Morgunblaðið - 10.06.2016, Side 24

Morgunblaðið - 10.06.2016, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 ✝ IngibjörgKristín Lúð- víksdóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 2. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Lúðvík D. Norðdal héraðs- læknir, f. 6. júlí 1885 í Eyjarkoti í Vindhælishreppi í Austur- Húnavatnssýslu, en látinn í Reykjavík 27. janúar 1955, og Ásta Jónsdóttir, skrifstofu- maður og húsfreyja, fædd í Reykjavík 31. maí 1892, en látin í Reykjavík 16. júlí 1987. Systk- ini Ingibjargar eru Anna Sigríð- ur, fædd 1920, og Þorvaldur, fæddur 1928, en látinn 2007. Ingibjörg var gift Snorra Björnssyni en þau skildu. Sonur Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri og forsætisráð- herra, fæddur 1948. Kona hans er Ástríður Thorarensen og son- ur þeirra Þorsteinn, fæddur 1971. Hann á tvær dætur, kona hans er Heiðrún Geirsdóttir. Ingibjörg giftist Gunnari B. Ólafs 21. júlí 1963. Hann var fæddur 18. apríl 1911, en lést 20. maí 2003. Sonur þeirra er 3) Logi, prófessor í heimspeki, fæddur 1963. Kona hans er Eva Klingenstein. Ingibjörg fluttist ung á Eyr- arbakka þar sem faðir hennar var læknir um árabil en var síð- ar á Selfossi, þá í Reykjavík uns hún fluttist á Seltjarnarnes þar sem hún átti heima um áratuga- skeið. Ingibjörg lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands en starf- aði eftir það um langt skeið hjá lögfræðiskrifstofu Einars Bald- vins Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar en síðar sem full- trúi í Landsbanka Íslands. Útför Ingibjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, 10. júní 2016, og hefst athöfnin kl. 15. þeirra er 1) Björn mjólkurfræðingur, fæddur 1945. Hann á fjögur börn. Börn Björns og fyrstu eiginkonu hans, Fríðu Júlíusdóttur, eru Ingibjörg Ásta, fædd 1969, og á hún tvær dætur; Ragnheiður, fædd 1970, og Júlíus Arnar, fæddur 1973, og á hann tvö börn, kona hans er Helene Skovman. Með annarri eiginkonu sinni, Rögnu Finnsdóttur, á Björn Kristínu Helgu, fædda 1976, og á hún þrjú börn, maður hennar er Ótt- ar Örn Sigurbergsson. Þriðja kona Björns var Gerður Sigurð- ardóttir, fædd 1949, en látin 2015. Ingibjörg var í sambúð með Oddi Ólafssyni. Sonur þeirra er 2) Davíð, ritstjóri Ingibjörg tók því fagnandi þeg- ar menntaskólakrakkarnir trúlof- uðust. „Þú sérð að hún treystir því að þú tosir mig að heiman sem fyrst,“ sagði sonur hennar. Ekki er ég viss um að það hafi verið rétt, því að böndin á milli þeirra voru sterk og náin allt til síðasta dags. Mamman varð stundum að leggja hart að sér sem einstæð móðir með strákana sína tvo þeg- ar afstaða og aðstoð samfélagsins var önnur en seinna varð. Ásta móðir hennar hélt heimili með þeim eftir að hún missti mann sinn tæplega sextugan eftir erfið veikindi hans. Ásta var eftir- minnileg kona, greind, fróð og skemmtileg. Tengdamóðir mín var í senn falleg og aðlaðandi kona, skapgóð og lífsglöð. Við urðum vinir frá fyrsta degi, algjörlega áreynslu- laust, og engin breyting varð á því til hins síðasta dags. Kraftur hennar og lífsviljinn sem ein- kenndi hana alla tíð kom mér sí- fellt á óvart. Hún geislaði af fjöri að loknum löngum vinnudegi – hljóp úr strætisvagninum með