Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
» Lokatónleikarstarfsárs Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands
(SÍ), sem fram fóru í
gærkvöldi, voru tileink-
aðir minningu Jean-
Pierre Jacquillat fyrr-
um aðalhljómsveitar-
stjóra SÍ. Nú í júní eru
liðin 30 ár frá því Jac-
quillat stjórnaði sínum
síðustu tónleikum með
hljómsveitinni. Meðal
tónleikagesta voru
Cecile Jacquillat, ekkja
Jean-Pierre Jacquillats.
Góð stemning á lokatónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í gærkvöldi
Morgunblaðið/Eggert
Tónsproti á lofti Hljómsveitarstjórinn Eivind Aadland kemur frá Noregi og er einn sá virtasti þar í sínu fagi.
Brosmildar Diddú, eða Sigrún Hjálmtýsdóttir og tvær hollenskar vinkonur. Sátt Oddný Sturludóttir og Sigurjón Jónsson voru ánægð með tónleikana.
Ánægðar Arna Kristín Einarsdóttir og Cécile Jacquillat, ekkja Jean-Pierre.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður
haldin á Drangsnesi á morgun en sú
nýbreytni verður
á hátíðinni í ár að
hún hefst með
uppistandi í kvöld
kl. 21 á Malar-
kaffi. Saga Garð-
arsdóttir og Hug-
leikur Dagsson
munu kitla
hláturtaugar
gesta og hita þá
upp fyrir tón-
leikana sem
haldnir verða í samkomuhúsinu
Baldri á morgun og hefjast kl. 19.30.
Húsið verður opnað hálftíma fyrir
tónleika. Á Sumarmölinni koma
fram að þessu sinni fram FM Bel-
fast, Lay Low, Karó, Kippi Kaninus,
Rúna Esra, Snorri Helgason og Úlf-
ur Úlfur. Eftir tónleikana mun DJ
Hermigervill þeyta skífum á Malar-
kaffi fyrir þá sem vilja meiri tónlist
og stuð. Miðaverð er 5.900 kr. en
ókeypis er fyrir 12 ára og yngri.
Vildi halda stærri tónleika
Hátíðin er haldin í fjórða sinn og
að henni stendur sem fyrr Björn
Kristjánsson, betur þekktur sem
tónlistarmaðurinn Borko. Hann bjó
og starfaði sem kennari á Drangs-
nesi í nokkur ár og stóð þá fyrir tón-
leikaröðinni Mölinni og síðar Sumar-
mölinni. Björn segir að á Mölinni
hafi verið haldnir litlir, kósí tón-
leikar á veitingastað þorpsins en
hann hafi langað til að halda stærri
tónleika og því komið Sumarmölinni
á koppinn í samkomuhúsinu. „Þegar
ég byrjaði með Mölina var hug-
myndin að gefa eitthvað til baka í
þorpið, búa til meira líf þar. Sumar-
mölin var rökrétt framhald á því,
mig langaði að halda umfangsmeiri
tónleika með stærri hljómsveitum
en rúmast á litlum veitingastað.“
Þekktir sem minna þekktir
-Hvernig velurðu hljómsveitir og
tónlistarmenn á Sumarmölina,
hringirðu bara í vini þína?
Björn hlær. „Þegar maður er bú-
inn að vera viðloðandi þennan
bransa í næstum því 20 ár eru þetta
náttúrlega orðnir mikið til vinir
manns og kunningjar. Ég hef reynt
að hafa kynjablöndu, bæði karla og
konur og sem næst til jafns. Ég hef
líka reynt að hafa listamenn sem
annaðhvort eru frá Vestfjarðasvæð-
inu eða hafa einhver tengsl þangað.
Svo hef ég líka reynt að hafa blöndu
af þekktari og meira „mainstream“-
böndum í bland við eitthvað minna
þekkt og aðeins skrítnara og meira
indí.“
Og talandi um þekkta og lítt
þekkta þá kannast blaðamaður ekki
við Karó og Rúnu Esra. Hann fær
þær upplýsingar frá Birni að Karó
hafi farið með sigur af hólmi í Söng-
keppni framhaldsskólanna í fyrra,
gefið út tvö lög í samstarfi við Loga
Pedro og flytji vandaða popptónlist.
Rúna Esra er eiginkona Mugison og
segir Björn að hún sé skúffu-
tónskáld og muni á Sumarmölinni
opna skúffurnar.
Björn Kristjáns-
son/Borko
Úr skúffunni yfir í
meginstrauminn
Sumarmölin á Drangsnesi hefst með uppistandi í kvöld
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gleðisveit FM Belfast er með fjörugri tónleikasveitum landsins og kemur
fram á Sumarmölinni. Hér sést hún á Iceland Airwaves í fyrra.
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sun 12/6 kl. 15:00 aukasýn
Sýningum lýkur í vor!
Mugison (Kassinn)
Fös 10/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30
Sun 12/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30
Fim 16/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30
Fös 17/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30
Miðasala á mugison.com
DAVID FARR
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00
Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00
Sun 12/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00
Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00
Fim 16/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00
Lau 18/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00
Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00
Þri 21/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00
Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00
– með morgunkaffinu