Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Meginlínurnar í fiskveiðiráðgjöf fyrir næsta ár eru þær að yfirleitt eru litlar breytingar frá síðasta ári. Nokkrar undantekningar eru frá þessu, eins og hvað varðar löngu og íslensku sumargotssíld- ina. Almennt eru flestir nytja- stofnar við landið í ágætu jafn- vægi og nýting þeirra hófleg, þannig að breytingar í stofnstærð og ráðgjöf markast af óvissu í vexti og stærð uppvaxandi ár- ganga. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli sérfræðinga á Hafrannsóknastofnun á kynning- arfundi í gær. Samkvæmt ráðgjöf- inni verða aflaheimildir í þorski auknar um fimm þúsund tonn og ráðgjöfin er óbreytt í ufsa en aflahámark í ýsu lækkar um 1.800 tonn. Lægri meðalþyngd þorsks Hrygningarstofn þorsks hefur stækkað á undanförnum árum og hefur ekki verið stærri í fjörutíu ár. Veiðihlutfall hefur lækkað og er það lægsta á því tímabili sem gögn- in ná yfir. Nýliðun hefur verið fremur stöðug síðan 1998 en mun lægri en hún var árin 1955-1985. Stækkun stofnsins er því fyrst og fremst afleiðing minnkandi sóknar, segir í frétt frá Hafró. Áætlað er að viðmiðunarstofn þorsks minnki nokkuð árið 2017 þegar slakur árgangur frá 2013 bætist í veiðina. Hann fari síðan vaxandi á árunum 2018-2019 þegar árgangar frá 2014 og 2015 koma inn í veiðina, en þeir eru yfir lang- tímameðaltali. Meðalþyngd eftir aldri í afla hef- ur aukist undanfarin ár og var árið 2015 nálægt langtímameðaltali (1955-2015). Þyngdir 3-9 ára í stofnmælingum árið 2016, sem eru notaðar til að spá um þyngdir í við- miðunarstofni árið 2016, eru nokk- uð lægri en verið hefur síðustu ár- in. Vegna þessa er mat á viðmiðunarstofni í ársbyrjun 2016 nú um 9% lægra en fram kom í síð- ustu skýrslu. Lægri meðalþyngd en í fyrra leiðir til þess að aukning í ráðgjöf er minni en ýmsir hags- munaaðilar höfðu vænst. Stór árgangur ýsu 2014 og stærri ufsastofn Hrygningarstofn ýsu hefur minnkað á undanförnum árum en er yfir varúðar- og aðgerðarmörk- um aflareglu og er veiðihlutfall ár- in 2014 og 2015 metið það lægsta á stofnmatstímabilinu. Árgangar 2008-2013 eru allir metnir litlir en árgangur 2014 stór og 2015 ár- gangurinn nálægt meðaltali. Áætl- að er að viðmiðunarstofninn verði í lágmarki 2017 en stækki eftir það þegar árgangur 2014 bætist við hann. Samkvæmt aflareglu verður afla- mark í ýsu 34,6 þúsund tonn á fisk- veiðiárinu 2016-2017, sem er 1.800 tonnum lægra en aflamark yfir- standandi fiskveiðiárs. Ufsastofninn hefur stækkað und- anfarin ár og er hrygningarstofninn nú nálægt meðaltali áranna 1980- 2015. Nýliðun áranna 2009-2015 er frekar jöfn og 20% yfir meðaltali áranna eftir 1980. Veiðihlutfall árið 2015 var undir settu marki. Á síðasta fiskveiðiári náðust út- hlutaðar aflaheimildir í ufsa ekki og stefnir í að svo verði einnig á yf- irstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt aflareglu verður aflamark í ufsa 55 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016- 2017, sem er það sama og á þessu fiskveiðiári. Hrygningarstofn gullkarfa hefur vaxið ört síðan 2004 og er vel yfir skilgreindum varúðar- og aðgerð- armörkum. Veiðidánartala hefur verið nálægt settu marki undanfar- in fimm ár. Samkvæmt aflareglu verður aflamark 52,8 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016-2017, eða 1,8 þúsund tonnum hærra en ráðlagt aflamark yfirstandandi fiskveiði- árs. Mikill samdráttur í löngu Blikur eru á lofti hvað varðar lönguna, en þar er lagt til að afla- mark lækki úr 15 þúsund tonnum á þessu fiskveiðiári í 9.343 á því næsta. Í ástandsskýrslunni segir að framreikningar bendi til að hrygn- ingarstofn löngu muni minnka vegna lélegrar nýliðunar árin 2012-2015 og afli muni þar af leið- andi minnka á komandi árum. Stofnmatið í ár metur veiðidánar- tölu hærri og hrygningarstofn minni en stofnmatið 2015. Tals- verð óvissa er sögð í stofnmatinu, sem helgist af óvissu í inntaks- gögnum. Ákvörðun um leyfilegan heildar- afla fiskveiðiárið 2016/2017 verð- ur væntanlega gefin út fyrir lok mánaðarins, en á næstu dögum verður farið vel yfir skýrslu Haf- rannsóknastofnunar og hún rædd við hagsmunaaðila og ríkisstjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra. Haft er eftir ráðherra að aukn- ing í þorski sé mjög góðar fréttir fyrir íslenskt samfélag „og við getum horft björtum augum til framtíðar. Flestir fiskstofnarnir