Morgunblaðið - 10.06.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.06.2016, Qupperneq 27
lagastundinni. Hann stóð á bryggjunni en hún við lunninguna um borð í Esjunni, sem lagðist í höfn á Akureyri. Hann sagði við félaga sinn: „Ég ætla að ná í hana.“ Það stóð heima. 71 ári síðar kveður amma eiginmann sinn og besta vin. Afi hvatti mig til að ferðast sem lengst og mest. Við fjölskyldan og síðar ég sjálf ferðuðumst talsvert og bjuggum í útlöndum um lengri og skemmri hríð. Skemmtilegast af öllu fannst honum að hlusta á ferðasögur á Sunnubraut, yfir kleinum. Þær stundir eru kær- ustu minningarnar sem ég á um afa. Hann uppgötvaði snemma að ég hafði áhuga á þjóðmálum, sem honum fannst ekki leiðinlegt enda hafði hann verið í pólitík og setið lengi á þingi. Ég var kannski tíu ára þegar ég sat með honum á Sunnubraut og spurði hver ætti eiginlega allan fiskinn. Hann gerði heiðarlega tilraun til að útskýra fyrir mér kvótakerfið. Ég hlustaði af eftirtekt. Það var raunar ein af náðargáfum afa. Hann gat látið kvótakerfið hljóma skemmtilega fyrir tíu ára barn. Þegar ég sagði afa að ég ætlaði ekki í lögfræði eftir menntaskóla, sem er eins konar fjölskyldusport, hló hann og sagði: Gott hjá þér, Ólöf mín. Þú ert líka svo frumleg og þessir lögmenn eru svo leiðin- legir. Þessu hlógum við að lengi á eftir, enda sinnti hann störfum tengdum lögmennsku lengi og um það bil níutíu og fimm prósent fjölskyldunnar fylgdu í fótspor hans. Honum fannst lögmenn ekkert leiðinlegir. Hann bara studdi mann alltaf, í öllu. Afi var líka alltaf svo reffilegur og hélt úti fallegasta garði í Kópa- vogi og þótt víðar væri leitað. Raunar margverðlaunuðum garði. Þegar hann var ekki klædd- ur eins og klipptur út úr herra- tískutímariti, eins og hann var svo gjarnan, var hann ber að ofan með derhúfu aftur á bak að huga að garðinum. Alltaf eins og nýkom- inn úr sólarlandaferð, hraustleg- ur, sólbrúnn og síungur, langt fram eftir aldri. Á Sunnubraut var alltaf gest- kvæmt og gaman að koma. Undir það síðasta dvaldi hann á Sunnu- hlíð, við hlið ömmu, þar sem hlúð var að honum af nærgætni og um- hyggju, eins og hann átti skilið. Það skal engan undra að afi hafi verið uppáhald allra í Sunnuhlíð. Hann var uppáhald allra, alls staðar sem hann kom. En nú skilja leiðir. Ég mun ylja mér við minningarnar um hann um ókomna tíð. Ég mun alltaf sakna hlýja faðmsins hans afa. Þín, Ólöf. Elsku Jón. Það voru forréttindi að kynnast ykkur Hólmfríði í gegnum eigin- konu mína, Sólveigu Helgadóttur, barnabarn ykkar hjóna. Það eru liðin nokkur ár síðan ég kom inn í fjölskylduna og við höfum oft átt dásamlegar stundir á þeim tíma. Eftirminnilegast er líklega ferða- lag okkar til Bandaríkjanna, þeg- ar við lögðum land undir fót og flugum saman til Washington DC. Þar fórum við saman í langar gönguferðir og áttum áhugaverð- ar samræður um allt á milli himins og jarðar. Þú fórst á flug í frá- sögnum, sagðir okkur frá þing- setu þinni og ferðalögum um víða veröld, uppvaxtarárunum á Siglu- firði og þeim tíma er þið hjónin dvölduð í Bandaríkjunum hjá Helgu og fjölskyldu. Þú varst mikill orðsins maður en á sama tíma svo jarðbundinn og hógvær og það var einmitt það sem gerði frásagnirnar svo dásamlegar. Dramb var ekki til í þér og má það eiginlega merkilegt teljast; maður sem átt hefur ævi eins og þú gæti hæglega haft til- hneigingu til þess að gera mikið úr sínu. Þess í stað varstu auðmjúkur og þakklátur fyrir það sem þú átt- ir og það sem þú hafðir fengið að upplifa á lífsskeiði þínu. Þegar við Sólveig bjuggum í Kópavogi komum við oft við hjá ykkur Hólmfríði, yfirleitt án þess að