Morgunblaðið - 10.06.2016, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
✝ Jón Ágústssonvar fæddur 28.
júlí 1924 í Ána-
staðaseli á Vatns-
nesi. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Hvammstanga 4.
júní 2016.
Foreldrar hans
voru Ágúst Frí-
mann Jakobsson, f.
að Neðri-Þverá í
Vesturhópi 1895, og Helga Jóns-
dóttir, f. á Ánastöðum á Vatns-
nesi sama ár. Helga lést árið
1973 en Ágúst árið 1984 og eru
þau jarðsett í Kirkjuhvammi.
Systkin Jóns eru Unnur, f.
1920, d. 2002, Jakob Gísli, f.
1921, d. 1994, Ósk, f. 1923, d.
2008, Þóra, f. 1927, d. 2014,
Alma, f. 1929, Sigurbjörg Lilja,
f. 1931, d. 1999, Jóhanna Birna,
f. 1934, d. 2013, og Anna, f.
1936.
Þann 31. desember árið 1951
kvæntist Jón eftirlifandi eigin-
konu sinni, Ástu Þórhallsdóttur,
f. í Stöpum á Vatnsnesi 9. sept-
ember árið 1933. Foreldrar
hennar voru Þórhallur Bjarna-
son, f. 1899, d. 1989, og Þóra
Sigvaldadóttir, f. 1899, d. 1981.
Börn Jóns og Ástu eru:
Jón gekk í barnaskóla á
Vatnsnesi og á Hvammstanga.
Lífsins skóli varð honum og
notadrjúgur því snemma fór
hann að sækja sjóróðra með
föður sínum. Eignaðist hann
ungur vörubifreið og um tíma
vann hann á jarðýtu við tún-
ræktun.
Jón og Ásta tóku við búskap í
Gröf eftir að foreldrar Jóns
fluttu að Hamri árið 1954. Jak-
ob bróðir Jóns var einnig þar
með sinn bústofn þar til hann
byggði býlið Lindarberg úr
landi Grafar árið 1964.
Árið 1968 fluttu þau með
börn sín til Hvammstanga þar
sem Jón stundaði vörubif-
reiðarakstur næstu 20 árin.
Þau byggðu sér íbúðarhús að
Höfðabraut 5 með bílskúr þar
sem dvalið var löngum stundum
við smíðar. Í Ánastaðaseli fékk
Jón landskika handa sér og
systkinum sínum til að byggja
timburþiljaðan torfbæ þar sem
gamli bærinn stóð. Selið var
formlega tekið í notkun á 60
ára afmæli Jóns.
Ungur fékk Jón sinn fyrsta
hest og átti hann hesta allt þar
til hann var kominn fast að ní-
ræðu. Hann var einn af stofn-
félögum Hestamannafélagsins
Þyts.
Útför Jóns fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 10.
júní 2016, klukkan 14.
1) Þórhallur, f.
16.12. 1952, eigin-
kona hans er Hólm-
fríður Ósmann Jóns-
dóttir. Börn þeirra
eru Birta, f. 1989, og
Sindri, f. 1995.
Eiginmaður Birtu er
Juan Carlos Pere-
grina Guarneros.
Dóttir Þórhalls og
Hebu Sigurgeirs-
dóttur er Auður, f.
1974, gift Erni Hreinssyni. Barn
þeirra er Dagur Nói, f. 2010.
Barn Auðar og Björgvins Ívars
Guðbrandssonar er Bjarki, f.
1992, sambýliskona hans er Stef-
anía Þorsteinsdóttir. Barn
þeirra er Eik, f. 2014.
2) Helga, f. 31.8. 1954, sam-
býlismaður er Þorbjörn Gísla-
son. Synir þeirra eru Birkir Þór,
f. 1990, og Stefán, f. 1991, d.
2001. Eiginkona Birkis er El-
ísabet Eir Steinbjörnsdóttir.
Dætur Helgu og Ólafs H. Guð-
mundssonar eru Margrét Unnur,
f. 1973, og Hafdís, f. 1980. Sam-
býlismaður Margrétar er Bragi
Páll Bragason og eiga þau fjög-
ur börn, Bryndísi Helgu, f. 2000,
Emilíu Rós, f. 2007, Daníel
Andra, f. 2009, og Ragnar Snæ,
f. 2012.
