Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Tveir ungir tónlistarmenn hlutu í gær styrki úr styrktarsjóði Halldórs Hansen við hátíðlega athöfn í Saln- um. Styrki hlutu Heiðdís Hanna Sig- urðardóttir sópran og Steinar Logi Helgason kirkjutónlistarmaður, en bæði luku bakkalárnámi frá Listhá- skóla Íslands í vor. Ekki er hægt að sækja um styrk í sjóðinn heldur vel- ur sjóðsstjórnin styrkþega sem náð hafa framúrskarandi árangri á sínu sviði og hljóta styrkþegar í ár að launum 750 þúsund krónur hvor. Viðburðaríkt ár að baki „Þetta kom mér ánægjulega á óvart. Það er skemmtilegt og líka mikil virðing sem felst í því að fá þessa viðurkenningu,“ segir Heiðdís Hanna Sigurðardóttir söngkona. Hún lauk framhaldsprófi í söng frá Tónlistarskóla Garðabæjar vorið 2011 og stundaði í framhaldinu nám á bakkalárstigi við Tónlistarháskól- ann í Freiburg, Þýskalandi, í þrjú ár. Sl. haust hóf hún nám í LHÍ og lauk þaðan bakkalárnámi í vor. Í janúar sl. söng Heiðdís Hanna á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, en hún var einn fjögurra sig- urvegara í einleikarakeppni SÍ og LHÍ. Í mars sl. var Heiðdís Hanna staðgengill Þóru Einarsdóttur í óp- erunni Don Giovanni sem sett var upp af Íslensku óperunni snemma árs 2016. „Það er því viðburðaríkt ár að baki og þessi styrkveiting er eins og punkturinn yfir i-ið,“ segir Heiðdís Hanna og tekur fram að styrkurinn komi í góðar þarfir. „Stór hluti styrksins mun fara í skólagjöld, en í haust byrja ég í tveggja ára mast- ersnámi í sköpun, miðlun og frum- kvöðlastarfi sem kallast NAIP við LHÍ. Auk þess sem ég mun senni- lega nýta hluta styrksins til að sækja einkatíma eða masterklassa erlendis,“ segir Heiðdís Hanna sem í sumar mun koma fram á tónleika- röðinni Pearls of Icelandic Song í Kaldalóni Hörpu. Hefur fengið að blómstra „Ég er afar þakklátur fyrir að hugsað sé svona fallega til manns. Það hafa verið ótrúleg forréttindi að fá að læra við Listaháskólann þar sem gæði kennslunnar eru mikil og maður hefur fengið að blómstra,“ segir Steinar Logi Helgason. Hann útskrifaðist með kirkjuorganista- próf úr Tónskóla þjóðkirkjunnar vorið 2013 og hóf þá um haustið nám í kirkjutónlist á bakkalárstigi við Listaháskólann sem hann lauk í vor. Aðspurður segist Steinar Logi vera á leið til Danmerkur síðla sum- ars til frekara náms í kirkjutónlist við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. „Styrkurinn er eyrnamerktur húsaleigu í Kaup- mannahöfn,“ segir Steinar Logi, sem áður hefur hlotið styrki úr Ný- sköpunarsjóði námsmanna og Hall- dórs Hansen sjóðnum vegna rann- sóknarvinnu undir handleiðslu Hróðmars I. Sigurbjörnssonar á tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar og Jóns Nordal. Í tengslum við þá vinnu hefur hann haldið fyrirlesta á Sumartónleikum í Skálholti og á Hugarflugi, rannsóknarráðstefnu LHÍ. „Í byrjun júlí mun ég taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti þar sem LHÍ verður með tónleika- dagskrá til heiðurs Jóni Nordal í til- efni níræðisafmælis hans.