sinn innkaupapokann í hvorri hendi – og eftir að hafa í kjölfarið bætt við sig drýgstum hluta heim- ilisstarfanna. Ingibjörg hljóp um með barna- börnin sín á háhesti, spilaði við þau fótbolta eða krokket á blett- inum, bakaði handa þeim heims- ins bestu pönnukökur og kenndi þeim ferskeytlur og kvæði á með- an á öllu þessu gekk. Hvar sem hún kom við á lífs- leiðinni eignaðist hún vini og þau tryggðarbönd héldu alla tíð. Horft var til baka með hlýju og ekkert gaf til kynna að stundum hefðu skuggar vonbrigða litað lífsbar- áttuna. Hún hafði stofnað til vin- áttunnar á æskuárunum á Eyrar- bakka, á manndómsárum á Selfossi, í Verslunarskólanum, húsmæðraskólanum, á gömlu góðu lögfræðistofunni sem hún átti svo góðar minningar frá og meðal samstarfsfólks í Lands- bankanum. Systkini Ingibjargar, börn þeirra og aðrir afkomendur léku stórt hlutverk í lífi hennar og sýndu henni ríka vináttu. Það var því iðulega fjölmenni í herberginu hennar á Sóltúni. Líka þegar nokkuð skyndilega birtust merki um að lífsþrótturinn væri að bresta. Það var gæfuspor þegar Ingi- björg og Gunnar B. Ólafs fundu hvort annað og hún eignaðist sinn þriðja son með honum, ljósgeisla í lífi beggja. Þau Gunnar voru mjög samrýnd og hann gat helst ekki án hennar verið. Nýja tengdafólk- ið varð að góðum vinum: Helga og Stefán Jóhann, Kristín og Jón Steffensen, Björn og Guðfinna og fólkið sem þeim tengdist og eru þá ekki allir nefndir. Nágrannar þeirra Ingibjargar og Gunnars á Látraströndinni urðu eins og nán- ir ættingjar í hennar augum og ræktarsemi þeirra var einstök. Ingibjörg komst ekki, svo ég yrði þess vör, nokkru sinni upp á kant við nokkurn mann. Þó gat þessi fínlega kona verið svo föst fyrir að enginn fékk henni haggað. Og sú festa tók einnig til lífsskoðana hennar. En henni var ekkert kappsmál að ýta sinni meiningu upp á aðra eða yfirhöfuð að for- vitnast um viðhorf þeirra eða af- stöðu til dægurmála. Eftir því sem ég kynntist tengdamóður minni betur undraði það mig ekki að fólk ólíkrar gerð- ar og úr ólíkum áttum laðaðist svo að henni og bast henni böndum sem aldrei slitnuðu. Það gat eng- um vinum hennar eða ættingjum dulist feginleiki hennar yfir því að sjá þá eða heyra eða fá af þeim góðar fréttir. Syni sína elskaði hún fyrirvara- laust, skilyrðislaust og takmarka- laust. En hún sagði þeim þó mein- ingu sína með þeim hætti sem mæður gera kannski betur en aðrir. Ég er þakklát fyrir góð og gef- andi kynni við Ingibjörgu Krist- ínu, tengdamóður og trygga vin- konu. Guð blessi hana. Ástríður. Fáar minningar á ég eldri en af mér í skápnum við og undir vask- inum í eldhúsinu á Látraströnd 1. Þar stýrði ég strætisvagni og til- kynnti farþeganum, ömmu minni sem var á þönum utanskáps við ýmis eldhússtörf, um þær bið- stöðvar sem næstar voru hverju sinni. Að þeim akstri loknum var setzt í kjöltu ömmu og þar farið í reiðtúra heim til Hóla og út að Ási og skemmtilegastur óbrigðull há- punkturinn þegar knapinn féll af baki en var gripinn andartaki áð- ur en hann lenti í gólfinu. Síðar var þessi maður orðinn nógu gam- all til að fá að gista á Látraströnd og þá tók amma hans sessurnar úr sóffanum og lá á þeim hjá rúmi gestsins svo hún gæti sagt honum sögur frameftir