Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 13
Morgunblaðið/Ófeigur
Leikarar Hörðuri Bent Víðisson, Helga Steffensen og Gígja Hólmgeirsdóttir verða á Brúðubílnum í sumar.
býr til brúðurnar og leikmyndina.
Sigrún Edda Björnsdóttir er leik-
stjóri sýningarinnar og hafa þær
Helga sett saman fjölda sýninga í
árabil.
Galdur þegar gulu vestin
birtast í halarófu
„Þetta er alveg yndislegt enda
sæki ég í þetta aftur og aftur. Það
eru galdrar þegar börnin byrja að
koma. Þegar maður sér lítil gul
vesti koma í halarófu úr öllum átt-
um er það algjör draumur. Það er
svo gaman að leika fyrir yngstu
börnin því þau eru svo einlæg og
móttækileg. Þarna er galdurinn,“
segir Gígja Hólmgeirsdóttir bílstjóri
Brúðubílsins í ár.
Hún hefur starfað í Brúðubíln-
um í fimm ár. Hún er einnig brúðu-
leikari og bregður sér inn í bíl og
sinnir því hlutverki með Helgu og
Herði Bent Víðissyni. Síðustu tvö ár
hefur hún keyrt bílinn, sett upp
leikmyndina og segja má að hún sé í
raun eins og tæknimaður í leikhúsi.
Áður lék hún stóru brúðurnar sem
bregða á leik fyrir utan bílinn.
Gígja, eins og fleiri Íslendingar,
kynntist Lilla í Brúðuleikhúsinu á
unga aldri. Hún segir hann vera í
miklu uppáhaldi og ber ótta-
blandna lotningu fyrir hon-
um.
Þróað mig sem leikara
„Ég hef alltaf haft brennandi
áhuga á leiklist og fannst spennandi
að fá tækifæri til að vera með
Brúðubílnum sem ég hef fylgst með
alveg frá því ég var lítill,“ segir
Hörður Bent Víðisson sem fer með
hlutverk stóru brúðanna í leiksýn-
ingunni og bregður sér í nokkur ólík
gervi.
Þetta er þriðja sumarið sem
hann er með Brúðubílnum.
Hann viðurkennir að það hafi
komið sér töluvert á óvart hversu
krefjandi hlutverkin eru. Persón-
urnar sem hann leikur eru allar
ólíkar og líkamlegar hreyfingar
greina á milli þeirra. Hann notar
ekki röddina því búið er að taka upp
það sem brúðurnar segja í leikrit-
inu.
„Þessi þrjú sumur í Brúðubíln-
um hafa þróað mig mikið sem leik-
ara,“ segir Hörður. Hann segist
einnig búa vel að því að vera í ágætu
formi en hann er í parkour-hópnum
Flowon sem tók þátt í Ísland got
talent. Hópurinn kemur reglulega
saman og æfir en um leið og Hörður
kynntist parkour hætti hann í fim-
leikum sem hann hafði stundað um
árabil.
Leiklistin á hug hans allan en
hann hefur einnig leikið með Götu-
leikhúsinu í Kópavogi og var á leik-
listabraut í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. Í ágúst held-
ur hann út til Los Ang-
eles í leiklistaskólann
Stella Adler í þriggja
ára nám.
„Þetta
hefur verið
draumur
minn frá því ég
man eftir mér að fara
út og mennta mig í
leiklist. Ég veit að
þetta er mikil
áskorun að
fara einn út og
bjarga sér en ég hlakka
til,“ segir Hörður og bætir
við: „Ég ætla að gera það
sem ég hef áhuga á. Mér finnst það
vera tilgangur lífsins.“
Allar sýningar Brúðubílsins eru
ókeypis. Hægt er að sjá sumar-
dagskrána á vefnum brudubill-
inn.is og einnig á facebook-síðunni
undir Brúðubíllinn brúðuleikhús.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
Klippiverksmiðju fyrir krakka í
Gerðarsafni verður á morgun laug-
ardaginn, 11. júní, kl. 13-15. Í klippi-
verksmiðjunni verður leikið með
orð og klippimyndir í anda yfir-
standandi sýningar Söru Björns-
dóttur. Hvernig spila orð og myndir
saman? Hvaða áhrif hefur útlit
texta á lesandann? Er hægt að lesa
myndir? Gott væri ef þátttakendur
kæmu með tímarit með sér til að
klippa upp úr. Smiðjan hentar allri
fjölskyldunni og er opin öllum frá
kl. 13-15. Smiðjunni stýra Halla
Þórlaug Óskarsdóttir rithöfundur
og Linn Björklund myndlistar-
maður.
Klippiverksmiðjan verður í Stúd-
íói Gerðar á neðri hæð safnsins og
má þar einnig gera veggverk í anda
víraskúlptúra Gerðar Helgadóttur.
Sýning Söru Björnsdóttur Flâneur,
safneignarrýmið + Safneignin og
Garðskálinn eru einnig opin.
Krakkar í Gerðarsafni
Morgunblaðið/Ómar
Klippa Gott er að taka tímarit með.
Klippiverk-
smiðja
Kynnir:
Heimili í sólinni á Spáni
Komdu og spjallaðu við okkur á
Centerhotel Plaza
Og fáðu bæklingana okkar frítt!
11. og 12. júní
Frá kl. 10:00 til 18:00
Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík
Skráðu þig hér: www.medlandspann.is