Ég sit við skrifborðið þitt í
miðherberginu og horfi á mynd-
irnar sem hanga á veggnum. Líf-
ið í myndum, augnablik sem fest
hafa verið á filmu.
Dreg út skúffuna og tek upp
litlu spiladósina sem ég gaf þér
fyrir mörgum árum, líklega eru
komin yfir 35 ár en hún virkar
enn. Ég trekki hana upp, hlusta
á lagið og hugsa til þín. Kannski
sast þú stundum hér og hugsaðir
til mín.
– Afi, stígvélin eru að detta
kalla ég til þín þar sem ég sit fyr-
ir framan þig á hnakknum. Þú
teygir þig niður og togar upp
rauð gúmmístígvélin. Við ríðum
niður Lækjargötuna og ég sé
hvar langafi og langamma
standa fyrir utan litla húsið sitt
og veifa. Ég veifa á móti í rönd-
óttu ullarvettlingunum sem
amma Ásta prjónaði handa mér.
Ég er fimm ára og ég er gífur-
lega stolt af okkur afa sem ríðum
eins og þjóðhöfðingjar um götur
Hvammstanga. Ferð mín endar
á Höfðabrautinni hjá ömmu sem
tekur á móti mér úti við dyr. Hún
er búin að steikja kleinur og ég
segist ætla að borða margar.
Það er fátt betra fyrir litla sál
en að eiga ömmu og afa. Þau eiga
alltaf tíma og rúm í hjarta sínu til
að taka á móti börnum, líka þeim
sem óvænt skjóta upp kollinum.
Það eru rólegheitin og hlýjan
sem aðeins er að finna hjá ömmu
og afa sem veita öryggi og vissu
um að allt sé eins og það á að
vera.
Hér breytist ekkert og tíminn
stendur í stað. Faðmurinn er
alltaf opinn og hurðin aldrei í lás.
Nú stend ég úti við dyr og
horfi á son minn leika sér í garð-
inum. Lít svo út götuna og sé þig
þar.
Þú veifar til mín og ég veifa á
móti. Sonur minn raular lag sem
hann lærði á leikskólanum og ég
hlusta á textann um leið og ég
horfi á eftir þér ríða glófextum
hesti inn í ljósið.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vinda leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt!
Vorið kemur heimur hlýnar,
hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín,
Auður.
Leita ég afdreps um
sléttunnar slóð;
slétturnar engu leyna.
Ég þarf að fela mig fyrir þjóð,
finna mig sjálfan og yrkja ljóð,
minnast við mold og steina.
Þess vegna kýs ég að flýjaá þinn fund,
fjallið mitt góða, eina,
láta þig geyma mig, styttamér stund,
stirðnuðu vængjunum lyfta’ yfir grund,
gróðurreit mannlegra meina.
Þegar ég hungraður bið um brauð,
býður mér heimurinn steina.
Hjá þér finn ég minn falda auð,
fegurstu blómin, sem hugði ég dauð,
fjallið mitt, fjallið eina!
(Grétar Ó. Fells.)
Sagnamaðurinn, selsbóndinn,
náttúruunnandinn, besti vinur
minn og afi er fallinn frá. Afi Jón
í Seli hefur alla tíð verið mín
helsta fyrirmynd. Af honum
lærði ég að þekkja hljóðin í fugl-
unum, hlusta eftir gutlinu í bæj-
arlæknum, suðinu í fiskiflugun-
um við suðurveginn í Selinu og
njóta angans af nýslegnu grasi.
Margar af mínum bestu minn-
ingum tengjast afa mínum og
mér verður alltaf hugsað til hans
þegar ég heyri spóann vella
graut eða sé lítið folald á spretti
á vorin, því mér finnst eins og
hann hafi verið með mér þegar
ég upplifði þetta í fyrsta sinn.
