Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 VINNINGASKRÁ 6. útdráttur 9. júní 2016 368 10151 20270 28741 41010 51112 61388 73554 672 10237 20311 28872 41342 51579 61611 73978 713 10599 20379 29047 41430 51660 62021 74175 1361 10746 20448 29411 41817 51701 62232 74199 1758 10805 20550 29466 41869 51857 62476 74489 1997 10868 20558 29601 42054 51950 62912 74684 2078 10941 20739 31282 42356 52021 63647 74904 2182 11056 20825 31525 42790 52087 63733 75809 2214 11707 20829 31845 42942 52095 64574 75811 2521 11711 21130 32585 43518 52496 64618 76397 2900 12063 21308 32601 43553 52810 64698 76478 3125 12150 21466 33350 43679 53044 65138 76553 3469 12409 21480 33751 44367 53078 65416 76593 3613 12566 22603 34477 44492 53185 65788 76827 3661 12590 22814 34496 44874 53563 66633 77000 4218 13034 22921 34766 44895 53652 66672 77283 4222 13091 23136 34872 45074 53721 66797 77315 4241 13654 23684 35860 46088 53992 67182 77451 4933 13841 23685 36040 46153 54133 67548 77752 5169 14141 23790 36319 46752 54767 67605 78052 6551 14602 24390 37577 46963 56176 68033 78523 6659 15306 24653 38066 47332 56723 68648 78542 6830 15837 25406 38071 47341 57297 68779 78646 7333 16183 25448 38322 47443 57717 69686 78675 7389 16304 25460 38388 48004 57773 69737 79059 7509 16329 25527 38645 48461 58022 70902 79094 7879 16580 25798 38869 48624 58978 71190 79268 8175 16997 25874 39028 49002 59380 71215 79449 8213 17208 25966 39117 49062 59415 71354 79527 8355 18055 25999 39174 49212 59561 71554 79681 8664 18149 26001 39776 49317 59581 71948 79871 9503 18354 26640 39901 49591 60597 72095 9578 18780 27012 40183 49774 60708 72704 9661 18861 27112 40299 49896 60788 72726 10040 19011 27653 40444 49936 60915 72875 10061 19287 27855 40887 50329 61097 72988 10092 19917 27869 41009 50830 61112 73205 247 8411 13146 27549 35780 44656 52985 66102 616 9056 13764 28393 36247 45034 54395 68264 855 9465 14289 29569 36496 45271 54558 70036 3727 9852 14906 29929 37093 45861 55990 70505 4146 10605 18085 30350 38762 46186 56066 72975 4514 10733 18927 31984 39274 48094 56525 75098 4806 11434 19643 32068 41663 49759 56529 76269 5123 11443 20121 32097 42246 50748 56536 79344 5839 11579 21658 32398 42571 50802 57681 79857 6628 12064 22605 32801 42897 51237 57968 6718 12071 24018 32809 44152 51510 58031 7427 12527 25685 33110 44322 52171 60308 8015 12818 26924 33230 44433 52917 60675 Næstu útdrættir fara fram 16., 23., 30. júní 2016 Heimasíða: www.das.is V i n n i n g u r Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) V i n n i n g u r Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) V i n n i n g u r Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 628 12267 18772 77545 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 355 14167 27330 51764 54317 72547 2323 16173 31613 51931 56799 74060 3772 20165 37008 52824 57277 79131 5900 21557 46308 53714 64214 79571 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 5 1 5 3 Laugardaginn þann 25. júní göngum við til kosninga. Þessar kosn- ingar eru merkilegar í marga staði. Í kosning- unum kjósum við leið- toga, leiðtoga hinnar íslensku þjóðar. Vanda þarf valið og greina þarf það sem skiptir máli frá því sem skiptir minna máli. Það er margt sem bendir til að við Íslendingar munum upplifa mikið góðæri á komandi árum. Á slíkum tímum er ekki síður nauðsynlegt að í forsetastólinn setjist maður sem þekkir sögu landsins vel, þekkir upp- runa þjóðarinnar, ber virðingu fyrir landi, fullveldi og þjóð. Sameinar sveitir og borg. Færir hið gamla nær því nýja. Kætir en jafnframt fræðir. Hefur reynslu og gagnrýna hugsun. Þessir eiginleikar eru ekki öllum gefnir. Landið okkar, Ísland. Okkar far- sælda frón. Með okkar dimmu vetr- arnætur og hinn langa vetur. Með fátt annað í náttúrunni en klaka, eld og fisk; hefur þessari harð- gerðu og fámennu þjóð þó tekist að komast á fremsta stall meðal þjóða. Slíkt er ekki sjálfgefið. Fullveldið, okkar