gera boð á undan okkur. Alltaf tókuð þið svo dásamlega vel á móti okkur og voruð þakklát fyrir heimsóknina. Í raun varstu al- mennt þakklátur fyrir tilveru þína – fyrir útsýnið út á Kópavog- inn, fyrir fallegt veðurfar og fyrir það að eiga góða fjölskyldu. Þú varst þakklátur fyrir eiginkonu þína, fyrir uppvaxtarárin, fyrir námsárin og fyrir starfsævina. Þú varst þakklátur fyrir Sundlaugina í Kópavogi og fyrir það að við kjöftuðum ekki frá minniháttar umferðaróhöppum þínum, til dæmis þegar þú renndir fram- brettinu á bílnum meðfram hleðslunni í hlaðinu. Ég dáðist að þessu í fari þínu, þakklætinu sem var svo einkennandi fyrir þig. Aldrei heyrði ég þig heldur hallmæla nokkrum manni. Ég trúi því tæpast að allt samferða- fólk þitt hafi öllum stundum verið þér að skapi, en þú kunnir að leita frekar eftir því sem var jákvætt og líta framhjá hinu. Það er eig- inlega hægt að segja að þú hafir, eftir því sem ég kemst næst, lifað lífi þínu eftir hinu skilyrðislausa skylduboði Kants sem sagði: Breyttu einungis eftir þeirri lífs- reglu sem þú getur viljað að verði að almennu lögmáli. Elsku Jón, ég á eftir að sakna þess að sitja þér við hlið, ræða við þig og horfa með þér út yfir Kópa- voginn. Megir þú hvíla í friði og ég trúi því innilega að vel hafi verið á móti þér tekið þegar þú kvaddir okkur og þetta jarðneska líf. Takk fyrir samverustundirnar, kæri vinur. Bóas Hallgrímsson. Fáeinum vikum eftir að Jón Skaftason varð yfirborgarfógeti í Reykjavík birtist inni á gólfi hjá honum ungur maður sem ekki hafði gert boð á undan sér og Jón vissi engin deili á. Sá var trúlega haldinn meira sjálfsáliti en efni stóðu til og falaðist eftir ábyrgð- arstarfi sem þar var að losna. Við- brögð Jóns einkenndust af eðlis- lægri háttvísi hans – hann gaf sér tíma til að ræða málið og niður- staðan var einföld – þetta yrði skoðað. Þetta er forsagan að starfi mínu undir stjórn Jóns sem hófst skömmu eftir þennan fund og stóð næstu 12-13 árin. Á þau samskipti bar aldrei minnsta skugga frá mínum bæjardyrum séð. Samstarfinu lauk í tengslum við víðtækar breytingar á réttar- kerfi landsins og undirritaður ákvað þá að breyta til. Vináttan við Jón hefur þó haldist óbreytt síðan þótt auðvitað hafi samskipt- in orðið minni. Jón var einhver notalegasti maður sem ég hef kynnst og mik- ill karakter. Starfsemi borgarfóg- etaembættisins var geysilega fjöl- breytt og verkefnin mörg lögfræðilega flókin. Jón hafði lengst af áður verið stjórnmála- maður. Í hinu nýja hlutverki nálg- aðist hann starfið fyrst og fremst sem stjórnandi sem hefði það hlutverk að tryggja að verkefnin væru leyst þótt hann gengi ekki í öll verk sjálfur. Þannig taldi hann menntun sína og reynslu nýtast stofnuninni best. Hann fylgdist vel með því hvernig hlutir voru gerðir og hvernig verkefnum mið- aði, og lagði sig í framkróka við að búa mönnum sem best starfsskil- yrði, hvort sem var í launum eða öðrum kjörum. Enginn vafi er á því að þetta vinnulag leiddi til al- gerra umskipta í starfsemi emb- ættisins. Jón hafði létta lund og samskipti hans við starfsmenn voru mjög jákvæð og hvetjandi. Þótt vitaskuld væri Jón yfirmað- ur embættisins fann maður aldrei annað en að öll samskipti við hann væru fullkomlega á jafnréttis- grundvelli. Aldrei varð ég þess var að Jón hefði minnstu tilburði til að hafa áhrif á meðferð eða nið- urstöður mála sem ég eða aðrir hjá embættinu höfðu til úrlausn- ar. Í góðra vina hópi var Jón hrók- ur alls fagnaðar, og þá ekki síst er þau hjónin stóðu sjálf fyrir fagn- aðinum. Þau Jón og Hólmfríður, kona hans, efndu sjálf árlega til veglegrar veislu fyrir allt starfs- fólk