Hann afi minn var stálminn-
ugur og góður að segja sögur en
hann hafði þó sérstaklega gaman
af því að segja mér frá liðnum
tíma, frá því hann var lítill
drengur í Selinu eða frá búskap-
arárunum í Gröf. Hann var hag-
mæltur og ljóðelskur og vísurnar
sem hann kunni utanbókar töldu
um þúsund. Mest af öllu var
hann þó gjafmildur maður. Fyrir
sextugsafmæli sitt endurreisti
hann Ánastaðaselið, þar sem
hann fæddist og langafi og
langamma bjuggu, svo við fjöl-
skyldan gætum kynnst þeirri
einstöku ró og kyrrð sem þar
ríkir og fágæt er í dag. Í Selinu
hef ég átt mínar bestu stundir og
ég verð Jóni, afa mínum, ævin-
lega þakklát fyrir þá dýrmæt-
ustu arfleifð sem nokkur maður
getur fært afkomendum sínum.
Þegar ég hugsa um afa þá sé ég
hann fyrir mér í sólskininu með
orfið og ljáinn að slá blettinn í
Selinu og ég get líka kallað fram
í hugann minningar um það þeg-
ar hann sýndi mér maríuerlu-
hreiðrið í hlöðunni í Glaðheimum
eða þegar við fundum sandlóu-
hreiðrið á milli hjólfaranna á
vegslóðanum í Freysvík. Afi var
ánægður þegar ég sagði honum,
stuttu fyrir andlátið, að ég hefði
hlotið styrk til útgáfu minnar
fyrstu bókar. Margar af þeim
sögum sem þar munu birtast eru
innblásnar af ýmsu því sem Jón
afi sagði mér og verður bókin til-
einkuð honum. Ég er afa mínum
þakklát fyrir svo ótal margt,
góðu minningarnar sem ég mun
alltaf geyma í hjarta mínu ásamt
öllum sögunum sem hann sagði
mér. Eins mun ég aldrei gleyma
hvað það var gott að fá að halda í
mjúku höndina hans þegar hann
dró síðasta andardráttinn og hélt
ferð sinni áfram. Ég veit líka fyr-
ir víst, að þurfi ég að finna hann
Jón, afa minn, þá mun ég leita
hans í Ánastaðaseli þar sem andi
hans og sála verður allt um lykj-
andi.
Birta Þórhallsdóttir.
Ég sit við skrifborðið þitt í
miðherberginu og horfi á mynd-
irnar sem hanga á veggnum. Líf-
ið í myndum, augnablik sem fest
hafa verið á filmu. Dreg út skúff-
una og tek upp litlu spiladósina
sem ég gaf þér fyrir mörgum ár-
um, líklega eru komin yfir 35 ár
en hún virkar enn. Ég trekki
hana upp, hlusta á lagið og hugsa
til þín. Kannski sast þú stundum
hér og hugsaðir til mín.
– Afi, stígvélin eru að detta!
Kalla ég til þín þar sem ég sit
fyrir framan þig á hnakknum. Þú
teygir þig niður og togar upp
rauð gúmmístígvélin. Við ríðum
niður Lækjargötuna og ég sé
hvar langafi og langamma
standa fyrir utan litla húsið sitt
og veifa. Ég veifa á móti í rönd-
óttu ullarvettlingunum sem
amma Ásta prjónaði handa mér.
Ég er fimm ára og ég er gífur-
lega stolt af okkur afa sem ríðum
eins og þjóðhöfðingjar um götur
Hvammstanga. Ferð mín endar
á Höfðabrautinni hjá ömmu sem
tekur á móti mér úti við dyr. Hún
er búin að steikja kleinur og ég
segist ætla að borða margar!
Það er fátt betra fyrir litla sál
en að eiga ömmu og afa. Þau eiga
alltaf tíma og rúm í hjarta sínu til
að taka á móti börnum, líka þeim
sem óvænt skjóta upp kollinum.
Það eru rólegheitin og hlýjan
sem aðeins er að finna hjá ömmu
og afa sem veita öryggi og vissu
um að allt sé eins og það á að
vera.
Hér breytist ekkert og tíminn
stendur í stað. Faðmurinn er
alltaf opinn og hurðin aldrei í lás.