hjartfólgna full- veldi, sem við börðumst svo lengi fyr- ir er brothætt. Það þarf að fara vel með það, virða og verja. Þótt sú ríka skylda hvíli á herðum allra lands- manna þarf sá sem leiðir þjóðina að að sýna algjört fordæmi í þeim mál- um. Aldrei má það gerast að leiðtogi þjóðarinnar sé undirgefinn öðrum þjóðum, hvort sem í meðvirkni eða með öðrum hætti. Menning okkar er einnig brothætt. Með okkar fámennu þjóð er ekki síð- ur mikilvægt að gætt sé að. Að sýnd sé varfærni og að við lærum af reynslu þjóðanna í kringum okkur. Við horfum öll agndofa upp á breyt- ingarnar í löndunum í kringum okkur og þann menningarlega óstöðugleika sem nú fer yfir hin frjálslyndu lönd Evrópu. Jafnvel hið frjálslynda Frakkland býr nú við hundruð „týndra hverfa“ þar sem allt önnur menning og hefðir ríkja en við höfum vanist og viljum. Það hriktir í stoðum Evrópu, það sjá allir sem vilja og þora að sjá. Löndin við botn Miðjarð- arhafs eru að hruni komin. Mikligarð- ur hefur tekið á sig nýja ásýnd harð- ræðis og minna kröfur og stjórnarhættir þaðan margt á það sem einkenndi Evrópu á fjórða ára- tug síðustu aldar. Stríð brjótast út hratt og þá reynir á grunngildi þjóð- arleiðtoga. Sveitir landsins eru okkur ekki síð- ur mikilvægar. Þar fer matvæla- framleiðslan fram. Án matvæla þrífst ekkert líf. Því miður virðist oft sem að einhverjir reyni eftir bestu getu að tvístra landinu, að etja sveitum gegn borg. Marðarhættir einkenna oft það atferli. Þó er það nú þannig að það væri engin höfuðborg án sveita og engin þjóð án höfuðborgar. Lands- höfðinginn þarf að hafa þetta í huga. Það þurfa einnig allir landsmenn að gera. Margir góðir frambjóðendur eru í framboði þetta árið. Einn er þó öðrum fremri. Sá er fæddur leiðtogi, leiðtogi af Guðs náð. Þeim manni tókst að sameina höfuðborgarbúa og færa höf- uðborgina til þeirrar virðingarstöðu sem hún á skilið. Þeim manni tókst að halda ríkisstjórnarsamstarfi saman lengst allra forsætisráðherra. Sá maður var sá allra fyrsti til að gagn- rýna framgöngu bankamanna, þá árið 2003, þegar hann tók út sparifé sitt til að mótmæla. Í Seðlabankanum átti hann sinn þátt í að smíða varn- arvopnin sem notuð voru þegar efnahagskreppan nam hér land. Sem ritstjóri Morgunblaðsins hefur hann viðhaft þá gagnrýnu hugsun sem allir ættu að temja sér. Í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga stóð hann sig með prýði. Margt bendir til að hefði Davíð Oddsson verið landshöfðingi á þeim erfiðu tímum hefði ástandið orðið betra og samstaðan ekki aðeins meðal þjóðar heldur einnig í stólum Alþing- is. Á þeim tímum, þegar við þjóðfé- lagsþegnar þurftum styrk stjórnmál- anna sem mest, var sundrungin á Alþingi algjör. Allt var gert til að tala niður þjóðina. Allt var gert til að sundra. Þar brugðust stjórnmála- mennirnir, þar brugðust fjölmiðlar og þar brugðust álitsgjafar. Menn sögðu jafnvel að ef við myndum ekki lúffa undan kröfum Breta og Hollendinga myndi ástandið hér verða svipað og í Norður-Kóreu. Þetta var sagt, eins heimskulega og það hljómar. Því mið- ur af þeim forsetaframbjóðanda sem hefur hvað mest fylgi þegar þessi orð eru rituð. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hef- ur öllu verið snúið á haus, sagan verið skrumskæld og upp hafa risið menn sem gera út á dýpstu og verstu hvatir mannskepnunnar; hatur, öfund og reiði. Sumir hverjir vegna hagsmuna, aðrir vegna meðvirkni. Það skiptir því öllu að við, sem styðjum Davíð Oddsson til forseta Ís- lands, leggjum okkur alla fram. Að við fylgjum okkar sannfæringu og þeim boðskap sem okkar fyrsti ráð- herra orti svo fallega um í ástarjátn- ingu sinni til Íslands. Þeirri heit- strengingu sem Davíð Oddsson hefur í alla tíð fylgt. Ef verð ég að manni, og veiti það sá, sem vald hefur tíða og þjóða, að eitthvað ég megni, sem lið má þér ljá, þótt lítið ég hafi að bjóða, þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt mál, hvern ljóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta og sál. (Hannes Hafstein) Forseti vor Eftir Viðar Guðjohnsen »Einn er þó öðrum fremri. Sá er fæddur leiðtogi, leiðtogi af Guðs náð. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur. Einhvern veginn hafa örlögin hagað því þann- ig að Róm er orðin mín borg. Þangað hef ég komið oft og mörgum sinnum í gegnum árin. Sem fararstjóri hef ég haft ánægjuna af að leiða fróðleiksþyrsta Ís- lendinga um borgina. Og sjálfur hef ég átt þar óteljandi ógleyman- legar stundir. Til Rómar liggja leið- irnar bæði í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu því áhrif borgarinnar eru ekki nærri alltaf augljós en koma upp á yfirborðið víða þegar betur er að gáð. Um leið er Róm lifandi og yndisleg borg og sá sem einu sinni hefur orðið ást- fanginn af henni á ekki auðvelt með að gleyma þeirri ást, hún fylgir honum alla tíð eins og ljúf endur- minning. Einn sérstæðasti staður Róm- arborgar er Necropolis – borg hinna dauðu, sem finna má undir Péturskirkjunni. Sú Péturskirkja sem nú stendur var vígð árið 1626. Hún er reist á grunni eldri kirkju frá tímum Konstantínusar keisara á 4. öld, en kirkja Konstantínusar var aftur byggð á fornum grafreit og helgistað. Kirkjunni var valinn staður þarna vegna þess að heim- ildir sögðu að þar væri að finna gröf Péturs postula. Fornleifafræð- ingar hafa í áratugi unnið að því að grafa sig í gegnum hin mörgu lög undir núverandi Pét- urskirkju. Í ljós hef- ur komið einstök borg sem kölluð er borg hinna dauðu, eða Necropolis, undir gólfi miðaldakirkj- unnar. Í borg hinna dauðu er að finna stórkostlega skreytt grafhýsi og götur sem hægt er að ganga um eftir að hreinsuð hefur verið frá mold og jarð- vegur aldanna. Og þarna, á 12 metra dýpi undir miðaldakirkjunni, fundu fornleifafræðingarnir gröf sem talin er geyma jarðneskar leif- ar Péturs postula. Þær eru enn geymdar þar en kapella hefur verið byggð ofan á hina fornu gröf á gólfi miðaldakirkjunnar. Allt hefur þetta magnaða völund- arhús undirheima kirkjunnar verið endurreist og innsiglað. Það er ekki opið almenningi heldur þarf að sækja um sérstakt leyfi hjá Vatíkaninu til að heimsækja það. Milljónir sækja víst um leyfi á hverju ári en aðeins 100 manns á dag í 10 manna hópum fá að fara niður í undirdjúp Vatíkansins í fylgd leiðsögumanns. Slíkur leið- angur er heldur ekki fyrir hvern sem er því þrengslin eru mikil og loftið þungt og engin leið að snúa við sé ferðin á annað borð hafin. Vatíkanið, eða Páfaríkið, stendur á bökkum Tíberfljótsins í miðri Róm- arborg og er eitt minnsta sjálf- stæða ríki heimsins. Péturskirkjan er ein þekktasta kirkja kristninnar. Hvolfþak hennar var teiknað af sjálfum Michelangelo og gnæfir það tignarlega yfir borginni. En í Vatík- ansafninu er að finna sixtínsku kap- elluna, sem er einkakapella páfa og hefur að geyma hinar frægu fresk- ur Michelangelos af sköpun heims- ins og dómsdegi. Péturskirkjan er reist á þeim stað þar sem talið er að Pétur postuli hafi verið jarð- settur, en hann lét að öllum lík- indum lífið í ofsókn sem Neró keis- ari í Róm stóð fyrir gegn kristnum mönnum þar í borg árið 67. Áður stóð þar mikil kirkja í basilikustíl sem Konstantín keisari lét byggja, en hún var vígð árið 326. Óteljandi listamenn komu að gerð kirkjunnar. Sjálfur hef ég tvisvar komið að gröf Péturs í Necropolis ásamt íslensk- um ferðalöngum. Til að komast þangað mættum við hjá svissnesku vörðunum við hlið Vatí- kanshallargarðsins. Þaðan vorum við leidd að skrifstofu fornleifa- rannsóknarinnar þar sem leið- sögumaður tók við okkur og fór með okkur inn í hvelfingarnar und- ir Péturskirkjunni. Hófst nú hin mesta ævintýraför. Í einfaldri röð gengum við Íslendingarnir inn í Í borg hinna dauðu – Necropolis Eftir Þórhall Heimisson » Áfram lá leiðin í gegnum borg hinna dauðu þar til við komum loks að hvelfingu við undirstöður grafhýs- anna fyrir ofan okkur. Þórhallur Heimisson – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.