við Ísland hafa á undanförnum ár- um verið að styrkjast jafnt og þétt og þessi árangur sannar svo ekki verður um deilt mikilvægi ábyrgr- ar veiðistjórnunar sem byggð er á vísindalegum grunni,“ er haft eftir Gunnari Braga. Jákvæðir þættir Jens Garðar Helgason, formað- ur Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, segir að þar á bæ hafi menn haft væntingar um meiri aukningu í þorski heldur en Hafrannsóknastofnun leggur til. „Í heildina eru jákvæðir þættir í skýrslunni og margir stofnar nokkuð stöðugir eða sterkir og þar verður aukning. Ýsan er að gefa aðeins eftir núna, en horfur með hana eru góðar til lengri tíma. Við höfum hins vegar áhyggjur af þróuninni í löngu og íslenska síldin er líka niður á nið- urleið. Á þessu stigi er engin ráð- gjöf í loðnunni, það bíður hausts- ins, en þar eru menn vægast sagt hóflega bjartsýnir,“ sagði Jens Garðar. Er ráðgjöfin lá fyrir í gær áætl- aði SFS að tekjuaukning af aukn- um veiðiheimildum umfram sam- drátt gæti numið tæpum milljarði króna. Mestu munar um aukningu í þorski, sem gæti skilað um tveimur milljörðum, en einnig er aukning í ráðgjöf fyrir karfa og grálúðu. Á móti kemur mikill sam- dráttur í löngu og íslenskri sum- argotssíld, en einnig í ýsu, svo dæmi séu nefnd. Gríðarleg vonbrigði Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er fjallað um ráð- gjöfina undir fyrirsögninni „Von- brigði“. Í stuttum texta segir síð- an: „Stofnunin leggur til 2,1% aukningu í þorski, að hámarksafl- inn aukist um 5 þúsund tonn, verði 244 þúsund tonn. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tillagan ekki í neinu samræmi við afla- brögð og upplifun sjómanna.“ Gunnar Bragi Sveinsson Jens Garðar Helgason  Verðmæti gætu aukist um tæpan milljarð Ákvörðun um leyfilegan afla fyrir mánaðamót Hrygningarstofn þorsks ekki verið stærri í 40 ár  Staða helstu nytjastofna er almennt sterk  Aukning um 5 þúsund tonn í þorski á næsta fiskveiðiári  Viðmiðunarstofn ýsu í lágmarki 2017 en stækkar eftir það Tillögur um aflahámark Fiskveiðiárið 2016-17 Í þúsundum tonna Heimild: Hafrannsóknastofnun * Ráðgjöf í úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, kolmunna og makríl er væntanleg í haust. ** Í úthafskarfa, grálúðu og loðnu er miðað við ráðgjöf ICES um aflamark, en hlutur Íslands er innan sviga. Tegund Tillaga 2016/2017 Tillaga 2015/2016 Aflamark 2015/2016 Þorskur 244 239 239 Ýsa 34,6 36,4 36,4 Ufsi 55 55 55 Gullkarfi 52,8 51 48,5 Litlikarfi 1,5 1,5 1,5 Djúpkarfi 12,922 10 10 Úthafskarfi — 9,5 10 (2,5)** Grálúða 24 22 22 (12,4)** Skarkoli 7,33 6,5 6,5 Sandkoli 0,5 0,5 0,5 Langlúra 1,11 1,1 1,1 Þykkvalúra 1,087 1,3 1,3 Steinbítur 8,811 8,2 8,2 Hlýri 1,128 0,9 — Síld 63 71 71 Norsk-ísl. síld — 317 — Loðna 0 173 173,3 (101)** Kolmunni — 776 — Makríll — 667 — Gulldepla 30 30 — Blálanga 2,04 2,6 2,6 Langa 9,343 16,2 15 Keila 3,78 3,4 3 Gulllax 7,885 8 8 Skötuselur 0,711 1 1 Hrognkelsi 2,03 2 — Humar 1,3 1,5 1,5 Rækja-gr.sl. — 2,1 2,1 Rækja-dj.sl. 4,1 4 4 Hörpudiskur 0 0 0 Kúfskel 0,1 32,5 — Beitukóngur 0,75 0,75 — Hrefna 0,224 0,229 0,229 Langreyður 0,146 0,154 0,154 * * * * * ? ? ? ? ? Hafrannsóknastofnun Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri, Björn Ævarr Steinarsson, Þorsteinn Sigurðsson og Guðmundur Þórðarson kynntu ráðgjöf um hámarksafla á næsta ári og skýrslu um ástand helstu nytjastofna. Almennt eru flestir nytjastofnar við landið taldir vera í ágætu jafnvægi. Ráðgjöf um aflamark í íslensku sumargotssíldinni fyrir næsta fiskveiðiár er 63 þúsund tonn, eða átta þúsund tonnum minna en í ár. Stofninn hefur lent í hremmingum síðustu ár, fyrst sýkingu og síðan miklum síldardauða í Kolgrafafirði. Gert er ráð fyrir að hrygning- arstofninn muni ná lágmarki 2017 vegna lítilla árganga frá 2011 og 2012, en stofnþróunin er talin óviss. Í ástandsskýrslunni segir m.a.: Sýkingarhlutfall af völd- um frumdýrsins Ichthyophonus hoferi í 2003–2006 árgöngum síldarinnar er enn hátt, eða um 30–40%. Sýkingarhlutfall í 2007–2009 árgöngunum hefur hins vegar verið að hækka síð- ustu tvö ár. Eins greindist sýk- ing í tveggja ára síld norð- anlands í vetur. Ljóst er að nýsmit á sér stað þótt það sé minna en árin 2009–2010. Merki um nýsmit í stofninum hafa annars ekki verið telj- anleg síðan 2011. Enn sýking í íslenskri síld SAMDRÁTTUR UM 8 ÞÚS. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.