“ Steinar Logi er stofnandi og stjórnandi Kammerkórs tónlistar- deildar LHÍ. „Í gegnum námið hef- ur kórstjórn verið í fókus hjá mér. Sú hugmynd kviknaði meðal nem- enda að stofna kór sem gæti flutt krefjandi kórtónlist,“ segir Steinar Logi og bendir á að kórinn hafi verið nemendum í tónsmíðanámi hvatning til að semja fyrir kór. „Ég vona að kórinn starfi áfram og nýr stjórnandi finnist, því það er ómetanlegt að flytjendur og tón- skáld geti átt listrænt samtal,“ segir Steinar Logi og hrósar stjórnendum LHÍ í hástert fyrir hversu jákvætt tekið er í hugmyndir nemenda og þeim þannig leyft að blómstra. „Þetta er svo langt frá því að vera sjálfsagt og ég efast um að tekið hefði verið jafnvel í stofnun kamm- erkórsins í ýmsum menntastofn- unum erlendis.“ Steinar Logi var einn af starfandi organistum í Langholtskirkju í vet- ur ásamt því að stjórna Kór Lang- holtskirkju, en hann hlaut sína kór- þjálfun í Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. „Þegar Jónsi [Jón Stefánsson] lenti í slysinu og féll síðan frá, vorum við nokkur sem leystum af sem org- anistar í kirkjunni. Það var dýrmæt reynsla fyrir mig að fá að stjórna Kór Langholtskirkju. Jónsi var bú- inn að byggja upp afskaplega flott starf í kirkjunni og mikil forréttindi að fá að kynnast því starfi og fá að vinna með öllu því hæfileikafólki sem tekur þátt í tónlistarlífinu þar. “ Þakklát fyrir viðurkenninguna  Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og Steinar Logi Helgason hljóta styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen  Stefna bæði á frekara tónlistarnám, Heiðdís hérlendis en Steinar í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Eggert Ánægð Steinar Logi Helgason og Heiðdís Hanna Sigurðardóttir voru að vonum ánægð í Salnum í gær þegar þau tóku formlega við styrkjunum. Hjá þeim stendur Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Styrktarsjóður Halldórs Hansen var stofnaður 11. desember 2002 og starfar undir væng Listaháskóla Íslands. Halldór var barnalæknir og lét eftir sig mikið tónlistarsafn með m.a. um 10.000 þúsund hljóm- plötum, sem hann ánafnaði Listaháskóla Íslands í erfðaskrá ásamt öðrum eigum sínum sem skyldu renna í sérstakan sjóð í hans nafni. Í skipulagsskrá stjórnar sjóðs- ins kemur fram að meginmark- mið hans séu að styrkja upp- byggingu og styðja við tónlistarsafn LHÍ. Auk þess veit- ir sjóðurinn árlega styrki til tón- listarnema, sem hafa lokið fyrsta háskólastigi og hafa að mati sjóðsstjórnar náð fram- úrskarandi árangri á sínu sviði. Fyrsta verðlaunaveitingin fór fram 2004, og er þetta í 11. sinn sem veitt eru verðlaun úr sjóðn- um. Úthlutað úr sjóðnum í 11. sinn FYRIR ÞÁ SEM NÁ FRAMÚRSKARANDI ÁRANGRI Á SÍNU SVIÐI Tónlistarhátíðin Secret Solstice, sem haldin verður 16.-19. júní í Laugardal, verður fyrsta íslenska vörumerkið sem fær sína eigin sögu í beinni í snjallsímaforritinu Snapc- hat, sk. Live Story. Forritið safnar þá saman „snöppum“ gesta hátíðar- innar og streymir beint frá hátíð- inni laugardaginn 18. júní. Hátíðar- gestir geta þá sent inn sín eigin myndskeið í gegnum forritið sem púslað verður saman í rauntíma af Snapchat-teyminu. Þannig geta 150 milljón notendur Snapchat um allan heim fylgst með Secret Solstice í snjallsímum sínum. Þá verða starfs- menn Snapchat á svæðinu og gera svonefnda „geofiltera“ fyrir hátíð- arsvæðið sem hátíðargestir geta notað til að skreyta myndir og myndskeið sín inn í forritinu, skv. tilkynningu. Í gær varð svo að- gengilegt app hátíðarinnar, þ.e. smáforrit fyrir snjallsíma, þar sem sjá má