Nú stend ég úti við dyr og
horfi á son minn leika sér í garð-
inum. Lít svo út götuna og sé þig
þar. Þú veifar til mín og ég veifa
á móti. Sonur minn raular lag
sem hann lærði á leikskólanum
og ég hlusta á textann um leið og
ég horfi á eftir þér ríða glófext-
um hesti inn í ljósið.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
– draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað
mitt.
Gakk þú út í græna lundinn
gáðu fram á bláu sundin
– mundu að það er stutt hver stundin
stopult jarðneskt yndið þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað
mitt.
Allt hið liðna er ljúft að geyma
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma
– segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað
mitt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín
Auður.
Nú þegar heiðursmaðurinn
Jón Ágústsson hefur kvatt leita
ljúfar minningar á hugann.
Þegar við vorum börn var eft-
irsóknarvert að fá að fara til
þeirra góðu hjóna, Jóns og Ástu,
móðursystur okkar, þegar þau
bjuggu í Gröf á Vatnsnesi og fá
að dvelja hjá þeim jafnvel í
nokkra daga ef þannig stóð á.
Þar var vel tekið á móti öllum,
ekki síst okkur börnunum. Eftir
að verkum var lokið á kvöldin
var stundum gripið í spil eða set-
ið og hlustað á útvarp. Ósjaldan
bar aðra gesti að garði og þá var
stundum slegið upp balli í litlu
stofunni, sá siður fylgdi bænum,
en Jón var sjálfur uppalinn í
Gröf ásamt stórum hópi systk-
ina.
Gestrisni hjónanna í Gröf var
einstök og ekki minnkuðu gesta-
komur eftir að þau reistu sér fal-
legt heimili við Höfðabrautina á
Hvammstanga, þangað var ljúft
að koma og njóta samvistanna.
Það nutu allir þess að hlusta á
Jón segja frá liðinni tíð, en hann
var framúrskarandi sögumaður.
Oft fór hann með ljóð og stökur
og engan þekkjum við sem kunni
annan eins fjölda af lausavísum.
Hann var snilldar hagyrðingur,
eins og fleiri systkin hans, en
flíkaði því ekki. Þó bar við að
hann leyfði okkur að heyra eitt-
hvað sem hann hafði sett saman
við ýmis tækifæri.
Jón og Ásta áttu stóran vina-
hóp sem ferðaðist saman um
landið. Þau gistu í tjöldum og oft
var glatt á hjalla þegar komið
var í náttstað, kviðlingum kastað
fram og sungið. Einnig hafði
hann geysilega gaman af hesta-
ferðalögum sem hann fór í ásamt
vinum til margra ára. Hann var
náttúrubarn eins og öll Grafar-
systkinin.
„Hvenær ætlið þið í Selið?“
var oft viðkvæðið, en pabbi,
mamma, Krummi, Þóra, Birna
og fleiri úr fjölskyldu okkar
höfðu heimsótt Ánastaðasel árið
1986 og sumarið 2014 kom loks-
ins að því að við Ína og Eggert
drifum okkur með þeim Hadda,
Fríðu og Birtu á staðinn.
Þetta er unaðsreitur sem Jón
og fjölskylda byggðu upp á fæð-
ingarstað hans. Þar ber allt
handbragð vitni um vandvirkni
og sést að unnið hefur verið að
byggingunni með alúð.
Handlagni Jóns er mjög róm-
uð – hún sést á og við heimili
þeirra Ástu en ekki síður er vert
að geta myllunnar og annars
sem hann kom að í Kirkju-
hvammi og prýðir m.a. þann fal-
lega stað.
Eftir að foreldrar okkar
hættu búskap á Melum fóru þau
meðan heilsan leyfði á hverju ári
norður og dvöldu hjá Ástu og
Jóni, stundum í nokkra daga. Þá
var farið í heimsóknir til gömlu
kunningjanna og á æskuslóðir
systranna á Vatnsnesinu. Alltaf
komu þau ríkari til baka eftir
þessar heimsóknir því að kær-
leikar voru á milli systranna og
þeir svilar, pabbi og Jón, afar
góðir vinir. Það var einnig eft-
irvænting og tilhlökkun þegar
þau Jón og Ásta áttu leið í bæinn
og nutu foreldrar okkar þess að
fá að endurgjalda móttökurnar
fyrir norðan að einhverju leyti.