kvöldi og verið nær ef hann skyldi vakna um miðja nótt. Aldrei gaf hún til kynna að hún gæti haft neitt brýnna fyrir stafni en að skemmta næturgestinum eða bera í hann kökur. Þegar hann eða önnur barnabörn voru í heimsókn spilaði hún handbolta á þvottahúsgang- inum, fótbolta í garðinum og matador á borðstofuborðinu. Á sama tíma kom matur á borð á matmálstímum og kökur þess á milli, því hún bauð upp á miðdeg- iskaffi um helgar og kvöldkaffi öll kvöld. Árum saman var algengt að farið væri fyrirvaralítið í „kvöldkaffi út á Nes“ og biðu þar einlægt veitingar eins og von hefði verið á fjölda manns. Með tímanum eltumst við amma bæði, þótt hún virtist lengi vel hafa fengið undanþágu frá flestum algengum fylgifiskum efri áranna. Áfram var hún sami far- vegurinn fyrir sírennsli gleði og góðgerða en fleiri eiginleikar hennar urðu barni skýrari. Ljóð hafði hún á hraðbergi og fjörutíu ár nægðu ekki til að hún hætti að koma mér þar á óvart. Allt til loka fór hún með fyrir mig kvæði sem ég kannaðist annað hvort lauslega við eða alls ekkert, gjarnan í ótal erindum. Síðustu árin fylgdi að vísu sá fróðleikur með að hún hefði því miður gleymt öllu sem hún eitt sinn hefði kunnað. Sama gilti um hæfileikann til að læra nýjar vísur. Hún var sannfærð um að þá gáfu hefði hún alveg misst. Í samtölum okkar, alveg fram undir það síðasta, fór ég gjarnan með nýjustu stökur sem ég hafði þá heyrt. Hún sagðist því miður ekki geta lært vísur lengur, endurtók mínar síðan og bætti loks við öðr- um úr eigin minni, sem voru í sama anda. Hún var gamansöm og kát í sinni og hafði mikla ánægju af því að hitta fólk; fornar vinkonur, gamla nágranna og fjöl- skylduna nánustu og fjær. Hún var velviljuð, trúuð og pólitísk. Í flestum okkar samtölum síðustu árin beindi hún talinu að „ástand- inu í þjóðlífinu“ og skildi alls ekki hvers vegna svo mikið af ópóli- tísku fólki væri í pólitík. Hún las sitt Morgunblað á meðan augun entust og naut auk þess þeirrar sérstöku þjónustu af blaðsins hálfu að annar ritstjórinn kom heim til hennar og las fyrir hana það úr blaðinu sem hún helzt vildi heyra hverju sinni. Það efni mun hafa verið fremur vel valið. Ef ástæða var til var amma hörð á eigin meiningu og hefði hún djúpa sannfæringu fyrir nokkuru var ekki til sá maður á jarðríki sem gat haggað henni, samanlagðir synir ekki undan- skildir og voru þeir henni þó kær- astir allra manna. Fram á níræð- isaldur var hún jafn kvik í hreyfingum og áður. Sá lengi um sig sjálf á eigin heimili, að sóma- manninum Gunnari látnum, en versna fór í því þegar sjónin gaf sig. Handleggsbrot á báðum hjálpaði svo sem ekki heldur. Eft- ir það hallaði undan fæti hjá lík- amanum en andinn gaf sig ekki. Hún náði háum aldri en hefði samt þegið með þökkum að fá að vera lengur með fólkinu sínu því þar þókti henni alltaf bezt að vera. En allrar veraldar vegur víkur að sama punkt og amma mín sæla er nú Guði falin í þökk fyrir allt og allt. Honum eiga allir menn allt að þakka. Þorsteinn. Í dag kveðjum við yndislega föðursystur mína, Ingibjörgu Kristínu Lúðvíksdóttur. Ingi- björg, eða Imba Stína eins og hún var jafnan kölluð, var miðjubarn hjónanna Ástu Jónsdóttur hús- freyju og Lúðvíks Norðdals, læknis á