tímasetningu tónleika o.fl. AFP Radiohead Thom Yorke og félagar leika á Secret Solstice 17. júní kl. 21.30. App og snapp á Secret Solstice Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Shu Yi er einn af þessum yndislegu nemendum sem ég hef haft á mínum tuttugu ára ferli þar sem nemandinn verður kennarinn,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í Listaháskóla Ís- lands, betur þekktur sem Goddur. Á morgun, laugardaginn 11. júní, verður opnuð ljósmyndasýning þeirra Godds og Shu Yi, í Gall- eríi Listamönnum, en sýningin kallast Exitus & Islands. Sofandi eyjar Ef myndir sem listamennirnir hafa sent frá sér til fjölmiðla eru metnar sem grunnur að sýning- unni þá virðist Breiðafjörður vera í miðpunkti tjáningar þeirra. Fréttatilkynningunni fylgir mjög póetískur texti. Textinn talar um sofandi eyjar og flestar þeirra höfum við yfirgefið. Hvað hugsum við þegar við hugsum um þessar yfirgefnu eyjar? Það er talað um söfn minninga, töframóment og hálfskaga. Eyjar, hvað merkja þær? Hálfsokknar eða bara rétt búnar að rísa úr hafinu, við Íslendingar ætt- um að þekkja það, við búum á einni slíkri risa- stórri, stærri en allt Tékkland, og með öllum þess- um smáeyjum í kring og smáskerjum. Í fréttatilkynningunni er minnst á að móðurætt Godds er frá Breiðafirði og þannig eru tilfinn- ingatengsl hans skiljanleg. En áhugaverðara verður að sjá túlkun Shu Yi. En hún er einmitt ekki úr Breiðafirði. Óvenjulegt að sýna með nemanda „Það er í sjálfu sér óvenjulegt að sýna með einum af nemendum sínum,“ segir Goddur. „En Shu Yi kom í skólann til okkar útskrifuð úr virt- um háskóla og þegar orðin þroskaður listamað- ur, þannig að það er bara gaman þegar það ger- ist.“ Shu Yi útskrifaðist fyrst úr háskóla í Beijing, en síðan úr London College of Communication áður en hún skráði sig til náms í Listaháskóla Íslands. Flestar myndirnar sem fylgja fréttatilkynning- unni eru af eyjum í Breiðafirði og Goddur segir að það sé meginviðfangsefnið. „Allar myndirnar sem ég er með á sýningunni eru teknar í Breiðafirði,“ segir Goddur. „En hún er einnig með myndir af Reykjanesi.“ Útsýni stækkar íbúðina Það er reyndar ein mynd þarna sem er einmitt eftir Shu Yi sem mér finnst fallegasta myndin en vera algjörlega á skjön við hinar myndirnar því hún er bara af hvítu herbergi og hvítum stól? „Nei, hún er ekki á skjön,“ segir Goddur. „Þar er verið að fjalla um rammann. Landslagið út um gluggann. Það er gluggi í herberginu og þar rétt sést í landslag sem er í takti við tón sýningarinnar. Ramminn og hvernig landslag er rammað inn skiptir miklu máli í upplifun áhorfandans. Þannig eru dæmi um að nútíma arkitektar á Ís- landi hafi beinlínis byggt falleg hús þar sem er sérstaklega tekið tillit til þess hvernig landslag er rammað inn í hverjum einum og einasta glugga hússins. Þetta skiptir allt máli. Ekki endilega hvað er inni í húsinu eða inni í herberginu í það og það skiptið, heldur hvernig landslagið sést út úr því.“ Kínversk sýn út um glugga Shu Yi Hvítt og dauði Þessi fallega mynd er hluti af sýningu Shu Yi og Godds í Galleríi Listamönnum.  Goddur og Shu Yi halda ljósmyndasýningu um helgina  Yfirgefnar eyjar og sofandi steinar  Goddur á uppruna sinn í Breiðafirði og hugsar til eyjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.