Við vitum að það voru góðar
stundir sem þau áttu saman í
Sólheimunum.
Nú er komið að leiðarlokum
og tími til að kveðja og þakka
fyrir allar góðu stundirnar og
vináttuna.
Elsku Ásta, Haddi, Helga og
fjölskyldur, minningarnar munu
lifa með okkur.
Elsa, Ína, Þóra og
Birna frá Melum.
Jón var á sjöunda ári þegar
foreldrar hans reiddu búsmuni
sína á klakki ofan úr Ánastaða-
seli og héldu síðan með þá á
hestakerru inn að Gröf. Sextug-
ur reisti hann svo nýjan torfbæ í
Selinu og góðvinirnir fóru að
kalla hann Selbóndann. Léttfær
og brattasækinn átti hann mörg
spor upp í Selið, stundum á skíð-
um, oft ríðandi og undir það síð-
asta þvældist hann slóðina á svo-
litlum traktor.
Jón og Ásta tóku við búskap í
Gröf og meðfram keyrði hann
steypumöl úr Grafarmelnum. Á
miðjum aldri fluttu þau til
Hvammstanga og stundaði Jón
þar lengst af vörubílaakstur.
Þangað tók hann með sér hest-
ana og fram undir nírætt fór
hann á bak og hafði yndi af um-
stanginu sem þeim fylgdi. Síðast
hafði hann þann starfa að hirða
kirkjugarðinn í Kirkjuhvammi
og hlóð þar torfgarð úr klömbru-
hnaus og myllukofann við ána.
Fyrst kynntist ég Jóni við eld-
húsborðið í Gröf. Þá var systur-
dóttir Ástu að heimsækja
frænku sína með mig í fartesk-
inu. Seinna urðum við vinir. Við
byggðum hesthúsið Glaðheima
ásamt fleirum og ferðuðumst
saman á hestum með Heiðavina-
félaginu. Tilhafður mætti hann
með glampa í auga, var svolítið
eins og á iði og tilhlökkunin var
auðsæ. Hann hafði líka stungið
fleyg í vasann.
Þrennt sagðist hann hafa gert
merkilegast: Að fljúga yfir
Klettafjöllin, að troða dansinn
með Færeyingum á Ólafsvöku
og ríða í kring um Langjökul.
Það síðastnefnda taldi hann þó
fræknast sinna afreka. Þetta var
margra daga ferð, suður Kjöl, á
Þingvelli og norður gamla Ok-
veginn og Arnarvatnsheiði. Þá
var nú létt yfir kalli, sem orti
vísu á hverjum degi og stundum
margar.
Minnisstætt er þegar vísna-
gerðarmaðurinn stóð við borð-
sendann í skálanum við Hvítár-
vatn og þuldi upp úr sér kvæðið
Hvítur hestur eftir Guðmund
Böðvarsson. Til hinstu stundar
hélt hann afburða minni, hafði
sögur á hraðbergi og þó einkum
vísur. Nú hverfur það flest í glat-
kistuna. Best tókst honum upp í
baðstofunni í Selinu eða á gró-
inni þúfu undir bláum himni og
hringhendan var hans uppáhald,
enda orti hann margar slíkar.
Iðjusemi og elja voru Jóni eðl-
islægir eiginleikar og lagtækur
var hann og natinn við alla hluti.
Kominn fast að níræðu smíðaði
hann nýja glugga í hesthúsið.
Síðasta sumar barði hann ljá í
orfið og sló í kringum Selið.
Í fyrra var hann eitthvað að
bauka uppi á húsþakinu og ná-
grannarnir héldu niðri í sér and-
anum. Þrotinn kröftum greip
hann í að slá lóðina og keyra
burtu heyið örfáum dögum fyrir
andlátið. Eljan og verkáhuginn
voru enn til staðar þó hjartað
segði að nú væri nóg unnið.