Eyrarbakka, síðar Sel- fossi. Eldri systir hennar, Anna Sigríður, lifir í hárri elli. Þorvald- ur faðir minn var yngstur í systk- inahópnum en hann lést árið 2007. Þau voru afar náin og var mikill samgangur milli þeirra. Við systkinin nutum þess og var ein- att glatt á hjalla þegar fjölskyldan kom saman. Imba Stína er einstaklega minnisstæð kona: Hæfileikarík, óeigingjörn, ljóðelsk, víðlesin, fal- leg en fyrst og fremst kærleiksrík og góð. Hún hafði örugga lífsskoð- un sem einkenndist af ríkri rétt- lætiskennd og samhygð. Hún var sterkgreind og hafði geislandi og beinskeyttan húmor og gat hent gaman að atburðum líðandi stundar en ekki síst sjálfri sér. Hún hafði því ávallt góð áhrif á umhverfi sitt og litaði tilveru okk- ar allra glaðlegum litum. Hún var heilsuhraust kona alla tíð þó sjón- in hafi daprast á efri árum. Imba Stína átti langt og fallegt líf þó tilveran hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Snemma reyndi á dugnað hennar þegar hún ein ól önn fyrir tveimur sonum sínum, Birni og Davíð. Imba Stína vann utan heimilis alla tíð, einnig eftir að hún gekk síðar í hjónaband með seinni manni sínum Gunnari Ólafs heitnum og eignaðist þriðja soninn, Loga. Hún var sjálfstæð kona sem var skipstjóri í sínu lífi. Með dugnaði og elju kom hún drengjunum sínum þremur til manns. Fallegt var að heyra hana tala um strákana sína þrjá sem hún elskaði meira en lífið sjálft, enda voru þeir móður sinni ljúfir synir og reyndust henni ávallt vel. Hvar sem þeir voru staddir í lífi sínu voru þeir ávallt í nánum tengslum við sína kæru móður. Allir eru þeir líkir móður sinni á sinn hátt. Hún var sannarlega stolt af sonum sínum og gladdist þegar þeim vegnaði vel. Sömu- leiðis tók hún nærri sér þegar á móti þeim blés. Þegar ég hugsa til baka eru minningarnar margar frá Suður- götunni – Fálkagötunni – Látra- ströndinni – Grandaveginum og að lokum frá Sóltúni. Imba Stína bjó sér látlaust en fallegt heimili þar sem hún var sólargeislinn sem lýsti tilveru samferðamanna sinna með húmor, gleði og hnyttnum til- svörum sínum. Ávallt var gefandi og gaman að heimsækja Imbu Stínu. Þegar maður talaði við hana leiftruðu augu hennar af glettni, áhuga og gáfum. Imba Stína var með eindæmum minnug og hafði áhuga á mörgu. Hún hafði sérstakan áhuga á ættfræði og gat rakið ættir langt aftur og fundið tengsl milli fólks. Þá gat hún farið með heilu ljóðabálkana og það fram á síðasta dag. Imba Stína var einstaklega barngóð og var ævintýri fyrir börnin að vera með henni. Hún sagði sögur og fór með vísur þeim til skemmt- unar. Alltaf fannst börnunum mínum fjórum jafn gaman þegar hún þuldi upp vísurnar hennar Theódóru Thoroddsen. Hún átti marga vini, á öllum aldri og ósjaldan var gestkvæmt hjá henni og lék hún jafnan á als oddi. Það hefur verið gæfa mín og okkar systkinanna að hafa allt okkar líf átt sterkar konur í fjöl- skyldunni að fyrirmynd og geta minnst þeirra með stolti og virð- ingu. Imba Stína var sannarlega ein þeirra. Ég er þakklát fyrir all- ar gleðistundirnar með Imbu Stínu frænku minni. Minningarn- ar geymi ég í hjartastað og munu þær verma um ókomna tíð. Ég votta elsku Bjössa, Davíð, Loga, mökum, börnum og barna- börnum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ingibjarg- ar Kristínar Lúðvíksdóttur. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir. Klukkan er þrjú og kominn drekkutími. Gunnar sest við end- ann á borðstofuborðinu, við bræð- ur ungir að árum ásamt Loga frænda við borðið. Á borðum eru ljúffengar veitingar bornar fram af Ingibjörgu, kryddbrauð, terta, kex, sulta og ostar. Ávallt borið fram ávaxtate með veitingunum í fallegri rauðri tekönnu. Þannig birtist myndin og ljúfar minning- arnar streyma fram af lífinu á Látraströnd 1, þar sem umhyggja Ingibjargar fyrir fjölskyldu og heimili var hvarvetna að sjá. Heimilisbragurinn var aðlaðandi og gestum og gangandi leið þar vel og allir voru velkomnir. Heim- ilið var hlýlegt og notalegt og að vera hluti og þátttakandi í lífi þeirra hjóna og Loga var afskap- lega gefandi og nærandi. Fjörleg- ar umræður, hnyttin tilsvör, húm- or og að auki lífsins alvara eigi látin ósnert. Lífið fékk nýjan ljóma í hvert sinn sem Ingibjörg sinnti sínum nánustu og þeirra fjölskyldum. Ingibjörg var afskaplega iðin og sinnti verkefnum öllum af alúð og metnaði. Hvergi var slegið af í röggsemi, hvorki í vinnu, göngu, bakstri, strætóferðum eða öðru því sem hún tók sér fyrir hendur. Orðið „augnablik“ átti vel við Ingibjörgu, það var eins og hlut- irnir tækju aðeins augnablik sem hún tók sér fyrir hendur. Bústaðaferðirnar að Álftavatni, þegar gist var í bústöðum Lands- bankans, eru í algerum sérflokki hvað varðar æskuminningar mín- ar. Ingibjörg breytti bústaðnum í kærleikshöll í eina viku, þar sem hún var í essinu sínu að gera allt heimilislegt og sem best úr garði, bæði fyrir okkur sem með henni voru í för og gesti sem bar að garði. Það bar oft á góma á mínu æskuheimili, að næstu gestir sem tækju við bústað eftir að Ingi- björg sá um þrifin að lokinni góðri viku væru lukkunnar pamfílar, þar sem bústaðurinn var strokinn hátt og lágt á fagmannlegan máta og af miklum metnaði. Ingibjörg var snyrtileg fram í fingurgóma alla tíð. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Ingibjörg var náin fjölskyld- unni alla tíð og mikill fjölskyldu- vinur. Hún sinnti ömmu Gúff af mikilli alúð eftir fráfall afa Björns og lýsir það mannkostum hennar vel, hversu allir nutu þess að eiga hana að vini. Það er harmur og sorg í hjört- um ástvina Ingibjargar og vottum við þeim innilega samúð okkar. Elsku Logi og Eva, megi minning glæstrar og ástríkrar móður og tengdamóður lifa í hjörtum ykkar um aldur og ævi. Hvíl í friði kæra Ingibjörg. Þínir vinir, Gunnar Skúlason og fjölskylda. Við erum frændsystkini, Ingi- björg og ég. Feður okkar voru bræður. Ég kynnist henni ekki fyrr en á efri árum okkar. Frændsemi er ekki um leið frændrækni. Ekki heldur það sama og vinátta. Með kynnum mínum af henni urðu ættartengsl mér ljósari og það að það er margt líkt með skyldum, sennilega einkum í hugsun. – Það er eitt að tala við fólk, annað er að skilja mein- inguna, tjáninguna. Það að vita er ekki heldur það sama og skilja. Ingibjörg var ljóðræn mann- vera. Hún skynjaði og skildi tján- ingu ljóðsins. Þær voru miklar vinkonur, Ingibjörg og Guðrún Valdimars- dóttir, skáldkona (systir Þorsteins Valdimarssonar skálds) og héldu sambandi fram að andláti