borgarfógetaembættisins ásamt mökum. Með þessu sýndu þau í verki hug sinn til starfs- manna. Jón var mikill fjölskyldumaður og þau hjónin létu sig mjög varða hag afkomenda sinna. Hann var söngmaður góður og mikill tón- listarunnandi. Ekki má gleyma því að hann æfði og lék knatt- spyrnu með KR á háskólaárunum þegar svo stóð á að hann gat ekki leikið með Knattspyrnufélagi Siglufjarðar. Þessum fátæklegu kveðjuorð- um verður ekki lokið án þess að getið sé eiginkonu Jóns, Hólm- fríðar Gestsdóttur, sem nú sér á bak eiginmanni sínum eftir 66 ára hjúskap. Hvort um sig hafa þau alla tíð verið glæsilegar mann- eskjur, ekki aðeins hið ytra heldur einnig hið innra. Við Gurrí send- um Hólmfríði, afkomendum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur og trúum því að minningin um mætan mann muni lifa með þeim alla tíð. Ragnar Halldór Hall. Við andlát Jóns Skaftasonar leita á mig fleiri minningar en svo að þeim verði gerð skil í stuttu máli. Við Jón vorum jafnaldrar, fæddir árið 1926, ólumst upp við lík skilyrði, hvað atvinnuhætti snerti, kynntumst störfum til sjós og lands, markaðir af upprunan- um alla tíð. Við staðnæmdumst þó ekki við störf feðra okkar, en lögð- um á langskólabrautina. Við Jón vorum bekkjarbræður í Mennta- skólanum á Akureyri, samstúd- entar 1947. Þá hlutum við þau for- lög að ílengjast í stjórnmálum, sem vissulega er hin minnisstæð- asta saga. — Ég hafði því mikil og góð kynni af Jóni frá unglingsaldri til elli. Það einkenndi Jón að hann var eins og fæddur lánsmaður. Allt lék í höndum hans, vitanlega svo að hann vissi hvað hann var að gera, en hamingjan var honum hliðholl. Þetta kom fram í náms- ferli hans, þar sem undansláttur kom ekki til greina. Jón varð snemma áhugasamur um þjóðmál hvers konar, býsna róttækur framan af, en fann þegar á reyndi að hann var einfaldlega hófsamur miðjumaður og einlægur lýðræð- issinni. Hann tók því áskorun framsóknarmanna í nýju Reykja- neskjördæmi 1959 að bjóða sig fram á þeirra vegum. Jón dugði vel í þessum kosningum, vann reyndar stórsigur sem lengi verð- ur minnst í sögu Framsóknar- flokksins. Á eftir fór farsæl þing- mennska hans nærri tvo áratugi. Jón var lögfræðingur að mennt og reyndur hæstaréttarlögmaður. Hann var því vel að sýslumanns- embætti kominn í Reykjavík þeg- ar setu hans á Alþingi lauk. Sem sýslumaður kunni hann vel til verka sem fagmaður og góður stjórnandi þessa mikilvæga og umfangsmikla embættis. Í einkalífi brást Jón ekki lánið. Hann fékk þeirrar konu sem hann vildi eiga og enga aðra. Þau átti miklu barnaláni að fagna. Og vin- sældir Jóns náðu víða. Þar minn- ist ég vitaskuld þess sem mér stendur næst, hve vinartengsl okkar MA-stúdenta 1947 voru ná- in. Þar átti Jón stóran hlut. — Jón var umfram allt vel á sig kominn andlega og líkamlega, þrekmenni og íþróttamaður. Að lokum brást honum heilsan. Ellin hafði sitt fram. En minningin lifir þótt mað- urinn falli. Ingvar Gíslason. Mágur minn og kær vinur, Jón Skaftason, fyrrverandi alþingis- maður, er látinn. Margar ánægju- legar stundir koma í hugann sem við Stefán áttum með Jóni og Hólmfríði frá því ég kom inn í fjöl- skylduna upp úr 1963. Samskiptin voru mikil og gefandi alla tíð og við ferðuðumst saman innan lands og utan. Jón var elstur systkinanna á Nöf og þeir Stefán, sem var næst- elstur, voru samferða í mörgu sem ungir, sprækir menn og eldri öð- lingar. Eftirminnileg var ferð mín til Íslands 1963 þegar ekið var um holótta íslenska malarvegi til að skoða helstu perlur landsins; Þingvelli, Borgarfjörð, Akureyri, Mývatn, Dettifoss, að ógleymdum Siglufirðinum fagra þar sem