Það var mikill gestagangur í
Gröf og á Höfðabrautinni. Í ára-
raðir var þar stórveisla að lok-
inni gáskafullri heimreið úr
Hamarsrétt.
Selið er líka öllum opið og
aldrei læst og þannig komið í veg
fyrir innbrot. Kvöldvökurnar
þar í baðstofunni eru minnis-
stæðar. Flöktandi ljóstýran, Sel-
bóndinn í frásagnarham á rúm-
bríkinni og hestarnir að rífa í sig
góðgresi í hólfinu.
Það er ljúft að ylja sér við
minningar um glaðar stundir
með Jóni Ágústssyni.
Við Ella sendum Ástu og að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Þórður Skúlason.
Það var gróin vinátta á milli
bernskuheimilis míns á
Hvammstanga og heimilis þeirra
Ágústs og Helgu í Gröf. Afi minn
hafði hagagöngu fyrir fáeinar
kindur sínar og hesta í Gröf og
með fyrstu minningum mínum
eru þær er farið var út að Gröf
þegar tekið var af. Þá voru dýrð-
ardagar sem nú, 70 árum síðar,
eru enn í fersku minni. Heimilið
þar var mannmargt, elztu börnin
komin á fullorðinsaldur en hin
yngstu á mínu reki. Góðgerðir
voru ekki sparaðar í Gröf og
kaffiborðið svignaði í stofunni,
og síðan fengum við krakkarnir
að ólmast í leik en fullorðna fólk-
ið var við rúninginn.
Eftir Ágúst og Helgu tóku
Jón, sonur þeirra, og Ásta Þór-
hallsdóttir, kona hans, þar við
búi og bjuggu um þrettán ára
skeið en fluttust þá til Hvamms-
tanga þar sem Jón stundaði
vörubílaakstur um skeið, og
hafði gert jafnframt búskapnum
í Gröf. Þá endurnýjaðist gömul
vinátta og á ferðum norður kom
ég síðan ævinlega við hjá þeim
hjónum, og oft var mér búinn þar
næturstaður á þeirra hlýlega og
alúðlega heimili. Hjónin voru
bæði Vatnsnesingar og þekktu
vel héraðið og mannlífið og um
margt var þá rætt. Jón var
sagnafróður, stálminnugur og
sagði vel frá, var þó ekki mál-
gjarn og sagði það eitt sem hann
taldi rétt vera. Hann var hag-
mæltur en lét lítt á því bera,
enda var hann hógvær að eðlis-
fari.
Hans yndi allt fram á síðustu
ár var að bregða sér á hestbak,
átti enda góða hesta.
Jón Ágústsson er borinn til
grafar í dag. Hann fæddist í
Ánastaðaseli en foreldrar hans
reistu þetta fjallabýli úr auðn og
bjuggu um sjö ára skeið og voru
síðustu ábúendur þar.
Jón tók sér fyrir hendur síðla
á ævinni að byggja upp bæinn í
Selinu, sem tíðast var nefnt svo,
lítið baðstofuhús eins og verið
hafði í búskapartíð foreldra hans
og síðan lágu leiðir þeirra hjóna,
og margra annarra, tíðum upp í
Selið.
Þau hjónin tóku ástfóstri við
Selið og oft var farið þangað upp
eftir, genginn sneiðingurinn upp
frá Ánastöðum um 20 mínútna
leið, en á stundum farið á yfir-
byggðu fjórhjóli yfir torfærurn-
ar, en bílvegur er enginn að bæn-
um.
Jón var bráðhagur til hand-
anna, hvort sem var við smíðar
eða hleðsluverk, og ekki fyrir
löngu hlóð hann kirkjugarðs-
vegginn í Kirkjuhvammi úr
klömbruhnaus á tvo vegu, snilld-
arverk á að líta.
Nú verður líklegast tómlegra
á Tanganum er Jón Ágústsson er
horfinn á braut.
Ekki verður oftar setið á sama
hátt og svo oftsinnis áður og tek-
inn þáttur í skemmtilegu spjalli
og hlýtt á frásagnir frá fyrri tíð-
um eða samtímanum. En góðar
minningar geymast enn um sinn.
Þór Magnússon.
Jón Ágústsson