Morgunblaðið - 10.06.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.06.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Á sama tíma og íslenska knatt- spyrnulandsliðið leggur lokahönd á undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í knattspyrnu býr samfélagið á Íslandi sig einnig undir knattspyrnuveisl- una. Af því tilefni hefur verið m.a. verið sett upp EM-torg á Ingólfs- torgi þar sem knattspyrnu- áhugamenn geta fylgst með leikj- unum á risatjaldi auk þess sem stöðug dagskrá verður meðan á mótinu stendur. Þá má nefna það að hægt verður að horfa á valda leiki í Gamla bíói, sem nefnt verður EM-höllin meðan á mótinu stendur. Í Annecy í Frakklandi undirbýr knattspyrnulandsliðið sig eftir fremsta megni. Í kringum liðið eru hvorki fleiri né færri en 23 starfs- menn, jafn margir og leikmennirnir í hópnum. Má þar m.a. nefna þrjá sjúkraþjálfara, tvo lækna, fimm njósnara og einn kokk. Að sögn Ómars Smárasonar, upp- lýsingafulltrúa KSÍ, má búast við því að 50 blaðamenn muni fylgja lands- liðinu í mótinu, þar af um helming- urinn erlendir blaðamenn. Fundar með liðinu um matinn Einar Björn Árnason, kokkur landsliðsins, hefur yfirumsjón með mataræði leikmanna og segir að- spurður að hlutverk hans sé að tryggja gæði matarins. „Að tryggja það að vel sé gengið frá hráefninu til að þeir fái hollan og fjölbreytilegan mat,“ segir Einar, en hann hefur yfir- umsjón með kokkunum á hótelinu í Annecy sem dvalið er á. „Ég fundaði með liðinu þar sem ég tilkynnti að ég væri þarna fyrst og fremst fyrir hönd strákanna. Starfsfólkið á hótelinu ber gríðarlega virðingu fyrir mér og ég reyni að bera sömu virðingu fyrir því,“ segir Einar Björn og bætir við: „Það veitir því öryggi að ég sé með og að það sé verið að spá í þetta,“ segir Einar. Hann var liðinu einnig innan handar í undankeppninni. „Mesta reynslan fyrir mig var að fara til Tyrklands því þar var ég með fjóra til fimm kokka með mér, en enginn þeirra talaði ensku. Það var til- tölulega erfitt að útskýra hráefnið með hljóðum og leikrænum til- burðum,“ segir Einar og hlær. Hann segir að stöku sinnum geri strákarnir sérstakar kröfur. „Þá verð ég við þeim. En aðalmálið er að hráefnið sé í lagi og að þetta sé ferskt. Megnið af vinnu minni var búið þegar ég fór út því undirbúningurinn snýr að því að raða saman réttu magni af fitu, pró- teini og kolvetni,“ segir Einar. Til þess fékk hann næringarfræðing til að aðstoða sig. Spurður hvort hann passi upp á það að enginn fari á McDonald’s þegar þeir fá frídag seg- ir hann það óþarfi. „Það gerir það enginn, þeir eru svo hrifnir af matn- um mínum,“ segir Einar og hlær. Torgið tilbúið og maturinn í lagi  Samfélagið undirbýr sig fyrir EM  23 manna starfslið statt ytra  Kokkurinn hefur yfirumsjón með því að matargerð sé í lagi  Stefnir í metfjölda utankjörfundaratkvæða í forsetakosningum Morgunblaðið/Eggert EM-torgið Ingólfstorgið er að verða klárt fyrir útsendingar á breiðtjaldi. Hráefnið í lagi Einar Björn Árnason, kokkur landsliðsins, sér um matinn. Í gær opnaði Perlan fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu í forsetakosn- ingunum. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn eru óvenju margir búnir að kjósa utan kjörfundar. Sem dæmi má nefna að um 315 höfðu kosið um miðjan dag í gær og í heild hafa um 2.500 manns kosið. Ku það vera við- kvæði margra að þeir hyggist fara á Evrópumótið í knattspyrnu og því séu þeir að kjósa svo snemma. Kosningarnar fara fram 25. júní og sam- kvæmt upplýsingum frá kjörstjórn hafa aldrei eins margir kosið svo löngu fyrir kosningar. Hins vegar þarf þó að gera þann fyrirvara á töl- unum að nú kýs allt höfuðborgarsvæðið saman ólíkt sem var í forseta- kosningu 2012 þegar Reykjavík var sér kjördæmi. Stefnir í metatkvæðagreiðslu UM 2.500 UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐI VERIÐ GREIDD Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísinda- og tæknimönnum Orku- veitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Ís- lands o.fl. tókst að binda allt að 95% af gróðurhúsalofttegundinni koltví- sýringi sem steintegund í basalt- berglögunum við Hellisheiðarvirkj- un. Ferlið tók einungis tvö ár en áður var talið að það tæki aldir eða árþús- undir. Frá þessu er greint í vís- indaritinu Science í dag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fundið sé öflugt vopn gegn lofts- lagsvandanum. Greinin fjallar um CarbFix- loftslagsverkefn- ið sem unnið hef- ur verið að við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007. Jürg Matter, einn