Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
Eurajoki. AFP. | Finnar búa sig nú
undir að geyma geislavirkan úrgang
úr kjarnorkuverum sínum í djúpum
neðanjarðargöngum á lítilli grænni
eyju og talið er að hægt verði að
geyma hann þar í allt að 100.000 ár.
Göngunum verður læst og hugsan-
legt er jafnvel að lyklunum verði
hent.
Göngin nefnast Onkala (Gröfin)
og verða á eyjunni Olkiluoto, undan
vesturströnd Finnlands, en þar er
annað af tveimur kjarnorkuverum
landsins. Þau verða dýrari og eiga að
endast lengur en nokkrar aðrar
geymslur í heiminum fyrir kjarn-
orkuúrgang.
Ríki sem hagnýta kjarnorkuna
hafa átt í vandræðum með að finna
leiðir til að geyma geislavirkan úr-
gang úr kjarnorkuverunum frá því
að þau fyrstu voru reist á sjötta ára-
tug aldarinnar sem leið. Í flestum
landanna er úrgangurinn geymdur
ofanjarðar í bráðabirgðageymslum
en Onkala-göngin í Finnlandi eru
þau fyrstu sem eiga að duga til að
geyma geislavirku efnin varanlega.
Göngin verða tekin í notkun árið
2020 og gert er ráð fyrir að í þeim
verði geymd alls 5.500 tonn af kjarn-
orkuúrgangi, um 420 metrum undir
yfirborðinu. Talið er að verkefnið
kosti allt að 3,5 milljarða evra, jafn-
virði tæpra 490 milljarða króna, þar
til göngunum verður læst endanlega
á þriðja áratug næstu aldar.
„Þetta hefur krafist nýrrar verk-
þekkingar af ýmsu tagi,“ sagði Ismo
Aaltonen, aðaljarðfræðingur Posiva,
fyrirtækis sem sérhæfir sig í losun
geislavirks úrgangs og fékk heimild
til að hefja gangaframkvæmdirnar á
síðasta ári.
Segja að fyllsta öryggis sé gætt
Verkefnið hófst árið 2004 þegar
komið var á fót rannsóknamiðstöð til
að kanna hvort berggrunnurinn á
eyjunni hentaði fyrir slíka geymslu.
Ríkisstjórnin veitti síðan leyfi til
framkvæmdanna undir lok síðasta
árs.
Aðalgöngin eru núna um fimm
kílómetra löng með þrennum lóð-
réttum göngum fyrir lyftur og loft-
ræstingu. Gert er ráð fyrir því að
þau verði 42 kílómetra löng þegar
framkvæmdunum lýkur.
Svalt er í göngunum og bergið er
mjög þurrt og aðstæðurnar eru því
heppilegar til að vernda eldsneytis-
stangirnar gegn tæringaráhrifum
vatns.
Gert er ráð fyrir því að geisla-
virkni úrgangsins hverfi að mestu á
nokkrum öldum en við gerð gang-
anna er miðað við að þau endist í
100.000 ár til að gæta fyllsta öryggis.
Eldsneytisstangirnar verða settar í
járnhólka og síðan í þykk koparhylki
sem verða sett ofan í göngin. Hvert
hylki verður hulið lagi af bentoníti,
mjúkum og gleypum leir sem á að
verja hylkin gegn jarðskjálftum og
minnka hættuna á að vatn komist í
þau. Göngin verða að lokum fyllt
með leirklumpum og bentoníti áður
en þeim verður læst.
Þessari aðferð hefur verið beitt í
svipuðu verkefni sem hefur verið
unnið í Svíþjóð og Posiva segir að
hún sé örugg.
Hætta á leka?
Andstæðingar kjarnorkuvera,
þeirra á meðal Grænfriðungar, hafa
þó áhyggjur af því að geislavirk efni
geti lekið úr göngunum. „Kjarn-
orkuúrgangur hefur þegar verið bú-
inn til og þess vegna þarf að leysa
vandann með einhverjum hætti,“
sagði talsmaður umhverfisvernd-
arsamtakanna í Finnlandi, Juha
Aromaa. „En rannsaka þarf betur
ákveðna áhættuþætti sem lausn hef-
ur ekki fundist á.“
Bent hefur verið á að ógerningur
er að sjá fyrir hvernig aðstæðurnar
verða á eyjunni eftir 100.000 ár. Fyr-
ir jafnmörgum árum var Finnland
þakið ís að hluta, neanderdalsmað-
urinn lifði þá enn í Evrópu og hinn
viti borni maður, homo sapiens, var
byrjaður að færa sig frá Afríku til
Miðausturlanda. Jarðfræðingar geta
ekki útilokað að ný ísöld hefjist inn-
an 100.000 ára og kjarnorkuöryggis-
stofnun Finnlands hefur því óskað
eftir frekari rannsóknum á lang-
tímaáhrifum frosts á geymsluna.
Gröfin á að endast í 100.000 ár
Finnar hafa hafist handa við dýrustu og endingarbestu geymslu heimsins fyrir geislavirkan úr-
gang úr kjarnorkuverum Úrgangurinn verður geymdur í 42 km löngum neðanjarðargöngum
AFP
Kjarnorka Orkuverið á Olkiluoto, við vesturströnd Finnlands.
AFP
Rammgerð geymsla Fyrstu göngin í geymslu fyrir kjarnorkuúrgang.
Reykjavíkurvegi 64, Hfj,
s. 555 1515, enjo.is
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• 6 x hreinna - betri þrif
• Vinnuvistvænt
• Minni vatnsnotkun
Fáðu skínandi hrein gólf
með ENJO
Komið í verslun okkar
og sjáið úrvalið
Opið kl. 11-18 alla virka daga