Ingi- bjargar. Ég hringdi í Guðrúnu skáldkonu þegar andlát Ingi- bjargar var þekkt. – Guðrún er nú 96 ára en ern og skýr í tali og hugsun. Við ræddum aðeins um ljóðið, sem Ingibjörgu var svo kært. Orti Ingibjörg, spurði ég? Nei, var svarið, en faðir hennar orti mikið. En hún elskaði ljóð og skildi þau. Það var hennar gáfa og gæfa, sagði hin aldna vinkona. – Eitt sinn hringir Ingibjörg í mig og segir að Guðrún sé að verða ní- ræð. Þú átt að senda henni fallegt vers, Brynleifur. Ég gegndi frænku, sem vissi að vinkona hennar mæti mest slíka kveðju. Þannig var samband þeirra. Ég kveð nú frænku mína og sendi sonum hennar, fjölskyldum og ættingjum kveðju. Brynleifur H. Steingrímsson. Selvík, Olsen Olsen og vinátta eru fyrstu orðin sem koma upp í huga okkar þegar við minnumst Ingibjargar. Hún hafði einstakt lag á að láta öllum í kringum sig líða vel. Að heimsækja fjölskyld- una á Látraströnd var alltaf til- hlökkun enda móttökurnar ein- stakar og ófáar kökusortirnar sem voru bornar á borð. Ingibjörg var einstaklega hjartahlý kona og kenndi okkur mikið um það að umgangast vini og fjölskyldu af virðingu. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með Ingibjörgu og eigum fallegar minningar um hláturmilda og ljúfa konu. Líf okkar varð ríkara með Ingibjörgu sem hluta af því. Við vottum fjölskyldu Ingibjargar samúð okkar. Jón Björn og Steinunn. Elskuleg vinkona mín til 47 ára er látin í hárri elli. Við vorum svo heppin, sjö manna fjölskyldan, þegar við fluttum á Seltjarnarnes- ið árið 1969 að velja okkur hús við Látraströnd 2, en á númer 1 bjó einmitt Ingibjörg, þessi sóma- kona, og fjölskylda hennar. Ingibjörg tók okkur með kost- um og kynjum frá fyrsta degi. Við urðum strax miklar vinkonur og margs er að minnast. Hún var stórgáfuð og hafsjór af fróðleik. Oft var nú hlaupið yfir götuna til að ræða landsins gagn og nauð- synjar. Afgerandi var hún í skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum. Og skemmtileg var hún, stundum bráðfyndin, og fljót að hugsa og skörp allt til hinstu daga. Það var svo skemmtilegt að rabba við hana um gömlu Reykjavík; hún þekkti bókstaflega alla. Þegar hún vissi á okkur deili sagði hún mér að eitt sinn hefði hún passað mig, kornabarnið, þegar pabbi minn og mamma komu til Eyrar- bakka til að skemmta, en þar bjó hún þá, ung stúlka í foreldrahús- um. Ekki vissi ég nú þetta. Við fjölskyldan stöndum í þakk- arskuld við Ingibjörgu. Hún reyndist okkur ævinlega vel, og var endalaust örlát og vildi alltaf allt fyrir okkur gera, fullorðna fólkið og börnin öll. Við Álfþór þökkum Ingibjörgu góða sam- fylgd, við söknum þessarar sterku góðu konu. Ástvinum hennar sendum við samúðarkveðjur. Björg Bjarnadóttir og fjölskylda. Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir HINSTA KVEÐJA Aprílperla vorsins varstu, valin af þeim best er kunni, að vera söngur, ljóð og leikur, lífins krydd í tilverunni. Augljós standa upp úr merkin, arður þinna glæstu vona. Þú hefur löngum vandað verkin, verðug móðir þriggja sona. Guð blessi minningu Ingibjargar Kristínar Lúð- víksdóttur. Innilegar sam- úðarkveðjur til sona, tengdadætra og annarra aðstandenda. Guðrún Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.