í Árbæjarsafninu í vikunni. Sumarfríið nálgast óðfluga ogfjölmargir eru eflaust farnir aðskipuleggja ferðalög fjölskyld- unnar. Vinsælt er að ferðast um land- ið á sumrin, enda eru ótalmargir áhugaverðir staðir og náttúruperlur um allt land sem gaman er að skoða bæði fyrir börn og fullorðna. Þá er tækifæri til að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar og tilvalið að stunda útivist í einhverri mynd. Að vera úti í náttúrulegu umhverfi hefur róandi áhrif á okkur, bæði börn og fullorðna. Við slíkar aðstæður gæti verið snjöll hugmynd að taka úr sam- bandi tölvur og snjallsíma og fá að upplifa heiminn í gegn um okkar eig- in skynfæri án allra truflana. Að undanförnu hefur verið mikil umræða um kvíða og einbeitingar- leysi barna og unglinga. Skólanámið getur reynst mörgum börnum erfitt og mikið áreiti er til staðar í nútíma samfélagi. Þó samskiptamiðlar, tölv- ur og snjallsímar séu góð getur svo farið að tækin taki yfir og börn sem fullorðnir verði háð þessum lífsmáta. Þetta getur orðið of mikið og keyrt um þverbak. Margar rannsóknir benda til að útivera hafi góð áhrif og geti verið gott mótvægi við kyrrsetu og símanotkun. Í náttúrunni fá börn frelsi til að upplifa og skoða umhverfið á sínum eigin forsendum og leyfa áhuganum og ímyndunaraflinu að ráða för. Nátt- úran hefur verið hinn eðlilegi leik- völlur barna í gegn um aldirnar og margir eiga bernskuminningar frá slíkum aðstæðum sem þeir muna alla ævi. Við ættum að stuðla að fleiri tækifærum sem börn dagsins í dag hafa til útivistar og ekki skemmir fyr- ir ef útivistin er með fjölskyldunni. Lykillinn að jákvæðri upplifun er að útivistin sé á forsendum barnsins. Að fara á hraða barnsins, hafa með sér nesti og stoppa frekar oftar en sjaldnar. Tilvalið er að krydda dag- skrána með einföldum atriðum. Það má fara í ýmsa leiki, taka með smá dót eins og sippubönd, einn lítinn bolta eða badmintonspaða til að nota í íslenska logninu. Þetta tekur lítið pláss í bakpokanum og getur lífgað uppá daginn. Það sem skiptir miklu máli er að ætla sér ekki um of og muna að njóta augnabliksins. Þegar ferðast er með börn er betra að fara sér hægar, njóta augnabliksins og lifa í núinu. Víða um land eru skemmtileg úti- vistar- og tjaldsvæði. Eitt af þeim svæðum er á Úlfljótsvatni. Þangað er tilvalið að koma á fjölskyldutjald- svæði sem býður uppá skemmtilega möguleika. Nú um helgina 10. – 12. júní gista fjölskyldur frítt á tjald- svæðinu auk þess sem boðið verður upp á fjölbreytta fría dagskrá. Förum út, verum saman. Útivist fyrir alla Starfsfólk á fjölskyldusvæðinu við Úlfljótsvatn gefur góð ráð fyrir útileguna Njótum Með því að leyfa börnunum að kanna náttúruna í rólegheitunum upplifa þau margt sem þau geta ekki upplifað af tölvuskjám. Náttúruleg gæðastund fyrir fjölskylduna Skátahornið Inga Ævarsdóttir  Höfundur er útivistarskáti, meistaranemi í kennslufræði og útinámi og starfsmaður Úlf- ljótsvatns. Síðasta haust flutti ég tilReykjavíkur. Ekki nóg meðað ég hafi flutt til Reykja-víkur, heldur er ég nú bú- settur í mekka alls þess sem ég fyrirlít, nefnilega 101 Reykjavík. Verandi landsbyggðarperri hef ég miklar skoðanir á íbúum höfuð- borgarinnar. Reykvíkingar hafa t.d. aldrei kunnað að keyra í snjó, það hef ég alltaf sagt. Síðan kunna þeir heldur ekki að vinna – a.m.k. ekki í 101. Ef þeir eru í vinnu á annað borð, rétt reka þeir nefið inn á einhverja skrifstofu yfir miðjan daginn og þamba eitthvert mjólkursull sem þeir kalla kaffi. Í vetur var varað við ægilegu óveðri. Strætisvagnar borgarinnar hættu að ganga um kaffileytið og foreldrar voru beðnir um að sækja börn sín snemma í skólann. Um það leyti sem Reykjavík lam- aðist vegna meints veðurofsa gekk ég út í næstu kjörbúð og ætlaði að kaupa kvöldmat. Þegar ég gekk inn í búðina blöstu við mér tómar hillurnar. Fólk hafði hamstrað. Aumingj- arnir þurftu að birgja sig upp. Ég endaði á að svæla í mig ein- hverjum frosnum óþverra, sem átti að heita blanda af ham- borgara og flatböku. Þetta var það eina sem eftir var í búð- inni sem kalla mætti máltíð, en verslun þessi er í 101 og selur því ekki alvöru, þjóðlegan mat. Úti á landi þekkist svona fífla- gangur ekki, enda sækir vargurinn ekki í frosinn gervimat. Hann neglir girðingarstaura, bakkar með kerru og drekkur kaffi sem líkist helst malbiki. Hann sendir börnin sín gangandi í skólann og verður aldrei veikur. Ég er mjög veikur fyrir landsbyggðarvarginum, sem er heiðarlegur í framsóknarmennsku sinni og bölvar nýjungum. Hinn dæmigerði Reykvíkingur er hins vegar holdgervingur aumingja- væðingarinnar. Hann er á móti allri uppbyggingu og iðnaði, enda hefur hann aldrei unnið handtak á ævinni. Ég veit alveg að í Reykja- vík eru líka sjómenn og iðn- aðarkarlar. Ég veit líka að maður þarf ekki að standa í harki alla daga til að vera ekki aumingi. Ástæða þess að mér finnst Reyk- víkingar aum- ingjar er rosalega mikið afþvíbara. »Hinn dæmigerði Reyk-víkingur er hins vegar holdgervingur aumingja- væðingarinnar. HeimurVífils Vífill Atlason vifill@mbl.is Resorb Sport Þegar þú stundar úthaldsíþróttir eins og hjólreiðar, fjallgöngur, hlaup o.fl. • Bætir upp vökvatap • Minnkar líkur á vöðvakrömpum • Flýtir endurheimt (recovery) • Bragðgóður og handhægur • Inniheldur m.a. magnesium Fæst í fjölmörgum apótekum Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán.–fös. 8:30–17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.