margra vísindamanna sem komu að verkefninu, er aðalhöfundur. Verk- efnisstjóri CarbFix er dr. Edda Sif Pind Aradóttir, vísindamaður á Þró- unarsviði OR. Í fréttatilkynningu OR segir að fyrirtækið hafi verið helsti bakhjarl verkefnisins. Fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR, og síðar Orku nátt- úrunnar, komu að verkefninu. Dr. Edda Sif verkefnisstjóri sagði ekki síst merkilegt hvað bindingin í berg- inu hefði reynst vera hröð. „Við leystum koltvísýringinn upp í vatni sem dælt var niður í jörðina. Þegar vatnið kemst í snertingu við ungt og hvarfgjarnt basaltið leysist bergið upp og við það losna efni eins og kalsíum, magnesíum og járn út í vatnsmassann. Efnin bindast upp- leysta koltvísýringnum og mynda m.a. karbónat-steindir,“ sagði Edda. Ein helsta steindin sem myndast er kalsíumkarbónat en ein tegund þess er silfurberg. Niðurstöðurnar sem nú eru kynntar eru úr tilraunaniðurdælingu utan jarðhitasvæða. Hraði efna- hvarfanna skýrist því ekki af jarð- hita. Því hærri sem hitinn er því hraðari verða efnahvörfin. Gæti nýst víða um heim Víða um heim hefur koltvísýringi verið dælt niður í jörðina sem loft- tegund. Þá taka efnahvörfin miklu lengri tíma. Galdurinn er því annars vegar að blanda koltvísýringnum í vatn svo efnahvörfin fari strax af stað. Hins vegar að velja mjög hvarf- gjarnt berg sem inniheldur mikið af efnum sem geta myndað karbónöt. Edda sagði að aðferðina mætti nýta víða um heim til að eyða gróð- urhúsalofti. Niðurdæling vatns teng- ist ýmsum iðnaði og sá búnaður gæti nýst til að losna við gróðurhúsaloftið. Koltvísýringnum er blandað í vatn undir þrýstingi og dælt niður á mikið dýpi þar sem er mikill þrýstingur. Væri þrýstingurinn á vökvanum minnkaður myndu loftbólur mynd- ast líkt og þegar flaska með gos- drykk er opnuð. Edda sagði að samstarfsaðilar verkefnisins hefðu ákveðið að sækja ekki um einkaleyfi á aðferðinni. Búið er að birta aðferðafræðina við nið- urdælinguna svo hver sem er getur beitt aðferðinni. Þessi aðferð við bindingu koltví- sýrings er mun ódýrari en aðrar við förgun gróðurhúsalofts. Áætlað er að kostnaður við bindingu hvers tonns af koltvísýringi með þessari aðferð sé um 3.500 krónur. Það er helmingur til fjórðungur af því sem áætlað er að aðrar aðferðir kosti. Vænleg aðferð til að eyða gróðurhúsalofti  Koltvísýringurinn bast berginu á aðeins tveimur árum Ljósmynd/CarbFix Borkjarni Hér má sjá steingerðan koltvísýring í borkjarna sem aflað var á Hellisheiði til að staðfesta bindingu koltvísýrings (CO2) í basalti. Dr. Edda Sif Pind Aradóttir Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði því á síðasta fundi að tilnefna fulltrúa í nefnd til að skoða kosti þess og galla að öll sveitarfélög í Árnes- sýslu sameinist í eitt. Öll hin sveit- arfélögin hafa samþykkt tillöguna og tilnefnt sína fulltrúa. „Það þýðir ekki að láta slá sig út af laginu. Við reiknum með að koma saman við lok sumarleyfa og ákveða næstu skref,“ segir Gunnar Þor- geirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, sem átti frum- kvæðið að tillögunni. Hann viður- kennir að áherslan verði önnur, þeg- ar eitt sveitarfélag taki ekki þátt. „Við sáum fyrir okkur að Árnessýsla yrði eitt sveitarfélag. Bláskóga- byggð er talsvert landstórt sveitar- félag og er með okkur í mörgum samstarfsverkefnum,“ segir Gunnar. Hvatinn að athugun á kostum og göllum sameiningar var einmitt sá að bæta stjórnsýsluna og draga úr kostnaði. Sveitarfélögin í Árnessýslu vinna saman að ýmsum verkefnum í formi byggðasamlaga og samninga. Þær hugmyndir eru uppi að stjórn- sýslan yrði skilvirkari og nær íbúun- um ef eitt sveitarfélag myndi annast þessi verkefni. Ekki skuldbindandi Fimm fulltrúar af sjö í sveitar- stjórn Bláskógabyggðar felldu til- lögu um þátttöku í viðræðunum, einn fulltrúi studdi hugmyndina og einn sat hjá. Bryndís Á. Böðvarsdóttir sem greiddi atkvæði með því að sveitarfélagið tæki þátt lét bóka að hún harmaði þá ákvörðun sveitar- stjórnar að vilja ekki tilnefna fulltrúa í nefndina, eins og önnur sveitarfélög Árnessýslu hefðu gert. „Að taka þátt í þessu samstarfi setur engar kvaðir á sveitarfélagið þar sem eingöngu á að skoða kosti og galla þess að sam- eina Árnessýslu í eitt sveitarfélag.“ Bláskógabyggð varð til á sínum tíma með sameiningu Biskups- tungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugarvatn Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ekki áhuga á viðræðum. Bláskógabyggð hafnar þátttöku  Sjö sveitarfélög af átta halda áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.