systkinin, Jón, Stefán, Gunnlaug- ur og Jóhanna, ólust upp með for- eldrum sínum, Helgu og Skafta á Nöf. Þessi ferð okkar um íslensk- ar byggðir er mér næsta ógleym- anleg enda upphaf að farsælum kynnum mínum af ykkur í fjöl- skyldu Stefáns og langtímadvöl minni á Íslandi. Alltaf gátum við Stefán treyst vináttu og hjálpsemi Jóns og Hólmfríðar, bæði á meðan við bjuggum erlendis og eins eftir að við fluttum alkomin til Íslands. Samverustundir urðu margar og gefandi á meðan fjölskyldan stækkaði og börnin uxu úr grasi. Jóns verður sárt saknað. Lang- ar mig að þakka samfylgdina með honum og óska Hólmfríði, vin- konu minni, börnum hennar og fjölskyldu huggunar á erfiðum tíma. Maj Skaftason og fjölskylda. Jón Skaftason var Siglfirðing- ur. Foreldrar hans voru orðlagt atorku- og kjarnafólk. Móðirin, Helga Jónsdóttir, var frá Akur- eyri en faðirinn, Skafti Stefáns- son, frá Nöf á Hofsósi. Síðar stundaði hann útgerð og umfangsmikla síldarsöltun á Siglufirði á söltunarstöð sinni er hann kallaði Nöf. Jón nam lög- fræði og varð hæstaréttarlögmað- ur 1961. Framsóknarflokkurinn vann ötullega að því á árunum í kring- um 1960 að efla stöðu sína í þétt- býlinu hér sunnanlands. Eysteinn Jónsson, sem þá var helstur ráða- maður í Framsóknarflokknum, beitti sér fyrir mikilli endurnýjun í þingliði flokksins. Stuðlaði hann að því að hópur ungra lögfræðinga sóttist eftir því að taka sæti á Al- þingi á vegum flokksins. Í þeim hópi voru Ingvar Gíslason, Tómas Árnason, Einar Ágústsson og Jón Skaftason. Allir voru þetta glæsi- legir menn sem létu mikið að sér kveða og voru þeir af andstæðing- um í upphafi kallaðir „ puntu- drengirnir hans Eysteins“. Ingv- ar Gíslason lifir þá einn, níræður að aldri. Jón var bæjarfulltrúi í Kópavogi en 1959 náði hann kjöri sem einn af alþingismönnum Reykjaneskjördæmis. Þótti það markverður og óvæntur kosn- ingasigur því framsóknarmenn höfðu verið fáliðaðir á þeim slóð- um. Jón hlaut góða kosningu þá og varð forvígismaður flokksins í kjördæminu í tvo áratugi. Jón var háttvís og aðlaðandi í framkomu, ágætur ræðumaður, glöggskyggn, rökfastur og bar sig með reisn. Hann hafði einbeittar skoðanir og fylgdi þeim fast fram og var óhræddur þótt hann lenti stundum í minnihluta i þing- flokknum. Honum var falinn mik- ill fjöldi trúnaðarstarfa, sem hann leysti vel af hendi. Þátt fyrir gott starf Jóns sem alþingismaður Reykjaneskjördæmis náði hann ekki endurkjöri vorið 1978 og hvarf af þingi. Jón Skaftason varð deildarstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu 1978 til 1979 en þá var hann skipaður Yfirborgarfógeti í Reykjavík og gegndi því starfi til 1992 og síðan var hann um tveggja ára skeið sýslumaður í Reykjavík. Lögmannsstörf stund- aði Jón með öðrum verkum um langt árabil. Kona Jóns var Hólm- fríður Gestsdóttir, hin mætasta kona. Þau eignuðust eina dóttur og þrjá syni. Nú er Jón Skaftason kvaddur í hárri elli. Honum eru færðar hugheilar þakkir fyrir góð störf í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar allrar. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson ✝ Katrín Sæ-mundsdóttir fæddist í Stóru- Mörk í Vestur-- Eyjafjöllum 1. júní 1917. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 1. júní 2016. Foreldrar hennar voru Sæmundur Einarsson, hrepp- stjóri og bóndi, og Guðbjörg María Jónsdóttir, húsfreyja. Katrín var sjöunda í röðinni af 14 systk- inum, eftirlifandi er Sigurbjörg Sæmundsdóttir. Katrín eignaðist tvö börn með Eysteini Einarssyni, f. 12. apríl 1904, d. 25. febrúar 1991. Hrafnhildi Eysteinsdóttur, f. 17. júní 1949, d. 31. júlí 2015, og Hilmar Eysteinsson, f. 2. sept- ember 1951. Hrafnhildur var gift Jónasi Ragnarssyni, börn þeirra eru, Ragnar Þórður, Katrín Hildur, Hrönn, Edda Rán, Eysteinn. Hilmar er kvæntur Sigríði Magnús- dóttur, barn þeirra er Ingibjörg Hilm- arsdóttir, synir Sig- ríðar eru Óskar Ingi og Stefán. Katrín átti 13 langömmubörn og tvö langalang- ömmubörn. Katrín var fyrst um sinn búsett í Stóru-Mörk þar sem hún stund- aði félagsbúskap ásamt tveimur bræðrum sínum en einnig bjó hún í Reykjavík, Brú í Austur- Landeyjum og Hvolsvelli. Katr- ín flutti í Kirkjulund í Garðabæ 1990, þar sem hún bjó allt þar til fyrir tveimur árum er hún flutt- ist á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún lést eftir skammvinn veikindi. Útför Katrínar fer fram í Vídalínskirkju í dag, 10. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag eru kaflaskil í lífi fjöl- skyldunnar okkar þegar við kveðj- um elsku ömmu Kötu í hinsta sinn. Amma kvaddi okkur á afmælis- degi sínum, 1. júní síðastliðinn, þá 99 ára gömul. Hún er án efa ein af mínum stærstu fyrirmyndum og sú sem hefur sýnt mér einna best hvers konar manneskju ég vil geyma. Amma var dugleg og iðin kona. Sem ung kona hóf hún félagsbú- skap í Stóru-Mörk ásamt Einari, bróður sínum, en þau deildu jörð- inni með Árna, bróður þeirra, og Lilju, konu hans. Amma fæddist í Stóru-Mörk og var þar sín upp- vaxtarár og fram á fullorðinsald- ur. Eftir að amma hætti vinnu var hún ávallt með einhver verkefni og sat ekki auðum höndum, hún var mikil handavinnukona og prjónaði eins lengi og hún hafði sjón til. Takk, amma mín, fyrir að kenna mér vinnusemi. Það skipti ömmu alltaf máli að geta hugsað um sig sjálf. Hún keyrði aldrei bíl sjálf en þess í stað fór hún mikið um gangandi. Hún var sjálfri sér næg og ætlaðist aldrei til neins af öðrum en var alltaf reiðubúin að koma öðrum til hjálpar. Takk, amma, fyrir að kenna mér að vera sjálfstæð kona. Á sínum efri árum fór amma nokkrar utanlandsferðir, bæði með Hrafnhildi, dóttur sinni, og með eldri borgurum. Þó að hún hafi alltaf verið heimakær var hún heldur ekki hrædd við að stíga út fyrir þægindarammann og lét fátt stoppa sig í að njóta lífsins. Þakka þér, amma mín, fyrir að kenna mér að næra ævintýraþrána og setja mér ekki takmörk. Hún var mjög tengd fjölskyld- unni sinni, börnum, barnabörnum og langömmubörnum, hún hélt alltaf góðu sambandi við systkin sín og frændfólk og lét sér annt um fólkið í lífi sínu. Ég á ófáar minningar með ömmu bæði á Hvolsvelli og í Garðabænum, hún hafði gaman af því að hafa okkur barnabörnin hjá sér og var alltaf tilbúin að gefa okkur tíma sinn og leyfa okkur að gista hjá sér eða koma til að hugsa um okkur og eyða með okkur tíma. Þrátt fyrir háan aldur var hugurinn alltaf skýr og mundi hún alltaf afmæl- isdaga allra þeirra sem henni voru kærir. Takk, amma, fyrir að sýna mér að tíminn er það dýrmætasta sem ég get gefið fjölskyldunni minni. Ég gæti skrifað langan pistil um alla þá eiginleika sem ég dáð- ist að við hana ömmu mína, við fjölskyldan erum lánsöm að hafa átt hana að. Hún skilur eftir sig stórt skarð og á þessum tímamót- um lít ég yfir farinn veg, ylja mér við minningarnar og fyllist þakk- læti yfir að hafa haft hana í lífi mínu. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Ég kveð þig, amma mín, með sömu orðum og þú kvaddir mig alltaf, „Vertu alltaf blessuð, amma mín.“ Þín, Ingibjörg. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar þær streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibj. Sig.) Hvíldu í friði, elsku langamma, takk fyrir allt. Þín, Andrea Óskarsdóttir. Katrín Sæmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.